Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 43 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. EINKAREKSTUR í HEILBRIGÐISÞJÓN USTU BÆTA þarf heilbrigðisþj ónustuna á íslandi og vel kemur til greina, að þar komi til blöndun ríkisrekstrar og einkarekstrar til að auka svigrúm fyrir einstaklingana og gera þjónustuna skilvirkari og hag- kvæmari. Þetta var inntakið í umræð- um á opnum fundi Sjálfstæðisflokksins um hugmyndir um einkarekstur í heil- brigðisþjónustu. Það er ánægjulegt, að umræður um þessi mál fara nú fram í fullri alvöru og af ábyrgð, því segja má, að sívaxandi kostnaður við heilbrigðisþjónustuna, samtímis því sem biðlistar eftir þjón- ustu lengjast, bendi til þess, að hún sé komin í öngstræti. Fyrirsjáanlegt er og, að þörf fólks fyrir heilbrigðisþjón- ustu muni stóraukast á næstu áratug- um vegna fjölgunar landsmanna en þó fyrst og fremst vegna þess, að lífaldur hækkar og þar með þörfin fyrir þjón- ustu. í erindi Guðjóns Magnússonar, rekt- ors Heilbrigðisháskólans í Gautaborg, sem hann flutti á fundinum, kom fram, að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu væri kominn mun skemmra á veg á Is- landi en hinum Norðurlöndunum. „Þeir eru til dæmis komnir miklu lengra í því að bjóða út heimahjúkrun og heimaþjónustu í stærri borgum og bæjum, sem og að bjóða út aðgerðir og rannsóknir af ýmsu tagi,“ sagði Guðjón. Hann kvað þetta hafa verðsamkeppni í för með sér. Þá sagði hann, að hinar Norðurlandaþjóðirnar væru komnar töluvert langt í að þróa nýtt greiðslu- fyrirkomulag fyrir sjúkrastofnanir. „Þær eru með blönduð greiðslukerfi, þar sem að hluta er um fasta greiðslu að ræða og síðan er greitt fyrir hvert læknisverk, aðgerð eða rannsókn þann- ig að spítalarnir hafa ákveðinn hag af því að auka framleiðnina," sagði hann. Samt standi aðallega tvennar breyting- ar upp úr á Norðurlöndunum, samein- ing sjúkrastofnana og aðgreining kaup- enda og seljenda á þjónustu með markvissari hætti en hér þekkist. Guðjón lýsti sig fylgjandi því að blanda saman einkarekstri og ríkis- rekstri í heilbrigðisþjónustu og sagði að hann teldi grundvöll fyrir því að hefja einkarekstur á þessu sviði. Spurningin væri aðeins um það, hve- nær þeir aðilar, sem þegar sjá um þjón- ustu utan spítalanna, næðu saman um að bjóða sjálfir upp á slíkan kost. Ábendingar Guðjóns eru athyglis- verðar og margir hér á landi verða vafalaust undrandi að heyra, að einka- væðing í heilbrigðisþjónustu sé komin þetta langt í hinum norrænu velferðar- ríkjunum. Þar hefur verið leitað nýrra leiða af sömu ástæðum og eru fyrir hendi hér á landi, sífelldri útþenslu heilbrigðiskerfisins án þess að hægt sé að fullnægja óskum fólks um þjónustu. Ein leiðin a.m.k. er sú að skjóta fleiri stoðum undir heilbrigðisþjónustuna, og það yrði hagkvæmast og skjótvirkast með auknum einkarekstri. Það á bæði við um þjónustu, sem boðin er út af op- inberum heilbrigðisstofnunum, og með því að bjóða sjúklingum upp á þjónustu í einkareknum sjúkrahúsum og að- gerðastofum. Að sjálfsögðu þarf opin- bera heilbrigðiskerfið að sinna þörfum landsmanna áfram. í velferðarþjóðfé- lagi er það og verður undirstaðan. En engin haldbær rök hafa komið fram sem hnekkja þeirri tillögu, sem Morg- unblaðið hefur ítrekað lagt fram undan- farin ár, að fólk eigi að hafa valkosti í heilbrigðisþjónustunni. Það eigi að geta valið um að greiða sjálft fyrir nauðsynlegar aðgerðir á einkasjúkra- húsi, og flýta þannig meðferð, fremur en að verja fé sínu í annað, t.d. til sólar- landaferðar. Þetta breytir að sjálf- sögðu engu um það, að allir landsmenn eiga rétt á þjónustu opinbera heilbrigð- iskerfisins, sem þeir greiða fyrir með sköttum sínum. En valfrelsið mun auka samkeppni og þar með leiða til betri þjónustu fyrir sjúklinga svo og lægri útgjalda fyrir ríkissjóð; auk þess sem biðraðirnar munu styttast, öllum til hagsbóta. Vísi að einkarekstri á heil- brigðissviði má nú þegar finna, þar sem ýmsar aðgerðir eru gerðar á lækninga- stofum, án þess neinn hafi haft neitt við það að athuga. ÍSLENZKA í AUGLÝSINGUM ISLENZKA auðkennir Islendinga sem þjóð. Hún er sameiginlegur arfur okkar. Án hennar væru öll helztu einkenni þjóðarinnar ógreinileg og lít- ils virði. Islenzka er dýrmætasta arf- leifð okkar. Það þarf að vernda hana og rækta. Sum alþjóðleg ráðgjafarfyrirtæki virðast þó ekki skilja, hvers virði ís- lenzkan er íslendingum. Þess vegna er kvartað yfir varðstöðu blaðs eins og Morgunblaðsins. í Morgunblaðinu í gær er rætt við ís- lending, Klemens Hjartar, sem starfar á skrifstofu McKinsey í Kaupmanna- höfn en fyrirtækið hefur verið með auglýsingaherferð á Norðurlöndum. McKinsey er að leita að hæfileikafólki á íslandi. í viðtalinu segir Klemens erf- itt að auglýsa á íslandi vegna tungu- málsins og hann furðar sig á því, að fyr- irtæki geri ekki meira af því að leita eftir starfsfólki á íslandi, enda sé þar að finna hæfileikaríkt og vel menntað fólk á alþjóðlegan mælikvarðá: „Og ég held,“ segir Klemens, „að ein af ástæðunum fyrir því sé sú að það er svo erfitt að auglýsa á íslandi. Við notuðum þessa sömu auglýsingu á ensku á sama hátt í tugum fjölmiðla í Skandinavíu, enda erum við alþjóðlegt fyrirtæki og öll okkar daglegu sam- skipti fara fram á ensku. Auk þess er- um við að vinna með mörgum stærstu fyrirtækjum í heimi og í langflestum þeirra fer allt fram á ensku. ísland var eina landið, og þá sérstaklega Morgun- blaðið, þar sem ekki var hægt að nota sömu auglýsinguna.“ Það er í raun furðulegt að fyrirtæki á borð við MeKinsey, eitt stærsta ráð- gjafarfyrirtæki heims, skuli ekki telja sér fært að þýða auglýsingu af ensku á íslenzku. McKinsey hefur þó íslend- inga innan sinna vébanda, sem gætu aðstoðað við þýðinguna. Þetta fólk verður að hafa það í huga, að Morgun- blaðið er íslenzkt blað, gefið út fyrir ís- lenzka lesendur og þess vegna er það og verður gefið út á íslenzku! Stefnir í að öll stærri sveitarfélögin samþykki að breyta Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag en óvissa ríkir um afstöðu þeirra minni Veerle Vandeweerd, framkvæmdastjóri alheimsáætl- unar um varnir gegn mengun hafsins frá landi Ríkið býðst til að greiða 2.760 millj ðnir kr óna Mprgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Höfuðstöðvar Orkubús Vestfjarða eru á Isafirði og verða þar áfram þótt ríkið eignist meirihiuta hlutiifjár, a.m.k. fram á mitt ár 2002. Ríkið býðst til að greiða sveitarfélögunum á Vestfjörðum 2.760 milljónir fyrir hlut þeirra í Orkubúi Vestfjarða en gerir það að skilyrði að hluti kaupverðsins gangi til að greiða tilteknar skuldir sveitarfélag- anna, meðal annars vegna félagslega íbúðakerfísins. Fram kemur í grein Helga Bjarnasonar að fjölmennustu sveitar- félögin samþykkja breytingu Orkubúsins í hlutafélag, en krafíst er samþykkis allra. Hins vegar eru skiptari skoðanir um sölu hlutabréfanna. y Hólmavíkur- Kaldrananos- hreppur hreppur HÓLMAVÍK l^* k. 'V:' A íaykhóla- \ Klrkjubóls- Áætlaður eignarhluti sveitarfélaga á Vestfjörðum í orkubúi Vestfjarða m/v íbúafjölda 1. desember 1999 íbúar 1. desember 1999 milljónir króna Reykhólahreppur 303 101 Vesturbyggð 1.231 409 Tálknafjarðarhreppur 366 122 ísafjarðarbær 4.275 1.420 Bolungarvík 997 331 Súðavíkurhreppur 254 84 Hólmavíkurhreppur 447 148 Árneshreppur 67 22 Kaldrananeshreppur 144 48 Kirkjubólshreppur 47 16 Broddaneshreppur 84 28 Bæjarhreppur 93 31 Samtals: 8.308 2.760 SVEITARFÉLÖGIN á Vestfjörðum eru um þess- ar mundir að taka afstöðu til tillagna um að breyta Orkubúi Vestfjarða úr sameignar- félagi í hlutafélag. Sveitarfélögin eru tólf, það minnsta með innan við 50 íbúa og það stærsta með 4.275 íbúa og þurfa öll að vera einhuga um breytinguna. Ljóst er að ríkið er til reiðu búið að kaupa eignarhluti þeirra sveitarfélaga sem vilja selja að lokinni formbreytingu, meðal annars með skilyrðum um ráðstöf- un söluverðsins. Skilyrðin eru um- deild á Vestfjörðum en þau munu m.a. vera tengd lausn á vanda sveit- arfélaganna vegna félagslega íbúðakerfisins. Orkubú Vestfjarða hefur starfað frá 1. janúar 1978 en það tók þá við rekstri Rafveitu ísafjarðar, Raf- veitu Patrekshrepps og eignum Rafmagnsveitna ríkisins á Vest- fjörðum. Ári síðar bættust við Raf- veita Snæfjalla og Rafveita Reykja- fjarðar og Ógurhrepps. Fyrirtækið er sameignarfélag ríkissjóðs og sveitarfélaganna í Vestfjarðakjördæmi. Eignarhluti ríkisins er 40% en sveitarfélögin eiga 60% og skiptist eignarhlutdeild þeirra innbyrðis í hlutfalli við íbúa- tölu hverju sinni og tekur ekki mið af því hvaða eignir sveitarfélögin lögðu fram við stofnun fyrirtækis- ins. Þær umræður sem nú fara fram um framtíð Orkubús Vestfjarða eiga sér nokkurra ára aðdraganda. Svo virðist sem sveitarfélögin hafi ekki litið á hlut sinn í orkubúinu sem eign, eins og sést á ákvæðum um fljótandi eignaraðild. Kristján Haraldsson orkubússtjóri segir að þetta hafi byrjað að breytast við sameiningar sveitarfélaga. Þegar ísafjarðarbær varð til með samein- ingu margra sveitarfélaga á norð- anverðum Vestfjörðum hafi eignar- hluturinn komið til umræðu vegna þess að stuðningur sem þau fengu til einhverra við- fangsefna hafi verið skertur vegna eignar þeirra í orkubúinu. Eftir það hafi sveitarstjórnarmenn farið að líta á orkubúið sem eign. Síðar tók bæjarstjórn Vestur- byggðar af skarið og óskaði eftir sölu á eignarhlut sínum í orkubúinu en bæjarfélagið hefur sem kunnugt er átt í miklum fjárhagserfiðleikum á undanfomum ámm. Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri segir að sala eigna sé eina leiðin til að leysa fjár- hagsvanda Vesturbyggðar. Með sölu á eignarhlutanum í Orkubúi Vestfjarða gætu sveitar- stjórnarmenn, að mati Jóns Gunn- ars, farið að sjá til botns í skulda- súpunni og hefðu eftir það jafngóða möguleika til að veita íbúunum þjónustu og flest önnur sveitarfélög landsins. Segir hann að sveitar- stjórnarmenn hafi orðið að halda að sér höndum í mörg ár og því þurfi margt að gera í Vesturbyggð. Geti ráðstafað eign sinni Fulltrúar sveitarfélaganna hafa átt í viðræðum við ríkisvaldið um framtíð Orkubús Vestfjarða. Fram hefur komið að ríkið er tilbúið að kaupa eignarhluti þeirra sveitarfé- laga sem það vilja og hefur verið út- búinn leynilegur verðmiði á fyrir- tækið. Fyrsta skrefið í söluferlinu er að breyta félagsforminu, úr sameign- arfélagi í hlutafélag. Viðræðunefnd sveitarfélaganna hefur lagt til við sveitarstjómirnar að það verði gert. Breytingin hefur verið sam- þykkt í bæjarstjórnum ísafjarðar og Vesturbyggðar og hreppsnefnd Tálknafjarðar. Miðað við samtöl við sveitarstjórnarmenn má gera ráð fyrir að öll fjölmennari sveitarfélög- in samþykki hlutafélagavæðinguna, þótt ekki séu allir fullkomlega sátt- ir, en aftur á móti ríkir fullkomin óvissa um afstöðu minni hreppanna. Nú þegar hafa sveitarfélög með 80-90% íbúanna samþykkt form- breytinguna eða munu nokkuð ör- ugglega gera það. Það er ekki nóg, eins og fram hefur komið, því samstaðan þarf að vera alger til þess að málið nái fram að ganga. Sumir þeirra sem varlega vilja fara í málinu og era ekki spenntir fyrir breytingunni virðast ætla að fylgja straumnum, telja ólýðræðislegt að beita neitunarvaldinu gegn svo miklum meirihluta. Af- staða forsvarsmanna minnstu hreppanna hef- ur ekki verið könnuð og enn gæti stigið fram oddviti sem ekki treystir sér til að samþykkja hlutafélag. Bæjarstjóm Bolungarvíkur tek- ur málið fyrir á næsta bæjarstjórn- arfundi. „Það er mín persónulega skoðun að breyta eigi orkubúinu í hlutafélag þannig að hvert og eitt sveitarfélag geti ráðstafað eignum sínum á sem frjálsastan hátt, án af- skipta annarra sveitarfélaga,“ segir Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri. Endurspeglar hann skoðanir margra sveitarstjórnarmanna sem þó hafa ekki gert upp afstöðu sína til sölu hlutabréfanna síðar eða vilja ekki tjá sig um þá hlið mála fyrr en formlegt tilboð ríkisins um kaup á hlutabréfunum liggur fyrir. Það eru einnig mikilvæg rök í huga margra viðmælenda úr röðum forystumanna sveitarfélaganna að vegna breytinga á skipulagi orku- mála í landinu verði að stofna hluta- félag um orkubúið eigi síðar en um mitt ár 2002. Þetta sé því spurning um tíma því menn eigi ekki kost á óbreyttu fyrirkomulagi til frambúð- ar. Ef öll. sveitarfélögin samþykkja breytinguna verður boðað til félags- fundar í orkubúinu þar sem hún verður staðfest. Það liggur nokkuð ljóst fyrir að Vesturbyggð mun selja rikinu hlutabréf sín í orkubúinu ef því verður breytt í hlutafélag. Vestur- byggð á tæpra 9% hlut, miðað við íbúafjölda um síðustu áramót. Þó að það gerist munu sveitarfélögin halda meirihluta í orkubúinu, þótt ekki megi miklu muna, með um 51% eignarhlutdeild. Enn liggur ekkert fyrir um afstöðu annarra sveitarfé- laga til væntanlegs tilboðs rikisins. Ef ríkið eignast meirihluta í Orkubúi Vestfjarða liggja fyrir yfir- lýsingar um óbreyttan rekstur þess í höndum heimamanna fram að gildistöku nýrra orkulaga. En einn- ig er því lýst yfir að gjaldskrá orku- fyrirtækisins yrði þá löguð að gjald- skrá Rafmagnsveitna ríkisins í áföngum. í þessu felst þó ekki að rekstur orkubúsins verði falinn í hendur RARIK, að minnsta kosti ekki fram að gildistöku nýma orku- laga. Hins vegar telja menn að líta beri á aðlögun taxtanna í því ljósi að ríkið vilji fá einhvern arð af fjárfest- ingu sinni. Gjaldskrá orkubúsins er einhver sú lægsta í landinu og það selur t.d. rafmagn til almennings á 20% lægra verði en RARIK, að sögn orkubússtjórans, og fyrirtæki geta fengið rafmagn á allt að 30% lægra verði en fyrirtæki á orkuveitusvæði RARIK. Þeir íbúar sveitarfélaganna sem lýst hafa yfir andstöðu við sölu orkubúsins og jafnvel mótmælt breytingu þess í hlutafélag nefna hækkun orkuverðsins sem rök fyrir sínu máli. Þeir segja að erfiðara verði að halda í íbúana ef þeir hætta að njóta hins lága orkuverðs. Einn- ig em tilfinningarök áberandi og sagt að verið sé að hirða allt af Vest- firðingum og ekki megi fyrir nokk- um mun láta þetta góða fyrirtæki, Orkubú Vestfjarða, af hendi. Áhrif hefur að menn sjá fyrir sér fækkun starfa á Vestfjörðum, einkum við stjórnun, ef orkubúið verður lagt undir Rafmagnsveitur ríkisins. Stjórnendur sveitar- félaganna standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum. Þeir vita hverjar afleiðingar það hefur að selja en á móti þurfa þeir að meta væntanlegt til- boð ríkisins og hvort það sé skynsamlegt að láta þessa eign standa arðlausa hjá sveitarfélaginu á meðan ekki er hægt að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að þjóna íbúunum án þess að safna skuldum og auka vaxtagjöld. Flestir virðast sammála um að væntanlegt tilboð ríkisins verði gott. Svokallaður verðmiði hefur ekki verið kynntur og kemur vænt- anlega ekki fram í dagsljósið með formlegum hætti fyrr en fyrirtæk- inu hefur verið breytt í hlutafélag og ríkið gerir hverju og einu sveit- arfélagi tilboð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa viðræðunefndir sveit- arfélaganna og ríkisins orðið ásátt- ar um að meta verðmæti orku- búsins til 4,6 milljarða króna. Það þýðir að verðmæti væntanlegra hlutabréfa sveitarfélaganna verður 2.760 milljónir kr. Er þetta hærri upphæð en nefnd hefur verið til þessa. Orkubúið hefur áður verið metið á tæplega einn til tæplega tveggja milljarða króna. Sveitarsjóðirnir fengju rúmlega 280 þúsund krónur út á hvern íbúa sveitarfélaganna við sölu hlutabréfa sinna. ísafjarðarbær á mman helm- ing af eignarhlut sveitarfélaganna og fengi því 1.420 milljónir kr. í sinn hlut, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Vesturbyggð fengi rúmar 400 milljónir kr. Skilyrði um ráðstöfun söluandvirðis Fyrir liggur að ríkið setur sveit- arfélögunum skilyrði um ráðstöfun á hluta söluandvirðisins. Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri í iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytinu, stað- festir að rætt hafi verið um að kaup- verðinu yrði ráðstafað með tilteknum hætti, til þess að greiða ákveðnar skuldir, en segist ekki geta tjáð sig nánar um það. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er í þessu sambandi meðal annars verið að ræða um skuldajöfnun van- skila sem sum sveitarfélögin á Vest- fjörðum eiga við íbúðalánasjóð vegna félagslega íbúðakerfisins. Jón Gunnar Stefánsson, bæjar- stjóri á Patreksfirði, segir að fjórð- ungur af hugsanlegu söluandvirði hlutabréfa Vesturbyggðar fari til að greiða vanskil í félagslega íbúða- kerfinu. Margir sveitarstjómarmenn vilja alls ekki blanda sölu á eignarhlut sínum í Orkubúi Vestfjarða saman við lausn á þeim ógöngum sem þeir hafa ratað í vegna félagslega íbúða- kerfisins og segja að þetta séu tvö aðskilin mál. Þór Örn Jónsson, sveitarstjóri á Hólmavík, segist vilja fá hreinar línur í félagslega íbúðakerfið áður en afstaða verður tekin til kauptilboðs ríkisins í orku- búið. Vekur hann athygli á að fé- lagslega íbúðakerfið sé ekki vandi Vestfirðinga einna, heldur sveitar- félaga um allt land og ríkið þurfi að koma að lausn þess á landsvísu. Það háa verð sem sveitarfélögun- um virðist standa til boða, yfirverð eins og sumir kjósa að nefna það, verður samkvæmt heimildum Morgunblaðsins að skoða í ljósi þeirra skilyrða sem sveitarfélögun- um verða sett um ráð- stöfun söluandvirðis hlutabréfanna. Þannig er því haldið fram að ríkið sé að greiða fyrir lausn á vanda sveitarfé- laganna á Vestfjörðum vegna fé- lagslega íbúðakerfisins með því að bjóðast til þess að greiða yfirverð fyrir bréfin í Orkubúi Vestfjarða. Ékki hugnast öllum þessi blanda enda virðist afstaða sumra sveitar- stjórnarmanna til sölu á orkubúinu ráðast af afstöðu þeirra til þess vanda sem félagslega íbúðakerfið hefur skapað þeim. Vesturbyggð vill selja sinn eignarhluta Rafmagnsverð mun hækka frá veitunni Heimshöfín koma öllum við Morgunblaðið/Ásdís Veerle Vanderweeld Ástand heimshafanna fer versnandi, segir Veerle Vandeweerd, og er þeim ekki veitt at- hygli sem skyldi 1 um- ræðum um umhverfís- mál. Sigríður B. Tómasdóttir hitti hana að máli. AÐ hefur verið lögð allt of lítil áhersla á mengun hafanna í alþjóðlegri um- ræðu um umhverfismál," segir Veerle Vandeweerd, fram- kvæmdastjóri framkvæmdaáætl- unar um varnir gegn mengun frá landi. Skýringuna á þessu segir hún m.a. vera þá miklu áherslu sem hefur verið lögð á loftslags- breytingar í heiminum. Þær breyt- ingar hafi fengið nánast alla um- hverfisumfjöllun, eins og ekkert annað sé að. „Við viljum vekja meiri athygli á höfunum, þau koma okkur öllum við. Vandamálið virð- ist vera hversu ósýnileg vandamál þeirra geta verið. Það hefur oft verið sagt að höfin séu stærsti vaskur í heimi. Þangað sé bara hægt að skola öllu niður án þess að afleiðingarnar séu beinlínis sýni- legar.“ Eins og Veerle bendir á em vandamál sem tengjast loft- mengun miklu sýnilegri, og meng- un af völdum iðnaðar sömuleiðis. Þess vegna hafi menn nánast gleymt sjónum. Veerle, sem er í sinni fyrstu heimsókn hingað til lands, er mætt til þess að kynna þeim sem hlut eiga að máli stöðu framkvæmda- áætlunarinnar og niðurstöður væntanlegrar skýrslu alþjóðlegrar nefndar sérfræðinga (GESAMP) um mengun sjávar. Veerle hefur starfað á skrifstofu framkvæmda- áætlunarinnar í rúmt ár. Veerle, sem er með doktorspróf í líf- efnafræði, er þó öllum hnútum kunnug í umhverfismálum heims- ins því að hún starfaði lengi fyrir Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, en skrifstofan heyrir reyndar undir hana. Sýktur skelfískur veldur fjölda dauðsfalla í erindi sínu um skýrslu GES- AMP kynnir hún nokkrar af niður- stöðum hennar sem sannarlega styðja orð hennar um ástand haf- anna. I henni er m.a. bent á að 50.000-100.000 dauðsföll á ári megi rekja til neyslu á sýktum skelfiski, en talið er að skelfiskmáltíðir jarð- arbúa séu um átta milljarðar ár- lega. Einnig má nefna 50.000- 100.000 tilfelli af langvarandi lifr- arskemmdum og 5-10 milljónir tilfella af smitandi lifrarbólgu á ári. Veerle bendir einnig á að einn af hverjum tuttugu sem stunda sjóböð verði veikur af þeim völdum vegna mengunar hafsins. „Það verður náttúrulega að skoða þess- ar tölur í samhengi,“ segir Veerle þegar blaðamaður hittir hana að máli eftir fundinn. „Þetta em tölur fyrir allan heiminn og það er vita- skuld ekki sama ástandið alls stað- ar, dauðsföllin dreifast ekki jafnt um heiminn. Það er t.d. mun al- varlegra ástand í Asíu víðs vegar en í Evrópu. í Asíu er mengun af völdum skólps t.d. mjög mikil, og mjög alvarlegt ástand víða. En ég valdi að kynna þennan hluta niður- stöðu skýrslunnar til þess að vekja athygli á þessum málum.“ Og það er sannarlega af nógu að taka þeg- ar kemur að því að benda á slæmt ástand hafanna. Veerle bendir í fyrirlestrinum á að 93% kóralrifa heimsins eru skemmd og tveir þriðju hlutar votlendis í Evrópu og N-Ámeríku hafa verið eyðilagðir. Votlendi eru yfirleitt við ströndina, en 50% jarðarbúa búa einmitt við strendur heimsins. Skilgreind strandsvæði era einnig hýbýli 90% fiska og skeldýra. Mengunarvaldar em margir, en auk skólpsins má t.d. benda á að næringarsölt, ýmis köfnunarefni og fosfórsambönd sem notuð eru sem áburður í landbúnaði valda t.d. mikilli mengun í höfunum. Margt bendir til þess að mengun vegna þeima eigi stóran þátt í vax- andi tíðni eitraðra þöranga á mörgum strandsvæðum. Mengun í heimshöfunum á að langmestu leyti uppruna sinn á landi, eða 80%, athafnir á sjó eru hins vegar orsök 20% mengunar. En hvað er til ráða fyrst ástandið er eins slæmt og rannsóknir benda til að það sé? Til að koma til móts við vandamálið var framkvæmdaáætl- un um varnir gegn mengun frá landi sett saman en hún byggist á 12. kafla hafréttarsáttmálans. Aætlunin var samþykkt í Washing- ton árið 1995 og átti ísland stóran þátt í vinnunni við gerð hennar. ísland í fararbroddi í málefnum hafsins Það kann Veerle að meta og í samtali við Morgunblaðið hrósar hún mjög þeirri vinnu. „ísland hef- ur verið í fararbroddi í málum hafsins og sýnt þar gott fordæmi. Ég vænti þess að á fundi ríkjanna sem samþykktu framkvæmdaáætl- unina, sem verður haldinn í Kan- ada á næsta ári, muni aðrar þjóðir geta lært mikið af reynslu íslend- inga.“ Framkvæmdaáætlunin er ekki bindandi en öll ríki SÞ sem liggja að sjó em aðilar að henni. Markmið hennar liggur í heiti hennar og á þeim fimm ámm sem liðin era síðan hún var samþykkt hefur mestur tíminn farið í að kynna hana fyrir ríkisstjómum auk þess sem skrifstofan sinnir að- stoð við alls kyns rannsóknir. „Aætlunin er eins konar gmnnur fyrir aðgerðir gegn mengun. Við getum aðstoðað ríki sem hafa áhuga á að hefja einhvers konar aðgerðir, náð réttu sérfræðirigun- um saman og veitt alls kyns leið- beiningar. Við getum að sjálfsögðu ekki framkvæmt þessar aðgerðir, það er ríkjanna sjálfra, en við sinn- um ýmiss konar upplýsingastarfi.“ Veerle segir aðspurð SÞ hiklaust vera mjög ákjósanlegan vettvang til þess að sinna svo alþjóðlegum málaflokki sem umhverfismál eru. „Sameinuðu þjóðirnar era vett- vangur ríkja heimsins til þess að vinna að sameiginlegum málum heimsins og sú skilgreining á vel við um umhverfismál. Hins vegar. emm við núna farin að hafa mikið samband við einkageirann og vilj- um endilega virkja hann til þátt- töku, teljum það mjög mikilvægt út frá mörgum sjónarmiðum.“ Nauðsynlegt að virkja einkafyrirtæki Veerle bendir í þessu sambandi á að það sé oft óheyrilega dýrt að taka til hendinni í mengunarvörn- um. Mörg ríki hafi ekki bolmagn til þess og því sé nauðsynlegt að leita til fyrirtækjanna sjálfra. „Það er líka auðvitað alls ekki rétt að umhverfísmál eigi eingöngu að vera á könnu ríkisstjórna. Það hef- ur allt of lengi verið viðkvæðið. Það er einnig hagur fyrirtækja að taka til hendinni i þessum málum enda er einkageirinn farinn að hafa mikinn áhuga að þessu. Stór fyrirtæki, sér í lagi alþjóðafyrir- tæki, hafa oft meira fjármagn en ríki og því er nauðsynlegt að fá þau með í spilið. Ég hef líka á til- finningunni að eftir nokkur ár muni það skipta höfuðmáli fyrir fyrirtæki að þau reki umhverfis- væna stefnu.“ Ferðaiðnaðurinn er annar samstarfsaðili sem Veerle horfir mjög til, enda hagur hótel- eigenda og annarra í ferðajðnaðin- um að hafið sé hreint. f erindi Veerle kemur fram að nú eftir að aðaláherslan hafi verið lögð á kynningu áætlunarinnar sé tími kominn til aðgerða og hún bindur miklar vonir við áðurnefndan fund í Kanada á næsta ári. „Það er ekki lengur nóg að ræða hlutina, við þurfum að grípa til aðgerða."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.