Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 78
78 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Kryddið tilveruna
með nýjum giftingarhringum
Jmj
KRINOUJNNI
s:568 6730
Smiöjuvegi 9 • S. 564 1475
GUÐEIÐAR
Síðasta heimsókn Guðríðar Símonardóttur í kirkju Hallgríms
eftir Steinunni Jóhannesdóttur
| í Tonlist:
I lörður Askdsson
l Leikijiyiid og búuingar:
ITiíi Ecltla Arnadóttir
Adalhlutverk:
'jVIargrót (iuðmundsctóltir
I lelg.t IT.inborg Jónsdcíttir
Jakól) I’ór l.inarsson
Sýning í
SUálholtskirkju
laugardaginn
28. oktdber
kk 20.30
Stúdentaleikhúsið sýnir Stræti eftir Jim Cartwright
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
/'">É j f "■ J J J • Meðlimir
1 AVITO OTPÍHTl Stúdentaleikhússins
O lUUcIl lctð 11 ClC 11 ráfa um Strætið.
STÚDENTALEIKHÚS Háskóla
íslands frumsýnir í kvöld leikrit Jim
Cartwright Stræti, og hefst sýnmgin
kl. 19.30 í Sal B, Loftkastalanum. Að
sögn Stefáns Halls Stefánssonar,
framkvæmdastjóra, hefur starfsemi
Stúdentaleikhússins þurft að þola lá-
deyðu undanfarin ár en um þessar
mundir iði allt af lífi og fjöri. „Þetta
er svona sveiflukennt leikhús,“ segir
hann. „Rífur sig svo upp með nokk-
urra ára millibili og okkur fannst að
það væri kominn tími á það núna. Að
setja upp eina góða (leiksýningu). Við
fengum góða styrki frá rektorsskrif-
stofu og Bandalagi íslenskra leikfé-
laga og ákváðum að setja upp Stræt-
ið í leikstjóm Elfars Loga
Jóhannessonar."
Aukinn áhugi á listalífi
Stefán rekur byrjun þessarar nýt-
ilkomnu uppsveiílu til sýningu Stúd-
entaleikhússins á leikritinu Tartuffe
(í. Platarinrí) eftir Moliére, fyrr á
þessu ári.
„Það var ekki formlegt Stúdenta-
leikhús en flestir þeirra sem tóku
þátt í þeirri uppfærslu eru með núna.
Þannig það var sko eiginlega neist-
inn.“
Neistaflugið hefur, eins og áður
segir, verið mismikið í gegnum tíð-
ina. „Það skiptir máli hvaða fólk er í
skólanum á hverjum tíma,“ segir
Stefán. „Svo virðist sem áhugi nem-
enda nú sé einkar mikill. Áhugi rekt-
ors og kennara fyrir auknu listalífi
innan skólans hefur líka verið mikill.“
Allar deildir
Um fimmtíu manns koma að sýn-
ingunni, þar af tuttugu leikarar, og
kemur fólkið víðs vegar að, úr öllum
deildum og jafnvel úr öðrum skólum.
T.d. er leikmyndahönnuðurinn frá
listaháskólanum. „Þetta er svona tín-
ingur úr öllum deildum. Skiptingin
milli þeirra er nokkuð jöfn þótt að
bókmenntafræðin eigi held ég vinn-
inginn. Kynjaskipting er einnig mjög
jöfn,“ segir Stefán að lokum.
Næsta sýning verður á sunnudag-
inn kemur en eftirleiðis verða sýn-
ingarnar á föstudags- og laugardags-
kvöldum. Miðaverð er kr. 700 fyrir
háskólanema og annað skólafólk en
kr. 1200 fyrir aðra. Allar upplýsingar
er hægt að nálgast á vefslóðinni
www.sl.hi.is og miða er hægt að
panta í síma 8810155.
Framtíðin
byrjar núna
Frjáls lífeyrissparnaður Samlífs
er einföld og hagkvæm leið til
fjárhagslegs öryggis.
Nýttu þér aukinn rétt til sparnaðar
■ •
J Éfc
#
samlrf
Sameinaöa líftryggingarfélagiö hf.
Sigtúni 42
Sírni 569 5400
samlif@samiif.is
www.samlif.is
0
Nánati upplýsingar fást á www.toyota.1s
Við hjá Toyota - betri notuðum bílum höfum fengið fjöldann allan af
góðum og traustum Toyota Yaris á sölu á Nýbýlaveginum. Bílarnir,
sem allir eru mjög nýlegir og koma frá Bílaleigu Flugleiða, hafa fengið
gott og reglulegt eftirlit og eru allir í ábyrgð.
®) TOYOTA
Betn notaðir bílar
Sími 570 5070