Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 49
MINNINGAR
STEINGRIMUR
GUNNARSSON
+ Steingrímur
Gunnarsson
fæddist í Reykjavík
17. september 1932.
Ilann lést hinn 19.
október sfðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Gunnar Jónasson,
vélsmiður, f. á Eld-
járnsstöðum í A-
Húnavatnssýslu hinn
4. október 1903, d. 3.
september 1977 og
Dóróthea, f. Ólafs-
dóttir, f. á Siglufirði
hinn 22. febrúar
1907. Systkin Stein-
gn'ms eru Randver Þ. Gunnarsson,
f. 23. nóvember 1930, d. 22. októ-
ber 1957; Elínborg Gunnarsdóttir
Walters, f. 3. febrúar 1937 og Ólaf-
ur Gunnarsson, f. 31. mars 1942.
Steingrímur kvæntist Hjördísi
Þorsteinsdóttur hinn 8. september
1962 og eignuðust þau þijú börn.
Láru Björk, f. 11. maí 1963, dætur
hennar eru Ruth og Diljá; Mar-
gréti Hildi, f. 24. aprfl 1967, börn
hennar eru Iris Tinna og Þor-
steinn Bjami; Rafnar
f. 6.10 1968.
Fósturbörn Stein-
gríms eru Iris D.
Randversdóttir, f. 7.
mars 1955, gift Jóni
Hávarði Jónssyni,
börn þeirra cru
Steingrímur Rand-
ver, Ragnar Bjarni
og Guðrún Sól;
Randver Þ. Rand-
versson, f. 18. aprfl
1958, kvæntur Sig-
ríði Björgvinsdóttur,
börn þeirra eru
Randver Kári og Iris
Anna. Ragnar Bjami Steingríms-
son, f. 27. september 1959, d. 29.
júlí 1979.
Steingríinur lærði rennismíði í
Vélsmiðjunni Héðni í Reykjavík og
starfaði ma.á Keflavíkurflugvelli á
yngri árum. Hann rak eigið fyrir-
tæki, vélsmiðjuna S.S. Gunnarsson
Í33 ár.
Útfór Steingríms fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Náttúran hefur skartað sínu feg-
ursta undanfarið en hauströkkrið hef-
ur verið óvenju dökkt yfir vinum okk-
ar í Hafnarfirði. Við sem sátum með
Steingrími á afmælisdegi hans í sept-
ember áttuðum okkur ekki á að ævi-
kvöld hans væri brátt liðið.
Steingrímur S. Gunnarsson var
seinni maður Hjördísar skólasystur
okkar úr Uppeldisskóla Sumargjafar.
Hún missti mann sinn Randver frá
tveimur ungum bömum, Irisi
Dórótheu og Randveri. Síðar bættist
Ragnar í hópinn. En Steingrímur
mágur hennar var aldrei langt undan
sem stoð og stytta og eftir nokkum
tíma var hjónaband staðreynd. Þeirra
börn em Lára Björk, Margrét Hildur
og Rafnar. Betri fósturfóður gátu þau
fyrrnefndu ekki fengið og aldrei var
hægt að merkja annað en að Stein-
grímur ætti þau sjálfur. Það fundum
við best þegar Ragnar lést í bílslysi
aðeins 17 ára gamall.
Minningarnar hrannast upp og það
kemur í hugann hve skemmtilegt var
að heimsækja Steingrím á renniverk-
stæðið. Þar vora vélar sem gerðu
ótrúlegustu hluti - allt fágað og fínt.
Steingrímur sem kóngur í ríki sínu,
fagmaðurinn, smiðurinn og fram-
leiðandinn. Það er heldur ekki erfitt
að lýsa persónuleika Steingríms. Við
sem nutum návistar hans fundum
sjaldgæfa kímnigáfu, gott skap og
hispurslausa framkomu. Hvenær sem
vinimir hittust var gaman. I sumar-
bústaðaferðum, heimboðum eða þeg-
ar óvæntir fundir áttu sér stað. Skipst
var á skoðunum og hnyttin tilsvör
Steingríms lituðu umræðuna.
Nú þegar komið er að kveðjustund
ber að þakka samfylgdina og senda
Hjördísi og allri fjölskyldunni kveðju
og innilega samúð frá okkur skóla-
systranum og mökum.
Minningin um Steingrím mun lifa í
hjarta okkar og biðjum við blessunar
Guðs honum til handa.
Margrét og Guðrún.
Það var ekld friðvænn eða blíður
heimur sem brosti við okkur vinum
fyrstu ár ævinnar; kreppa, heims-
styrjöld, nauðsynja- og efnisskortur.
Ekki er þorandi að tala um hvaða
áhrif slíkar aðstæður og öryggisleysi
haíi haft á börn sem þá vora að vakna
til lífsins. Við urðum ráðvilltir, ungir
menn og eilííir, fullir af óskhyggju og
spennandi ótta, örlítið bamalegir og
stundum kæralausir.
Heimurinn varð ekkert mýkri við
okkur þótt friður og bjartari framtíð
væra í sjónmáli. Allh- urðu að vinna,
leggja sitt af mörkum til heimilis.
Krakkar fóra í sveit, unnu með pabba
sínum á landi eða sjó, sumir urðu
blaðburðar- eða söludrengir og aðrir
sendisveinar, svo nokkuð sé nefnt.
Vinur minn, sem ég er nú að minn-
ast, ólst upp í Vesturbænum, var við
nám í Miðbæjarbamaskólanum, ótrú-
lega handlaginn og hugvitssamur
strákuE.. Hann fór líka í.sviait, en hóf
fyrsta alvöra kauplaunað starf sitt
sem minjagripasmiður, ungur að ár-
um, hjá öldnum trésmiðum vestast
við Hringbraut.
Ótrúlegt en satt, slíkir töfrafingur
sem Steingrímur Sævar Gunnarsson
fékk í vöggugjöf áttu að opna honum
leið til frægðar og frama, að áliti
flestra, það rættist ekki að fullu. Hvað
ætli hafi orðið af öllum hinum fógra
æskusmíðagripum Steingríms?
Ómerktir gripir meistarans unga sem
margir höfðu litið öfundaraugum.
Það var með ólíkindum hvað þessi
ungi maður gat gert og hvað hann að-
hafðist atorkufullur og ósérhlífinn og
hann átti sér drauma. Flugnám var
efst á óskalistanum, en það var dýr
óskadraumur. Hann hóf þó nám í
flugi og lauk „sólóprófi" eða fyrsta
áfanga flugnámsins. Oftast var næg
vinna og ýmislegt gert á þessum ár-
um. Steingrímur fór á sfld, var að-
stoðarmaður í vél hjá Eimskip, stóð
fyrir sjálfstæðum atvinnurekstii í
bragga í Trípólíkampi, framleiddi þar
minjagripi, leikföng og fleira.
Iðnnám og upphaf ævistarfsins
hófst í eldsmiðju Landssmiðjunnar,
en hann hætti þar, lauk námi í renni-
smíði frá Vélsmiðjunni Héðni og vann
þar um tíma, síðan hjá Baader.
Steingiímur stofnaði rennismíða- og
vélahlutaverkstæði, Vélsmiðju S.S.
Gunnarsson, fyrst til húsa við Bakka-
stíg, bakhús Harðar rakara við Vest-
urgötu, seinna við Súðarvog, síðast og
lengst í Hafnarfirði.
Hún var hörð viðskipta- og lífsbar-
áttan í véla- og varahlutasmíði og
varð Steingrímur að standa langan
starfsdag við rennibekkinn sinn og
því miður stóðu sumir viðskiptavinir
ekki alltaf við sitt að verki loknu, það
urðu erfið ár fyrir stóra fjölskyldu.
Þegar maður eldist fara minningar
frá bemsku að verða manni hugljúf-
ari til umræðu en glæfraleg ævintýr.
Æskugleðin sem við nutum saman
meðal vina vestur í bæ, þegai' Siggi
Hallmundar fékk bát föður síns að
láni og við fóram út á Flóa, á skak og
skytterí, bíltúrar, rúnturinn, bíóferðir
okkar og mörg önnur saklaus
skemmtan sem fáir mundu una við í
dag. Eins og til dæmis ferðir okkar
niður á höfn á kvöldin og aftur heim
með fisk í matinn frá vinum á Aðal-
björgu og af öðram bátum.
Þegar við fluttum í Austurbæinn
héldum við áfram að sækja í Selsvör,
enda hafði Steingrímur keypt trillu
og geymdi hana þar, þá vora ungir
menn ríkir og gaman að lifa. Veiðitúr-
ar með Sonný á Kaldárhöfða við Sog,
farið með rútu og legið í tjaldi, þegar
við Steingrimur átum mýflugur með
kleinum frá Doddu, móður þeirra.
Steingrímur keypti snemma amer-
íska fólksbifreið, Oldsmobile, og þeg-
ar ryð tærði hann næstum niður við
Ægisíðuna endursmíðaði Steingrím-
ur bílinn.
Nú fóra ungir menn að eldast og ný
viðhorf til lífsins að vakna, skildu fjar-
lægðog vinna, frthöfog heimsáifur að,
en aldrei var það svo langt eða lengi
að vináttu lyki. „Þótt við hittumst og
heyram ekki hvor í öðrum langtímum
saman finnst mér gott að vita af þér,“
sagði hann einu sinni, er við ræddum
hug okkar og tilfinningar.
Við Steingrímur voram famir að
sakna ýmislegs frá liðnum árum. Þeg-
ar Selsvörin hvarf og Siggi fór austur
yfir móðuna miklu brast eitthvað
stórt innra með Steingrími. Hann
hafði sjálfur átt fangbrögð við mann-
inn með Ijáinn og sætti sig ekki við
brottför þessa vinar síns. Steingrímur
hafði oft orð á því að gamlir æskufé-
lagar hans hefðu tekið sig saman und-
ir forastu Grétars og fengið borgaiyf-
irvöld til að „bjarga" Ufsasteini úr
uppfyllingunni við Ananaust og stað-
sett hann í miðjum umferðarhringn-
um við Selsvör. Ufsaklettur hafði ver-
ið veiðistaður ungra Vesturbæinga
hér á áram áður.
Sagt var að Steingrímur hefði ekki
verið allra, hann gat bragðið upp
„skráp“ sínum, en hann var góður
drengur, bróðir þeirra er minna
máttu sín og vinur vina sinna og hans
verður sárt saknað.
Eg er þakklátur fyrir langa vin-
áttu, gleði og tryggð, en lífið hefði
mátt vera mildara við eiginkonu hans
og móður.
Hjördísi, Dórótheu, bömum og
bamabömum vottum við okkar
dýpstu samúð. Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur og Steinþórunn.
Kæri Steingi’ímur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi
hin ljúfú og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Megi góði guð blessa ykkur öll.
Sigríður Klingenberg.
Kær vinur er látinn.
Ég kynntist Steingrími fyrir fimm-
tán áram, en þá tókum við þátt í
ásamt fleirum að stofna Kiwanis-
klúbbinn Hraunborg í Hafnarfirði.
Með okkur tókst strax góð vinátta.
Við voram báðir í fyrstu stjórn
klúbbsins og höfum síðan unnið mikið
saman innan Hraunborgar. Ég fann
strax hve gott var að leita til Stein-
gríms í hinum ýmsu málum, enda var
hann ætíð fús að aðstoða og gefa góð
ráð. Hann tók að sér margvísleg störf
fyrir klúbbinn sinn, var til dæmis for-
seti Hraunborgar 1988-1989 og fórst
það vel úr hendi. Honum vora mjög
hugleikin hin ýmsu styrktarverkefni
sem ldúbburinn tók fyrir og starfaði
oft í styrktarnefnd. Steingrímur var
góður félagi og tryggur vinur. Hjör-
dísi konu Steingríms kynntist ég fljót-
lega eftir að við Steingrímur fóram að
vinna saman í klúbbnum, tókst með
okkur góð vinátta og áttum við hjónin
með þeim margar ánægjustundir.
Elsku Hjördís, við hjónin vottum
þér og fjölskyldu þinni innilegustu
samúð og biðjum Guð að veita ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Magnús Jónasson,
Sigurbjörg Krisljánsdóttir.
Látinn er félagi okkar Steingrímur
S. Gunnarsson eftir erfið veikindi.
Steingrímur var einn af stofnend-
um kiwanisklúbbsins Hraunborgar í
Hafnarfirði fyrir 15 áram. Fyrsta
starfsár klúbbsins var Steingrímur
ritari og síðan forseti starfsárið 1988-
1989. AUmörgum trúnaðarstörfum
gegndi hann fyrir klúbbinn og var
meðal annars formaður styrktar-
nefndar um árabil. Var honum ætíð
umhugað um að styrkja þá sem áttu
um sárt að binda eða þörfnuðust að-
stoðar á einhvem hátt.
Steingrímur var mjög léttur í
lundu og góður félagi í leik og starfi.
Hans verður sárt saknað úr okkai'
hópi.
Við félagamir þökkum Steingrími
fyrir vel unnin störf fjTÍr klúbbinn og
ldwanishreyfinguna. Við biðjum góð-
an guð að styrkja Hjördísi og fjöl-
skyldu í sorg þeirra.
Fyrir hönd félaga í kiwanisklúbbn-
um Hraunborg,
Konráð Jónsson, forseti.
+
Ástkaer unnusta mín, dóttir okkar, systir og
barnabarn.
BERGLIND EIRÍKSDÓTTIR,
Borgarholtsbraut 38,
Kópavogi
lést á heimili sínu miðvikudaginn 25. október.
Tómas Þorgeirsson,
Ásdís J. Karlsdóttir, Eiríkur Bjarnason,
Ingþór Karl Eiríksson, Bryndís Eiríksdóttir,
Bryndís Eiríksdóttir, Ingiríður Daníelsdóttir.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
ELÍN ARADÓTTIR
húsfreyja,
Brún í Reykjadal,
varð bráðkvödd miðvikudaginn 25. október.
Björn Teitsson, Anna G. Thorarensen,
Ari Teitsson, Elín Magnúsdóttir,
Sigríður Teitsdóttir, Eggert Hauksson,
Erlingur Teitsson, Sigurlaug L. Svavarsdóttir,
Ingvar Teitsson, Helen Teitsson.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN KRISTINN STEINSSON,
Árskógum 6,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn
25. október.
Sigurður Steinn Jónsson, Yolande Jónsson,
Logi Þórir Jónsson, Helga Lára Hólm,
Smári Jónsson, Vilma Valeriano,
barnabörn og langafabörn.
+
Elskulegur vinur okkar,
EGGERT KRISTJÁNSSON,
Brautarholti 18,
Ólafsvík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 25. október sl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Jenný Guðmundsdóttir,
Jónas Gunnarsson.
+
Elskuleg móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR
frá Felli,
Grindavík,
sem lést sunnudaginn 22. október, verður jarðsungin frá Grindavíkur-
kirkju laugardaginn 28. október kl. 13.30.
Margrét Valdimarsdóttir, Jóhann Sigurðsson,
Halldór Kristjánsson, Guðný Guðjónsdóttir
og fjölskyldur.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGÓLFUR J. ÞÓRARINSSON,
Hjallaseli 55,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 22. október sl., verður jarðsunginn fra Fossvogs-
kirkju mánudaginn 30. október kl. 15.00.
Að ósk hins látna verða ekki birtar minningargreinar um hann.
Fyrir hönd aðstandenda,
Dóróthea Daníelsdóttir,
Daníel R. Ingólfsson, Olga Ágústsdóttir,
Bjarni Ingólfsson, Erna Agnarsdóttir,
Elín Ingólfsdóttir,
Örn Ingólfsson, Lovísa Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.