Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ lést á líknardeild Landspítala, Landakoti, mánu- daginn 23. október. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni i Reykjavík þriðjudaginn 31. október + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, faðir, afi og langafi, FINNUR FINNSSON, kennari frá ísafirði, Árskógum 8, Reykjavík, tengda- kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. María Gunnarsdóttir, Auðunn Finnsson, Rita Evensen, Finnur Magni Finnsson, Ingibjörg Baldursdóttir, Viðar Finnsson, Katrín Þorkelsdóttir, Valdís Finnsdóttir, Ólafur Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær dóttir okkar, systir og unnusta, ELÍN ÞÓRA HELGADÓTTIR, Hraunsmúla, Kolbeinsstaðahreppi, verður jarðsungi frá Kolbeinsstaðakirkju, Kol- beinsstaðahreppi, Snæfellsnesi, laugardaginn 28. október kl. 14.00. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Halldór Halldórsson, Aðalbjörg Þórólfsdóttir, Kristbjörn H. Steinarsson, Helgi Þ. Sigurðsson, Anna Lýdía Helgadóttir, Ólafur ívar Jónsson, Theódór H. Helgason, Þorbjörg D. Kristbjörnsdóttir, Thelma E. Jónsdóttir, Steinar H. Kristbjörnsson, Rannveig Þóra Kristbjörnsdóttir, Gunnar Ægir Gunnarsson. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI ÞORLÁKSSON fyrrverandi skólastjóri, Sléttuvegi 11, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánu- daginn 30. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Orgel- sjóð Langholtskirkju. A Gunnþóra Kristmundsdóttir, Þorkell Helgason, Helga Ingólfsdóttir, Þorsteinn Helgason, Guðlaug Magnúsdóttir, Þorlákur H. Helgason, Kristjana Sígmundsdóttir, Þorvaldur Karl Helgason, Þóra Kristinsdóttir, Þorgeir S. Helgason, Laufey Tryggvadóttir, Þóra Elín Heigadóttir, Einar Bragi Indriðason, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA GÍSLADÓTTIR, síðast til heimilis í Logafold 90, Reykjavík, sem lést föstudaginn 20. október, verður jarðsungin frá Grensárskirkju mánudaginn 30. október kl. 13.30. Páll Auðunsson, Anna Þorláksdóttir, Gísli G. Auðunsson, Katrín Eymundsdóttir, Sigríður Auðunsdóttir, Guðmunda Auður Auðunsdóttir, Hermann Ágúst, Kristín Auðunsdóttir, Hafsteinn Hjaltason, Gunnbjörn Guðmundsson, Ólafur Auðunsson, Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. LOKAÐ Afgreiðsla og skiptiborð ríkislögreglustjóra verður lokað fyrir hádegi í dag, föstudaginn 27. október, vegna jarðarfarar. Ríkislögreglustjóri. MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR + Margrét Ásgeirs- dóttir fæddist á Sólheimum í Mýrdal 7. janúar 1929. Hún lést á Landspítalan- um f Fossvogi hinn 12. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Kristfn Hólmfríður Tómas- dóttir, f. 10. mars 1893, d. 15. aprfl 1973, og hennar mað- ur Ásgeir Pálsson, f. 2. júlí 1895, d. 28. júlí 1973, bóndi á Fram- nesi í Mýrdal. Systkini Margrétar eru: Ása Pálína, f. 7. ágúst 1926, d. 24. apríl 1942; Stefán, f. 28. júlí 1927, d. 21. febrúar 1971; Sigurður, f. 19. des- ember 1930; Guðgeir, f. 26. nóv- ember 1932; Unnur Aðalbjörg, f. 21. ágúst 1934, d. 22. desember 1942; Siggeir, f. 15. ágúst 1936; Ingibjörg, f. 1. maí 1938. Hinn 22. ágúst 1953 giftist Mar- grét Óskari Oskarssyni, f. 17. júní 1924, d. 30. aprfl 1992, frá Eystri- Garðsauka, Rang. Foreldrar hans voru Óskar Sæmundsson, f. 19. júní 1899, d. 6. febrúar 1962, og Með fáeinum orðum vil ég minn- ast vinkonu minnar Margrétar Ás- geirsdóttur sem lést á Landspítalan- um í Fossvogi þann 12. október sl. Kynni okkar hófust fyrir rúmum tveimur árum þegar við fórum í rétt- arferð með Félagi eldri borgara í Kópavogi. Frá þeim degi má segja að við höfum fylgst að. Margrét hafði marga góða eigin- leika og má þar nefna hvað hún var einstaklega skipulögð og óreiða var henni ekki að skapi. Hún var félags- lynd og glaðlynd og tel ég mig Anna Ólafsdóttir, f. 20. júlí 1897, d. 14. júlí 1926. Dætur Óskars frá fyrra hjónabandi eru: Anna, f. 7. nó- vember 1945, d. 29. september 1949; Steinunn Anna, f. 28. júlí 1950, maki Jón Bjarklind, og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. Margrét og Óskar eignuðust þrjá syni, þeir eru: 1) Ásgeir, f. 16. júlí 1953, maki Guðrún Guðmundsdóttir og eiga þau þrjár dætur. 2) Óskar Örn, f. 25. febrúar 1955, maki Jóna Jónsdóttir og eiga þau þijár dætur og tvö barnabörn. 3)Þröstur, f. 30. mars 1963, og á hann eina dóttur. Margrét og Óskar bjuggu í Reykjavík frá árinu 1953 til 1970, þá fluttust þau til Svíþjóðar og bjuggu þar til ársins 1980, fluttu þau þá í Kópavog og bjuggu þar eftir það. Útfor Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. lánsaman að hafa fengið að njóta góðvildar og návistar hennar þenn- an stutta tíma sem við áttum saman. Listræn og skapandi var hún og vitnar um það allt hennar handverk og myndir sem hún átti eftir sig heima. Sem ung kona vann hún sér- staklega fallega altaristöflu fyrir kapelluna í Sólheimum undir Mýr- dalsjökli og er það listaverk sem ólærð manneskja í listum má vera stolt af. Hún sýndi mér þetta verk í einni af ferðum okkar síðastliðið sumar. SIGURÐUR ÓSKAR JÓNSSON + Sigurður Óskar Jónsson, bakara- meistari, fæddist í Reykjavík 24. des- ember 1921. Hann lést á Landspitalan- um í Fossvogi 16. október síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru Jón Símonar- son, bakarameistari, f. 7. maí 1893, d. 29. júní 1978 og Hann- esína Ágústa Sigurð- ardóttir, f. 8. ágúst 1902, d. 19. septem- ber 1995. Systkini Sigurðar eru: Jóhanna Guðrún, f. 29. júní 1924; Símon, f. 5. nóvem- ber 1931, d. 10. nóvember 1997. Hinn 13. júlí 1947 kvæntist Sigurður Önnu Kristinu Linnet, f. 24. júní 1927. For- eldrar Önnu voru Kristján Linnet:, sýslumaður, f. 1. febrúar 1881 og Jó- hanna Linnet, f. 6. mars 1890. Börn Sigurðar og Önnu eru: Edda, f. 6. júní 1951; Jón, f. 25. júni' 1953; Kristján, f. 12. febrúar 1956; Hann- es, f. 20. ágúst 1957. Sigurður starfaði að iðn sinna allan sinn starfsaldur. Þar af sem kennari við Iðnskólann í Reykjavík í 18 ár._ Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Okkur hjónin langar að minnast mágs og svila okkar með fáeinum minningar- og þakkarorðum. Hann verður okkur alltaf minnis- stæður, og við söknum mjög þessa hógværa manns með sínu hlýja og fágaða viðmóti, sem var honum svo eðlislægt. Diddi, eins og hann var kallaður af þeim sem þekktu hann, var mikill og fær fagmaður sem bak- ari, og fór í framhaldsnám í grein- inni til Kaupmannahafnar, að námi loknu hér heima. Hann var líka afar listrænn maður og hafði mikið yndi af hverskonar málverkum og öðrum listmunum. Sjálfur var hann mikill hagleiks- maður í höndunum, sem útskurður Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Um hvem látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðalh'nubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Veikindi hennai' síðustu mánuði reyndust henni erfið og tóku á þrátt fyrir að hún kvartaði ekki. Elsku Margrét, það verður erfitt að vita til þess að ferðir okkar saman verða ekki fleiri. Þarsemvaggaþínstóð Þarsemvorvið þérhló Þar sem móðurhönd smábamivaggaríró Þar sem hlývindar strjúka um tárvota kinn Þar sem víðsýni ríkir Þar er hollvinur þinn. Ég og fjölskylda mín viljum að lokum þakka þér fyrir samfylgdina þennan stutta en góða tíma og vott- um aðstandendum þínum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Hallgrímsson. Elsku Margrét mín. Mig langar að þakka þér samveruna þessi ár sem við vorum nágrannar. Mér var það strax ljóst, hve mikil öðlings- kona þú varst. Þú varst mikill dugn- aðarforkur og margt til lista lagt. Ég man hvað ég dáðist oft að flíkun- um sem þú saumaðir, þar var vand- virknin og nákvæmnin í fyrirrúmi. Eða fallegu klippimyndirnar þínar, sem margir yngri en þú hefðu verið stoltir af að afreka. Ég fékk að njóta þessara hæfileika þinna þegar þú saumaðir fallegu stofugluggatjöldin fyrir okkur. Já, þú varst með ein- dæmum flink í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd. Margrét mín, ég man þegar þú sagðir yfir einum kaffibollanum, að það væri nú ósköp notalegt að eignast góðan vin, en hann yrði að vera hávaxinn og eiga bíl. Hálfu ári seinna sá ég þennan myndarmann á tröppunum sem uppfyllti þessi skilyrði, og þig bros- andi og ánægða. Kæra vinkona, ég sakna þess að hafa þig ekki lengur hérna hjá okkur og þakka um leið fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Guð geymi þig og ástvini þína. Helga og Snorri Páll. er hann gerði í skóla sem barn og unglingur, ber vitni um. A yngri árum lék Diddi knatt- spyrnu í meistaraflokki KR sem markmaður og hafði eðlilega mikinn áhuga á þeirri íþrótt, fylgdist vel með knattspymu alla tíð síðan og hafði af því mikla ánægju. Hann og kona hans, Anna Linnet, bjuggu lengst af á Hagamel 33, og áttu þar fallegt og glæsilegt heimili, voru miklir höfðingjar heim að sækja, og eiga margir ljúfar minn- ingar um gestrisni þeirra og vináttu. Þau áttu því láni að fagna að eign- ast mannvænleg og góð börn, sem hafa reynst þeim stoð og stytta í veikindum föður þeirra. Seinni árin bjuggu þau hjón í Ár- skógum 8 og áttu þau, sem fyrr, fag- urt og smekklegt heimili og gestrisnin var söm við sig. Síðustu árin gerðist Diddi meir og meir farinn að heilsu, uns hann fékk hvíldina aðfaranótt 16. október sl. Við geymum minninguna um þenn- an fríða, sviphreina og hjartahlýja mann, þökkum honum alla vináttu, og biðjum honum guðsblessunar. Elsku Anna, við vottum þér og börnum þínum, barnabörnutn og öðrum aðstandendum hjartanlega samúð okkar. Guð styrki ykkur öll. Þinn bróðir og mágkona, Bjarni og Ingibjörg. Við kveðjum kæran vin, bróður og mág með söknuði og þakklæti. Þakklæti fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt með þeim hjónum, Didda og Önnu, í öllu okkur lífshlaupi. Það var mjög kært með þeim systkinum og góð samskipti, alla tíð. Dvelur hún nú á sjúkrahúsi, farin á heilsu. Sigurður Óskar var virtur sem bæði framúrskarandi fagmaður og kennari. Leitinni að ljósi og sann- leika er ekki lokið, farnist þér vel, kæri vinur, á þeirri vegferð. Kæra vinkona og fjölskylda, megi hann sem öllu ræður gefa ykkur styrk í sorginni. Jóhanna og Ólafur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.