Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FYRIR forgöngu Stúdentaráðs
Háskóla Islands hafa mér verið send
2.014 póstkort frá nemendum skól-
ans, þar sem kvartað er undan því,
að ekki sé nóg að gert af hálfu ríkis-
valdsins til að styðja byggingafram-
kvæmdir í þágu skólans. I stað þess
að svara hverjum og einum, sem
sendi mér póstkort, hef ég valið þá
laið að biðja Morgunblaðið að ljá mér
rými undir þetta svar, sem ég vona,
að skýri um hvað þetta mál snýst.
Háskóli íslands er að reisa Nátt-
úrufræðahús í Vatnsmýrinni og hef-
ur kostnaður við það þegar farið 400
millj. kr. fram úr áætlun, eða úr
1.200 millj. kr. í 1.600 millj. kr. Telja
forráðmenn Háskóla íslands sig
skorta 900 millj. kr. til að ljúka við
byggingu hússins. Náttúrufræða-
húsið er flókin og dýr bygging á veg-
um Háskóla Islands sem hann
stendur straum af með tekjum af
Happdrætti Háskóla Islands.
Happdrættið og hlutdeild
ríkissjóðs
Tæp 70 ár eru liðin frá jjví að
ákveðið var að veita Háskóla Islands
einkaleyfí til að reka happdrætti til
að standa undir kostnaði við húsa-
kost sinn. Hefur þessi sérstaða skól-
ans almennt verið talin honum til
mikilla tekna. Hinn 17.
júní síðastliðinn voru 60
ár liðin frá því aðal-
bygging HÍ var vígð.
Síðan hafa mörg hús
verið reist fyrir happ-
drættisfé. Aldrei fyrr
hefur það gerst, að
námsmenn við skólann
eða forráðamenn hans
gangi fram og krefjist
sérstakra framlaga úr
ríkissjóði með þeim
hætti, sem póstkorta-
sendingin sýnir.
Vegna ákvarðana um
að_ Atvinnudeildarhús
HÍ skyldi verða til af-
nota fyrir Þjóðminja-
safnið og Norræna eldfjallastöðin fá
inni í Náttúrufræðahúsinu varð að
samkomulagi, að ríkið skyldi taka
þátt í kostnaði vegna þess og síðan
1996 hefur ríkissjóður lagt 212 millj-
ónir króna til framkvæmdanna.
Rík ástæða er til að undirstrika,
að ríkissjóður hefur nú þegar staðið
við sinn hluta þessa samkomulags.
Hins vegar hafa forráðamenn HÍ
óskað eftir því, að ríkissjóður leggi
HI meira lið vegna þessa dýra húss.
I fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2001
er gert ráð fyrir 30 millj.kr. framlagi
til Náttúrufræðahússins og er það
fram yfir umsaminn
stuðning úr ríkissjóðj.
Vita forráðamenn HI,
að viðræðum um þetta
mál er ekki lokið milli
ríkisstjórnar og þeirra
og í umræðum um
stefnuræðu forsætis-
ráðherra á þingi 3.
október sl. tók ég fram
að nauðsynlegt væri að
bregðast við óskum
Háskóla Islands um
nýskipan á fjárveiting-
um til bygginga á hans
vegum. Er það málefni
sem hlýtur að koma til
kasta alþingis, enda
krefst það víðtækari
viðræðna en fram hafa farið til
þessa. Ég hef aldrei útilokað að
kanna frekari aðkomu ríkissjóðs að
Náttúrufræðahúsinu en hef ekki
einn vald á því. Til dæmis þarf vilji
Háskóla Islands að vera skýr.
Ef tekin verður ákvörðun um að
ríkissjóður eigi frekari hlutdeild í
þessari nýbyggingu HÍ eða öðrum
byggingum skólans er um stefnu-
breytingu að ræða í samskiptum há-
skólans við ríkið. Er rangt að halda
því fram, að af hálfu ríkisvaldsins
hafí menn ekki viljað hlusta á, að
þröngt sé um starfsemi í Háskóla ís-
lands. Frumkvæði um lausn þeirra
mála er hins vegar og hefur verið í
höndum skólans sjálfs.
Happdrætti Háskóla íslands hef-
ur enn einkaleyfi til að reka peninga-
happdrætti í landinu. Greiðir happ-
drættið sérstakt einkaleyfisgjald í
ríkissjóð í samræmi við það. Innan
HI hefur verið vakið máls á því, að
nýjar aðstæður valdi því, að einka-
leyfið sé ekki jafnmikils virði og áður
og eðlilegt sé, að HÍ fái gjaldið vegna
þess til eigin ráðstöfunar. Um nokk-
urt skeið hefur verið rætt um breyt-
ingar á happdrættislögum undir for-
ystu dómsmálaráðuneytis, sem fer
með þann málaflokk. Verði einka-
leyfi Happdrættis HÍ afnumið fellur
gjaldskyldan niður.
Ótrúverðugur málflutningur
Framganga forystumanna Stúd-
entaráðs Háskóla íslands í þessu
máli er ótrúverðug, þegar fullyrt er,
að ríkisvaldið sé að bregðast Há-
skóla íslands vegna Náttúrufræða-
hússins, því að hið rétta er, að í fjár-
lagafrumvarpi fyrir 2001 er gengið
lengra til móts við HI en um hafði
verið samið.
Hin háværa krafa forystumanna
stúdentaráðs á hendur ríkinu vekur
spurningu um, hvort þeir vilja af-
nema sjálfdæmi HI í byggingarmál-
um sínum og svipta skólann þeim
tekjum, sem frá happdrætti hans
koma.
Nútímavæðingar er þörf
Þegar Háskólabyggingin var vígð
töldu menn, að hún mundi duga skól-
anum fram undir aldamót. Annað
hefur komið á daginn en fáar lóðir
Ef tekin verður ákvörð-
un um að ríkissjóður
eigi frekari hlutdeild í
*
þessari nýbyggingu HI
eða öðrum byggingum
skólans, segir Björn
Bjarnason, er um
stefnubreytingu að
ræða í samskiptum
háskólans við ríkið.
eru nú dýrmætari í Reykjavík en
einmitt á landi Háskóla Islands. Til
marks um það má nefna nýlegan
samning um lóð undir húsrými fyrir
Islenska erfðagreiningu, sem ætlar
að reisa stórhýsi í nágrenni við HÍ á
fáeinum mánuðum.
Ég er eindregið þeirrar skoðunar,
að innan Háskóla íslands þurfi menn
að endurmeta stefnu sína í bygging-
armálum. Hana þarf að nútímavæða.
Sé ég í Morgunblaðinu 24. október,
að Páll Skúlason rektor telur væn-
legast að stofna til samstarfs við fyr-
ii'tæki í atvinnurekstri, sem vilja
taka þátt í uppbyggingu Háskóla Is-
lands. Rektor vill ekki afsala skólan-
um þeim tekjum, sem happdrættið
veith’.
Höfundur er menntamálaráðherra.
Ný byggingastefna
Háskóla Islands?
Björn
Bjarnason
Askorun til þeirra
sem hafa kynnst heila-
blóðfallssjúkdómi
FYRIR rúmum
fimm árum stofnuðu
nokkrir heilablóðfalls-
sjúklingar og stuðn-
ingsmenn þeirra Fé-
lag heilablóðfallsskað-
aðra. Tilgangur fé-
lagsins er að vinna að
velferðar- og hags-
qjunamálum þeirra
sem orðið hafa íyrir
skaða af völdum heila-
blóðfalls. Eitt af aðal-
verkefnum félagsins
er að afla sem bestra
upplýsinga um sjúk-
dóminn og afleiðingar
hans, ásamt því að
miðla til félagsmanna
fréttum af framförum og þróun á
þessu sviði. Ennfremur er unnið að
markmiðum félagsins með innbyrð-
is kynningu sjúklinga og aðstand-
enda þein-a með ýmiss konar fé-
lagsstarfsemi.
I félaginu eru nú á annað hundr-
að manns, en talið er að fjöldi
þpirra íslendinga sem orðið hafa
fyf-ir barðinu á sjúkdómi þessum,
skipti þúsundum. Þess vegna var
sú ákvörðun tekin á síðasta aðal-
fundi félagsins að gjöra átak til
fjölgunar félagsmanna svo félagið
gæti orðið með öflugustu sjúklinga-
samtökum. Félagið snýr sér því til
almennings í landinu með von um
liðstyrk, einkum frá þeim er kynnst
hafa þessum sjúkdómi sem sjúkl-
ingar, aðstandendur eða fagfólk.
Einkenni heilablóðfalls
eru mismunandi
'Einkenni heilablóðfalls eru
margvísleg en þau fara eftir því
hvar blóðþurrð eða blæðing á sér
stað í heilanum. Algengast er að
fólk fái einhvers konar lömun, í
andliti eða hendi og nokkrir jafnvel
í öðrum helmingi líkamans. Öll fötl-
un sést ekki. Dulin fötlun getur oft
valdið erfiðleikum þar sem um-
hverfið hefur minni skilning á
henni. Við málstol á
viðkomandi erfitt með
að tjá sig og jafnvel að
skilja það sem sagt er.
Einnig getur minnis-
skerðing átt sér stað,
truflun á áttum eða
umhverfi eða persónu-
leikabreytingar. Fé-
lagið mun leitast við
að aðstoða félagsmenn
eftir föngum með upp-
lýsingum um mögu-
lega þjálfun og endur-
hæfingu eftir
heilablóðfall ásamt al-
mennri miðlun upplýs-
inga um lifnaðarhætti,
réttindi og velferð
Sumir fá fullan bata
Sem betur fer hafa fjölmargir
þeirra sem fengið hafa heilablóðfall
fengið fullan bata og kenna sér
einskis meins. Það er því eðlilegt
að þeir hafi ekki gerst félagar,
enda ekki víst að þeir hafi vitað af
félaginu. Tvennt mælir þó einkum
með að að þessir einstaklingar
gangi til liðs við félagið. Það hlýtur
að vera mikil uppörvun og hvatning
íyrir þá sem ekki hafa fengið fullan
bata að fá sönnun þess að alltaf sé
von um framfarir og þeir heilbrigðu
munu því með félagsaðild sinni
veita öðrum félagsmönnum aðstoð
og uppörvun. A þá er því sérstak-
lega heitið að gerast félagsmenn.
Stuðningsmenn eru
mikilvægir
Margir heilablóðfallssjúklingar
eiga sérstaka stuðningsmenn úr
hópi skyldmenna eða kunningja
sem gerst hafa félagsmenn og er
það ómetanlegt og mikilvægt.
Einnig hefur fjöldi fagfólks og ann-
arra sem velviljaðir eru heilablóð-
fallssjúklingum gerst félagsmenn
og sýnir það mikilsverðan skilning
og áhuga viðkomandi.
Heilablóðfall
Öll fötlun sést ekki, seg-
ir Hjalti Ragnarsson.
Dulin fötlun getur oft
valdið erfiðleikum.
Fræðsluefni
og upplýsingar
Félagið gefur út fréttabréf með
ýmsum fróðleik og áhugaverðu
efni, auk tilkynninga um fundi og
aðra starfsemi. Árið 1997 stóð fé-
lagið að útgáfu upplýsingabækl-
ingsins „Heilablóðfall - Hvað er
það? Hvað er til ráða?“ og var hon-
um dreift um allt land. Félagið er
aðili að Sjálfsbjörgu, landssamb-
andi fatlaðra og er því innan Ör-
yrkjabandalags Islands. Félagar fá
því sent fréttablað Sjálfsbjargar,
Klifur, og fréttabréf Öryrkjabanda-
lagsins. Sjálfsbjargardeildir eru
víða um land sem gjörir félags-
mönnum mögulegt að njóta þjón-
ustu og taka þátt í starfi í heima-
byggð sinni.
Sækið um inngöngu
Sjúklingafélög hafa ekki rétt á að
fá sjúklingaskrár frá heilbrigðis-
stofnunum. Því hefur stjórn Félags
heilablóðfallsskaðaðra ákveðið að
fara þessa leið í von um að ná til
þeirra sem telja sig eiga samleið
með félaginu eða vilja leggja því
lið. Hægt er að senda inntökubeiðni
til Félags heilablóðfallsskaðaðra,
Hátúni 12, 105 Reykjavík, hafa
samband í síma félagsins 564-1045,
eða senda tölvupóst til
fhbs@geocities.com og verður öll-
um fyrirspurnum svarað svo fljótt
sem auðið er.
Höfundur er formaður Félaga
heilablóðfallsskaðaðra.
Hjalti
Ragnarsson
þeirra.
Röddin og vél-
indabakflæði
Á SÍÐUSTU dög-
um hefur staðið yfir
átak í að upplýsa fólk
um vélindabakflæði.
Áhrifin eru margvís-
leg og á síðasta ára-
tug hefur talsvert
verið rannsakað og
skrifað erlendis um
áhrif vélindabakflæðis
á röddina. Einstakl-
ingur með vélinda-
bakflæði getur fundið
fyrir því að þurfa sí-
fellt að vera að
ræskja sig til að losna
við „kökk“ eða
„kverkaskít“ í hálsin-
um eða finnst alltaf
einhver erting vera til staðar.
Þessi tilfinning er mjög ríkjandi
enda hefur þetta verið kallað
„bakflæðis-barkabólga" eða „refl-
ux laryngitis". Viðkomandi finnst
alltaf eins og hann hafi hálsbólgu
án þess að nokkur sýking sé til
staðar. Auk þessa kvarta sumir yf-
ir súru bragði á morgnana og verri
rödd sem batnar eftir því sem líð-
ur á daginn. Sá tími sem þarf til að
hita upp röddina lengist líka smám
saman. Fólk sem hefur atvinnu af
því að nota röddina, fyrirlesarar,
leikarar, söngvarar og fleiri borða
gjarna lítið fyrir sýningar eða fyr-
irlestra. Ef um kvöldvinnu er að
ræða er oft borðað rétt fyrir svefn.
Það þýðir að aukin sýrumyndun
fer af stað fyrir meltingu og þegar
einstaklingurinn leggst til hvílu er
aukin hætta á bakflæði upp í vél-
inda. Enda eru jákvæð áhrif
þyngdarkraftsins í að hindra bak-
flæði ekki til staðar er við liggjum
út af. Ef áfengis er neytt rétt fyrir
svefn dregur úr áhrifum hring-
vöðva neðst í vélindanu sem á að
hindra að magainnihald flæði upp í
vélindað. Það sama á við um feitan
mat og reykingar. Þá hefur verið
greint frá því að reykingar trufli
jafnvægið sem þarf að vera í melt-
ingarveginum m.a. vegna þess að
reykurinn ertir slímhúð magans,
eykur sýrumyndun og truflar slím-
myndun. Þegar einstaklingur
reykir og tekur ofan í
lungu sogast reykur-
inn í pípulögnina sem
er fyrir framan vé-
lindað, þ.e. ofan í
barka og lungu. Það
er þó ekki alveg lokað
þarna á milli. Þess
vegna er t.d. hætta á
að við fáum vatn eða
mat ofan í lungu þeg-
ar okkur svelgist á.
Þetta er einmitt skýr-
ingin á því hvers
vegna vélindabakflæði
hefur áhrif á röddina.
Skoðun á raddbönd-
um einstaklinga með
raddóþægindi vegna
vélindabakflæðis sýnir að aftari
hluti raddbandanna, þ.e. sá hluti
sem snýr aftur í vélindað, getur
Bakflæði
Fyrir heilbrigði raddar-
innar skiptir máli, segir
Bryndís Guðmun--
dsdóttir, að vélinda-
bakflæði sé meðhöndl-
að, ef það er til staðar.
verið bólginn og rauðleitur. Ef
miklar ræskingar, harkaleg og
mikil raddnotkun fylgir ertingunni
sem skapast vegna vélindabak-
flæðis geta myndast sár. Radd-
böndin geta líka orðið þykkari
þarna aftast og í sjaldgæfari tilvik-
um getur myndast bjúgur framar
á raddböndunum. Þarna er að
finna skýringuna á hæsi sem bak-
flæðið getur orsakað með þessum
hætti.
Það er því augljóst að fyrir heil-
brigði raddarinnar skiptir máli að
vélindabakflæði sé meðhöndlað ef
það er til staðar.
Höfundur er talmeinafræðingur
hjá Talþjálfun Reykjavíkur.
Bryndís
Guðmundsdóttir