Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fiskiðjan Skagfirðingur hf. Úr ársreikningi 2000 Rekstrarreikningur sePt. - ágúst 1999/20001 1999/98 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 2.403 2.399 +0,2% Rekstrargjöld 1.777! 1.703 +4,3% Afskriftir 317 313 +1,3% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -91 -198 -54,0% Hagnaður af reglulegri starfsemi 218 185 +17,8% Skattar 5| 2 +150,0% Aðrar tekiur oq qiöld -5 2 Hagnaður ársins 208 185 +12,4% Efnahagsreikningur 30.06.00 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 3.020 2.967 +1,8% Eigið fé 1.1651 940 2.027 +23,9% Skuldir 1.854 -8.5% Skuldir og eigið fé samtals 3.020 2.967 +1,8% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Eiginfjárhlutfall 38,0% 32,0% Veltufjárhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 1,8 2,2 535 577 -7,3% FISKmeð 208 milljónir í hagnað HAGNAÐUR Fiskiðjunnar Skag- íxrðings hf., FISK, nam 208 milljón- um króna á síðasta rekstrarári, frá 1. september 1999 til 31. ágúst 2000, en í fyrra nam hann 185 milljónum króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað er 626 milljónir króna eða 26% af veltu. Er það 70 milljónum króna minni hagnaður en á síðasta rekstrarári. Að sögn Jóns Eðvalds Friðriksson- ar, framkvæmdastjóra Fiskiðjunnar Skagfirðings, er hann þokkalega sátt- ur við afkomu félagsins en hún er um Kaupþing hækkar um 46,3% KAUPÞING hf. var skráð á Verð- bréfaþing íslands í gær og voru við- skipti með bréf félagsins fyrir 61 milljón króna. Lokaverð bréfanna var 15 eða 46,3% hærra en útboðs- gengi þeirra, sem var 10,25. Sé mið- að við lokagengi bréfanna í gær þá er markaðsvirði félagsins 14,5 milljarð- ar kr. Alls urðu 180 hlutabréfaviðskipti á Verðbréfaþingi í gær og þar af voru 115 með hlutabréf Kaupþings. 181 milljónar kr. viðskipti voru með hlutabréf á Verðbréfaþingi ís- lands í gær og hækkaði úrvalsvísi- talan um 1,14% og er nú 1.440 stig. 20 milljónum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjumar hækka nánast ekki neitt. Þar sem félagið selur mest í evrum þá hefur sú gengisbreyting gagnvart krónunni sem hefur átt sér stað á tímabilinu talsverð áhrif. „Við vinnum töluvert á löngum samning- um þannig að þar er hluta skýringar- innar að finna. Hækkun hráefnis- kostnaðar og hærra olíuverð hefur einnig áhrif til hækkunar á rekstrar- gjöld. Olíukostnaðurinn hækkar um 60 milljónir á árinu, fór úr 80 milljón- um í 140 milljónir króna. Þannig að það eru aðallega þessir tveir þættir sem eru að auka rekstrarkostnað FISK. Að öðru leyti emm við sátt við reksturinn,“ segir Jón Eðvald. Síðustu vikur hafa verið daprar í þorskveiðinni, að sögn Jóns Eðvalds. Léleg veiði og sá þorskur sem hefur verið að veiðast er smár. Þannig að þar þyrfti að verða breyting á, segir Jón Eðvalds. Hann segist að sjálf- sögðu vonast til þess að þetta lagist en ástandið hafi verið frekar dapurt í talsverðan tíma. FISK gerir út fjögur skip, þar af eitt frystiskip og þijá ísfisktogara. Á Grandarfirði rekiir félagið rækju- og skelfiskvinnslu og landírystingu á Sauðárkróki. Mikið af þeirri fram- leiðslu fer í neytendapakkningar en helstu markaðssvæði FISK era í Evrópu. Fiskiðjan Skagfirðingur er að mestu leyti í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og FB A. Stærsta fyrirtæki í íslenskum hugbúnaði orðið til eftir sameiningu Go Pro Group og Landsteina International Markmiðið að stórefla markaðssókn í Evrópu STÆRSTA hugbúnaðarfyrirtæki landsins varð til í gær, þegar fyrir- tækin GoPro Group og Landsteinar International vora formlega sam- einuð undir nafninu GoPro - Land- steinar Group hf. Auk þess að starfa á íslandi rekur nýja fyrirtækið skrifstofur og hugbúnaðarhús í Sví- þjóð, Danmörku, Bretlandi og Þýskalandi. Samanlagður starfs- mannafjöldi fyrirtækjanna er um 550 manns og nemur heildarveltan á þessu ári þremur milljörðum króna. Með sameiningunni er ætlunin að styrkja fyrirtækin enn frekar á al- þjóðlegum markaði og er gert ráð fyrir umtalsverðum vexti allra rekstrareininga fyrirtækjanna á næstu áram. Þannig er reiknað með að velta fyrirtækisins verði rúmir fjórir milljarðar á næsta ári og hálf- ur sjöundi milljarður árið 2002 og að starfsmenn verði þá orðnir eitt þúsund. Ólafur Daðason, framkvæmda- stjóri hins nýja fyrirtækis, segir að flest mæli með samrana fyrirtækj- anna, enda hafi fyrirtækin verið að byggja upp einingar í sömu löndum með miklum tilkostnaði þar sem þau hafa verið að keppa við stærri og öflugri alþjóðleg fyrirtæki. „Við komust einfaldlega ekki nógu hratt hvor í sínu lagi og einingamar hvor um sig era of litlar. Saman myndum við hins vegar sterkt og framsækið fyrirtæki sem getur sótt fram og náð árangri erlendis sem innan- lands.“ Geta nú boðið heildarlausnir í rafrænum viðskiptum Framkvæmdastjóri GoPro - Landsteinar Group í Evrópu, Per Bendix Olsen, sagðist í samtali við Morgunblaðið telja að fyrirtækið ætti mikla möguleika á alþjóðlegum vettvangi. Olsen starfaði í 16 ár hjá IBM í Evrópu, en segist hafa hrifist af þeirri hugmyndafræði sem ríkti hjá GoPro Group varðandi upp- byggingu fyrirtækisins og hugbún- aðarlausnir, og ekki drægi samein- ingin við Landsteina úr trú hans á fyrirtækið. „Við höfum nú í sameinuðu fyrir- tæki þá stöðu og þann slagkraft í Skandinavíu sem við þurfum á að halda til að sækja á nýja markaði, og við höfum hafið uppbyggingu Morgunblaöið/Kristinn Ráðstefna ICEPRO, nefndar um rafræn viðskipti, á Crand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 31. október kl. 13:00 - 15:30 Öryggi rafrænna viðskipta, sjónarmið og kröfur ríkis og atvinnulífs Dagskrá: Er allt vænt sem er rafrænt? Albert Ólafsson, viðskiptafræðingur, starfar við endurskoðun upplýsingakerfa hjá Ríkisendurskoðun Rafræn skírteini, rafræn viðskipti Guðlaugur Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Auðkennis hf. Hlé Traust og öryggi á vefnum Jónas Sverrisson, ráðgjafi í öryggismálum upplýsingakerfa hjá KPMG Lagaleg sjónarmið varðandi öryggi rafrænna viðskipta Tryggvi Axelsson, lögfræðingur hjá iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti Að loknum erindum verða umræður og fyrirspurnir Fundarstjóri: Amaldur F. Axfjörð, forstöðumaður ráðgjafar hjá Áliti hf Kaffiveitinga r Aðgangseyrir er kr. 1.000 Þátttaka tilkynnist í síma 510 7100 eða icepro@chsunber.is % ICEPRO nefnd um rafræn viðskipti Per Bendix Olsen, framkvæmdasljóri GoPro - Landsteina hf. í Evrópu, og Ingvar Kristinsson aðstoðarframkvæmdastjóri. Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Landsteina, og Ólafur Daða- son, framkvæmdastjóri GoPro Group, takast í hendur að formlegri samein- ingu lokinni. Davíð Oddsson forsætisráðherra fagnar sameiningunni. rás þeirra og sókn á erlenda markaði, og að ennþá eigi eftir að nýta þau tækifæri sem geta boðist á stærstu mörkuðunum í Evrópu, en hingað til hafa fyrirtækin íýrst og fremst haslað sér völl á íslandi og í Skandinavíu. „Við vitum að Bret- ar era að kaupa meira af hugbúnaði í upplýs- ingatækni en megnið af hinum löndunum í Evrópu til samans og meira en Þýskaland og Frakkland samanlagt. Skandinavía nær aðeins yfir 3% af markaðnum í Evrópu, þannig að við eram rétt byrjaðir því okkar vöxtur hefur að mestu verið í Skandinavíu. Við erum núna tilbúnir að fara inn á breska markaðinn og við vitum að við höfum lausnir, sem byggðar eru á þekkingu okkar héma heima, sem gera innreið okkar á þennan mark- að raunhæfa." Hluthafar GoPro Group munu eignast 60% hlut í hinu sameinaða félagi en hluthafar Landsteina Int- ernational hf. 40%. Hlutur íslenska hugbúnaðarsjóðsins í sameinuðu fé- lagi er 22%. Stjórn GoPro - Land- steinar Group hf. skipa Jóhann P. Malmquist, Gylfi Arnbjörnsson, Sigurður Smári Gylfason, Leif Alm- stedt og Garðar Garðarsson. Hin einstöku íyrirtæki sem til- heyra nýju samsteypunni starfa áfram undir sínu gamla nafni en stofnað verður nýtt eignarhaldsfé- lag. Starfsmenn þessa eignarhalds- félags verða Per Bendix Olsen, Ingvar Kristinsson, Þorsteinn Guðbrandsson, Magnús Sigurðsson og Ólafur Daðason, sem verður framkvæmdastjóri. starfsemi í Þýskalandi. Þær lausnir sem fyrirtækin bjóða nú sameigin- lega gera að verkum að nú getum við boðið fyrirtækjum heildarlausn- ir í rafrænum viðskiptum." Olsen segir að fyrirtækin hafi sett stefnuna á ólíka hluti, ólíka markaði og ólíka geira þekkingariðnaðarins, en nú séu fyrir hendi möguleikar á að samþætta starfsemina, sem bjóði upp á mjög spennandi verkefni og möguleika á hinum alþjóðlega markaði. Hann segir að mikill áhugi sé fyrir hendi hjá öðrum þekkingar- fyrirtækjum að selja hugmyndir GoPro og Landsteina, en hugbúnað- arlausnir Landsteina era nú komn- ar á markað í 22 löndum og lausnir GoPro í sjö löndum. „Bæði fyrirtækin vora á lista yfir þau 500 fyrirtæki sem hafa vaxið hraðast í Evrópu á síðasta ári. Og ástæðan fyrir því að við getum verið bjartsýnir, er sú að við höfum ekki ennþá reynt fyrir okkur á stærstu mörkuðunum í Evrópu.“ Fyrirtækið tilbúið að fara inn á stærstu markaðí í Evrópu Ingvar Kristinsson, aðstoðarfor- stjóri GoPro Group, segir að sam- eining fyrirtækjanna muni efla út- Til leigu! Verslunar/Skrifstofuhúsnæði ... - § ■■ g&‘ Góð staðsetning/Glæsilegt húsnæði Til leigu eru tvær jarðhæðir (2x435m2) við efri og neðri götu að Stórhöfða 25, leigist allt saman eða hvor hæð fyrir sig. Næg bílastæði, góð sameign með lyftu. Tilbúið um n.k. áramót. Upplýsingar hjá: Verkefni ehf. S. 863 1911
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.