Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 51 GUNNAR VALDIMAR HANNESSON + Gunnar Valdi- mar Hannesson fæddist í Reykjavík 22. apríl 1933. Hann lést í Landspítalan- um 19. október síð- astliðinn. Hann var elsta barn hjónanna Hannesar Hafstein Agnarssonar, fisk- matsmanns, verk- stjóra og bifreiða- sijóra, frá Fremsta- gili í Langadal, f. 1.11. 1989, og Gróu Dag- mar Gunnarsdóttur úr Reylqavík, f. 22.2. 1912, d. 28.02.1985. Systkini Gunnars eru: Edda Hrönn, f. 4.5. 1937, maki Garðar Sölvason; Guðrún, f. 24.1. 1948, maki Hrafn Sigurðsson; og Agnar, f. 30.7. 1954, maki Anna Lísa Helgadóttir. Gunnar kvæntist 10. október 1954 Siguijónu Símonardóttur, verslunarmanni. Foreldrar henn- ar voru Símon Guðlaugur Gísla- son vélsmiður í Keflavík, f. 27.12. 1909, d. 12.4. 1967, og Elísabet Halldórsdóttir frá Súðavík, f. 14.10. 1910, d. 6.1. 1937. Gunnar og Sigurjóna bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Gróa Dagmar, banka- starfsmaður, f. 10.4. 1955, gift Þórhalli Ólafssyni, framkvæmda- stjóra, börn Jón Gunnar, f. 27.1. 1976, sambýliskona Hulda Gests- dóttir, sonur hennar Alex H. Har- aldsson; og Einar Karl, f. 19.4. 1980, sambýliskona Dagný Kol- beinsdóttir. 2) Ragnheiður, bók- ari, f. 29.6. 1956, gift Bergsveini Jóhannessyni, stýrimanni, börn Jóhannes, f. 24.12.1977, sambýlis- kona Lea Hrund Sig- urðardóttir; og Gunnar Valdimar, f. 6.6. 1979. 3) Ragnar, læknir, f. 25.9. 1961, kvæntur Sveindísi Danný Hermanns- dóttur, meinatækni, börn Gunnar, f. 24.6. 1989, Sjöfn, f. 12.3. 1993, og Ragnheið- ur, f. 18.1. 1995. 4) Guðrún Björk, hjúkrunarfræðing- ur, f. 24.1. 1967, gift Jóni Inga Magnús- syni, húsasmið, börn Jóna Björk, f. 3.5. 1991, og Magn- ús Viggó, f. 2.6.1992. Fósturbörn Gunnars af fyrra hjónabandi Sigurjónu eru: 1) El- ísabet Hai-pa, ineinatæknir, f. 13.1. 1949, gift Ástþóri Ragnars- syni, iðnhönnuði, börn Gauti Þór, f. 6.11. 1970, sambýliskona Ágústa Þorsteinsdóttir, sonur þeirra Þorsteinn Jón; og Sigríður Erna, f. 26.12.1972, sambýlismað- ur Ólafur Baldursson. 2) Sigríður, meinatæknir, f. 9.4.1952, gift Ein- ari Kr. Þórhallssyni, lækni, börn Hulda María, f. 11.1. 1973, Arna Dögg, f. 18.4. 1975, sambýlismað- ur Dagur Eggertsson; Birna, f. 17.1. 1981, Þórhallur, f. 16.12. 1982, og Vera,f. 1.12.1989. Gunnar var lærður setjari og starfaði sem slíkur um langt ára- bil, m.a. hjá Morgunblaðinu; var verslunarstjóri í SS-Austurveri um skeið; og siðustu ár sem full- trúi hjá Ríkislögreglustjóra. _ Utfor Gunnars verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku tengdapabbi. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja þig og þakka þér fyrir sam- fylgdina. Eg er svo lánsöm að eiga yndislega foreldra en þegar ég tengdist þér og Jónu varð ég enn ríkari, því betri tengdaforeldra en ykkur er ekki hægt að hugsa sér. Þið hafið alltaf stutt okkur með ráðum og dáð og tekið af fullum krafti þátt í lífi okkar. Mikið er ég þakklát fyrir allar heimsóknirnar ykkai- til Liibeck þeg- ar við bjuggum þar og minningarnar um öll ferðalögin okkar saman eru ómetanlegar perlur. Þú varst mér frá fyrstu stundu ein- staklega góður, alltaf óspar á að láta mann heyra ef þér líkaði eitthvað sem maður var að gera. Þú varst börnum okkar yndislegur afi, svo skemmtileg- ur og þolinmóður. „Þau trufla ekk- ert,“ sagðir þú oft þegar okkur for- eldrunum fannst þau vera of hávær. Það verður skrítið að heyra ekki aftur orðin þín „farið þið varlega elsk- umar“ sem þú sagðir iðulega við okk- ur öll, stóra hópinn þinn. Það var sama hvort við vorum að fara heim til okkar eða í langferðir, þessi orð fylgdu okkur ávallt úr hlaði. Mikið hefði ég viljað hafa þig leng- ur, það er svo sárt að þurfa að kveðja og það var svo ótalmargt sem við átt- um eftir að gera með ykkur Jónu. Þú veist að við munum öll umvefja hana ást okkar því mikil er sorg henn- ar og söknuður eftir að hafa gengið þér við hlið í 47 ár. Þetta gerðist allt svo snöggt að mér gafst ekki tími til að segja þér hversu innilega vænt mér þótti um þig, en ég trúi að þú hafir vitað það. Elsku Gunnar, ég kveð þig með söknuði og þakklæti fyrir allt. Þín Sveindís. Gunnari V. Hannessyni kynntist ég þegar ég tók við embætti ríkislög- reglustjóra í ái'sbyrjun 1998. Mér lík- aði þegar afar vel við Gunnar, hann hafði þannig viðmót. Eftir því sem ég kynntist honum betur fann ég að þar fór maður sem hafði bæði næmt skop- skyn og góða dómgreind. Það fer ekki alltaf saman og er ekki öllum gefið. Gunnar var á sínum tíma prentari á Morgunblaðinu. Ég man ágætlega eftir prenturum blaðsins við vinnu sína á risastórum prentvélum, að mér fannst, það var í Aðalstræti 6. Morg- unblaðið var þá eins konar miðdepill Reykjavíkur. Allir virtust eiga eitt- hvert erindi við blaðið og þar undi Gunnar sér. Hann var mannblendinn og leið vel í návist fólks. Einhveiju sinni spurði ég föður minn um Gunn- ar. Hann er drengur góður, sagði fað- ir minn, og betri einkunn var ekki hægt að gefa. Við Gunnar ræddum stöku sinnum um íslenska fjölmiðla og höfðum ýmislegt við þá að athuga, en þá fór ekki á milli mála hvað Morg- unblaðsstrengurinn var sterkur í Gunnari. Gunnar vann einkum við símsvör- un og afgreiðslu hjá ríkislögreglu- stjóranum. Hann hafði góða rödd, djúpa og dimma. Gott að heyra slíka rödd þegar haft er samband við ríkis- stofnun, rödd sem vekur traust. Við- skiptavinir embættisins týndust ekki heldur í skiptiborðinu eða gáfust upp á biðinni. Öllum og öllu kom Gunnar til skila með Ijúflegri ákveðni. Nú er þessi rödd þögnuð hér í Skúlagötu 21, en ég heyri hana í huganum, eins og nokkrar raddir aðrar sem gleymast seint eða aldrei. Haraldur Johannessen. Elsku afi okkar, við erum svo leið af því þú ert farinn frá okkur, þú sem varst svo góður, fyndinn og skemmti- legur. Það var svo gaman í sumarbústað- arferðunum með þér og ömmu. Við vitum um einn sem hefur verið glaður að sjá þig og dinglað rófunni en það er hann Brúnó. Vonandi líður þér vel. Við söknum þín svo mikið og mun- um aldrei gleyma þér, elsku afi okkar. Fel ég mig í faðminn þinn feginsamlega, Drottinn minn. Þá stund þú lætur mig lifa hér, láttu þinn engil gætáað mér. Haltu mér í trausti trú, tilþínfagnandiflýégnú. (Höf. ók.) Þín bamaböm, Gunnar, Jóna Björk, Magnús Viggó, Sjöfn og Ragnlieiður. SIGURLA UG AÐAL- STEINSDÓTTIR + Sigurlaug Aðal- steinsdóttir fæddist í Reykjavík 28. desember 1944. Hún iést á heimili sínu 21. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 26. októ- ber. Sorgin er tvíburasystir gleðinnar Þæreigasömumóður: kærleikann (D.G. Morad.) Kærleikur Sigurlaugar Aðal- steinsdóttur frænku minnar, sem lést að morgni fyrsta vetrardags, var mikill í garð okkar systkina, frækna og síðar litlu fjölskyldu minnar. Þessi sami kærleikur umvefur minningar mínai- í dag. Minningar frá löngu liðnum tím- um þar sem ég var í fangi föður míns að veifa til Sigurlaugar, ömmu og afa bless er þau vom á leið með Gull- fossi, em vel varðveittar. Aðrar þegar hún var mér svo góð þegar foreldrar mínir bjuggu lang- dvölum erlendis. Vel heppnuð skvísudress, sem Sigui-laug saumaði á mig, fylltu fata- skápinn og alltaf var hægt að leita til hennar og Eggerts. Jólaboðin vom einstök, þar sem lagið var alltaf tekið og dansað í kringum jólaborðið. Af- mælin vom fullkomnuð þegar Sigur- laug kom með kökuna og alltaf var hún glæsileg. Börnin fengu bangsa, drengir fengu fótbolta, stúlkur Barbieköku og unglingar fjársjóða- kistu. Enginn var of gamall fyrir þessa list. Við, fjölskyldan, sitjum hér eftir hálforðlaus, einhvern veginn svo viss um að Sigurlaug myndi ná sér. Ég bið Guð um að taka frænku mína í sínar hendur. Leiða hana til afa Aðalsteins. Ég og fjölskyldan mín biðjum góð- an guð að vemda og styrkja Eggert, Tomma, Eika, litla Éggert Georg, Ömmu Huldu og alla aðra sem áttu Sigurlaugu að. Kristín Hulda Sverrisdóttir. Ég sá hana á skólalóðinni við Langholtsskólann fyrsta skóladag- inn í gaggó haustið 1957. Ég var nýflutt í hverfið, öllum ókunn og horfði á krakkana heilsast glaðlega eftir sumarleyfið. Hún var lítil, nett, brúneygð, brosmild og falleg. Mér datt strax í hug hvað það hlyti að vera gaman að þekkja þessa stelpu. Smám saman kynntumst við og urð- um sessunautar næsta vetur og allt til loka menntaskólans. Kunnings- skapur varð að vináttu, sem aldrei rofnaði og aldrei bar skugga á. A heimili fjölskyldunnar á Dyngjuveginum var gott að koma, Hulda hæglát og róleg, ævinlega til staðar eins og mömmur voru á þeim tíma, Aðalsteinn hress og kátur, Guðný glöð á leiðinni út í lífið og litla systirin Maja þæg og góð. Amma Guðný var sjaldnast langt undan og Sissa frænka kom oft í heimsókn og hafði gaman af að fylgjast með þegai’ við pússuðum okkur upp fyrir böllin. Andrúmsloftið var notalegt, tónlist í hávegum höfð á heimilinu, píanóið óspart notað og heimilisfólkið og móðursystkinin ófeimin við að taka lagið. Stúdentsprófi lukum við vorið 1964. Eftir tveggja ára starfsnám í meinatækni á Rannsóknarstofu Landspítalans hélt Sigurlaug til nokkurra ára framhaldnáms í Edin- borg. Þar átti hún skemmtilegan tíma og eignaðist góða vini en fyrst og fremst öðlaðist hún mikla þekk- ingu í sinni grein. Eftir heimkomuna leið ekki á löngu uns Sigurlaug og Eggert hitt- ust og felldu hugi saman. Gengu þau í hjónaband vorið 1974. Um margt voru þau ólík en bættu hvort annað upp á skemmtilegan hátt. Drengirnir tveir, Tómas og Eiríkur fæddust 1974 og 1977, báðir miklir gleðigjaf- ar. Sigurlaug var ein- stök móðir og húsmóð- ir, listakokkur, sívinn- andi og framtakssöm og allt lék í höndum hennar. Hún var for- eldrum sínum yndisleg dóttir, eins var hún Elly frænku, föðursyst- ur sinni, sem besta dóttir. Litla sonarsjm- inum, Eggert Georg, sem nú býr í Glasgow, var hún frá- bær amma, enda sagði hann í vor: „Amma, you are the cutest granny". Sigurlaug var trygg og góð, gjafmild og gestrisin en það sem einkenndi hana fyrst og fremst var hennar létta og ljúfa lund. Fólk laðaðist ósjálfrátt að henni og áttu þau Eggert stóran vina- og kunningjahóp, sem þau ræktu vel. Ógleymanlegt er mér þeg- ar þau buðu öllum afkomendum móð- ur minnar til stórveislu á heimili sínu þegar hún hefði orðið 75 ára. Ég kveð mína kæru vinkonu með meiri söknuði en orð fá lýst. Saman áttum við unglingsárin, lærðum og skemmtum okkur í menntaskóla, gift- um okkur um svipað leyti, samglödd- umst yfir framförum barna okkar, veltum fyrir okkur tónlist, garðrækt, hannyrðum, bamauppeldi, heimilis- haldi, bakstri og matargerð, lífinu og tilverunni, urðum fullorðnar saman. Við ætluðum líka að verða gamlar saman en nú hefur sá sjúkdómur sem flestir óttast hrifið hana á brott. Eftir sitjum við hnípin. Guð styrki okkur öll á þessari sorgarstundu. Hildur. Kveðja frá bekkjarsystrum í MR I endurminningunni finnst mér ekki langt síðan við kvöddum Menntaskólann í Reykjavík 1964 með hvítar húfúr á kollum og tekin mynd af okkur í Hljómskálagarðin- um á sólríkum vordegi. Sigurlaug Aðalsteinsdóttir er sú 12. sem kveður af þessum glaðbeitta 211 manna hópi og sú fyrsta úr C bekknum. Við C bekkingar hörmum nú ótímabært fráfall Sigurlaugar, þessarar fallegu og fínlegu konu. Bekkjarprýði er horfin. Sigurlaug lét ekki fara mikið fyrii’ sér enda engin hávaðamanneskja og lét frek- ar verkin tala. Hún var einstaklega ljúf í umgengni og hafði góða nær- veru. Henni fylgdi birta og hlýja í vitund allra sem kynntust henni. Þegar fallega brosið hennar breidd- ist yfír andlitið og brúnu augun leiftruðu var eins og birti allt í kring. Sigurlaug var mjög félagslynd og átti auðvelt með að hrífa fólk með sér, svo sem í Selsferðum eða á skemmtikvöldum í íþöku. Hún var svo jákvæð og hafði mikla útgeislun, glaðværð hennar og skemmtileg kímnigáfa og léttleiki kallaði fram það besta í hverjum þeim sem hún kynntist. Fyrir nokkrum mánuðum hitti ég Sigurlaugu á gangi niðri í miðbæ Reykjavíkur. Hún brosti fallega sem fyrr og ræddi um sín veikindi af full- komnu æðruleysi. Hún tók með jafn- aðargeði því sem að höndum bar. Sigurlaug sýndi enn áhuga á hvað vinkonurnar voru að gera og fylgdist með hópnum. Reyndar hafði ég þekkt hana allt frá barnaskólaárum okkar. Hún hafði ekkert breyst, prúðmennska og trygglyndi í fyrii’- rúmi. Það er gott að eiga slíkar minningar um horfinn félaga. Aðstandendum vottum við bekkj- arsysturnar innilegustu samúð. Svanfríður Sigurlaug Óskarsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG S. GUÐMUNDSDÓTTIR, Sólbakka, Bíldudal, verður jarðsungin fra Bíldudalskirkju laugar- daginn 28. október kl. 14.00. Erla Sigurmundsdóttir, Guðmundur Einarsson, Steinunn Sigurmundsdóttir, Sigríður Þ. Sigurmundsdóttir, Bjarni Sigurmundsson, Þuríður Sigurmundsdóttir, Ástvaldur H. Jónsson, Jórunn Sigurmundsdóttir, Kristberg Finnbogason, Freyja Sigurmundsdóttir, Karl Þór Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNDÍS NIKULÁSDÓTTIR, Miðhúsum, Hvolhreppi, verður jarðsunginn frá Stórólfshvolskirkju á morgun, laugardaginn 28. október, kl. 14.00. Ragnhildur Lárusdóttir, Gísli Lárusson, Guðrún Þórarinsdóttir, Ragnheiður Fanney Lárusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts INGÓLFS BALDVINSSONAR frá Naustum. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Hlíðar. Sveinn Baldvinsson, Sveinbjörg Baldvinsdóttir, Þórdís Baldvinsdóttir, Þórlaug Baldvinsdóttir og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.