Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
ALDARMINNING
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 53
Garðar Jóhannes-
son, framkvæmda-
stjóri og útgerðarmað-
ur á Vatneyri við
Patreksfjörð, fæddist
27. október 1900.
Hann lést 14. janúar
1970.
Foreldrar Garðars
voru merkishjónin Ól-
afur Jóhannesson,
konsúll, f. 8. nóvember
1867, d. 2. febrúar
1936, og kona hans Ar-
óra Gunnarsdóttir
Backmann, f. 14. októ-
ber 1874, d. 27. októ-
ber 1954.
Garðar ólst upp í hópi sjö systk-
ina. Þrjú þeirra dóu í æsku, en upp
komust fjórir synir og var Garðar
næstyngstur þeirra. Hinir voru: 1)
Gunnar, f. 1. febrúar 1896, d. 3. júní
1956, ókvæntur. 2) Kristinn, f. 18.
febrúar 1897, d. 19. desember 1932,
kvæntur Jóhönnu Lárusdóttur, f.
18. desember 1895, d. 23. október
1975. 3) Friðþjófur, f. 28. desember
1905, d. 25. desember 1971, kvænt-
ur Jóhönnu Svenson, f. 19. mars
1908, d. 23. nóvember 1994.
Garðar kvæntist Lauru Hildu
Proppé hinn 14. apríl 1925. Hún var
f. 27. júní 1905 og lést 12. júlí 1992.
Laura var dóttir Carls kaupmanns
Proppé, f. 22. nóvember 1876, d. 3.
nóvember 1942, og konu hans Jó-
hönnu Jósafatsdóttur, f. 15. júní
1880, d. 9. mars 1935.
Garðar og Laura eignuðust flmm
börn sem öll eru á lífi og búsett í
Reykjavík. Þau eru: 1) Brynhildur,
f. 31. október 1927, gift Jakobi
Helgasyni, f. 22. mars 1925. Börn
þeirra: Brynjar, Lára og Soffía. 2)
Drífa, f. 14. nóvember 1931, gift Ól-
afi Jónssyni, f. 4. september 1924, d.
17. ágúst 1987. Börn þeirra: Edda,
Ólafur, látinn, Kristín Hildur, og
Garðar. 3) Edda, f. 17. maí 1934, gift
Sigurði Gunnarssyni, f. 14. febrúar
1929. Börn þeirra: Ragnar, Snorri,
Hilmar og Drífa. 4) Hanna, f. 21.
júní 1940, gift Einari B. Gunnlaugs-
syni, f. 26. desember 1942. Sonur
Hönnu er Garðar Hilmarsson. 5)
Ólafur, f. 23. apríl 1947, kvæntur
Brynju Sverrisdóttur, f. 27. mars
1947. Börn þeirra: Arnar, Elvar,
Birgir og Sævar.
Fyrr á árum skiptist þorpið á
Patreksfirði í tvo aðskilda þorps-
hluta, þ.e. Vatneyri og Geirseyri.
Útgerð og verslun var rekin á báð-
um stöðum. Saga verslunar á Vatn-
eyri er rakin til ársins 1833, en þeg-
ar þurrabúðir rísa þar upp úr 1860
verður til vísir að þorpi á Patreks-
firði.
Faðir Garðars, Ólafur Jóhannes-
son, var fæddur á Sveinseyri við
Tálknafjörð, en ungur að árum
fluttist hann til Patreksfjarðar.
Hann stundaði nám fjóra vetur við
Latínuskólann, fór síðan til Kaup-
mannahafnar og lagði stund á lyfja-
fræðinám, en hætti námi eftir einn
vetur. Pétur J. Thorsteinsson á
Bíldudal keypti Vatneyrarverslun
árið 1896 ásamt bróður sínum og
réð Ólaf sem faktor. Bar fyrirtækið
nafnið P.J. Thorsteinsson og Co.
Ólafur stjórnaði því af miklum
dugnaði og jók umsvifin.
Arið 1907 var Milljónafélagið
stofnað af Pétri J. Thorsteinssyni
og dönskum fjármálamönnum. Fé-
lagið keypti Vatneyrarverslun og
varð Ólafur áfram faktor. Stjórnaði
hann fyrirtækinu af miklum dugn-
aði allt þar til Milljónafélagið leið
undir lok árið 1914, en þá keypti Ól-
afur mestallar eignir Vatneyrar-
verslunar. Gerðist hann stórvirkur
athafnamaður og efldi útgerðina og
verslunina, en fyrirtækið rak hann
undir nafninu Ó. Jóhannesson &
Co.
Ólafur varð ræðismaður Frakka
árið 1911 og umboðsmaður fyrir
sameinuðu ensku tryggingarfélögin
fyrir togara árið 1906. Hann var
mikill tungumálamaður og talaði
frönsku, þýsku, ensku og dönsku.
Hann tók virkan þátt í félagslífinu á
Patreksfirði á sinni tíð.
Garðar Jóhannesson
var ekki langskóla-
genginn. Hann hlaut
venjulega barna- og
unglingafræðslu á
uppvaxtarárunum og
fjórtán ára að aldri hóf
hann störf við fyrir-
tæki föður síns og naut
þar alhliða fræðslu um
rekstur þess. Þegar
hann var átján ára hélt
hann til Edinborgar og
starfaði hjá stóru
verslunarfyrirtæki í
Leith. Var hann við
nám og störf um
tveggja ára skeið eða þar til hann
varð að snúa heim veikur af berkl-
um. Heim kominn mátti móðir hans
ekki til þess hugsa að hann færi á
hæli, heldur lagði hún sig alla fram
við að hjúkra honum og fyrir henn-
ar frábæru hjúkrun og aðhlynningu
náði hann aftur heilsu. Mun hann
hafa verið 23 ára, þegar hann hóf
aftur störf við fyrirtæki föður síns.
Þeir voru ekki margir einstakl-
ingarnir sem tóku forystu í atvinnu-
sögu þjóðarinnar á fyrri hluta síð-
ustu aldar, en þeir sem það gerðu
voru framsýnir og forsjálir fram-
faramenn, sem sáu möguleika nýrra
tíma og höfðu áræði og þrek til að
hagnýta þá.
Einn þessara manna var faðir
Garðars, Ólafur Jóhannesson, og
árið var 1914. Fyrirtæki hans Ó. Jó-
hannesson og Co. dafnaði vel og tók
stórstígum framförum næstu árin.
Synir Ölafs tóku allir virkan þátt í
rekstrinum og munu hafa hvatt föð-
ur sinn til dáða.
Árið 1925 markaði tímamót með
kaupum á fyrsta togaranum, sem
hlaut nafnið Leiknir. Með því hófst
togaraútgerð frá Patreksfirði, eina
kauptúninu á Vestfjörðum að frá-
töldum ísafirði. Síst af öllu mun
Garðar hafa latt þess að þetta gæfu-
spor var stigið í sögu útgerðarinnar
á Vatneyri. Trúlega hefur hugur
hans leitað til baka til Skotlands þar
sem hann kynntist ef eigin raun
framförum, sem áttu sér stað í tog-
araútgerð á Bretlandseyjum á þess-
um tíma.
Leiknir strandaði við Skeiðarár-
sand á heimleið úr söluferð til Eng-
lands síðast á þriðja áratugnum.
Mannbjörg varð. Árið 1931 var ann-
ar togari keyptur í hans stað og
skírður sama nafni.
Þrátt fyrir að kreppuárin hafi
verið fyrirtækinu erfið eins og fleir-
um á þessum tíma var enn ráðist í
kaup á togara árið 1932. Sá hlaut
nafnið Gylfi. Má geta nærri hvílík
lyftistöng útgerð þessara skipa hef-
ir verið fyrir atvinnulífið á Patreks-
firði á milistríðsárunum. Leiknir
annar sökk á Halamiðum árið 1936
og tókst giftusamlega um björgun
áhafnar. Skömmu síðar sama ár var
keypt skip í stað hans, sem skírt var
yörður. Sýna þessi skipakaup að
Ólafur og synir hans létu ekki deig-
an síga heldur efldu hinn blómlega
atvinnurekstur á Vatneyri.
Gylfi og Vörður reyndust farsæl
aflaskip, sem renndu styrkum stoð-
um undir reksturinn á þessum ár-
um, enda voru skipstjórarnir harð-
duglegir aflamenn, þeir Jóhann
Pétursson og Gísli Bjarnason.
Yfirstjórn Ó. Jóhannesson & Co.
var jafnan í höndum Ólafs meðan
hans naut við, en við andlát hans
1936 kom það einkum í hlut bræðr-
anna Garðars og Friðþjófs að
stjórna hinum umfangsmikla
rekstri. Elsti bróðirinn, Gunnar,
starfaði þó einnig hjá fyrirtækinu.
Á seinni hluta fjórða aratugarins
var keypt afkastamikil fiskimjöls-
verksmiðja frá Þýskalandi og var
hún tilbúin til vinnslu á skömmum
tíma. Báðir togararnir voru nú bún-
ir á karfaveiðar á Halamiðum, en á
þessum árum var óhemju mikið
magn af karfa á þessum slóðum.
Var hann lítils metinn og vannýttur
af íslenskri útgerð á þessum tíma,
nema stuttan tíma á ári fyrir Þýska-
landsmarkað. Skipin komu með
fullar lestir og fullt dekk eftir nokk-
urra daga útivist og verksmiðjan
malaði gull allan sólarhringinn.
Á þessum árum var einnig reist
mjög fullkomið vélaverkstæði.
Netagerðarverkstæði var starfrækt
og ís- og frystihús þar sem ísinn a
Vatneyrartjörninni var tekinn á
vetrum og ekið á jarnbrautarvögn-
um í ísgeymsluhús. Upphituð fisk-
þvottakör voru í sérstöku húsi þar
sem saltfiskurinn var verkaður.
Fullkomið bakarí var starfrækt og
síðan var til staðar verzlunar- og
skrifstofuhús.
Á athafnasvæðinu var snyrti-
mennskan í hávegum höfð. Öllum
húsum var vel við haldið og þau
máluð reglulega. Steinsteypt plan,
sem mun hafa verið um einn hektari
að stærð, var útbúið fyrir ofan haf-
skipabryggjuna. Þangað var öllum
saltfiskafla togaranna ekið á vöru-
bílum, fiskinum staflað í stórar
stæður, en uppskipunarkrani, sem
rann á braut fremst á bryggjunni,
var notaður við uppskipanir.
Á árunum 1938-1939 var hafin
bygging hraðfrystihússins Kald-
baks. Tók það til starfa árið 1940 og
var þar aðallega unninn bátafiskur.
Áður höfðu Vatneyrarbræður skipt
með sér verkum og kom það í hlut
Garðars að stjórna útgerðinni og
hr aðfrystihúsinu.
Með tilkomu frystihússins óx enn
og efldist hagur fyrirtækisins, enda
var því stjórnað af stórhug og
bjartsýni. Var fyrirtækið á Vatn-
eyri orðið landsþekkt fyrir gott
skipulag og frumkvæði. Reksturinn
var á ýmsan hátt á undan sinni sam-
tíð, jafnvel svo að orðstír þess barst
út fyrir landsteina.
í byrjun stríðsins og árunum þar
á eftir fór í hönd blómaskeið vel-
megunar og hagsældar á Patreks-
firði. Atvinna var næg og uppbygg-
ing kauptúnsins ör. Fólk flutti
hvaðanæva og allir fengu vinnu við
sitt hæfi og höfðu nóg að bíta og
brenna. Byggðin á eyrinni óx hröð-
um skrefum og vegna góðrar af-
komu byggðu menn íbúðarhús í
tugatali.
I lok stríðsins voru báðir togar-
arnir seldir og tveir aðrir keyptir í
staðinn, stærri og burðarmeiri.
Báru þessi skip sömu nöfn og þau
sem seld voru. Garðar Jóhannesson
lét sér mjög annt um rekstur frysti-
hússins, enda má segja að bygging
þessara húsa og rekstur hafi verið
nýsköpun þessa tíma. Hann skynj-
aði að þarna var vaxtarbroddurinn í
hinum fjölþætta rekstri, sem sér-
staklega þyrfti að hlúa að.
I húsinu var sjálfvirkt ísfram-
leiðslukerfi og nú fór Garðar að
huga að fleiri þáttum í rekstrinum
eins og þeim, hvort ekki mætti auka
afköstin í vinnslusalnum. Eftir að
hafa fylgst náið með fiskvinnslunni
og tímamælt hana settist hann nið-
ur og teiknaði vinnslulínu, sem
smíðuð var í vélsmiðjunni. Mun
þetta hafa verið fyrsta vinnslulínan,
sem sett var upp í frystihúsi hér á
landi. Garðar var afar reiknings-
glöggur maður og hafði alla rekstr-
arþætti frystihússins í hendi sér.
Þannig fylgdist hann með því nán-
ast frá degi til dags hver afkoma
var.
Hann átti í bréfaskiptum við Jón
Gunnarsson, forstjóra Coldwater
Seafood í Bandaríkjunum, þar sem
hann sagði honum frá hugmyndum
sínum um nýjungar í tilbúnum fisk-
réttum, sem hann hafði áður prófað
sig áfram með í eldhúsinu heima hjá
sér með aðstoð eiginkonunnar.
Geta má nærri að margvíslegan
efnivið, tól og tæki þurfti að útvega
fyrir hin ýmsu svið þessa fjölþætta
fyrirtækis á Vatneyri. Aðfóng þessi
voru að mestu keypt beint í gegnum
sambönd í Þýskalandi eða Englandi
án milliliða.
Síðast á fimmta áratugnum var
ákveðið að láta smíða tvo nýsköpun-
artogara og selja þá gömlu, en áður
en af því varð sökk togarinn Vörður
á leið til Englands árið 1950 og með
honum fórust fimm menn. Garðar
tók það áfall ákaflega nærri sér.
Nýsköpunartogararnir Ólafur
Jóhannesson og Gylfi komu til
landsins árin 1951 og 1952.
Garðar fylgdist jafnan vel með
öllum nýjungum og tækniframför-
um. í sambandi við smíði þessara
skipa kom hann fram með nýjung,
sem á þeim tíma átti sér ekkert for-
dæmL Hann lét útbúa lítið frystihús
í bæði skipin. Afköst þeirra voru 1,4
tonn af fiskflökum á 16 klst. og
geymslurými fyrir 17 og 25 tonn í
hvoru skipi af frystum flökum.
Árið 1954 urðu snögg og óvænt
umskipti í lífi Garðars, þegar hann
neyddist til að flytja burtu frá Pat-
reksfirði og leita sér vinnu á nýjum
slóðum. Fluttu þau hjónin til
Reykjavíkur og síðan árið 1955 til
Akraness þar sem Garðar tók að
sér stjórn Bæjarútgerðarinnar,
sem gerði út tvo togara. Árið 1958
fluttu þau til Reykjavíkur og árin
1961 til 1968 vann Garðar hjá síld-
arútvegsnefnd. Átti hann við mikla
vanheilsu að stríða seinustu æviár-
in, enda hafði hann í raun aldrei
gengið heill til skógar á starfsævi
sinni.
Garðar Jóhannesson var maður
ósérhlífinn, skyldurækinn og ná-
kvæmur í öllu sínu starfi. Vinnu-
dagur hans var oft langur og hann
vann fyrirtækinu allt er hann ork-
aði.
Það var venja hans að taka dag-
inn snemma og þá lagði hann leið
sína niður á eyrina og kom við á hin-
um mörgu vinnustöðum og ræddi
við þá sem þar voru í forsvari. Síðan
hélt hann til starfa á skrifstofunni.
Sá sem þessar línur ritar átti því
láni að fagna á námsárum sínum að
vera einkaritari Garðars sumarið
1946. Bjart er yfir minningu þessa
sumars, ég kynntist honum vel og á
honum mikið að þakka, enda lærði
ég margt af honum, sem nýttist vel
á starfsævinni.
Garðar var mikið snyrtimenni og
bar mikla persónu, var ákaflega
kurteis og ljúfur í viðmóti og hafði
sterka skapgerð, sem hann fór vel
með, enda sýndi hann jafnan lipurð
í viðskiptum og hjálpsemi. í fari
hans mátti þekkja hinn kunna
breska „Gentleman", sem ætíð stóð
við orð sín og mörgum þóttu betri
en skrifuð. Alla tíð bar hann mikinn
vinarhug til Englendinga og bresk-
ar hefðir og venjur hafði hann í há-
vegum.
Það var einkenni Garðars að
vinna störf sín vandlega og sam-
viskusamlega. Dæmi um reglusemi
hans er að hann ritaði dagbækur
um daglegt veðurfar, skipakomur,
daglegan rekstur og ýmsa merka
atburði, sem gerðust í kauptúninu.
Munu þessar dagbækur nýtast vel
fyrir þá sem eiga eftir að skrifa
sögu Patreksfjarðar. Þær eru nú í
vörslu Landsbókasafns.
Garðar var umboðsmaður fyrir
sameinuðu bresku togaratrygging-
arfélögin. Af því leiddi að komur
breskra togara voru löngum tíðar
inn til Patreksfjarðar vegna bilana,
veikinda eða slysa skipverja eða þá
til að sækja vistir.
Garðari og fyrrverandi þing-
manni Barðstrendinga, Gísla Jóns-
syni, var vel til vina. Að Garðari
látnum skrifaði hann: „Hann hafði
alist upp með fólkinu, sem þarna
bjó, og séð þorpið vaxa og blómgv-
ast, sem mest var að þakka fram-
sækni þess fyrirtækis, er hann
veitti forstöðu. Kom þá skýrt í ljós
hve mjög hann unni þessum stað og
hve vel hann vildi því fólki, sem þar
bjó og lét sér annt um afkomu þess.
Það var hrein unun að hlusta á hann
tala um allt sem hann ætlaði sér að
vinna fyrir staðinn og fólkið. Hann
gladdist yfir hverjum sigri, sem
unninn var, gladdist yfir hverri
nýrri hugsun, sem honum hlotnað-
ist að gera að veruleika og sem bætt
gat hag fólksins og héraðsins.“
Garðar var mikill hamingjumað-
ur í einkalífi sínu, enda átti hann
einstakan lífsförunaut þar sem var
eiginkona hans Laura Hildur
Proppé. Hún ólst upp í Reykjavík
og var útskrifuð úr Kvennaskólan-
um og síðar stundaði hún nám f .
hússtjórnarskóla í Danmörku. Sam-
an áttu þau glæsilegt myndarheim-
ili á Patreksfirði. Laura var fríð
kona, afskaplega indæl og glað-
sinna. Hún var hlý í viðmóti og
barst lítið á. Hún var mikil húsmóð-
ir, sem stýrði stóru heimili af skör-
ungsskap og ekki veitti af því gesta-
komur voru tíðar. Allt hennar líf var
helgað heimilinu og eiginmanninum
enda var hún skjólið í lífi Garðars,
stoð hans og stytta og bar með hon-
um hitann og þungann af öllum
hans framkvæmdum. Hún tók virk-
an þátt í starfi kvenfélagsins á Pat-
reksfirði.
Ekki verður skilið svo við minn-
inguna um Garðar Jóhannesson aþ
ekki sé staðnæmst við Sögu Pafi-
reksfjarðar, sem enn er óskráð. Á
fyrri hluta síðustu aldar var ekki
einungis rekin myndarleg útgerð á
Vatneyri, heldur einnig á Geirseyri
við Patreksfjörð undir stjóm hins
kunna athafnamanns Péturs A. Ól-
afssonar. Sennilega hafa fá eða eng-
in kauptún á íslandi getað státað af
jafn þróttmiklum og framsæknum
atvinnurekstri og stundaður var á
Patreksfirði á þessum tíma.
Til er mjög góð ritgerð, frásögn,
sem heitir „Upphaf þorps á Pat-
reksfirði". Höfundur er hinn kunni
sagnfræðingur Guðjón Friðriksson,
en þetta er prófritgerð hans til BA-
prófs. Birtist hún í ársriti Sögufé-
lags Isfirðinga á sínum tíma. Rit-
gerð þessi, sem er greinargóð og
mjög vel samin, er vissulega vísir að
Sögu Patreksfjarðar. Nú eru það
tilmæli mín sem gamals Patreks-
firðings að menningarmálanefnd
Vesturbyggðar, ef hún er þá til, fái
fyrrnefndan sagnfræðing til að skrá
söguna. Ég vil einnig geta þess, að
annað málefni, sem snertir bæjarfé-
lagið, er mjög brýnt en það er að
koma upp byggðasafni á Patreks-
firði, því að ennþá eru til munir,
skjöl, myndir o.fl. úr sögu staðarinsit.
sem þar ættu heima. Afkomendur
Garðars eiga t.d. Ijósmyndir og
kvikmyndir frá fyrri tíð ásamt
ýmsu fleiru.
Byggðasafnið á Hnjóti í Örlygs-
höfn er allra góðra gjalda vert, en
munir, myndii- og skjöl úr sögu
Geirseyrar og Vatneyrar eiga þar
ekki heima.
Þórhallur Arason.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmæhs- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og i tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A^4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- :
ar um fólk sem er 70 óra og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
GARÐAR
JÓHANNESSON