Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 37
LISTIR
Slösuð kerling á séns
Morgunblaðið/Ásdís
„Soffía Jakobsdóttir og Erlingur Gíslason
fóru vel með hlutverk „gamiingjanna" og
var samleikur þeirra oft á tíðum injög
skemmtilegur," segir í dómnum.
LEIKLIST
Draumasmiðjan
GÓÐAR HÆGÐIR
Höfundur: Auður Haralds. Leik-
stjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Leik-
arar: Soffía Jakobsdóttir, Erlingur
Gíslason, Margrót Kr. Pétursdóttir,
Sveinn Þ. Geirsson, Erla Ruth
Harðardóttir.Leikmynd og búning-
ar: María Ólafsdóttir. Lýsing:
Alfreð Sturla Böðvarsson. Tónlist:
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.
Tjarnarbíó, fimmtudaginn
26. október.
AUÐUR Haralds er tvímælalaust
meðal fyndnustu samtímahöfunda á
Islandi. Húmor hennar er oft lúmsk-
ur en alltaf ískrandi kaldhæðinn og
hittir vel í það mark sem honum er
ætlað. Nýja leikritið hennar, Góðar
hægðir, sver sig að þessu leyti í ætt
við önnur verk höfundar. Hér er
gert miskunnarlaust grín að sam-
bandi uppkominna bama við móður
sína; tilætlunarsemi þeirra, tillits-
leysi, yfirgangur og botnlaus frekja
þeirra Sindra (Sveinn Þ. Geirsson)
og Ylfu (Margrét Kr. Pétursdóttir)
er keyrð út á ystu brún þannig að
móðirin (Soffía Jakobsdóttir) á alla
samúð áhorfenda, þótt sjálf sé hún
svo sem ekkert ljúfmenni.
Að ýmsu leyti er þetta leikrit
nokkuð skylt öðru verki Auðar, leik-
gerð hennar á Baneitruðu sambandi
á Njálsgötunni, sem hún skrifaði
upp úr samnefndri skáldsögu sinni
fýrir Draumasmiðjuna og sami leik-
stjóri (Gunnar Gunnsteinsson) setti
upp í íslensku óperunni. Eins og hér
var þar í brennidepli samband móð-
ur og barns, en unglingurinn skap-
stirði í því verki var ólíkt viðkunnan-
legri persóna en þau systkin Sindri
og Ylfa - auk þess sem skapvonsku
hans mátti a.m.k. að einhverju leyti
skrifa á ofurvald hormónanna.
Helstu átök Góðra hægða snúast
um viðbrögð „barnanna“ við því þeg-
ar Elsa, móðir þeirra, tekur upp
samband við Ingiberg, eldri herra-
mann (Erlingur Gíslason) sem er
húsvörður í blokkinni hennar og
sýnir henni þá umhyggju og tillits-
semi sem þau sjálf ekki kunna.
Hérna kemur Auður inn á málefni
sem vafalaust má teljast viðkvæmt í
nútímasamfélagi þar sem ungt og
fallegt fólk virðist eiga einkarétt á að
njóta lífsins og kynlífsins. Ekki er þó
kafað djúpt í þetta málefni, enda
ræður hin svarta kómedía ríkjum í
verkinu. Flétta verksins er ágætlega
úthugsuð, Elsa hefur dottið úr stiga
og slasað sig þannig að hún er hálf-
ósjálfbjarga í stofufangelsi - sem
gerir tillitsleysi barna hennar enn
meira áberandi en ella. Hið hefta
ferðafrelsi Elsu markar leiknum
ákveðið rými og leikurinn á sér því
stað innan fjögurra
veggja í anda hefðbundins
stofúdrama.
Soffía Jakobsdóttir og
Erlingur Gíslason fóru vel
með hlutverk „gamlingj-
anna“ og var samleikur
þeirra oft á tíðum mjög
skemmtilegur. Sveinn Þ.
Geirsson var sannfærandi
í hlutverki hins stressaða,
vinnupínda, skuldsetta
sonar og Margrét Kr. Pét-
ursdóttir skapaði virki-
lega óþolandi og ófyrir-
leitna dóttur. Erla Ruth
Harðardóttir brá sér í
nokkur aukahlutverk og
skilaði þeim öllum ágætlega. Nokk-
ur frumsýningarótti virtist hijá
leikarana því nokkuð bar á mismæli
og ónákvæmum tímasetningum, en
það kom ekki alvarlega að sök.
Umgjörð leiksins, leikmynd og
búningar Maríu Ólafsdóttur, var í
anda hversdagslegs raunsæis, en hin
ljúfsára tónlist Leonards Cohen sem
spiluð var á milli atriða stakk dálítið
í stúf við heildarstemmningu upp-
færslunnar að mínu mati.
Gunnar Gunnsteinsson leikstjóri
fer hefðbundnar leiðir í uppsetning-
unni á þessu gamansama stofu-
drama (með alvarlegum undirtóni).
Áhorfendur virtust skemmta sér vel
á sýningunni en í samhengi við höf-
undarverk Auðar Haralds sætir
verkið ekki miklum tíðindum. Gam-
an væri ef Auður tæki sér fyrir
hendur að skrifa leikgerð upp úr
hinni frábæru skáldsögu sinni
Hvunndagshetjunni. Það verk sætti
vissulega tíðindum á sínum tíma og
er að mörgu leyti enn í fullu gildi.
Soffía Auður Birgisdóttir
Helgigripir frá Sinai
FAÐIR Justin, munkur frá klaustri
heilagrar Katrínar í Sinai-
eyðimörkinni í Egyptalandi, pússar
hér gler er skýlir íkoni af Maríu
mey í Courtauld-safhinu í London.
Ikonið, sem er frá þvi á 13. öld, er
nú til sýnis í safninu ásamt fjölda
annarra fkona frá þessu afskekkta
klaustri. Er þetta í fyrsta skipti sem
mörg þeirra eru til sýnis fyrir utan
klausturveggina, en íkonin, auk
ýmissa listmuna frá Sinai, Býsans
og Rússlandi munu verða til sýnis í
Courtauld-safninu á næstunni.
Nýjar bækur
• Bókin um risaeólur er eftir David
Lambert
Bókin um risaeðlur býður upp á
ferðalag aftur til fortíðar. Risaeðlur
og aðrar fomar skepnur vakna til lífs-
ins á síðum bókarinnar og nýjustu
þrívíddartækni er beitt til að endur-
skapa umhverfi og gefa innsýn í eðli
og lífshætti forsögulegra dýra.
Risaeðlusérfræðingurinn David
Lambert hefúr rannsakað ítarlega
hvenær og hvemig risaeðlur og aðrar
forsögulegar skepnur þrifúst og dóu
og hann dregur upp mynd af því
hvemig þær börðust fyrir tilverunni í
fallegri en háskalegri náttúm milljón-
um ára áður en mennimir urðu til.
Bókin kom fyrst út hjá Dorling
Kindersley fyrr á árinu, en sama fyr-
irtæki gerði sjónvarpsþætti um risa-
eðlur sem sýndir vora hér nýverið.
Utgefandi er Mál og menning. Árni
Óskzrsson þýddi. Bókin er64blaðsíð-
ur, prentuð á Italíu. Verð: 2.680 krón-
ur.
HAGKAUP
Meira úrval - betri kaup