Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLUN
fræðingurinn Hugh Trevor-Roper.
A heimasíðu samtakanna,
www.infi.net/ono kemur fram að
starf umboðsmanna almennings á
fjölmiðlum er fremur nýtt af nálinni.
I Bandaríkjunum tók fyrsti umboðs-
maðurinn til starfa árið 1967 og í
Kanada árið 1972. Af einhverjum
ástæðum voru Japanir hins vegar
miklu fyrr á ferðinni. Þar setti dag-
blað í Tókýó á laggimar sérstaka
eftirlitsnefnd ritstjómar árið 1922,
sem var ætlað að taka við kvörtun-
um lesenda og rannsaka þær. Nú er
umboðsmenn að finna á fjölmiðlum
víða um heim.
Ljósmynd af deyjandi bami
Sanders LaMott, blaðamaður til
38 ára, er umboðsmaður lesenda á
dagblaðinu Sacramento Bee í Kalif-
omíu. Hann birtir vikulegan pistil í
blaðinu, þar sem hann fjallar um
hinar fjölbreytilegustu athugasemd-
ir og fyrirspm-nir lesenda. Pistill
hans 8. október sl. er ágætt dæmi.
Þar rekur hann fjölmargar athuga-
semdir lesenda við myndbirtingu á
forsíðu blaðsins réttri viku fyrr.
Ljósmyndin, sem hefur birst um all-
an heim, var af palestínskum feðg-
um sem reyndu árangurslaust að
leita skjóls fyrir byssukúlum.
Drengurinn litli lést en faðir hans
særðist.
Lesendabréfin vom mörg á þann
veg að það hefði verið hrylliiegt að
vakna upp á sunnudagsmorgni og
sjá þessa mynd á forsíðunni. Engin
ástæða væri til að sýna ofbeldi af
þessu tagi. „Ekki sýna okkur mynd-
ir af bömum sem deyja fyrir framan
myndavélina," ritaði einn lesandinn.
„Þetta em ekki fréttir. Myndir af
þessu tagi bæta engu við umfjöllun-
ina, þær hafa þau einu áhrif að The
Bee verður eins og æsifréttablað.“
Aðrir lesendur sögðu erfitt að skýra
myndir sem þessar fyrir bömum og
einn nefndi að myndinni væri augljós-
lega ætlað að vekja samúð með málst-
að Palestínumanna. Annar lesandi
hrósaði hins vegar dagblaðinu fyrir
að hafa hugrekki tíl að birta myndina
og sagði að ef hún vektí sterk við-
brögð væri það aðeins af hinu góða,
því það bentí til að fólk væri ekki
ónæmt fyrir ofbeldisverkum.
Sársauki og ofbeldi stríðs
í pistli LaMont kemur fram að
hann ræddi myndbirtinguna við rit-
stjóra blaðsins, sem tók undir að
myndin væri skelfileg. Dagblaðið
hefði tekið fram í frétt sinni að
drengurinn á myndinni hefði látist og
faðirinn særst, því annað hefði ekki
verið heiðarlegt Fréttir væm oft erf-
iðar á að horfa, en um leið væra þær
nauðsynlegar skilningi mannsins á
heiminum. Atvikið með palestínsku
feðgana sýndi ljóslega þann sársauka
og ofbeldi sem fylgdi stríði.
LaMont dregur loks sjálfur álykt-
un af málinu og segir, að birting
myndarinnar hafi verið undantekn-
ing, því oftast væm blóðugar mynd-
ir ekki birtar. Ritstjórar gerðu sér
grein fyrir að slíkar myndir gætu
misboðið lesendum og foreldrar
hefðu eðlilega áhyggjur af því sem
bæri fyrir augu bama þeirra. Þetta
hafi hins vegar ekki getað réttlætt
ákvörðun um að birta ekki myndina.
Það hefði verið vanvirðing við minn-
ingu hins 12 ára gamla Mohameds
al-Durra, sem hefði aðeins verið eitt
fómarlamb af hundmðum, en nú
þekkti fólk nafn hans og syrgði
hann. Ljósmyndir af dauða hans
myndu e.t.v. hafa áhrif. LaMont
minntí lesendur á hina þekktu mynd
úr Víetnam-stríðinu, sem sýndi
nakta, brunna og skelfingu lostna
telpu á hlaupum frá átökum. Hann
sagði að sú mynd hefði að margra
matí markað upphaf endaloka Víet-
nam-stríðsins. „Dagblað getur ekki
falið raunveruleikann og jafnframt
verið heiðarlegt við lesendur sína,“
sagði LeMont.
Hvernig er barnið á litinn?
Loks skal svo tekið dæmi af öðra
máli, sem kom til kasta LeMonts og
er öllu minna umfangs. Nokkrir les-
endur höfðu gert athugasemd við að
greinaflokkur blaðsins um amfeta-
mínneyslu væri skreyttur mynd af
hömndsdökku bami. Þeir töldu
þetta óhæfu, enda amfetamínneysla
fremurbundin við fólk af hvítum
kynstofni en svörtum.
Ritstjóri blaðsins sagðist ekki vita
til að bamið á myndinni væri dökkt
á hömnd, það hefði a.m.k. ekki verið
ætlunin að birta slíka mynd. La-
Mont sagði að í blaðinu hefði bamið
augljóslega virst dökkt á hömnd,
þótt þar væri prentun blaðsins að
hluta um að kenna, því ljósmyndin
sjálf hefði sýnt bamið ljósara en les-
endur sáu. Ritstjóri blaðsins féllst á
nauðsyn þess að gæta fyllstu
varkámi við myndaval með greina-
flokknum.
vegar væri talsvert í land að ná
þessu markmiði og margir blaða-
menn litu t.d. enn á stöðugt frétta-
streymi á Netinu sem ógnun en
ekki ögrandi viðfangsefni.
Áður var tæknin helsta vanda-
málið sem við blasti. Nú er það
fólk, og hvernig við skipuleggjum
vinnu okkar, sagði Lie.
Hann sagði mikilvægast að Aft-
enposten tækist að nýta sér á sem
bestan hátt þá möguleika sem nú
bjóðast til að miðla fréttum og
upplýsingum. Því yrði að skapa
umhverfi þar sem allir ynnu sam-
an að því markmiði að koma frétt-
um og upplýsingum á framfæri
eins fljótt og unnt væri með þeim
miðli sem heppilegastur væri í
hvert skipti. Þetta krefðist djúps
skilnings á því hvemig ætti að
nota þessa miðla og enn ættu
menn langt í land með að öðlast
sama skilning á eðli netmiðla og
ríkir á eðli prentmiðla.
Auknir möguleikar
með nýrri tækni
Á ráðstefnunni var m.a. rætt um
þá möguleika sem aukin flutnings-
geta símkerfisins og breiðband
hafa í för með sér, bæði fyrir út-
gefendur og lesendur. Ljóst þykir
t.d. að lifandi myndir og hljóð og
gagnvirk grafík verða innan
skamms sjálfsagður hluti af
fréttaþjónustu á Netinu. Þá hafa
sum blöð stofnað útvarpsstöðvar
sem aðeins eru sendar út á Netinu
og útvarpa fréttum og jafnvel af-
þreyingarefni.
Einnig sjást merki um það að
menn telja mikla möguleika felast
í stafrænu sjónvarpi og útgáfufyr-
irtæki eru víða að hasla sér völl í
sjónvarpsrekstri. Eitt þeirra er
sænska blaðið Aftonbladet, sem
stofnaði sérstakt félag um netút-
gáfu sína fyrir tæpum tveimur ár-
um og sú útgáfa er ein af fáum net-
útgáfum í heimi sem skilar
hagnaði. Aftonbladet rekur netút-
varpsstöð og hefur haft í undir-
búningi að setja á stofn stafræna
fréttasjónvarpsstöð fyrir Stokk-
hólm.
Netfréttum breytt í dagblað
En á ráðstefnunni kom einnig
fram að þróun hefur orðið í „hina
áttina" ef svo má segja, að fyrir-
tæki, sem til þessa hafa aðeins
rekið fjölmiðla á Netinu, eru að
byrja að gefa út dagblöð sem
byggð eru á netfréttunum.
Ein slík tilraun er nú gerð af
gríska íþróttafréttamiðlinum
Sportline.gr sem er langstærsti
íþróttanetmiðillinn þar í landi.
Þetta fyrirtæki hóf í sumar útgáfu
á dagblaði í litlu broti sem prentað
er í nokkrum stórborgum í Banda-
ríkjunum, Ástralíu og Evrópu og
er einkum ætlað grískum útflytj-
epdum sem enn hafa áhúga á
grískum íþróttafréttum en hafa
ekki tileinkað sér tölvutæknina.
Gonstántine Kamaras, forstjóri
Sportline.gr, sagði að ýmis vanda-
mál hefðu komið upp í sambandi
við þessa útgáfu,. upplagið er h'tið
og verðið hátt, en hann taldi hana
samt hafa ýmsa kosti í för með sér,
m.a. hefði hún vakið mikla athygli
á fyrirtækinu bæði í Grikklandi og
á meðal grískumælandi manna í
öðrum löndum.
TENGLAR:
http://www.lfra.com
http://www.aftenposten.no
http://www.aftonbladet.no
http://www.fdt.de
http://www.sportllne.gr
FOSTUDAGUR 27. OKTOBER 2000
Súpukjöt 2II,
Wtaf góðHi
Púnapt-ty-
Hmsiagsis
ihamwjp94?;
hsinfliigr*
ÁnnniigtislC