Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
-
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
Þeir Richard Wright og Eric Baumer hafa unnið að rannsókninni ásamt þeim
Helga Gunnlaugssyni og Kristrúnu Kristinsdóttur.
Bandarískir afbrotafræðingar telja niðurstöður
rannsóknarinnar athyglisverðar og þær geti nýst víða
Harðari refsingar draga
ekki úr ítrekunartíðni
AFBROTAFRÆÐINGARNIR
Richard Wright og Eric Baumer
segja niðurstöður rannsóknar-
innar á ítrekunartíðni afbrota á
íslandi mjög athyglisverðar, ekki
síst fyrir Bandaríkjamenn. Þar í
landi er hörðum refsingum beitt,
m.a. til að hræða afbrotamenn
frá því að fremja glæpi á ný.
Glæpatíðni er hins vegar mjög
há í Bandarikjunum. A íslandi er
mun vægari refsingum beitt en
samt sem áður er ítrekunartíðni
svipuð og jafnvel nokkru Iægri.
Glæpamenn styðja
dauðarefsinguna
Þeir Wright og Baumer eru
sammála um að fátt bendi til
þess að harðari refsingar letji
menn til þess að fremja glæpi.
Wright segir Bandaríkin veija
gríðarlegum fjármunum til þess
að að framfylgja hörðum refs-
ingum. „Aukningin í framlögum
til fangelsismála á síðustu fimm
árum er meiri en aukningin til
menntamála," segir Wright.
„Þessi mikla fjárfesting í fang-
elsismálum hefur orðið til þess
að draga úr fjárframlögum til
málaflokka sem kynnu þó að
reynast enn betur í baráttunni
gegn glæpum, s.s. menntunar.“
Harðar refsingar leiði einnig til
sundrungar fjölskyldna og ýmis-
konar samfélagslegra vanda-
mála. Þrátt fyrir þetta styður
mikill meirihluti Banda-
ríkjamanna harðar refsingar.
Dauðarefsing nýtur t.a.m. stuðn-
ings um 70% þjóðarinnar. Baum-
er segir engin gögn sýna fram á
að dauðarefsing hafi orðið til
þess að draga úr afbrotum.
Þvert á móti hafi verið sýnt fram
á að hún auki afbrot. Glæpa-
menn réttlæti oft á tíðum ofbeldi
með vísan til dauðarefsingarinn-
ar. Wright sem hefur vegna
starfs síns rætt við hundruð
dæmdra sakamanna segir að
hvergi njóti dauðarefsing meiri
hylli en meðal þeirra. Hann
bendir á að það séu einmitt
glæpamennirnir sem eru helstu
fórnarlömb afbrota. Þeir eru því
vanir ofbeldi en rannsóknir hafa
sýnt fram á að þeir sem hafa
orðið fyrir ofbeldi styðja frekar
dauðarefsingu.
Hætta afbrotum
um þrítugt
Þeir glæpamenn sem Wright
hefur mest rætt við vegna rann-
sókna sinna eru þeir sem hafa
framið vopnuð rán, innbrotsþjóf-
ar, bílaþjófar og þeir sem stunda
það að ræna fíkniefnasala.
Wright segir ástæðuna íyrir
glæpunum yfirleitt vera svipaða.
„Meirihluti þeirra fremur afbrot
til að viðhalda e.k. lífsstíl, hvort
sem það er drykkjuskapur, eitur-
lyfjaneysla, fjárhættuspil eða
annað.“ Þeir koma sér upp hegð-
unarmynstri sem lýtur sínum
eigin lögmálum og stunda glæpi
til að viðhalda því. Flestir þreyt-
ast þó á þessum lífsstíl og hætta
að fremja afbrot. „Tilkostnaður-
inn er einfaldlega orðinn of mik-
ill. Þeir verða þreyttir á að lenda
í útistöðum við lögregluna og
langvökur fara illa með heilsuna.
Með aldrinum verða þeir fyrir
auknum þrýstingi frá fjölskyld-
um sínum. Þetta verður til þess
að flestir hætta afbrotum um
þrítugt," segir Wright.
Gengur öruggur
um götur
Wright og Baumer hafa komið
þrisvar til Islands vegna rann-
sóknarinnar og kynnt sér löggjöf
og annað sem lýtur að refsingum
hér á landi. Baumer segir að
rannsóknin á fslandi styrki aðrar
rannsóknir sem sýna að ekki
dregur úr ítrekunartíðni afbrota
með því að herða refsingar.
Þetta þurfi Bandaríkjamenn að
taka til athugunar. „Ónnur lönd
eru að ná því fram sem við vitj-
um en með öðrum aðferðum,“
segir Baumer. Wright bætir við
að hann finni fyrir öryggiskennd
í Reykjavík sem sé sjaldgæf i
borgum í Bandaríkjunum.
Ný raimsókn á ítrekunartíðni afbrota
ítrekur þeirra sem luku afplánun d samfélagsþjónustu, eða hli 1. janúar 1994 til 2 lartíðni óms með fangelsisvist eða itu skilorðsbundinn dóm frá I0. nóvember 1998
Einstaklingar Fangelsaðir á ný Hlutu nýjan dóm Afskipti lögreglu v/ brota á hegningar- lögum innan 5 ára
-luku fangavist 37% 44% 73%
-hlutu skilorðs- bundinn dóm 15% 29% 66%
-luku samfélags- þjónustu 17% 22% 55%
Samfélagsþjón-
usta gefur betri
raun en refsivist
NÝ RANNSÓKN sýnir fram á að
þeir afbrotamenn sem ljúka samfé-
lagsþjónustu eru ólíklegri til að
fremja afbrot á ný en þeir sem Ijúka
fangelsisvist. Rannsóknin sýndi fram
á að þeir sem hljóta þyngri refsingar
eru þvert á móti líklegri til að bijóta
aftur af sér en þeir sem þurfa að af-
plána vægari refsingar. I rannsókn-
inni, sem er sú ítarlegasta sem gerð
hefur verið á þessu sviði hér á landi,
kemur einnig fram að ítrekunartíðni
afbrota er svipuð hér á landi miðað
við önnur lönd sem þó beita harðari
refsingum. Rannsóknin var unnin af
þeim Helga Gunnlaugssyni, afbrota-
fræðingi og dósent við Háskóla ís-
lands, Kristrúnu Kristinsdóttur, lög-
fræðingi í dómsmálaráðuneytinu, og
afbrotafræðingunum Eric Baumer,
sem er aðstoðarprófessor við Miss-
ouri-háskóla í St. Louis, og Richard
Wright, deildarforseta við sama
skóla.
Þeir sem ljúka fangelsisvist
bijóta frekar af sér aftur
Ítrekunartíðni afbrota er mæld
með því að kanna hlutfall þeirra ein-
staklinga sem brjóta aftui- af sér eftir
að hafa hlotið refsingu. Úrtakið í
rannsókninni voru þeir sem fengu
skilorðsbundinn dóm eða luku afþlán-
un í fangelsi eða samfélagsþjónustu á
tímabilinu 1994-1998. Samtals var
úrtakið um 3.200 einstaklingar. ít-
rekunartíðni var könnuð með tilliti til
þess hvort lögreglan hafði afskipti af
þeim á ný vegna hegningarlagabrota,
hvort þeir hlutu nýjan dóm og hvort
þeir voru fangelsaðir á ný. í ljós kom
að þeir sem luku samfélagsþjónustu
voru talsvert ólíklegri til þess að
komast í kast við lögin eftir að afplán-
un lauk en þeir sem sátu í fangelsi.
Með því að kanna gögn frá Fangelsis-
málastofnun ríkisins og lögreglunnar
kom í ljós að af þeim sem luku samfé-
lagsþjónustu voru 17% fangelsuð á
ný, 22% hlutu annan dóm og lög-
reglan hafði afskipti af 55% á ný. Af
þeim sem luku fangelsisvist voru 37%
fangelsuð á ný, 44% hlutu nýjan dóm
og lögreglan hafði afskipti af 73% á
ný. Ítrekunartíðni þeirra sem hlutu
skilorðsbundinn dóm var einnig lægri
en hjá þeim sem luku fangelsisvist.
Kristrún Kristinsdóttir segir að
þegar afbrotamönnum er gefinn
kostur á samfélagsþjónustu sé litið til
ýmissa þátta. Þeir mega ekki hafa
hlotið þyngri dóm en sex mánaða
óskilorðsbundið fangelsi en einnig er
tekið tillit til brotaferils og félags-
legra aðstæðna. Því megi ætla að
þeim sem gert er að sitja af sér refsi-
vist í fangelsum séu harðari afbrota-
menn heldur en þeir sem fá að sinna
samfélagsþjónustu. Til þess að sam-
anburðurinn gæfi rétta mynd af ít-
rekunartíðninni voru aðeins þeii- hóp-
ar bomir saman sem voru sam-
bærilegir með tiUiti til aldurs og
brotaferils. Kristrún segir að sumir
myndu ætla að þeir sem hafa setið í
fangelsi myndu síður fremja afbrot á
ný þar sem þeir vildu forðast að fá
annan fangelsisdóm. Rannsóknin
sýndi hinsvegar fram á að þeir sem
sátu af sér fangelsisvist voru líklegri
til að fremja aftur afbrot. Þyngri
refsingar leiði því ekki til lægri ítrek-
unartíðni. Kristrún segir að sú tækni
sem notuð var við rannsóknina hafi
aldrei verið notuð áður hér á landi.
„Þetta er tímamótaverkefni á sviði
afbrotafræði á íslandi." Helgi Gunn-
laugsson segir mjög athyglisvert að
ítrekunartíðni hér á landi sé svippð
og í öðrum löndum þrátt fyrir að Is-
lendingar beiti yfirleitt vægari refs-
ingum. Þetta sé umhugsunarefni fyr-
ir þá sem marka stefnuna í refsingum
hvar sem er í heiminum.
,Á rannsóknartímanum voru tekin
upp ný mræði í refsingum, s.s. sam-
félagsþjónusta, úrræði sem er vægari
en fangelsisrefsing. Niðurstöður okk-
ar rannsóknar sýna að samfélags-
þjónustan hefur ekki orðið til þess að
afbrotamenn brjóti frekar af sér.
Þetta er í fyrsta skipti sem við fáum
árangursmat á þessum nýju úrraeð-
um. Þetta eru því góð tíðindi fyrir þá
sem komu þessu á laggimar," segir
Helgi.
Rannsóknin stóð í um tvö og hálft
ár og var styrkt af RANNÍS og fleirj
auk þess sem hún hlaut styrki frá
Bandaríkjunum. Dómsmálaráðu-
neytið beitti sér fyrir því að þau gögn
sem til þurfti væru gerð aðgengileg
og rannsóknin var gerð með leyfi
tölvunefndar.
Villandi umfjöllun um mat
aræði, sykur og hollustu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi frá Gunnari Sigurðs-
syni lækni, formanni Hjartavernd-
ar og Laufeyju Steingrímsdóttur,
forstöðumanni Manneldisráðs.
Fyrirsögnin er höfunda:
„Undanfarið hefur verið mikil og
heit umræða í fjölmiðlum um óhóf-
lega sykurneyslu íslendinga og
slæm áhrif sykurs á heilsu. Slík
umræða er sannarlega tímabær,
þar sem enginn vafi leikur á því að
mikið sykurát hefur margvísleg
skaðleg áhrif, einkum vegna þess
að sykur veitir það sem í daglegu
tali er kallað „tómar hitaeiningar".
Ef sykur kemur í stað hollrar fæðu
skortir flest hollustuefni í fæðið,
t.d. ýmis vemdandi efni úr græn-
meti, ávöxtum og kornmat sem
geta minnkað líkur á krabbamein-
um og hjartasjúkdómum. Sætt og
feitt fæði er einnig öðru fremur áv-
ísun á ofát og offitu, ekki síst þegar
hreyfing er af skornum skammti.
Kannanir Manneldisráðs hafa
sýnt að óhóflegt sykurát barna og
unglinga er mikið áhyggjuefni hér
á landi. Fimmtán ára unglingar fá
að jafnaði meira en 100 grömm af
sykri á dag, því má líkja við að
borðað sé upp úr fullu sykurkari á
degi hverjum. Helmingur sykurs-
ins kemur úr gosdrykkjum og sykr-
uðum ávaxtadrykkjum og er gos-
drykkjaþambið því helsta orsök
sykuróhófs hjá þessum aldurshópi.
Umræða síðustu daga hefur hins
vegar einkennst af miklum öfgum
og villandi upplýsingum. Svo
óvönduð umfjöllun ruglar fólk í
ríminu og getur jafnvel orðið til
þess að fólk aðhyllist mataræði sem
skaðar heilsu og eykur líkur á lífs-
hættulegum sjúkdómum. Það skað-
ar auðvitað engan að forðast sykur,
hitt er öllu varhugaverðara þegar
fólk er varað við hollum matvörum
svo sem rófum, gulrótum, kartöfl-
um, hrísgrjónum, hveiti og fleiri
náttúrulegum kolvetnagjöfum eins
og fram kom m.a. í DV síðastliðinn
laugardag. Án slíkra matvara verð-
ur fæðið óhjákvæmilega afar ein-
hæft, feitt og próteinríkt. Undan-
farin ár hefur fita í fæði íslendinga
minnkað og kólesteról í blóði lækk-
að að sama skapi. Hjartasjúkdómar
hafa verið á undanhaldi, meðal ann-
ars vegna þessarar jákvæðu þróun-
ar. Það er ábyrgðarhluti að hvetja
til breytinga á neysluvenjum sem
vitað er að hafa skaðleg áhrif á
heilsu þjóðarinnar. Sérstaklega
verður að teljast ámælisvert þegar
prófessor í lífefnafræði við Háskóla
Islands gengur fram fyrir skjöldu í
svo hættulegum leik og ber fyrir
sig sérfræðiþekkingu á sviði sem
hann hefur greinilega ekki kynnt
sér nægilega vel.
Manneldismarkmið fyrir íslend-
inga byggja á traustum vísindaleg-
um grunni. Þau eru í öllum megin-
atriðum samhljóða ráðleggingum
vísindamanna og heilbrigðisstofn-
ana um víða veröld svo sem banda-
rísku hjartasamtakanna, Heilbrigð-
isstofnunar Bandaríkjanna og Al-
þjóðaheilbrigðismálastofnunar. Þar
er lögð áhersla á fjölbreytt fæði,
mikið af grænmeti, ávöxtum, gróf-
um kornmat og annarri fæðu úr
jurtaríkinu, en hófsemi í neyslu fitu
og sykurs. Nýjar rannsóknir í nær-
ingarfræði bæta sífellt þekkingu
okkar á þessu sviði og það er mikil-
vægt að sú þekking komist til fólks-
ins í landinu. Öfgafullar fullyrðing-
ar ala hins vegar á tortryggni og
ótta sem er engum til framdráttar.“