Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Matarleifarnar
verða að mold í
blómapottana
Morgunblaðið/Golli
Ungir íbúar í Bökkunutn settu fyrstu matarleifarnar í jarðgerðarvélina undir vökulu
auga Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarsljóra, Hrannars B. Amarssonar, for-
manns umhverfis- og heilbrigðisnefndar, og Kjartans Valgarðssonar, hjá Vistmönnum.
Breiðholt
ÍBÚUM við Kóngsbakka og
Leirubakka gefst nú kostur
á að búa til moltu úr lífræn-
um úrgangi frá heimilum
sínum í tilraunaverkefni sem
Reykjavíkurborg stendur nú
fyrir. Komið hefur verið fyr-
ir sérstakri jarðgerðarvél í
18 fm húsi sem reist heíúr
verið og íbúum um 150 íbúða
við göturnar tvær afhentir
lyklar að henni.
Að sögn Hrannars B. Arn-
arssonar, formanns um-
hverfis- og heilbrigðisnefnd-
ar Reykjavíkur, er þarna að
finna fyrstu jarðgerðarvél-
ina, sem tekin er í notkun á
landinu. Ætlunin er að þeir
sem áhuga hafa á þátttöku í
verkefninu losi í vélina h'f-
rænan úrgang, hvort sem
eru bein, grænmetishýði,
blómaafgangar eða annar
lífrænn úrgangur, sem ann-
ars færi í ruslatunnuna.
Hágæðajarðvegsbætir á
fjórum vikum
Jarðgerðarvélin tætir
úrganginn niður og blandar
saman þannig að loft komist
að og flýttr þannig fyrir nið-
urbroti efnanna án þess að
bæta út í nokkrum kemísk-
um efnum. Árangurinn er sá
að eftir um fjórar vikur
verður tilbúinn í vélinni há-
gæðajarðvegsbætir. Að sögn
Hrannars verður jarðvegs-
bætinum komið fyrir í tunn-
um á svæðinu þannig að
hann nýtist íbúunum, sem
lagt hafa til hráefnið, hvort
sem er sem mold í pottablóm
í áburð á grasflatir eða aðra
uppgræðslu í hverfinu.
Markmiðið með moltu-
gerðinni er að minnka sorp
frá heimilum og kostnað við
flutning og urðun sorps.
Hann sagði að moltuvélin
ætti að geta annað um 80
heimilum en í Kóngsbakka
og Leirubakka eru um 150
heimili. Ekki er búist við
þátttöku allra og því er gert
ráð fyrir að ein vél nægi fyr-
ir svæðið á tilraunatímanum.
Hrannar sagði að vél af
þessu tagi kostaði um tvær
m.kr. en borgin hefur ekki
fest kaup á henni heldur
leigir hana af fyrirtækinu
Vistmönnum og því væri
kostnaður borgarinnar lítill
af verkefninu, sem stendur í
þijá mánuði. íbúamir fá af-
henta lykla og bréfpoka und-
ir matarleifarnar og ílát
undir þá.
Hrannar sagði að tilraun-
in væri hugsuð til þess að
afla upplýsinga um hvernig
borgarbúar bregðast við
nýjungum af þessu tagi en
reynslan af tilraunum með
breytt fyrirkomulag sorp-
hirðu lofi góðu.
Hann sagði ekki sjálfgefið
að kostnaður af almennri
þróun í þessa átt myndi
leggjast af þunga á borgar-
sjóð. Líklegt væri að fram-
vegis yrði fyrirkomulag
sorphirðu þannig að þeir
sem skila litlu sorpi til urð-
unar greiddu lágt gjald en
þeir sem henda miklu
greiddu mikið. Þannig gæti
það orðið hagkvæmt í heim-
ilisrekstri að íbúar og húsfé-
lög kæmu sér sjálf upp vél-
um af þessu tagi.
Góðar undirtektir
Götumar Leimbakki og
Kóngsbakki hafa verið vald-
ar með tilliti til legu húsanna
umhverfis ákveðinn mið-
punkt auk þess sem þar sé í
gangi tilraunaverkefni í
sorplosun, sem nær til alls
Breiðholtshverfis og Árbæj-
ar.
Hrannar sagði að áður en
ráðist var í tilraunina með
moltugerðina hefði öllum
íbúum hverfisins verið sent
bréf og kynnt áformin og
óskað eftir viðbrögðum
þeirra, Tveir kynningar-
fundir hefðu verið haldnir og
auk þess haft samband við
þá sem ekki mættu þangað
til að kynna starfsemina.
„Við höfum satt að segja
fengið ævintýralega góð við-
brögð og mér sýnist þátttak-
an vera mjög mikil,“ sagði
Hrannar. „Þetta og fleira
sem við erum að gera í sorp-
málum sýnir að íbúar borg-
arinnar em reiðubúnir að
stíga stærri skref í þessum
málum en almennt hefur
verið talið.“
Hrannar sagði að undir-
tektir við tilraunaverkefninu
vegna sorplosunar í Breið-
holti, sem m.a. felur í sér að
sorp er vigtað vikulega við
hús í Neðra-Breiðholti,
hefðu verið góðar og m.a.
birst í því að skil á fernum
og pappír í söfnunargáma í
Breiðholti hefðu aukist um
meira en 50% síðan í fyrra.
Eins hefði komum á grennd-
arstöðvar Sorpu í Breiðholti
fjölgað veralega síðan til-
raunin hófst. „Hvort tveggja
bendir til að tilraunin sé að
skila tilætluðum árangri,"
sagði Hrannar.
Hann sagði að miklu
skipti að minnka urðun líf-
ræns úrgangs því að skuld-
bindingar Islands vegna
EES-samningsins krefjist
þess að dregið verði úr urð-
un lífræns úrgangs um 25%
milli áranna 1995 og 2006 og
um 65% milli 1995 og 2016.
Strætisvagnar aka í Asland
Hafnarfjördur
BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar
samþykkti á fundi í gær að
fela Álmenningsvögnum bs.
að heija akstur að Ásvöllum
og í Áslandshverfi í byrjun
nóvember.
Á bæjarráðsfundi kom
fram að framkvæmdastjóri
Almenningsvagna hefur
unnið að undirbúningi og
könnun á kostnaði og sam-
þykkti bæjarráð að fela bæj-
arverkfræðingi að gera
nauðsynlegar ráðstafanir til
að aksturinn geti hafist um
mánaðamót og jafnframt að
Ásland og Byggðir verði
teknar sem sérleiðir Al-
menningsvagna frá og með
næstu áramótum.
Ásland hefur byggst hratt
upp undanfarin misseri og á
bæjarráðsfundinum var
jafnframt samþykkt að fela
bæjarverkfræðingi að aug-
lýsa lóðir í síðasta hluta
annars áfanga í Áslandi.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Hundaeigendur söfnuðust saman í Öskjuhlíð í gær þegar hundagerðið var formlega afhent.
Afgirt svæði fyrir hunda
í Hlíðarfæti í Öskjuhlíð
HUNDAEIGENDUR fengu
í gær afhent afgirt svæði í
Hlíðarfæti í Öskjuhlíð, þar
sem útbúin hafa verið tvö
rúmgóð hundagerði.
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri afhenti
Ingibjörgu R. Guðmunds-
dóttur, fulltrúa hundaeig-
enda, svæðið sem er útbúið
samkvæmt tillögu Hunda-
ræktarfélags íslands. Gert
er ráð fyrir að hundaeigend-
ur geti leyft hundum sínum
að hlaupa þarna frjálsum á
afgirtu svæði og eins hefur
Hundaræktarfélagið gert
það að tillögu sinni að annað
gerðið verði einkum notað til
kennslu og þjálfunar.
Svæðið er alls um 3000
fermetrar. Það er tyrft og
afgirt með lágri netgirðingu
og á næsta ári er ætlunin að
setja trjágróður umhverfis
girðinguna til skrauts og
skjóls.
Landmótun annaðist
skipulag og landslagshönnun
á svæðinu fyrir garðyrkju-
deild borgarverkfræðings.
Morgunblaðið/RAX
Ævintýri í skóginum
ÞAÐ er ekki skrýtið að svo
mörg ævintýri skuli gerast
úti í skógi, í skjóli trjáa og
runna, þar sem allt verður
auðveldlega bæði dularfullt
Hafnarfjörður
og spennandi. Þeim fannst
skemmtilegt að klifra 11
trjánum, strákunum, sem
urðu á vegi ljósmyndara í
Hafnarfirði í gær og hafa
þeir áreiðanlega lent í ýmiss
konar ævintýmm í leik sín-
um.
Ódýr Græn kort fyrir ungl-
ingana í Bessastaðahreppi
Bessastaðahreppur
UNGLINGUM á gmnn-
skólaaldri í Bessastaða-
hreppi gefst kostur á græna
kortinu í strætisvagna á höf-
uðborgarsvæðinu fyrir um
1.600 krónur á mánuði frá og
með 1. nóvember.
Hreppsnefndin sam-
þykkti þetta á fundi nýlega.
Um 90 unglingar á grann-
skólaaldri, þ.e. í 8.-10. bekk,
búa í Bessastaðahreppi. Að
sögn Gunnars Vals Gísla-
sonar, sveitarstjóra, hefur
sveitarfélagið látið þeim
endurgjaldslaust í té 48
strætisvagnamiða á mánuði,
í stað skólaaksturs, en ungl-
ingamir sækja skóla í
Garðaskóla í Garðabæ, sam-
kvæmt samningi Bessa-
staðahrepps og Garðabæjar.
Gunnar Valur sagði að
hins vegar þyrftu ungling-
arnir að komast að heiman á
kvöldin til að sækja félags-
starf í skólanum og fleira.
Því hefði hreppsnefndin
ákveðið að fara þessa leið og
bjóða unglingunum græna
kortið, sem gildir ótakmark-
að í strætisvagna á höfuð-
borgarsvæðinu.
Græna kortið kostar fullu
verði 3.900 krónur á mánuði
en Bessastaðahreppur
hyggst niðurgreiða það sem
nemur skólaakstrinum
þannig að unglingamir
þurfa að greiða 1.600 krónur
á mánuði, kjósi þeir að af-
sala sér miðunum 48 og fá
kortið í staðinn.