Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 47 ÁSTA KRISTINSDÓTTIR + Ásta Kristins- dóttir fæddist í Reykjavík 3. júlí 1940. Hún lést í London 12. október síðastliðinn. Foreldr- ar Ástu voru Kristinn Björnsson, yfirlækn- ir á Sjúkrahúsi Hvitabandsins, f. 17.2. 1902, d. 7.1. 1972 og kona hans Ásta Jónsdóttir, f. 23.8. 1898, d. 21.8. 1996. Systkini Ástu: 1) Björn, f. 3.1. 1932, rafmagnsverkfræð- ingur og prófessor, kvæntist Vernu O. Jónsdóttur og áttu þau sjö börn: Kristin, þríburana Ingu, Astu og Margréti, Helgu, Jón og Hildi. Þau skildu. Kona 2 Guðrún Hallgrímsdóttir, þeirra dóttir Guðrún G. 2) Jón, f. 7.5. 1936, arkitekt og prófessor við háskól- ann í Delft í Hollandi, kona hans er Frederika Luidina Reitsema. Þeirra börn: Ruloff Albert, Krist- inn Kort, og tvíburamir Ásta Elín og Frederika Mai. 3) Helga, f. 29.8. 1937, húsmóðir, d. 24.11. 1991, gift Denis Philcox, barnlaus. Ásta lauk stúdentsprófí 1959, dvaldist um skeið í Barcelona og nam innanhússarkitektúr í Kaup- mannahöfn 1960-1963. Að námi loknu hélt hún til Israels og vann á samyrkjubúi þar sem hún hitti verðandi eiginmann sinn, Ronald James Wathen, f. 16.11. 1934, d. 3.9. 1993. Ronald var sonur Hún Ásta var eins og sögupersóna úr ævintýrabókum, hún gat allt og gerði allt. Þegar ég kynntist henni hafði hún ferðast viða, lifað lífi fjar- lægra þjóða, deilt með þeim kjörum og numið siði þeirra og menningu. Hún var ævintýri, gáfuð og glæsileg, gædd óvenju fjölbreyttum listrænum hæfileikum sem ásamt einstöku verksviti gerðu henni kleift að hrinda óhefðbundum og frumlegum hug- myndum sínum í framkvæmd. Hún bjó ásamt eiginmanni sínum Ronald Wathen, skáldi, sekkjapípu- leikara og fjallgöngumanni og tveim- ur börnum þeirra í London. Aðeins um stundarsakir, rétt á meðan sonur- inn Séan lyki skólagöngu, dóttirin Sunna gekk í skóla í Dublin á Irlandi, kjörföðurlandi Ronalds. Síðan átti ævintýrið að hálda áfram, með bú- setu í fjallaþorpinu Deja á Mallorca, þar sem Ronald og Ásta höfðu reist sér litla höll, engum bústað líka, á ís- landi eða hvar sem þeim kæmi í hug að tjalda, gáfu enda lítið fyrir nútíma vestræn þægindi. Ronald gaf út ljóðabækur, hélt tónleika, gekk á fjöll og Ásta, eftir að hafa fengist við margskonar listsköpun, fann efnið sem hún vildi vinna með; ull og við- fangsefnin voru andlitsmyndir. Hún tileinkaði sér handbragð við tyrk- neska flókavinnu og varð snillingur í að fanga svipbrigði og túlka. í vinnu- stofu hennar í London var fróðlegt að fylgjast með því hvernig hún, með að- eins örfáum ullarlögðum, lagði gi-unninn að filtportreti sem lýsti andlitsfalli og hugarástandi fyrir- myndanna. Eftir þæfingu birtist síð- an myndin rétt eins og hún hefði að- eins sagt: Hókus pókus. Skyndileg og óvægin veikindi einkasonarins breyttu fyrirætlunum, fjölskyldan settist að í London. Didda eins og fjölskyldan kallaði Ástu, annaðist aldraða móður sína á íslandi af einstakri umhyggju og heimsótti hana hvenær sem færi gafst og ræktaði jafnframt tengslin við systkini sín og frændfólk allt. Vin- ir hennar og Ronalds úr öllum heims- álfum urðu jafnframt okkar vinir. Það var marglitur hópur, listamenn, stjórnmálamenn, landshomaflakkar- ar, en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa víðari sjóndeildarhring en við áttum að venjast. I sérhverri heim- sókn til London gengum við á vit æv- intýranna. Við kynntumst hverfum Tyrkja og Pakistana þar sem Didda og Ronní voru eins og heima hjá sér, skoðuðum framsæknar mynd- Llewellyn og Sylviu Mary Wathen. Börn Ástu og Ronalds: 1) Sunna f. 4.10. 1964 í Aþenu, listmálari í London, hennar son- ur Sól Rónald f. 23.8. 1999, faðir Marcus Conway. 2) Séan, f. í Deia, Majorku 1.11. 1967. Fjölskyldan bjó í Grikklandi, Tyrk- landi, í Nepal og víða í Afríku, þar á meðal í Nígeríu, þar sem Ronald var ensku- kennari 1964-1965 auk írlands, ís- lands, Majorku og Englands. Frá 1977- 1980 stundaði Ásta nám í stjórnmálafræði við Háskólann á Islandi, 1985 tók hún diplom í flókahandverki og 1988 kynnti hún sér flókavinnu í Tyrklandi. Ásta vann lengst af við margvís- lega listsköpun, m.a. málaði hún rekavið og á ýmiskonar vefnað. Frá árinu 1985 hafði hún vinnust- ofu í London og vann nánast ein- göngu með ull við mótun portret- mynda. Ásta tók þátt í fjöl- mörgum samsýriingum í London, á íslandi og á Majorku auk þess sem hún hélt stóra einkasýningu í Deia á Majorku um síðustu jól. Bálfiir Ástu fór fram við St. Catherin’s Church í London 21. október sl. Utför hennar verður frá Dómkirkjunni í Reykjavrk í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. listasýningar og sáum leiksýningar tilraunahópa. Jafnvel aflagður kirkjugarður í nágrenni heimilis þeirra, varð endalaus uppspretta bollalegginga, gríns og gamans. Didda var afbragðskokkur, hún hafði tileinkað sér það besta úr matar- menningu og siðum framandi þjóða, matseld var henni aðeins enn eitt form listrænnar túlkunar. Hún las mikið og var óþreytandi við að miðla okkur hinum, benda á athyglisverðar bækur, jafnt skáldrit sem frumlegar fræðibækur. Haustið 1993 voru þau heima á ís- landi, margvíslegir erfiðleikar að baki og svo sannarlega ástæða til bjartsýni. En þá greinist Ronald með illkynja æxli við heila, haldið er samstundis utan, tilraun gerð til að fjarlægja æxlið en Ronald kemst ekki aftur til meðvitundar og deyr nokkr- um dögum síðar. Eftir andlát Ron- alds myndaðist ólýsanlegt tómarúm í lífi mágkonu minnar. Hann hafði svo sannarlega fyllt jafnt út í tíma sem rúm. Ásta kastaði sér úti vinnu, inn- réttaði eftir sínu höfði, litla íbúð í húsi móður sinnar á Ránargötu, vann hörðum höndum við að brjóta niður veggi, leggja lagnir, pússa og leggja flísar. Allt sem áður hafði hlutverk var nýtt. Ibúðina prýddu eigin mynd- verk, verk listakonunnar Sunnu, dóttur hennar, og afar frumleg verk frá Reykjavík. Þegar íbúðin á Islandi var tilbúin hófst hún handa við að gera upp húsnæðið í London jafn- framt því sem frjósamt tímabil í list- sköpun hennar hófst. En þá kom reiðarslagið. Ásta greindist með brjóstakrabba árið 1996.1 hönd fóru erfiðir tímar, uppskurður og eftir- meðferð. Um leið og heilsan leyfði fór hún að vinna á vinnustofu sinni. Hún tók þátt í sýningum í London og á ís- landi og undirbjó sýningu á Mallorca um áramótin 1999/2000. Og gleðin var ólýsanleg þegar litli Sól Rónald fæddist, dóttursonurinn langþráði. Fjölskyldan sameinaðist i Deja um áramótin, en þá kom í Ijós að sjúk- dómurinn hafði tekið sig upp og nú voru engin grið gefin. Ásta fór á sjúkrahús í London í byrjun janúar, komst heim til sín um vorið og stýrði frá sjúkrabeði sínu heimilinu, lét sér annt um alla í fjölskyldunni og sá til þess ef einhver kom í heimsókn að viðkomandi sæi það áhugaverðasta í London. Systkinin véku nánast ekki frá móður sinni, Sunna heimsótti hana dag hvem á sjúkrahúsið með litla drenginn. Samveran við dóttur- soninn linaði þjáningamar og gerði þessa síðustu mánuði innihaldsríkari. Yfir þeim öllum vakti síðan Inga Svava frænka, eins og besta systir hugsaði hún fyrir öllu sem gera þurfti, annaðist nauðsynlegar útrétt- ingar og stappaði stálinu í þá sem vom að bugast. Löngu stríði er lokið, mikil kona er gengin. Ásta lifði lífinu lifandi til hinstu stundar. Missirinn er mikill en missir Séans, Sunnu og litla Sóls Rónalds þó mestur. Megi minningin um móður sem alltaf var hún sjálf og aldrei gafst upp lina sársaukann. Komið er að kveðjustund, að leið- arlokum er efst í huga þakklæti íyrir að hafa fengið að eiga hlutdeild í æv- intýrinu. Guðrún Hallgrúnsdóttir. Elskulegasta frænka mín er látin, hún Ásta Kristinsdóttir eða Didda eins og við kölluðum hana. Ég leit reyndar frekar á hana sem systur mömmu, Ingu Svövu, en systkina- systur því þær vom svo nánar. Didda var ekki nema rétt komin til landsins að hún var búin að hringja. Þær höfðu mikið samband og innilegt og náði það langt aftur í tímann þar sem Didda hafði verið langdvölum hjá ömmu minni og afa á Akranesi og mamma búið með stuttum hléum hjá móður hennar frá fimmtán ára aldri, þar til hún lauk háskólanámi. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar Diddu var von. Hún kom í mat og sagði skemmtilegar sögur og þær mamma beindu spjótum sínum hvor að annarri við upprifjun skemmti- legra atvika. Eins fóru þær mamma oft út í hádeginu og fengu sér að borða, því trúnaðarsamband þeirra náði út fyrir veggi allra heimila og þurftu þær að ræða nánar vandamál, gleði og sorg. Eftir lát Ronnies, manns Diddu, og andláts ömmu Svövu styrktust böndin enn á milli þeirra, þær hringdust oft á og reyndu að styðja við bakið hvor á annarri. Didda „rnóðursystir" var yfirleitt viðstödd merkilegustu atburði lífs míns: stúdentsveislu, eini ættingi mömmu sem var við brúðkaup okkar Jóns, veislu í Cambridge í fyrra og nú í sumar er enn var haldin þar veisla, var hún of sjúk til að vera viðstödd svo við fórum til hennar með fulla tösku af íslenskum mat og héldum þar aðra veislu. Hún samgladdist mér svo fölskvalaust, að líkt var að ég væri hennar eigið barn. Þegar við Jón íluttumst til Eng- lands fyrir rúmum tveimur árum kom ekki annað til greina en að við byggjum hjá henni þar til við fengj- um íbúðina okkar. Við bjuggum hjá henni í nokkrar vikur og það var ynd- islegur tími. Við elduðum saman kvöldmat og töluðum svo langt fram eftir kvöldi. Hún messaði yfir okkur hvemig við ættum að gera þetta og hitt og varaði okkur við ýmsu. Við vomm bæði leið þegar við kvöddum hana og söknuðum hennar mikið. Hún hafði farið svo víða og kynnst mörgum, hafði ferðast um Afríku- og Asíulönd og flest lönd Vestur- Evrópu og hafði því kynnst menn- ingu og siðum sem okkur er ókunn. Hún áttaði sig strax á því hvemig fram ætti að koma við hvem og einn. Hún var besti vinur svo ótal margra, en ég veit að hún átti eina albestu vin- konu þar sem Sunna dóttir hennar var. Þær hugsuðu líkt og vöktu hvor yfir annarri og þegar kom að því í ágúst í fyrra að Sunna eignaðist son- inn Sól Ronald á afmælisdegi ömmu sinnar Ástu þann 23. ágúst, fyrsta barnabarn Diddu, ljómaði hún öll. Við hittum hana í október eftir að hún varð amma og fómm í heimsókn til Sunnu til að hitta hana og Sól. Ömmuhlutverkið sem hún hafði svo lengi þráð fór Diddu afar vel, enda er Sól líka yndislegt bam. Didda átti það sameiginlegt með móður sinni að vera höfðinglegur veitandi og gjaímild manneskja. Allt- af urðu gleðifundir þegar við hitt- umst í London og alltaf var hún hug- ulsöm og gætti þess að allt væri í lagi hjá okkur. Það var mikið reiðarslag um síð- ustu áramót að frétta að krabbamein- ið hefði tekið sig upp aftur og Didda væri fárveik. Mamma kom nokkram sinnum til London til að heimsækja hana á spítalann og við Jón fóram yf- irleitt með henni. Það var augljóst að hún var helsjúk, en hún lét sem ekk- ert væri, hún ætlaði að beijast sem fyrr, en fyrst og fremst var það litli gleðgjaftnn Sól sem hugur hennar beindist að. Sunna stóð sem klettur við hlið móður sinnar og kom með Sól til hennar á hveijum degi. Sean kom líka í heimsókn og klappaði handlegg móður sinnar. Eftir að Didda kom heim af spítal- anum var sett lyfta í stigann svo hún gat ferðast mfili hæða. Það var henni mikfis virði að geta verið heima síð- ustu mánuðina. Sean bjó hjá henni, en Sunna kom áfram með Sól dag- lega en á þeim tíma og til nær hinsta dags hringdi mamma til hennar ann- an hvem dag. Þær áttu stutt samtöl, en þau gáfu mömmu vísbendingu um líðan hennar. Við Jón sendum Sunnu, Sean og Sól okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ég verð ævarandi þakklát fyrir kynni okkar Diddu. Hildur Karitas Jónsdóttir. Við hittumst fyrst í Deia á Maj- orka áriðl968. Séan var aðeins hvít- voðungur og framburður okkar, Rúl- off, var eins og hálfs árs. Ásta bað okkur að koma og veita ráðleggingar við byggingu húsnæðis þeirra. Frá fyrstu sýn líkaði okkur vel hvorri við aðra. Skoðanir okkar fóru að mörgu leyti saman enda þótt við lifðum ólíku lífí. Lödegast átti ég auðveldara með að viðurkenna hennar líf en hún mitt, en það var eingöngu vegna þess hve einörð og gagnrýnin hún var. Ronny og Ásta lifðu einskonar hippalífi í paradís. Og Deia var paradís. Um þessar mundir bjuggu þau á bónda- býli í miðju þorpinu. Gat var á veggn- um sem aðskildi herbergin tvö á neðri hæðinni, nálægt eldstæðinu. Gatið var eftir skot úr byssu sem áð- ur fyrr var fest við útidymar til að drepa ræningja, ef þörf krefði. Ströndin sem tilheyrði Deia var und- urfögur, innilokuð milli tveggja klettahöfða. Til að komast þangað þurfti á þeim tíma að klifra yfir girð- ingar og vaða læki. Ásta var frábær gestgjafi og kokkur. Hvar sem hún bjó og hvert sem hún fór tókst henni á sinn listræna hátt að útbúa eitthvað alveg sérstakt sem tengdist umhverf- inu. Árið 1974 héldum við saman jól í Deventer. Ásta tók gamlar tuskur og bjó til þrjá kónga og vöggu með tveimur bömum í, af því að konung- amir uppgötvuðu þegar þeir komu til Betlehem að um tvíbura var að ræða. Við voram nýbúin að eignast tvíbura og er þetta gott dæmi um frábært skopskyn hennar. Þrek Ástu virtist óendanlegt. Eftir fráfall Ronnys innréttaði hún íbúð handa sér í risinu á Ránargötu. Fyrst þurfti að tæma öll herbergin og kom hún stærstmn hluta fyrir á söfnum. Þegar íbúðin var tilbúin hófst hún handa við garðinn. Það vora fleiri blóm á Ránargötu þetta sumarið en í garðinum okkar í Deventer. Ásta var möndull fjölskyldunnar á Islandi og þess vegna gegndi hún líka stóra hlutverki við að skipuleggjai ættarmót Efstabæjarættarinnar í Borgarfirði sumarið 1998. Við voram vön að hittast á Islandi síðsumars ár hvert. En í ágúst 1999 vildi hún ekki fara frá London, Sunna vænti sín. Ég minnist hrifningarinnar þegar Ásta hringdi og tilkynnti að sonur hefði fæðst á afmælisdegi Ástu móður hennar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið þá hugmynd að við héldum upp á þúsaldarskiptin í Deia ásamt öllum bömum okkar og þeim Miran, Pieter og Jet, sonardóttur okkar, sem er aðeins tveimur mánuðum yngri en Rónald Sól. Ég minnist hrifningar Ástu yfir litlu bamaböm- unum og þess hve jákvæð hún var til hinstu stundar. Við söknum stórbroU» innar konu. Riet Kristinsson, Reitsema Deventer. Þar sem ég ólst upp í Hollandi sá ég Diddu frænku mína afar sjaldan. Mér þótti það leitt vegna þess hve af- burða skemmtileg hún var. Hún hafði frábært skopskyn og það var meiri- háttar gaman að heyra hana stríða föður mínum á þann hátt sem aðeins yngri systir gat gert. Ég leit upp til hennar vegna listrænna hæfileiká' hennar og atorkusemi og gerði hana að fyrirmynd minni. Hvað útliti við- kom tókst mér nokkuð vel upp. Þegar ég, 14 ára gömul, heimsótti Diddu og Ronny í London sagði hann að ég liti nákvæmlega út eins og Ásta þegar þau hittust. Ásta Ehn Kristinsson, Hollandi. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak- markast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnamöfh sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskfiegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur f veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þættl útfararinnar. Vcsturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan "" ~ & sólarhringinn. gj- t / Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.