Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
SÓKRATES ll/Menntaáætlun Evrópusambandsins hefur haft nokkur áhrif á íslenskt skólafólk. Núna er hafíð
nýtt tímabil menntastefnu ESB sem stendur til 2006 og Islendingar eru með. Gunnar Hersveinn kynnti sér yfír-
lit eldri áætlunar (95-99) og þeirrar nýrrí (00-06) og Anna Ingólfsdóttir skoðaði eitt verkefni í Hólabrekkuskóla.
Áhrifamikil
_ þátttaka
Islendinga
• Comenius tengir skóla í Evrópu saman
og þá sem koma að skólamenntun.
• 300 grunn- og framhaldsskólakennarar
fengu styrki á námskeið utan Islands.
Morgunblaðið/Asdís
Comenius-kennarar frá Italíu og Frakklandi heimsóttu nýlega kennara og nemendur í Hólabrekkuskóla.
ANNAR hluti Sókratesar
- menntaáætlunar Evr-
ópusambandsins - hófst
(formlega) á íslandi í
síðasta mánuði með opnunarráð-
stefnu í hátíðarsal Háskóla ís-
lands, að viðstöddum Birni
Bjarnasyni menntamálaráðherra
og Joao de Santana, yfírmanni
skólamáladeildar hjá fram-
kvæmdastjórninni í Brussel. A
opnunarhátíðinni sagði mennta-
málaráðherra frá þátttöku ís-
lendinga í fyrri áætluninni sem
stóð frá árinu 1995:
Um það bil 50 íslenskir skólar
á öllum skólastigum hafa tekið
þátt í samstarfsverkefnum með
evrópskum skólum. Ríflega 800
íslenskir stúdentar hafa verið
með í Erasmus-stúdentaskipta-
áætlun Sókratesar og tekið hluta
af námi sínu erlendis og fengið
það að metið í heimaháskólum
sínum.
Sífellt bætist við fjölda er-
lendra stúdenta sem nema við ís-
lenska háskóla og á sl. ári voru
t.d. um 180 skiptistúdentar við
nám við Háskóla Islands.
Fleiri en 300 grunn- og fram-
haldsskólakennarar hafa hlotið
styrki til að sækja endurmenn-
tunarnámskeið til Evrópu. Þá
hafa komið hingað um 50 erlendir
verðandi tungumálakennarar til
að aðstoða við kennslu í grunn-
og framhaldsskólum í 3-8 mánuði.
í sömu erindagjörðum hafa um
20 íslenskir verðandi tungumála-
kennarar fengið styrki til að að-
stoða við kennslu í flestum
Evrópusambandslöndunum.
Tæplega 400 nemendur 14 ára
og eldri hafa tekið þátt í nem-
endaskiptaverkefnum þar sem
bekkjardeildir tveggja skóla frá
tveimur Evrópulöndum vinna
sameiginlega að verkefni og
skiptast síðan á tveggja vikna
gagnkvæmum heimsóknum í
kjölfarið.
Otalin eru stærri samstarfs-
verkefni sem íslendingar hafa
tekið þátt í, t.d. um námsgagna-
gerð og námskeið i flestum þátt-
um Sókratesar, þ.e. Lingua, full-
orðinsfræðslu, opnu námi og
fjarnámi, Erasmusi og Comen-
íusi.
I greinargerð Ragnhildar
Zoéga hjá Alþjóðaskrifstofu há-
skólastigsins um opnunarhátíðina
lýsti fulltrúi framkvæmdastjórn-
arinnar í Brussel, Joao de Sant-
ana, ánægju sinni með virka þátt-
töku Islendinga í fyrri hluta
Sókratesar og sagðist vænta
áframhaldandi góðrar þátttöku í
öðrum hluta Sókrates-áætlunar-
innar.
Evrópusamstarf hefði sannað
mikilvægi sitt á öllum sviðum
menntunar. Mikilvægt væri að
deila reynslu og læra hvert af
öðru.
Markmið
SÓKRATESAR
► Að styrkja Evrópuvitund í
menntun á öllum skóla-
stigum
► Að efla kunnáttu í
evrópskum tungumálum
► Að koma á samvinnu og
auka hreyfanleika fólks á
öllum stigum menntunar
► Að hvetja til nýbreytni í
menntamálum
► Að stuðla að jöfnum tæki-
færum til menntunar
Morgunblaðið/Jim Smart
Handhafar Evrópumerkis: Ingegerd Narby, Brynhildur og Gry Ek með
menntamálaráðherra. Þorvaldur Pálmason var fjarstaddur.
Evrdpumerkið
2000 veitt
Mataræði og hollusta
ungmenna
Morgunblaðið/Ásdís
Nemendur í Hólabrekkuskóla fengu að vita að ítalskir jafnaldrar
þeirra fara gjarnan með súkkulaðistykki í skólanesti.
EVRÓPUMERKIÐ fyrir árið 2000
var veitt verkefninu Tungumálanám
á Neti eða http://norr.ismennt.is í
umsjá Brynhildar
Önnu Ragnars-
dóttur, Gry Ek
Gunnarsson, Inge-
gerd Narby og
Þorvaldar Pálma-
sonar. Verkefnið
var unnið á vegum Fræðslumið-
stöðvar Reykjavíkur og er sniðið fyr-
ir nemendur í sænsku í 9. bekk og
nemendur í norsku í 10. bekk grunn-
skóla. Markmið þess er að skapa
námsumhverfi á Netinu fyrir þessa
nemendur óháð búsetu.
Evrópumerkið (European Label)
er árlega veitt af menntamála-
ráðuneytinu einu nýbreytniverkefni í
tungumálanámi og -kennslu, en
ráðuneytið tekur þátt í samstarfí á
vegum framkvæmdastjómar EBS
um merkið. Alþjóðaskrifstofu há-
skólastigsins er falin framkvæmd
Evrópumerkisins. í dómnefnd eiga
sæti fulltrúar frá Samtökum tungu-
málakennara á Islandi, Kennarahá-
skóla íslands, Háskóla íslands, full-
trúi ráðuneytis og erlendur fulltrúi.
Núna bárust fjórar umsóknir um
merkið og hlaut Tungumálanám á
Neti það og fá aðstandendur þess
leyfi til að nota merkið og einnig við-
urkenningarskjal undirritað af Bimi
Bjai-nasyni menntamálaráðherra og
Viviane Reding framkvæmdastjóra
Evrópusambandsins. Ráðuneytið
veitti einnig sérstök verðlaun.
Brynhildur A. Ragnarsdóttir sagði
eftir að menntamálaráðherra hafði
afhent viðurkenninguna að verkefnið
væri skóli á Netinu sem nemendur
gætu stundað á skólatíma, t.d. meðan
aðrir nemendur væru í dönsku.
Nemendur geta m.ö.o. sinnt náminu í
nettengdri tölvu í heimaskóla sínum.
Allt námsefnið er á Netinu, verk-
efnaskil em þar einnig og samskipta-
vettvangur nemenda og kennara.
Til að geta fengið Evrópumerkið
verða verkefni að standast eftirfar-
andi kröfur: Vera heildstæð, fela í
sér ávinning eða aukin gæði tungu-
málakennslu, hvetja þátttakendur í
málanáminu, auka vitund um
Evrópu og kunnáttu og skilning á
tungumáli og menningu viðkomandi
málsvæðis, og fela í sér nýjungar
sem yfirfæra má á aðrar aðstæður,
t.d. þegar um er að ræða nám í öðr-
um tungumálum eða aldurshópum.
HÓLABREKKUSKÓLI er þátt-
takandi í einu af Comenius verkefn-
unum í menntaáætlun Evrópusam-
bandsins. Verkefnið byggist á
samvinnu þriggja skóla hverjum í
sínu landinu á evrópska efnahags-
svæðinu og snýst um mataræði
ungmenna og hollustu. Þrír kenn-
arar frá hverjum skóla hittast á
fundi til að skipuleggja verkefnið
og heimsækja síðan nemendur en
hver skóli er heimsóttur einu sinni.
Samstarfsskólarnir eru í Moncal-
ieri á Italíu og í Sierentz í Frakk-
landi og var fundað í báðum þeim
skólum á síðasta vetri en þriðji
fundurinn var haldinn nú í Hóla-
brekkuskóla og sá fjórði og síðasti
verður á Italíu á næsta ári.
Sætmeti, brauð og kartöflur
Nemendur og kennarar í 10.
bekk í Hólabrekkuskóla tóku á
móti sex kennurum frá Frakklandi
og Ítalíu og spurðu þau spjörunum
úr varðandi mataræði og ýmsa hagi
unglinga í báðum þessum löndum.
Þessir erlendu gestir komu til
landsins deginum áður, og voru
búnir að gæða sér á íslenskum
þorramat, sviðum, slátri, hákarli og
öðru því sem tilheyrir hefðbundir.ni
íslenskri matargerð. Kennararnir
komu gagngert til þess að heim-
sækja nemendur og samstarfs-
kennara sína í Hólabrekkuskóla og
bera saman bækur sínar. f verkefn-
inu er skoðað mataræði og neyslu-
venjur í öllum þessum löndum,
hvað er þjóðlegt og hefðbundið í
matargerð og ýmsar geymsluað-
ferðir á matvælum í gegnum ár og
aldir, allt fram á þennan dag. Nem-
endur og kennarar í skólunum
þremur hafa m.a. skipst á upp-
skriftum og gerðu t.d. könnun á
mataræði ungmenna í löndunum. í
niðurstöðum könnunarinnar kemur
m.a. fram að ítölsk ungmenni borða
mikið af sætum kökum og hafa
gjaman með sér súkkulaðistykki í
nesti í skólann. Franskir unglingar
sýndu yfirburði í brauðáti og ís-
lensk böm og unglingar borða mik-
ið af kartöflum. Italir, eins og ís-
lendingar, eiga sér sína sláturtíð á
haustin og vinna mat úr innyflum
sauðfjár og svína, t.d. þykja súrsað-
ar hásinar góður matur þar í landi.
„Há dú jú læk Æsland?“
íslensku nemendumir komu
með margar fyrirspurnir til
frönsku og ítölsku kennaranna.
Þau fýsti m.a. að fá að vita hvemig
námstilhögun jafnaldra þeirra í
þessum löndum væri háttað, hvort
nemendur þyrftu að borga fyrir sitt
nám á grunnskólastigi. Þeim var
líka ofarlega í huga að fá að heyra
hvemig gestunum þótti þjóðlegi ís-
lenski maturinn bragðast, sérstak-
lega hákarlinn. „How do you like
Iceland?" var svo ein spumingin
enda hefur sjálfsagt enginn erlend-
ur gestur sem heimsótý hefur fs-
land og spjallað við íslendinga
komist hjá að svara henni. Björgvin
Þórisson kennari er umsjónarmað-
ur verkefnisins í Hólabrekkuskóla.
Auk hans hafa komið að verkefninu
Hólmfríður Pétursdóttir heimilis-
fræðikennari og Sigurjón Fjeld-
sted skólastjóri. Björgvin sagði
verkefnið hafa verið skemmtilegt
og fræðandi. Það hefði vakið nem-
endur til umhugsunar á margan
hátt, m.a. um eigin neysluvenjur og
jafnaldra sinna í þessum löndum.
Þeir hefðu bæði sent frá sér og
fengið uppskriftir frá þessum lönd-
um, fengið að spreyta sig á að útbúa
þær í samráði við heimilisfræði-
kennara og bragða á réttunum sem
sumir þóttu framandi og misgóðir á
bragðið.