Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 29 ERLENT Ný skýrsla um kúariðumál í Bretlandi Afellisdómur yf- ir stjórnvöldum Lundúnum. Reuters, AFP. BREZK stjórnvöld tilkynntu í gær um nýja áætlun sem byði fólki sem orðið hefði fyrir barðinu á kúariðu- sýkingu úr brezku nautakjöti uppá skaðabætur og margvíslega aðstoð af hálfu opinberra aðila. Kom þessi tilkynning í kjölfar skýrslu sem birt var í gær, þar sem mikill áfell- isdómur er felldur yfir vinnu- brögðum þeirra, sem ábyrgð báru á viðbrögðum stjórnvalda við upp- lýsingum um að neyzla kúariðu- smitaðs kjöts geti valdið heila- hrörnunarsjúkdómnum Creutz- feldt-Jakob (CJD) í mönnum. Brezkir fjölmiðlar höfðu lengi beðið skýrslunnar með eftirvænt- ingu, en henni var hrint af stað fyrir tveimur og hálfu ári. í henni segir meðal annars, að seinagang- ur og klúður hafi verið ein- kennandi fyrir viðbrögðin við upp- götvun sjúkdómsins, bæði í nautgripum og mönnum. Pó voru embættismenn og ráð- herrar þáverandi ríkisstjórnar fríaðir undan ásökunum um að hafa beinlínis reynt að breiða yfir vandann; í skýrslunni eru þeir hins vegar gagnrýndir fyrir að bregð- ast sofandalega við vísbendingum um að smit væri að berast í menn. Þeir hefðu haldið áfram að segja almenningi að öllu væri óhætt þrátt fyrir staðfestar vísbendingar um að kúariðusmitað kjöt hefði valdið CJD-sýkingum í mönnum. Segir í skýrslunni að skipuð skuli ný nefnd, sem kanni hvort viðkomandi embættismenn hafi gerzt brotlegir við stjórnsýslulög. Nick Brown, landbúnaðarráð- herra Bretlands, tjáði brezka þing- inu er hann skýrði því frá niður- stöðum rannsóknarinnar í gær, að kúariða væri „þjóðarharmleikur“. Hann sagði 85 manns hafa sýkzt af Creutzfeldt-Jakob-veiki, þar af hefðu 80 látizt. Þó mætti reikna með því að öll kurl í þessu máli kæmu ekki til grafar fyrr en eftir nokkur ár til viðbótar. Það geta liðið mörg ár frá því maður fær í sig kúariðusmit þangað til fyrstu einkenni CJD-sjúkdómsins koma fram. Ihaldsmenn harma harmleikinn Tim Yeo, talsmaður brezka Ihaldsflokksins í landbúnaðarmál- um, harmaði kúariðumálið, en flokkur hans var við stjórnvölinn er það hófst. Það var hinn 20. marz 1996, sem í fyrsta sinn var tilkynnt opinberlega, að sennilegt væri að kúariðusýking hefði borizt í menn. Þegar kúariðufárið stóð sem hæst voru sýndar myndir í brezku sjónvarpi af þáverandi landbúnað- arráðherra úr röðum íhaldsflokks- ins, þar sem hann var að borða hamborgara og fóðraði dóttur sína á öðrum slíkum, í misskilinni til- raun til að telja brezka neytendur á að áhættulaust væri að neyta nautakjöts. Clinton skilar framlagi múslima New York. AP. HILLARY Clinton, sem keppir um sæti í öldungadeildinni fyrir New York í kosningunum 7. nóvember, ætlar að skila 4,3 milljóna króna framlagi frá einum samtökum Bandaríkjamanna af arabískum uppruna. Clinton segir, að hvorki hún né samstarfsmenn hennar hafi vitað, að á bak við fjáröflunina hafi staðið Bandaríska múslimabandalagið en það eru samtök með aðsetur í Kaliforníu. Hefur formaður þeirra varið rétt Palestínumanna til að beita vopnavaldi gegn Israelum og aðrir félagsmenn oft látið niðrandi ummæli falla um gyðinga. Þá hefur Clinton einnig ákveðið að skila 86.000 króna framlagi frá Banda- ríska múslimaráðinu. Talsmenn beggja múslimasamtakanna segjast furða sig á þessum viðbrögðum því að þau séu andvíg ofbeldi þótt ein- stakir félagsmenn hafi stundum verið með herskáar yfirlýsingar. Þetta mál er mjög viðkvæmt í New York þar sem gyðingar eru 12% kjósenda en skoðanakannanir sýna, að Clinton hefur helmingi meiri stuðning meðal þeirra en mótframbjóðandi hennar, Rick Lazio. í ríkinu öllu hefur hún aðeins meira fylgi en hann samkvæmt könnunum. Clinton hefur ýjað að því, að framlagið frá múslimasamtökunum hafi verið hugsað sem gildra og til að sverta hana rétt fyrir kosningar. Offi 8QDDD[JQQDd](3@]S daSÁ*< Rýmum fyrir (ólovörunum og seljum mikið af pottaplöntum með 50% afslætti ó meðan birgðir endast 12 Rósir verð áður kr. 1990 verð nú kr. 1495 v«rð áður kr. T990 verð nú kr. 995 Fraeðdumiðstöð Reyiqavíkur Sýning 29, októbei' 2000 kl. 14,00 Éftir ÞoPkél Sigurbjörnsson Við tékta éttir Böðvar Guðmundsson HijóHisvéitai stjórí: Þohkoll Slgurbjörnssori Leiksrjóri; Hlín Agnarsdóttir Ný íslensk ópera fyrir börn 9 ára og eldri með Bergþóri Pálssyni og fjölda ungra efnilegra söngvara Hlutvnrk: Stúlka Goðríður Þ. Oisladóttlr / oói ■> st Ármannsðóttir Ptluir; Ivar Hrlgason / jökutl Stcinþórsson Ohi irsið; Bnrgþót Pálsson SkuKgabai.ii .ir ok SknigguvaÍdAi KórTönmcnntaskóla Reykjavlkur Hljónisvelt Tónmenntaskóla Reykjaviltur ÍSI I \SK\ OI'IH W ; 'llll Mióatala Slt 4Í00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.