Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Austurendi austur-vestur-brautarinnar var opnaður um síðustu helgi og því er fluguniferð nú með eðlilegu móti.
Austur-vest-
ur-brautin
tilbúin
LOKIÐ er áföngum þessa árs við
endumýjun Reykjavíkurflugvallar
og hefjast framkvæmdir aftur í
byijun næsta árs. Var flugumferð
nýlega hleypt á austur-vestur-
flugbrautina, sem nú hefur verið
endurnýjuð að fullu.
Ólafur Hilmar Sverrisson verk-
ef'nissljóri segir að austur-vestur-
brautin sé nánast búin, unnið sé að
lokafrágangi vegna ljósa en umferð
hafi þó verið hleypt á brautina um
síðustu helgi. Hann segir hlé verða
á framkvæmdum líklega fram í jan-
úar á næsta ári. Verður þá ráðist í
gerð nýrrar akstursbrautar með-
fram syðri enda norður-suður-
brautarinnar en hún á að liggja
austanvert við flugbrautina. Þarf
að skipta þar um jarðveg áður en
brautin verður lögð.
Næsta sumar verður siðan ráðist
í endurnýjun suðurhluta norður-
suður-brautarinnar. Sumarið 2002
verður norðurhlutinn tekinn og
lýkur framkvæmdunum þar með.
Hald lagt á jafn-
margar e-töflur
og allt árið í fyrra
ÞAÐ sem af er þessu ári hefur lög-
reglan í landinu lagt hald á rúmlega
41 kg af fíkniefnum, mest af hassi eða
tæplega 24 kg og amfetamíni, eða
rúmlega 10 kg. Alls hefur lögreglan
lagt hald á fíkniefni í 825 fíkniefna-
málum, að því er fram kemur í upp-
lýsingum frá embætti ríkislögreglu-
stjórans en sambærileg tala allt árið í
fyrra er 767 og er í því tilviki raunar
um að ræða bæði handlögð efni og
áhöld til neyslu.
í flokki kannabisefna hefur alls
verið lagt hald á 23,784 kg af hassi og
4,287 kg af maríjúana það sem af er
þessu ári og í flokki örvandi efna hef-
ur verið lagt hald á 10,130 kg af
amfetamíni og rúmlega 780 g af kóka-
íni. Lögreglan hefur ennfremur lagt
hald á 21.468 stykki af e-töflum en
hafa ber í huga hvað það varðar að
u.þ.b. 14 þúsund taflnanna voru tekn-
ar af manni sem handtekinn var þeg-
ar hann millilenti hér á landi íyrir
skemmstu á leið frá Hollandi til
Bandaríkjanna. Þessar pillur voru
því ekki ætlaðar til sölu eða notkunar
á íslandi.
Séu þessar 14 þúsund e-töflur
dregnar frá kemur því í ljós að á
íyrstu tíu mánuðum þessa árs hefur
lögreglan lagt hald á svipaðan fjölda
e-taflna og allt áríð í fyrra eða um
7.500, ef miðað er við upplýsingar sem
fram komu í skýrslu um fíkniefnamál
á íslandi á árinu 1999 sem fíkniefna-
stofa ríkislögreglustjórans gaf út í júlí.
Ekki leikur vafi á að fíkniefna-
smyglarar hafa verið að gerast æ
kræfari í tilraunum sínum til að koma
efnum til landsins. Beita meim nú
orðið öllum hugsanlegum brögðum,
að sögn Ásgeirs Karlssonar, aðstoð-
aryfirlögregluþjóns í fíkniefnadeild
lögreglunnar í Reykjavík.
Ásgeir segir það bragð, að koma
fíkniefnum fyrir innvortis, hafa færst
mjög í aukana á síðustu misserum.
Menn séu tilbúnari en áður til að
gleypa efnið eða troða því í sig, jafn-
vel þó þeim megi vera ljóst að þeir
séu að stofna sjálfum sér í lífshættu.
Ennfremur segir Ásgeir að það
blasi við að um æ skipulagðari afbrot
sé að ræða, það hafi t.a.m. sést af
stóra fíkniefnamálinu nýlega þar sem
nokkrir aðilar keyptu inn fíkniefni í
Danmörku og fluttu síðan hingað til
lands með skipafélaginu Samskipum.
Þar hafi þeir getað stýrt flutningun-
um á öllum stigum ferlisins og ljóst sé
að um raunverulegan smyglhring
hafí verið að ræða. Sagði Ásgeir að
sjá mætti vísi að skipulögðum glæpa-
heimi hér á landi í tengslum við fíkni-
efnamálin.
Um helgina
Stórsýning
Opnum
nýjan og betri
sýningarsaL
Stórsýning á Nýbýlaveginum,
taugardag kL 12-16 og sunnudag kl. 13-16.
TOYOTA
Betn notadir bflar
www.toyota.is
ALLJ AÐ
SPvt
BYRGÐ
Róttækar breytingar lagðar til á skipulagsmálum BSRB
Stjórn verði skipuð for-
mönnum aðildarfélaga
RÓTTÆKAR breytingar verða að
öllum líkindum gerðar á skipulags-
málum Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja á þingi bandalagsins
sem nú stendur yfir í Reykjavík.
Er ráðgert að stjórn BSRB verði
framvegis sjálfkrafa skipuð for-
mönnum aðildarfélaga bandalags-
ins, auk formanns og varafor-
manna, en verði ekki sérkjörin á
hverju BSRB-þingi eins og verið
hefur.
Er vonast til að með þessu megi
tengja aðildarfélögin betur því
starfi sem unnið er á vettvangi
stjórnar.
Samkvæmt tillögum sem Ög-
mundur Jónasson, formaður
BSRB, stendur að auk annarra
yrði fyrirkomulag skipulagsmála
framvegis þannig að einungis yrði
kosið um formann og varaformenn
á BSRB-þingum. Stjórn yrði að
öðru leyti sjálfkrafa skipuð for-
mönnum aðildarfélaga, eins og áð-
ur segir.
Gert er ráð fyrir því í tillögum
Ögmundar og þeirra Jóns Júlíus-
sonar og Jónasar Magnússonar að
stjórn BSRB kjósi sér framvegis
sérstaka framkvæmdanefnd.
Nokkur áhöld eru hins vegar um
það hvar þetta skuli gert, á aðal-
fundi sem haldinn er árlega eða á
BSRB-þingum sem haldin eru
þriðja hvert ár.
Ögmundur Jónasson gefur
áfram kost á sér
39. þingi BSRB verður fram
haldið í dag og m.a. mun Kristinn
Tómasson, yfirlæknir Vinnueftir-
lits ríkisins, flytja gestafyrirlestur
kl. 13.15 sem fjalla mun um heilsu-
vernd starfsmanna. Á morgun fer
síðan fram lokaafgreiðsla mála og
jafnframt verður þá gengið til
kosninga.
Ögmundur Jónasson, sem verið
hefur formaður BSRB síðan 1988,
gefur kost á sér áfram eins og þau
Sjöfn Ingólfsdóttir, Starfsmanna-
félagi Reykjavíkur, 1. varaforseti,
og Jens Andrésson, Starfsmanna-
félagi ríkisstofnana, 2. varaforseti.
Var allt útlit fyrir það í gær að þau
yrðu ein í kjöri.
------------------
Tveir öku-
menn
dæmdir
vegna
banaslyss
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt tvo
menn í 60 daga fangelsi fyrir
manndráp af gáleysi vegna bana-
slyss, sem varð á einbreiðri brú yfir
Vaðal í Önundarfirði í febrúar í
fyrra. Refsing beggja mannanna
fellur niður að þremur árum liðnum,
haldi þeir almennt skilorð.
Hæstiréttur taldi annan manninn
bera meiri sök í málinu en hinn, en
leit við sakarmatið til hörmulegra af-
leiðinga siyssins, því þunguð eigin-
kona mannsins lést í slysinu og varð
barni þeirra heldur ekki bjargað-
Maðurinn var sviptur ökuréttindum
í eitt ár, en hinn ökumaðurinn í sfy-
mánuði.
Hæstiréttur sagði mennina hafe
ekið bifreiðum sínum of hratt og án
nægjanlegrar aðgæslu inn á ein-
breiða brúna, annar úr norðri en
hinn úr suðri. Hæstiréttur bendir á
að ökumennirnir tveir hafi vitað hvor
af öðrum, áður en komið var að
brúnni, og hefðu átt að geta dregið
svo úr hraða bifreiða sinna, að hvor-
ugur hefði ekið inn á brúna án þess
að vera þess fullviss, að hinn gerði
það ekki jafnframt. Til þessa hafi all-
ar aðstæður verið hinar ákjósanleg-
ustu, en báðir voru ákærðu gjör-
kunnugii' staðháttum.
Hæstiréttur segir að það leysi
hvorugan mannanna undan sök, að
hinum hefði verið unnt með meiri
gætni að afstýra árekstri.
Sparisjóðsstjóri SPRON um mögu-
lega breytingu í hlutafélag
Hefur heilmikil
áhrif á stofn-
fjáreigendur
GUÐMUNDUR Hauksson,
sparisjóðsstjóri SPRON, sagði á
fjölmennum kynningarfundi um
málefni sparisjóðsins með stofn-
fjáreigendum SPRON í gær, að
breyting á rekstrarformi spari-
sjóða í hlutafélög væri álitlegri en
aðrar þær leiðir sem skoðaðar
hafa verið að undanförnu. Sagði
Guðmundur að þessi mál yrðu
skoðuð mjög vandlega á næstu
vikum.
„Við munum reyna að átta okk-
ur á því, hvaða áhrif það hefur
fyrir sparisjóðinn ef horfíð verð-
ur frá því að byggja á stofnfé,
eins og gert hefur verið, og fara
yfir í hlutafé. Það hefur heilmikil
áhrif á stofnfjáreigendur, því þeir
fá þá væntanlega hlutabréf í
skiptum fyrir stofnfjárbréf sín.
Það eru bréf sem þá er hægt að
eiga viðskipti með á markaði og
menn geta keypt meiri hluti eða
selt ef menn vilja og munu þá
njóta þess ef vel gengur, því þá
má ætla að markaðsverð slíkra
bréfa hækki kannski mun meir
heldur en er í dag, því eins og við
þekkjum þá hækkar stofnfé ein-
göngu með tilliti til verðlags. Til
viðbótar við það þá greiðum við
arð. Arðurinn undanfarin ár hef-
ur verið á bilinu 12-15%, sem
kemur ofan á verðtryggða eign,
þannig að það er býsna góð
ávöxtun í sjálfu sér, en breytir
ekki því að ef við hefðum mögu-
leika á að vera hlutafélag þá gæt-
um við sótt okkur enn rneira fé og
reynt að brjóta okkur nýtt land
til sóknar,“ sagði Guðmundur.