Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
>
23. landsmót Ungmennafélags Islands verður haldið á Egilsstöðum 12.-15, júlí 2001
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Ingimundur Ingimundarson, framkvæmdastjúri landsmóts 2001.
Morgunblaðið/Steinunn Asmundsdóttir
fþróttavöllurinn með tartanbrautum í fögru umhverfi.
U ndirbiiningur
í fullum gangi
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Fullfrágengið íþróttahús og sundlaug á Egilsstöðum.
Egilsstöðum - Helgina 12.-15. júlí á
næsta ári verður 23. landsmót Ung-
mennafélags íslands (UMFÍ) haldið
á Egiisstöðum. Búist er við að um tólf
til fimmtán þúsund manns sæki
landsmótið og að þar af verði kepp-
endur um tvö þúsund talsins. Þeir
koma frá öllum aðildarfélögum UM-
FÍ.
Undirbúningur íyrir landsmót
2001 hefur nú staðið í rúm fjögur ár
og gengur samkvæmt áætlun. Um
þessar mundir brennur mest á fjár-
málum og kynningarmálum en að
Morgunblaðið/Ólafur B.
Spænsku hásetarnir máttu varla vera að því að stilla sér upp til mynda-
töku vegna anna við löndunina á Skagaströnd.
Spænskur togari
landar á Skagaströnd
SPÆNSKIR togarar eru ekki al-
gengir í höfninni á Skagaströnd.
Einn slíkur landaði þó hér í vikunni
200 tonnum af rækju, sem Rækju-
vinnslan kaupir.
Togarinn, sem er 64 metra langur,
heitir Puente Pereiras Cuatro og er
gerður út frá Vigo á Atlantshafs-
strönd Spánar. Rækjuna, sem land-
að var á Skagaströnd, fékk togarinn í
Barentshafinu en er nú, að sögn
skipstjórans, á leið til veiða á
Flæmska hattinum. Þar á skipið 21
dags veiðirétt á rækju. Var skip-
stjórinn svartsýnn á aflabrögð þar
en þegar þeim veiðum lýkur mun
skipið halda til smokkfiskveiða við
Falklandseyjar með viðkomu í
heimahöfn. Var hann mun vonbetri
um góð aflabrögð þar en á Flæmska
hattinum.
Sex mánaða útivist
26 manna áhöfn er um borð og
þætti mörgum íslenskum togarasjó-
manni útivistin nokkuð löng því túr-
inn stendur í 6 mánuði. Þá fær áhöfn-
in hvfld í einn mánuð áður en haldið
er til veiða á ný. Ekki vildi skipstjór-
inn upplýsa um kaup og kjör um borð
í Puente Pereiras Cuatro en krossaði
sig og leit til himins þegar honum var
sagt frá launum togarasjómanna á
íslenskum frystitogara í fremstu röð.
störfum eru íþróttanefnd sem fer
með yfirstjóm keppninnar, tjaldbúð-
anefnd, umferðar- og gæslunefnd, út-
gáfunefnd, fjárreiðunefnd, skrifstofu-
nefnd og samkomunefnd auk alls
konar undimefnda. Yfirmaður hverr-
ar aðalnefndar situr í landsmótsnefnd
en hana skipa framkvæmdastjóri
landsmóts og fulltrúar frá UMFÍ,
Ungmenna- og íþróttasambandi
Austurlands (UIA) og sveitarstjórn
Austur-Héraðs auk annarra.
Talið er að kostnaður við mótshald-
ið sjálft nemi ríflega 30 milljónum.
Helstu styrktaraðilar mótsins eru
Ingvar Helgason hf., Gagnvirk miðl-
un, Tölvuþjónusta Austurlands,
Kaupþing, Búnaðarbankinn og
Kaupfélag Héraðsbúa. Aðildarfélög
UMFÍ greiða tæpar 5.000 kr. með
hverjum einstaklingi sem þau senda
til keppni á mótinu.
Miklar endurbætur hafa verið
gerðar á íþróttamannvirkjum á Eg-
ilsstöðum, m.a. vegna landsmótsins.
Nýverið var lokið við íþróttahúsið en
sú framkvæmd jafngildir um helm-
ingsstækkun og var jafnframt lagt
nýtt gólfefni á íþróttasal. íþróttavöll-
inn er alveg búið að endurnýja og
m.a. leggja svokallað tartanefni á sex
hlaupabrautir, þar af eru fjórar
þeirra upphitaðar. Einnig voru áhorf-
endapallar endurbyggðir.
Vilja glíma við fleiri
verkefni á landsvísu
Verið er að byggja hús við völlinn
sem mun hýsa stjómstöð, tímatöku-
búnað og búningsaðstöðu fyrir kepp-
endur. Að auki er á Egilsstöðum
glæsileg 25 metra útisundlaug,
keppnisaðstaða fyrir hestaíþróttir og
skotfimi og siglingaaðstaða. Mjög
góður 9 holu golfvöllur er í Fellabæ
handan Lagarins. Aðstaða til íþrótta-
iðkunar á svæðinu er því orðin sam-
bærileg við það sem best gerist í land-
inu og hefur UÍ A fullan hug á að fá á
svæðið fleiri stórverkefni á landsvísu
sem og alþjóðleg mót og er nú þegar
verið að leggja drög að stórmóti í
Happdrætti um Græna
kortið í Bandaríkjunum
Lærðu, starfaðu og njóttu lífsins í Bandaríkjunum
50.000 Græn kort í boði. Möguleiki á ríkisborgararétti.
Frestur fyrir DV-2002 verður tilkynntur seinna... Ekki missa af því!
ÓKEYPIS OPINBERAR upplýsingar - sendiö nafn, heiti fræöingarlands og fullt heimilsfang til:
National Visa Registry Eða sækið um á:
PMB 725, 16161 Ventura Blvd., www.nationalvisaregistry.com
Encino, CA 91436 Netfang: info@nationalvisaregistry.com
USA
Sími. 001 818 784 4618
Kókdósin tekur sig vel út á golfvellinum í Borgarnesi.
Morgunblaðið/Theodór
Stærsta kókdósin
Borgamesi - Þeir sem aka fram hjá
golfvellinum á Hamri ofan við
Borgames hafa eflaust tekið eftir
stærðarinnar kókdós sem þar er
risin á miðjum golfveliinum. Um er
að ræða gamlan súrheystum í nýju
hlutverki.
Golfklúbbur Borgarness samdi
um auglýsinguna við Vífilfell til 5
ára og klæddu iðnaðarmcnn því
turninn í nýjan búning sem hæfðu
hinu nýja hlutverki.
Nýverið var kveikt á flúðlýsingu
við dósina svo að nú sést hún frá
þjúðveginum allan súlarhringinn.
I
frjálsum íþróttum. Stangarstökk
kvenna verður í fyrsta skipti keppnis-
grein á næsta landsmóti og verið er
að undirbúa að alþjóðleg keppni fari
fram jafnhliða.
Keppnisstaðir verða auk Egils-
staða, Iðavalla, Hallormsstaðar,
Mýness og Þrándarstaða á Austur-
Héraði, Fellabær, Brúarás á Norður-
Héraði, Neskaupstaður, Reyðar-
fjörður, Seyðisfjörður og Fáskrúðs-
fjörður.
Landsmót eru stærstu íþróttamót
sem haldin eru hérlendis og fara þau
fram þriðja hvert ár. Framkvæmda-
stjóri Landsmóts 2001 er Ingimund-
ur Ingimundarson en hann var for-
maður landsmótsnefndar í Borgar-
nesi 1997 og er því öllum hnútum
kunnugur. Að sögn Ingimundar er
áherslan lögð á að Austfii'ðingar
standi einhuga að undirbúningnum
svo mótið megi verða sem glæsilegast
og best heppnað. Heimasíða lands-
móts 2001 er í vinnslu og er slóðin
landsfriot2001.is.