Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 75
FÓLK í FRÉTTUM
Marsalis
o g íslenska
konan
Wynton Marsalis, einn kunnasti djasstón-
listarmaður heims, hélt óvænta tónleika á
Bebop-barnum í Prag fyrir skemmstu.
Guðjón Guðmundsson var svo lánsamur að
vera á sama stað í tilverunni þetta kvöld.
BLAÐAMAÐUR var á ferð í Prag
nýverið. Hann átti sér einskis ills
von né góðs þegar hann brá sér á
bar Radisson SAS hótelsins við
Vaneslavskítorgið í Prag undir
miðnætti. Þarna voru menn og
konur af mörgum þjóðernum. Fag-
mannlegir þjónar og viðkunnanleg
híbýli. Stór flygill stendur skammt
frá bamum og á hann lék blindur
maður ragtime og dixieland.
Trommur og kontrabassi slógu
taktinn. Barinn kallast Bepbop bar.
„Staðurinn til að sýna sig og sjá
aðra“ er kjörorðið. Stóru stjömur
djassins eiga það til að gista á hót-
elinu og slá þá gjarnan upp ,jam-
session", sultustund. Skyndilega
mátti heyra fagran trompettón og
barst hann úr mannþrönginni við
barinn. Spilarinn var þeldökkur og
andlitið kunnuglegt. Jú, það leyndi
sér ekki. Þarna var Wynton Mars-
alis að blása í skrítna trompetinn
matta, sem er útsagaður úr heilu
stykki af járni, munnstykki og allt
saman. í fyrstu lét hann sér nægja
að lita aðeins með spili húshljóm-
sveitarinnar en færðist stöðugt í
aukana. Hann virtist ekki geta
sleppt hljóðfærinu. Meira að segja
við barinn í samræðum var eins og
hann yrði að bregða rörinu upp að
vörunum til þess að skreyta lítil-
lega hústónlistina. Hann blés
nokkra sniðuga ópusa í tíðaranda
fjórða áratugarins eða þar um bil.
Svo hitnaði mönnum í hamsi þegar
söngkona nokkur tékknesk með af-
ar viðkvæma en fallega rödd upp-
hóf blúsinn. Marsalis var kominn í
stuð og spilaði firnalangan sóló,
sjóðheitan og litríkan.
Fyrr en varði var skipt um lið.
Hússveitin fór á barinn og Marsalis
og félagar, nýkomnir frá því að
halda þriggja tíma tónleika í borg-
inni, vildu spila - urðu að spila.
Djammið stóð fram til kl. 3.30 um
nóttina og borgin Prag öðlaðist al-
veg nýja merkingu: 1,2 milljóna
manna heimsborg með matseðil
fagurkeranna í djassi, klassík,
myndlist og leiklist og ekki síst
byggingalist, sem er hugsanlega
með því áhrifaríkara sem íslend-
ingurinn getur upplifað í þessari
fallegu borg.
Marsalis er menntamaður í tón-
list. Hann vill miðla fegurðinni.
Þess vegna kannski gekk hann upp
að forvitnum bargestum og spilaði
fyi’ir þá sérstaklega. Tónninn er
mjúkur, tæknin næstum fullkomin,
spuninn hugmyndaríkur og andrík-
ar bróderingar í öllum línum.
Bróðir!
Blaðamaður tók áhættuna. Hrað-
aði sér, eins og hann væri að missa
af flugvél. Snaraðist inn í herbergi
á sjöttu hæð og greip sjálfvirka
undrasmíðina frá Leica og náði að
festa goðið á filmu. Þegar um fór
að hægjast var gripið til penna og
blaðs og þessi mikli trompetleikari
beðinn um eiginhandaráritun, eink-
H AF NARFJ ARÐARLEIKH ÚSIÐ
Símonar.son
sýn. í kvöld fös. 27. okt. uppselt
sýn. lau. 28. okt. uppselt
sýn. fim. 2. nóv. uppselt
sýn. fös. 3. nóv. uppselt
sýn. lau. 4. nóv. uppselt
sýn. fim. 9. nóv. örfá sæti laus.
Sýningar hefjast ki. 20
VítJeysingarnir eru hiuti af dagskrá Á mörkunum,
Lelklístarhátíðar SJálfstæðu leikhúsanna.
Miðasala í síma 5SS 2222
og á www.visinis
NettoL^
ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR
KOSTABOÐ
ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR
Friform
HÁTÚNI 6A (i húsn. Fðnix) SÍMI: 552 4420
ÍSI.I ASK V OI*i:i« \\
=J|| ,: Sftni 511 4200
Stúlkan í vitanum
eftir Þorkel Sigurbjörnsson
við texta Böðvars Guðmundssonar
Opera fyrir böm 9 ára og eldri
Hljómsveitarstjóri:
Þorkell Sigurbjörnsson
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir
8. sýn. sun 29. okt. kl. 14
Miðasala opin frá kl. 12
sýningardaga. Sími 511 4200
í húsi íslensku óperunnar
1
mm
Gamanleikrit í leikstjórn
Sigurðar Sigurjónssonar
lau 28/10 kl. 19 siðasta sýning
UPPSELT
Hellisbúinn kveður....
Miðasölusími 551 1475
Miðasala Óperunnar er opin kl. 15—19
mán—lau. og fram að sýningu sýning-
ardaga. Símapantanir frá kl. 10.
ALMEIMiyUR
DAIVISLEIBCUB
með Geírmundí Valtýssyní
í Ásgarði Glæsibæ, í kvöld,
föstudaginn 27. okt.
Húsið opnað kl. 22.00. Allir velkomnir!
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Einn kunnasti djasstónlistarmaður heims, Wynton Marsalis, lék fyrir gesti Bebop-barsins í Prag.
um þó í þeim tilgangi að komast
betur í tæri við manninn, sem hef-
ur verið tíður gestur í hljómtækj-
um í stofunni heima. Hann var svo
spurður hvort hans væri von á ís-
landi með hljómsveit sína. „Eitt
sinn hitti ég íslenska konu og hún
gaf mér símanúmerið sitt og heim-
ilisfang. Þegar ég hringdi svaraði
eiginmaður hennar,“ sagði Marsal-
is og sagði ekki meira við þann
sem þetta skrifar, en af augabrún-
um hans, sem voru hástæðari en
nokkru sinni fyrr um nóttina, mátti
ráða að hann var ennþá hissa á
konunni. Líklega er Marsalis ekki
tilbúinn að spila á íslandi á næst-
unni.