Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 31 ERLENT Forseti Perú leggur til atlögri við fyrrverandi bandamann sinn, Vladimiro Montesinos Fujimori leitar dyrum og dyngj- um að Montesinos Reuters Alberto Fujimori, forseti Perú, hrópar fyrirmæli til sérsveitarmanns sem tók þátt í leit forsetans að Vladimiro Montesinos, fyrrverandi yfir- manni leyniþjónustunnar. Lima. AP, Reuters, AFP. ALBERTO Fujimori, forseti Perú, og sérsveitir lögreglunnar leituðu í gær dyrum og dyngjum að Vlad- imiro Montesinos, fyrrverandi yf- irmanni leyniþjónustunnar, sem hefur valdið mikilli spennu í stjórnmálum landsins og er gi’un- aður um að undirbúa valdarán með fulltingi bandamanna sinna í hern- um. Fujimori stjórnaði leitinni sjálfur með miklum tilþrifum, hrópaði skipanir til sérsveitar- mannanna líkt og hershöfðingi sem stýiár liði sínu til orrustu. Nokkrir fréttaskýrendur drógu þó í efa að Montesinos yrði dreginn fyrir rétt og sögðu að leitin væri aðeins blekking. Montesinos er einn illræmdasti maður Perú og sneri óvænt aftur til landsins á mánudag eftir að hafa flúið til Panama vegna mútu- hneykslis. Heimkoma hans olli mikilli ólgu í stjórnmálum landsins og Fujimori kvaðst vera staðráð- inn í að binda enda á hana. Montesinos var helsti banda- maður Fujimoris þar til forsetinn rak hann og leysti leyniþjónustuna upp eftir að njósnaforinginn fyrr- verandi var staðinn að því að múta stjórnarandstöðuþingmönnum í því skyni að tryggja flokki forsetans meirihluta á þinginu. Montesinos var leitað á tveimur svæðum í grennd við Lima í fyrri- nótt en leitin bar ekki árangur. Forsetinn sagði að leitinni yrði haldið áfram „allan sólarhringinn" þar til hann fyndist. Montesinos hefur ekki komið fram opinberlega frá því að hann sneri aftur til Perú. Talið er að hann njóti enn stuðnings margra herforingja, sem hann kom sjálfur til metorða, og margir Perúmenn telja að hann hafi snúið aftur til landsins í því skyni að takast á við Fujimori um stuðning hersins. Aður en leitin hófst tilkynnti Fujimori að öllum hermönnum hefði verið skipað að halda kyrru fyrir í herstöðvum sínum, að því er virðist til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn hans í hernum reyndu að verja hann. Samið um kosningar í apríl Nokkrum mínútum áður en for- setinn skýrði frá því að leitin hefði ekki borið árangur féllst stjórn hans á að efnt yrði til forsetakosn- inga 8. apríl. Fujimori tilkynnti eftir að mútumál Montesinos komst í hámæli að hann hygðist láta af embætti í júlí á næsta ári, fjórum árum áður en kjörtímabili hans lyki. Hann lofaði að boða til kosninga og kvaðst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri. Nokkrum dögum síðar flúði Montesinos og óskaði eftir hæli í Panama en beiðninni var hafnað. Alberto Bustamante dómsmála- ráðherra skýrði frá því í fyrradag að stjórnin hefði fallið frá kröfu sinni um að embættismönnum og yfirmönnum hersins yrði veitt sak- aruppgjöf vegna mannréttinda- brota sem framin voru í baráttunni við vinstrisinnaða uppreisnarmenn og eiturlyfjasmyglara. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar og sérfræðingar í málefnum hers- ins sögðu að Montesinos hefði snúið aftur til Perú til að tryggja að sett yrðu lög sem veittu honum og bandamönnum hans í hernum friðhelgi. Njósnaforinginn fyrrver- andi er talinn eiga heiðurinn af sigri stjórnar Fujimoris á upp- reisnarhreyfingunum en hann var einnig sakaður um að hafa fyrir- skipað pyntingar og heimilað morð á saklausu fólki. Pá hefur hann verið sakaður um að hafa látið njósna um andstæðinga forsetans og notað upplýsingarnar um þá í ófrægingarherferðum gegn þeim í fjölmiðlunum, meðal annars fyrir kosningarnar í maí þegar Fujimori var endurkjörinn forseti til fimm ára. Fujimori hafði sætt harðri gagn- rýni fyrir að koma ekki í veg fyrir að Montesinos flýði til Panama til að komast hjá saksókn. Forsetinn kvaðst í gær hafa hvatt Montesin- os til að snúa ekki aftur til Perú og fara frekar til einhvers af grann- ríkjunum sem ferðamaður. Kveðst vilja vernda Montesinos Sérsveitarmenn með Fujimori í broddi fylkingar réðust inn í skemmtiklúbba fyrir hermenn í bænum Chaclacayo, um 35 km austan við Lima, þar sem margir auðugir Perúmenn dvelja um helg- ar. Bærinn er einnig þekktur fyrir skemmtistaði og nokkrir þeirra eru í eigu hersins. Sérsveitarmennirnir voru vopn- aðir vélbyssum og notuðu spor- hunda við leitina, auk þess sem þyrlur flugu yfir svæðið. Lög- reglumennirnir óku um í tugum bíla sem ollu umferðaröngþveiti á fjölförnum stöðum. Forsetinn var í svörtum leðurjakka og fréttamenn sem fylgdust með leitinni hrökkl- uðust undan honum þegar hann skundaði um svæðið, baðaði út höndunum og yggldi sig. „Lög- reglan mun finna hann og færa hann til dómsyfirvalda," hrópaði forsetinn í gjallarhorn til frétta- mannanna. Fujimori bætti þó við að ekki hefði verið gefin út formleg hand- tökutilskipun á hendur Montesinos og sagði að markmiðið væri að vernda njósnaforingjann fyrrver- andi. ,A.ðgerðinni verður haldið áfram allan sólarhringinn þar til hann finnst, til að tryggja öryggi manns sem við virðum fyrir að hafa barist gegn hermdarverkum og eiturlyfjasmygli." Forsetinn bætti við að markmiðið með leit- inni væri einnig að „tryggja frið í landinu". Telja ólíklegt að Montesinos verði saksóttur Sérfræðingar í málefnum hers- ins töldu að mjög erfitt yrði fyrir lögregluna að finna Montesinos. „Hann nýtur augljóslega enn verndar hersins. Ef svo væri ekki hefðu þeir náð honum strax,“ sagði Fernando Rospigliosi, stjórnmála- fræðingur sem hefur rannsakað samskipti hersins og stjórnarinn- ar. Rospigliosi sagði að margir áhrifamiklir menn vildu ekki _að Montesinos yrði handtekinn. „Eg get ekki ímyndað mér að Montes- inos verði handtekinn og kjafti frá ýmsu um alla yfirstjórn hersins og Fujimori. Hann veit of mikið um alla þessa menn. Hann kemst und- an eða deyr, en ég tel mjög ólík- legt að hann verði handtekinn." Orðrómur hefur verið á kreiki í Perú um að Montesinos kunni að flýja aftur, hugsanlega til Venes- úela. Nokkrir stjórnmálaskýrendur töldu að Fujimori hefði hafið leit- ina til að beina athygli fjölmiðl- anna að sér sjálfum og sýna að hann hræddist ekki fyrrverandi bandamann sinn. „Mér finnst eftirtektarverðast hve stórbrotin og fánýt aðgerðin var og að hún skyldi hafa verið notuð í áróðursskyni í fjölmiðlun- um,“ sagði stjórnmálaskýrandinn Carlos Tapia. „Þetta virðist tilraun til að bæta ímynd Fujimoris á kostnað Montesinos og allir fara eftir handritinu,“ sagði blaðamað- urinn Mirko Lauer, sem skrifar í blöð stjórnarandstöðunnar. „Ég yrði ekki hissa ef Montesinos næð- ist og yrði dreginn fyrir rétt en honum síðan sleppt." Daginn áður en leitin hófst hafði Fujimori þeyst á milli herstöðva til að reka herforingja sem styðja Montesinos. Heimildarmaður í hernum sagði að hann væri nú klofinn og herforingjarnir skiptust í tvo hópa, annars vegar þá sem styddu Montesinos og hins vegar þá sem væru á móti honum en styddu ekki endilega Fujimori. „Montesinos ræður enn öllu,“ sagði hann. 109 ólíkir hlutir og engin eins Við versluðum frá Indlandi fuilan gám af hlutum engin þeirra er eins, og allir eru einstakir. Komdu og kynntu þér málið mlS BÆJARLIND 6 200 KÓPAVOGUR SÍMI: 554 6300 FAX: 554 6303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.