Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 13 FRÉTTIR Þýsk-íslenska verslunarráðið heldur upp á fímm ára afmæli Ráðið hefur hlúð að við- skiptatengslum þjóðanna Morgunblaðið/Ami Sæberg Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska verslunar- ráðsins, og Páll Kr. Pálsson, formaður ÞÍV. Verslunarráð íslend- inga og Þjóðverja, ÞIV, var stofnað 27. október 1995 og er ráðið því fimm ára í dag. Páll Kr. * Pálsson formaður ÞIV og Kristín S. Hjálmtýs- dóttir framkvæmda- stjóri sögðu Jóhönnu K. Jóhannesdóttur frá starfsemi ráðsins. MARKMIÐIÐ með stofnun verslun- arráðsins var að efla viðskipti milli þjóðanna og aðstoða íyrii-tæíd við að kynna sér markaði og koma sér fyrir í nýju landi. Þjónusta ráðsins náði fyrst um sinn aðallega til íyrirtækja í útflutningi sjávarafurða og iðnaðarvara auk ferðaþjónustunnar en Þjóðverjar hafa sótt mikið til Islands undanfama áratugi og hafa þeir sterka skynjun og tilfínningu íyrir íslenskri náttúru. Nú er að sögn Páls sjónum félags- manna beint lengra til framtíðar, á nýja útflutningsmöguleika. Stefnan er tekin á aukinn útflutning nýja hag- kerfisins, það er íyrirtæki sem byggja á upplýsingatækni þar sem inntakið í verðmætasköpun er þekk- ing og fjármagn og úttakið lausnir. Páll segir mikla möguleika vera fyrir íslendinga að flytja út þekkingu fyr- irtækja innan hugbúnaðargeirans, þ.e. margmiðlunarfyrirtæki, fjölmiðl- un og kvikmyndagerð, sem hann tel- ur eiga vænlega framtíð á þýskum maikaði. „Líftækniiðnaðurinn býður án efa einnig upp á mikil tækifæri fyr- ir okkur en Þjóðverjar eru afar fram- arlega í lyfjatækni. Við sjáum líka möguleika á sviði sérhæfðrar ferða- þjónustu s.s. heilsutækni og -þjón- ustu. Áhersla er einnig lögð á fjar- skiptafyrirtæki og orkutækni og fleiri fyrirtæki af þessum nýju þekkingar- sviðum." Þýsk stjórnvöld hafa einnig í hyggju að markaðssetja Þýskaland sem vænlegan stað til náms og rann- sóknastarfa og var ÞIV, sem aðili að Samtökum þýskra iðnaðar- og versl- unarráða (DIHT), beðið að leggja sitt af mörkum til að kynna þennan kost fyrir íslenskum námsmönnum auk þeirra möguleika sem t.d. tölvu- menntuðu fólki bjóðast í þarlendum fyrirtækjum. Samningur við Samtök þýskra iðnaðar- og verslunarráða Kaflaskipti urðu í starfsemi ÞÍV þegar samstarfssamningur milli þess og Samtaka þýskra iðnaðar- og versl- unarráða (DIHT) var undirritaður. Með undirritun samningsins var formlega staðfest að ÞÍV væri fulltrúi þýsks viðskiptalífs á Islandi. Þar með gekk ráðið inn í öfluga keðju þýskra verslunarráða sem starfa í 75 löndum með 110 skrifstofur. Auk þessara verslunarráða um heim allan tilheyra DIHT 83 verslunarráð í Þýskalandi. Með samningnum býðst íslendingum tækifæri til að ná beint til allra fyrir- tækja í Þýskalandi, því skylduaðild er að svæðisbundnum verslunarráðum þar í landi. „Við getum þama nýtt okkur þekkingu, reynslu og gagna- grunna þýskra viðskiptamanna," seg- ir Kristín. Félagatal ÞÍV hefur vaxið ört á undanförnum áium og eru félags- menn, bæði þýskir og íslenskir, vel yf- ir hundrað talsins, einkum félög og fyrirtæki úr flestum greinum þjóðlífs- ins. Ráðið er því eins konar þver- skurður af atvinnulífínu. Ráðið er rekið með félagsgjöldum auk þess sem þjónustugjöld eiu mik- ilvæg tekjulind. Æðsta vald verslun- arráðsins er sjö manna stjóm þýskra og íslenskra félagsmanna sem Mttast á um tveggja mánaða fresti til að fara yfír málefm líðandi stundar, ný við- skiptasambönd, verkefni sem era í bm-ðarliðnum, reglur og álitsgerðir. í stjóm sitja, auk Páls: Bjami Ár- mannsson, Steinn Logi Bjömsson, Kristján Hjaltason, dr. Hans Christ- ian Bremme, Peter Greim og Hein- rich Schembecker. Endurgreiðsla virðisaukaskatts mikilvæg nýjung í viðskiptum Þjónusta ÞIV er yfírgripsmikil og segir Kristín hana vera allt frá aðstoð við bréfaskriftir og þýðingarvinnu yf- ir í markaðsrannsóknir og aðstoð við endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðskiptaferða í Þýskalandi. Að sögn Kristínar þurfa fyrirtæki sem nýta sér þessa virðisaukaskattsþjónustu að vera skráð í fyrirtækjaskrá og hafa virðisaukaskattnúmer.' Framrit reikninga era svo lögð inn til ÞIV sem sér um framhaldið. Kristín segir að þjónustan geti sparað fyrirtækjum háar fjárhæðir þar sem um sextán prósenta endurgreiðslu er að ræða á t.d. allri hótelgistingu, veitingastöð- um, leigu sýningarbása, kostnaði á síma og faxsendingum, bflaleigubfl- um og svo mætti lengi telja. Þýsk-íslenska verslunarráðið stendur auk þess fyrir árlegum ís- landskynningum, sérstökum kynn- ingarráðstefnum um Island og ís- lenskt efnahags- og atvinnulíf. Sömuleiðis era fundfr hér á landi um þýskt stjómmála- og atvinnulíf. Páll segh' ráðið ætíð hafa átt góð sam- skipti við þýska sendiráðið og dr. Reinhart Ehm sendiherra og séu þessi samskipti ómetanleg. Ráðið hef- ur að sögn Páls verið ötult við að bjóða þýskum fjölmiðlamönnum og ráðamönnum á þessar kynningar auk fjölda þingmannanefnda frá Þýska- landi þar sem lögð er rík áhersla að vekja sterka og jákvæða meðvitund um íslenskt atvinnulíf og viðskipti. Páll segir þetta enda vera eitt mikil- vægasta framtíðarhlutverk og vaxt- arbroddur ÞÍV: ,A-ð veita almenna aðstoð við að byggja upp ímynd ann- ars vegar íslenskrar vöra og þjónustu í Þýskalandi og þýskrar vöra á ís- landi, og hins vegar að aðstoða fram- kvöðla við að finna fjárfesta. Framtíð verslunarráðsins byggist á afar sterkum og góðum granni áratuga og aldalangra viðskiptatengsla þjóð- anna.“ Mjólkurfræð- ingar deila við atvinnu- rekendur DEILA mjólkurfræðinga og at- vinnurekenda vegna ági'einings um hvort forgangsréttarákvæði kjara- samninga hafi verið brotin hefur far- ið harðnandi að undanförnu. Deilan kom upp vegna ágreinings um hvort forgangsréttarákvæði kjarasamn- ings mjólkurfræðinga hafi verið brotið með uppsögnum fjögurra mjólkurfræðinga hjá Mjólkursam- lagi KE A í ágúst sl. Að sögn Birgis Jónssonar, for- manns Mjólkurfræðingafélags ís- lands, ætla mjólkurfræðingar af öllu landinu að halda fund á morgun til að ráða ráðum sínum vegna málsins en félagsmenn era mjög óánægðir með svar sem félaginu barst frá Samtök- um atvinnulífsins fyrr í þessari viku. Hinn 6. október sl. krafðist Mjólk- urfræðingafélag íslands þess að MS- KEA og MS-KÞ léti þegar af meint- um brotum á forgangsréttarákvæð- um kjarasamnings aðila sem félagið telur felast í að ófaglærðum starfs- mönnum sé falið að sinna umrædd- um störfum mjólkurfræðinganna sem sagt var upp. Fór félagið fram á að uppsögnum mjólkurfræðinganna yrði frestað í 6 mánuði á meðan þess yrði freistað að leiða deiluna til lykta. Samtök atvinnulífsins fallast ekki á það sjónarmið mjólkurfræðinga að forgangsréttarákvæði hafi verið brotin, að sögn Ara Edwald, fram- kvæmdastjóra SA. í svarbréfi samtakanna til Mjólk- urfræðingafélagsins segir m.a. að SA geti ekki fallist á að í umsömdum forgangsrétti stéttarfélaga felist einkaréttur til ákveðinna starfa þannig að stéttarfélag geti ávallt krafist uppsagnar einstaklinga í öðr- um félögum ef störfum fækkar á vinnumarkaði eða í einstökum fyrir- tækjum. Á forgangsrétt stéttarfé- laga skv. kjarasamningi reyni við nýráðningar stai'fsmanna. Leituðu SA m.a. eftir afstöðu Ein- ingar-Iðju á Akureyri vegna krafna mjólkurfræðinga um forgang að til- teknum störfum í Mjólkursamlagi KEA. í svarbréfi Björns Snæbjörns- sonar, formanns Einingar-Iðju, seg- ir að það sé skilgreining félagsins að störf þau sem um ræðir séu störf sem tilheyra Einingar-Iðju. Félagar þess hafi unmð þessi störf í gegnum tíðina án afskipta mjólkurfræðinga. Um 100 þátttakendur á fyrsta Rannsóknarþingi norðursins á Akureyri í næstu viku Tækifæri íbúa norður- slóða til umfjöllunar FYRSTA Rannsóknarþing norðurs- ins (Northern Research Foram) verður haldið í Háskólanum á Akur- eyri dagana 4. og 5. nóvember næst- komandi. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Lassi Heininen, stjórnarformaður Rannsóknarráðs norðursins, kynntu þingið á fundi á Akureyri í gær, en Lassi var í Háskólanum í Rovaniemi í Finnlandi og fór fundurinn fram um fjarfundarbúnað. Mai'kmiðið með Rannsóknarþingi norðursins er að skapa umræður og auka samráð milli vísindamanna og hagsmunaaðila á norðurslóðum. Umræðm'nar munu fjalla um mikils- verð mál, vandamál og tækifæri sem snúa að íbúum norðurslóða bæði með tilliti til félags- og umhverfis- breytinga og hnattvæðingar efna- hagslífsins. Á þessu fyrsta þingi verður skapaður vettvangur fyrir stefnumótandi umræðu um hlutverk rannsókna sem tengjast sjálfbærri þróun og lífvænlegri búsetu, friði og öryggi, félagslegri stefnumótun, umhverfisstefnu og áhrifum hnatt- rænna breytinga. Þessi málefni verða einnig meginviðfangsefni Há- skóla norðurslóða en Rannsóknar- þing norðursins tengist starfsemi þeirrar stofnunar traustum bönd- um. Herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, kom fyrstur fram með hugmynd um Rannsóknarþing norðursins í september árið 1998 í ræðu sem hann hélt í tilefni af tuttugasta starfsári Háskólans í Lapplandi í Rovaniemi, Finnlandi. Starfsemi Rannsóknarþingsins hófst á íslandi fyrir réttu ári með myndun stjórnamefndar. Háskólinn á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sjá um skipulag og daglega starfsemi þingsins, en að sögn Þorsteins er ætlunin að byggja Akureyri upp sem alþjóðlega mið- stöð í málefnum norðurslóða. Mörg mikilvæg mál til umfjöllunar Yfirskrift fyrsta Rannsóknar- þings norðursins er „Stefnumót í norðri“ (North meets 'North) og verður sérstök áhersla lögð á mikil- vægi sögunnar fyrir frið og öryggi á okkar tímum, efnahagskerfi norð- lægra svæða og hnattvæðingu, svæðaskiptingu og stjórnun, fram- kvæmd stefnu um norðlæga vídd og hagnýtingu vísinda og tækni á norð- lægum svæðum. Herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun halda opnunarræðuna, en að henni lokinni munu þekktir sérfræðingar um mál- efni norðlægra svæða flytja ávörp. Þá verða flutt erindi og umræður verða um þau, en fyrirlesarar eru á bilinu 25-30 talsins frá að minnsta kosti átta þjóðlöndum. Um 100 manns munu sækja þingið. í heiðursráði Rannsóknarþings norðursins era forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finn- lands, dr. Thor Heyerdahl, land- könnuður í Noregi, Lennart Meri, forseti Eistlands, Juri V. Neylov, fylkisstjóri í Yamalo Nenets Okrug í Rússlandi, ogVaira Vike-Freiberga, forseti Lettlands. Rannsóknarþing norðursins verða haldin í aðildamkjum Norður- skautsráðsins annað hvert ár og eru þátttakendur vísindamenn, kennar- Morgunblaðið/Kristján Jón Haukur Ingimundarson, sérfræðingur á Stofnun Vilhjálms Stefáns- sonar, Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, og Þórleif- ur Stefán Björnsson, alþjóðafulltrúi Háskólans á Akureyri, á fundi þar sem fyrsta Rannsóknarþing norðursins var kynnt. ar, stjórnmálamenn, stjórnendur fyi'irtækja, embættismenn, sveitar- stjórnarmenn og þeir sem stjórna auðlindum og nýta þær. Ungt fólk og fólk með nýjar og óhefðbundnar aðferðir er sérstaklega hvatt til að sækja Rannsóknarþingið. Heimskautalöndin unaðslegu I tengslum við Rannsóknarþing norðursins verður opnuð sýning í Listasafninu á Akureyri sunnudags- kvöldið 5. nóvember en hún ber yfir- skriftina „Heimskautalöndin unaðs- legu“ en hún tengist lífi og starfi Vilhjálms Stefánssonar landkönnuð- ar. Ekkja hans, Evelyn Stefansson Nef, verður viðstödd opnunina og hún mun einnig sitja Rannsóknar- þing norðursins. Kvöldið áður en þingið hefst verður fluttur minning- arfyrfrlestur um Vilhjálm, ævi hans og störf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.