Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 33 LISTIR Matreiðslan berstrípuð BÆKUR Matreiðsla KOKKUR ÁN KLÆÐA eftir Jamie Oliver. PP Forlag. Þýðing: Lóa Aldísardóttir. Prentuð í Danmörku 250 síður. BRESKI kokkurinn Jamie Oliver er enn einn sjónvarpskokkurinn, sem öðlast hefur frægð og frama í Bretlandi með þáttum sínum er sýndir voru á BBC síðastliðinn vet- ur. Matreiðsluþættir í sjónvarpi hafa löngum verið vinsælt efni og í Bretlandi er löng hefð fyrir slíkum þáttum. Delia Smith kenndi Bretum að sjóða egg og þættir Keith Floyds þóttu afskaplega óhefðbundnir og djarfir á sínum tíma, ekki síst fyrir að skorta stífni og formfestu. „Feitu konurnar“ Clarissa Dickson Wright og Jennifer Paterson höfðu mikil áhrif á matarvenjur Breta og það sama má segja um Gary Rhodes. Skærasta stjarna síðasta árs á vettvangi sjónvarpskokka er hins vegar Oliver sem slegið hefur ræki- lega í gegn með þáttum sínum Kokkur án klæða (The Naked Chef), sem vísar til þess að elda- mennskan sé berstrípuð en ekki kokkurinn sjálfur. Oliver hefur ver- ið lýst sem Deliu Smith dot.com- kynslóðarinnar. Hann er ungur og myndarlegur, síbrosandi og frjáls- legur í fasi. Það sama má raunar segja um matargerðina, hún er frjálsleg og óbundin af þeim höml- um sem binda þá á klafa er ætla að fylgja forski'iftum ákveðinna hefða og stíla í eldamennsku. Raunar þarf maður ekki að fletta bókinni Kokkur án klæða lengi til að sjá að Oliver er undir miklum áhrif- um frá þeim Ruth Rogers og Rose Gray á River Café en hann starfaði undir þeirra handleiðslu um nokk- urt skeið. Þar er hins vegar ekki leiðum að líkjast og Oliver tekst að setja sitt persónulega mark á rétt- ina og er oftar en ekki djarfari en þær stöllur í samsetningum. Mið- jarðarhafsstemmningin er ríkjandi út í gegnum bókina (þótt einnig megi fmna austurlensk áhrif á stangli) og yfirbragð réttanna oftar en ekki nokkuð ítalskt þótt séu ekki sóttir beint í ítalska eldhúsið. Stíll bókarinnar er óformlegur og texti allur í eins konar spjallstíl. Oli- ver talar til lesandans á óformlegan máta fremur en að nota stíl ritmáls- ins og það er annaðhvort hægt að láta það fara í taugarnar á sér eða hafa gaman af því. „Mig dauðlangar að fá ykkur til að búa til þetta pasta - það er mjög fljótgert og einfalt og þið verðið ör- ugglega mjög hreykin af því ...Pastagerð er engin duttlungafull martröð - þetta er ekkert stórmál, þið hendið bara saman eggjum og hveiti. Þið þurfið ekki salt og olíu, það er einhver verksmiðjumisskiln- ingur,“ eru þannig dæmigerðar setningar eða þá: „Þessi réttur minnir mig alltaf á barnfóstruna mína sem eldaði þetta oft þegar ég var lítil. Hún sauð kjötið gjörsam- lega til helvitis í hraðsuðupotti!" Bókin mun vart færa honum nein fagurbókmenntaverðlaun enda vart ætlunin. Henni er mun fremur ætl- að að hvetja nýja kynslóð til að bretta upp ermarnar og láta til sín taka í eldhúsinu. Oliver leggur sig fram við að útskýra að menn þurfí ekki að óttast það að elda, þetta sé ekki eins flókið og flestir halda og að ekki þurfi fullkomið veitingahúsa- eldhús til að töfra fram girnilega rétti. Raunar er það yfirlýst mark- mið hans að hægt sé að elda rétti hans við einfaldar og allt að því frumstæðar aðstæður í þeim þröngu eldhúskytrum sem bresk ungmenni þurfa gjarnan að láta duga þegar þau hefja búskap. Hráefni í réttina miðast við það sem fáanlegt er í venjulegum (breskum) stórmörkuð- um en yfirleitt ættu íslenskir les- endur ekki að lenda í stórkostlegum vandræðum. Nær allt hráefni ætti að vera fáanlegt hér, með einstaká undantekningum þó. Leitin að perluhænsnum, leirslabba og rönd- ungi gæti orðið ansi löng og snúin. Bókin er stílhrein og myndir girnilegar og þegar maður flettir henni er margt sem mann fýsir að reyna. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir hins vegar mestu máli, þegar matreiðslubækur eru annars vegar, að þær leiði lesendur í gegnum upp- skriftirnar þannig að þær virðist leikur einn og að útkoman verði ekki til þess að eyðileggja heilt mat- arboð. Þær uppskriftir sem ég hef reynt hafa verið vel uppsettar og það skýrar að nánast hefur verið barnaleikur að fylgja þeim. Og þeg- ar hlutirnir fara að verða ögn flókn- ir koma yfirleitt einhver hughreyst- andi orð frá Oliver þar sem lesendur eru hvattir til að gefast ekki upp. Hann er lunkinn kokkur og lykillinn að velgengni hans er ekki einungis að honum tekst að höfða til yngri hópa en flestir aðrir sjónvarpskokk- ar heldur ekki síður að uppskriftirn- ar eru nær undantekningalítið „bara skrambi góðar“ svo notað sé orðalag í stfl við bókina. Steingrímur Sigurgeirsson Nýjar bækur • UT er komin bók um myndlistar- konuna Rósku. Tilefni útgáfunnar er sýning í Nýlistasafninu sem var opnuð nýverið sem lýsir lífi og list Rósku. Bókin er hönnuð af Höskuldi Harra Gylfasyni, ríkulega mynd- skreytt og víða komið við. Merkar greinar eru í henni eftir Guðberg Bergsson, Ólaf Gíslason, Birnu Þörðardóttur og Halldór Björn Runólfsson. Þá eru í henni umræð- ur um pólitíska list og möguleika hennar auk viðtala við Hrein Frið- finnsson og Einar Má Guðmunds- son. Ritstjóri bókarinnar er Hjálm- ar Sveinsson. Róska er 195 blaðsíður. Utgefandi er Nýlistasafnið en Mál og menning dreifír bókinni. Verð: 5.990 krónur. • Út er komin bókin Sérstakur dagur eftir Kristínu Ómarsdóttur og Nönnu Bisp-Biichert. í bókinni leggja skáldkonan SIGMAR Vilhelmsson opnar sýn- ingu á olíumálverkum í sýningarsal Gallerís Reykjavíkur, Skóla- vörðustíg 16, á morgun, laugardag, kl. 15. Inntak sýningarinnar skírskotar til umbrota sálarinnar og tilvistar einstaklingsins í samskiptum við sjálfan sig og umhverfi sitt, segir í kynningu. Menntun sína fékk Sigmar í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1979-1981, ásamt námskeiðum á vegum Baðstofunnar í Keflavík 1974-1980 o.fl. Kristín Nanna Ómarsdóttir Bisp Biichert Kristín Ómarsdóttir og danski ljós- myndarinn Nanna Bisp-Buchert saman krafta sína. Ýmist hefur Nanna tekið myndir til að hæfa ljóðum Kristínar eða Kristín valið myndir úr safni Nönnu sem henni þótti hæfa ljóðum sínum. Ljóð og myndlist mynda eina samslungna heild og listformin varpa ljósi hvort á annað í hrífandi listaverkabók. Mál oh menning gefur út. Sér- stakur dagur er 82 blaðsíður. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda h.f. Leiðbeinandi verð: 4.480 krón- ur. Sigmar hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hann hefur einnig fengist við myndskreytingar. Einn- ig gerði hann bókarkápu á bók Bjarna Guðmarssonar miðils. Ýms- ir opinberir aðilar eiga verk eftir Sigmar, má þar nefna Reykjanes- bæ, Hitaveitu Suðurnesja, Isl. aðal- verktaka, Sparisjóður Keflavíkur, Grindavíkurbær, Verkalýðs- og sjó- mannafélag Suðurnesja o.fl. Opið virka daga kl. 13-18, laugar- daga kl. 11-16 og sunnudaga kl. 14- 16. Sýningunni lýkur 12. nóvember. Sigmar Vilhelmsson sýn- ir í Galleríi Reykjavflí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.