Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrstu íslensku vefverðlaunin voru afhent í gær Mbl.is besti fjölmiðla- o g upplýsingavefurinn Fulltrúar þeirra fyrirtækja sem unnu til verðlauna. Frá vinstri: Þórhall- ur Kristjánsson, Egill Vignisson og Hilmar Halldórsson, allir frá auglýs- ingastofunni Gullna hliðið, Geir Þórðarson, forstöðumaður nb.is, Hug- rún Hrönn Ólafsdóttir, ritstjóri hjá leit.is, Viggó Ásgeirsson, vefstjóri hjá bi.is, Margrét Sigurðardóttir, markaðsstjóri á Morgunblaðinu, fris Björg Kristjánsdóttir, vefstjóri hjá Strik.is, Tómas Ragnarsson, mark- aðsstjóri hjá Strik.is, og fris Björnsdóttir, vefstjóri hjá posturás. Strik.is valið besta íslenska vefsetrið FRÉTTAVEFUR Morgunblaðsins, mbUs., var valinn besti fjölmiðla- og upplýsingavefurinn þegar Islensku vefverðlaunin voru afhent fyrsta sinni í Þórshöll í gær. Þá var Strik.is valið besta íslenska vefsetrið árið 2000. Um 3.000 tilnefningar bárust til keppninnar en sérstök dómnefnd valdi 35 vefsíður til að keppa til úr- slita í sjö flokkum. Fyrirtækið Vefeýn hf. hafði veg og vanda af verð- launaafhendingunni en með framtak- inu vill það stuðla að markvissari vefsíðugerð og auknum metnaði í vefmálum á íslandi. Eins og fyrr segir var keppt í sjö flokkum og var besta vefeíðan valin í hverjum flokki. Auk viðurkenningar mblis fyrir að vera besti fjölmiðla- og uppiýsíngavefurinn var vefeíða Netbankans, nb.is, valin arðvænleg- asti vefurinn. Vefsíða auglýsingastof- unnar Gullna hliðsins, gh.is, var valin frumlegasti vefurinn. Strikis var val- in besti afþreyingarvefurinn. Leit.is var vaKn besti leitarvefurinn. Vefeíða Búnaðarbanka íslands, bi.is, var val- in besti fjármálavefurinn og vefeíða Islandspósts, posturás, besti fyrir- tælqavefurinn. Þá var strikis valið besta íslenska vefsetrið árið 2000, eins og áður segir. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti verð- launin, sem voru líkön af tölvum, mótuð úr Ijósu líparíti, firá Alfasteini. Ráðherra sagði u við þetta tæki- færi að efnahagsleg framtíð okkar byggðist að miklu leyti á hagnýtingu þeirra gríðarlegu tækifæra sem biðu okkar á Netinu. Þá sagði hún: „Mót- un og framsetning efnis á Netinu er oft sá einstald þáttur sem ræður Morgunblaðið/Júlíus Siguijónsson Margrét Sigurðardóttir, markaðsstjóri á Morgunblaðinu, tekur við verðlaununum úr hendi Valgerðar Sverrisdóttur. mestu um viðtökur neytandans og árangur eiganda efnisins. Vegna þess er ástæða til að fagna því að þeir sem skarað hafa fram úr í vefsíðu- gerð fái viðurkenningu fyrir störf sín. Slíkt framtak er hvetjandi fyrir aðra og má búast við að þær vefsíður sem með þessu móti eru dregnar fram í dagsljósið verði öðrum til fyrirmynd- ar.“ Þakkaði hún að lokum fyrirtæk- inu Vefsýn fyrir það frumkvæði að veita Islensku vefverðlaunin. Aftur að árí Einar Solheim, framkvæmdastjóri Vefsýnar, sagði m.a. við afhending- una að því miður hefðu mörg íslensk fyrirtæki verið smeyk við að fjárfesta í verfsíðum á Netinu. „En það er okk- ar að breiða út boðskapinn um Netið þannig að íslenskt þjóðfélag fái fyrir alvöru að njóta þess hagræðis sem Netið býður upp á. Við hjá Vefsýn höfum lagt okkur fram við að gera hátíðina sem veglegasta og síðast en ekki síst sem sanngjamasta. Ég lofa því að þetta verður árlegur viðburður um ókomin ár.“ Dómnefnd Islensku vefverðlaun- anna, eða Islenska vefakademían eins og hún er köUuð, er skipuð þeim Guðmundi Ólafesyni, lektor við Há- skóla íslands, Jakobi Jóhannssyni, grafískum hönnuði hjá Félagi ís- lenskra teíknara, Margréti Gunnars- dóttur, framkvæmdastjóra ímark, Ragnheiði Hauksdóttur, fram- kvæmdastjóra ACO, Stefáni Baxter, starfsmanni Gæðamiðlunar, Stefáni Hilmarssyni, sjálfstæðum vefara, og Steingrími Ámasyni, hugbúnaðar- vefetjóra hjá ACO. Þórður Fríðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofhunar um gengisbreytingar undanfarna daga Gengið gæti lækkað dragi ekki úr þenslu Gengislækkun krónunnar stuðlar að meiri verðbólgu, en jafnframt batnar hagur útflytjenda og viðskiptahalli minnkar. Gengi annarra gjaldmiðla hefur verið óhagstætt fyiir lántakendur á seinni hluta ársins og má búast við að það endurspeglist í afkomu fyrirtækja. ÞÓRÐUR Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að gangi teíkn um að þensla I efnahagslífinu sé að minnka ekki eftir sé ekki ólík- legt að gengi krónunnar lækki meira, en gengið var í gær um 9% lægra en það var í vor þegar það var hæsL Gengi bandaríkjadollars gagnvart krónu hefur hækkað um 22% frá ára- mótum. Þetta hefur m.a. þau áhrif að innfluttar vörur hækka í verði, en út- flytjendur sem flytja út vörur til Bandaríkjanna hagnast á gengis- hækkiminni. A fyrstu átta mánuðum þessa árs fóm um 12% útflutnings til Bandaríkjanna og hlutfall innflutn- ings frá Bandaríkjunum var svipað. Sé litið til seldrar þjónustu er hlut- faliið þó hærra. Hlutfallslega stór hhiti skulda íslenska þjóðarbúsins er í dollurum og er styrking dollars því lántakendum óhagstæð. Stuðlar að hærri verðbólgu Þórður Friðjónsson sagði að þótt gengi krónunnar hefði vissulega lækkað umtalsvert frá í vor yrði að hafa í huga að í apríl/maí hefði gengi krónunnar verið mjög hátt í sögu- legu samhengi. Hann sagði að geng- islækkun hefði að öðm óbreyttu áhrif tfl hækkunar á verðlagi hér á landi Ástand innanlands skipti máli því að ef þensla væri í efnahagslífinu mætti búast við því að gengisáhrifin væm meiri en ef lítil þensla væri í efnahagslífmu. „Neikvæðu áhrifin af gengislækkun era þau að hún stuðl- ar að meiri verðbólgu, en jákvæðu áhrifin era að staða útflutnings- og samkeppnisgreina batnar og gengis- lækkun dregur einnig úr viðskipta- halla Það sem skiptir mestu máh er að það séu efnahagslegar forsendur fyrir þvi gengi sem er hverju sinni. Það sem hefur verið að gerast á und- anfomum mánuðum er það að í Ijósi lakari horfna í sjávarútvegi, lakari viðskiptakjara, m.a. vegna hækkun- ar á olíuverði, og nokkru meiri verð- bólgu hér á Iandi en í helstu við- skiptalöndum okkar hefur gengi krónunnar lækkað sem era í sjálfu sér mjög rökrétt viðbrögð við svona aðstæðum,“ sagði Þórður. Þórður sagði erfitt að spá fyrir um gengisþróun næstu vikumar. „Ef vísbendingar um rénun þenslunnar, sem menn hafa talið sig sjá að und- anfömu, verða staðfestar í efnahags- þróuninni á næstu mánuðum tel ég að það séu góð og gild rök fyrir því að gengi krónunnar sé í rökréttu sam- hengi við efnahagsleg skilyrði hér á landi. Ef þenslan færist aftur á móti í aukana á ný er ekki ólíklegt að eitt- hvert frekara sig verði í samræmi við slíkar breytingar.“ Seðlabankinn fylgist vel með Tómas Óm Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabankans, sagði að Seðlabank- inn fylgdist grannt með gengisþróun krónunnar. Hann sagði að bankinn gæti ekkert sagt um hvort hann myndi með einhverjum hætti grípa inn í þróunina. Vikmörk gengisvísitölunnar voru hækkuð úr 6% frá miðgildi í 9% í febrúar á þessu ári. Mörkin eru núna 104,66 og 125,36, en lokagengi vísi- tölunnar var í gær 117,88. Tómas Öm sagði að þegar doll- arinn væri orðinn svona hár gæti komið að því að innlendir aðilar sem ættu dollara sæju sér hag í að selja þá en í því fælist viðnám fyrir krón- una. Tómas Om sagði að hækkim doll- ars að undanfömu styrkti stöðu þeirra útflytjenda sem flytja út til Bandaríkjanna og búast mætti við að útflutningur þangað ykist á næst- unni ef dollarinn yrði áfram sterkur. Þróunin væri lántakendum sem skulduðu í dollar hins vegar óhag- stæð. Aftur á móti mætti ekki gleyma því að þeir sem ættu eignir erlendis högnuðust á hækkun doll- ars. Á síðustu áram hefðu íslending- ar ijárfest talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði og verðgildi þeirrar íjárfestingar ykist við hækk- un dollars og vægi að einhveiju leyti upp lækkun á gengi hlutabréfanna aðundanfomu. Fáir taka sér stöðu með krónunni Ami Maríasson, forstöðumaður gjaldeyris- og afleiðuviðskipta Bún- aðarbankans, sagði að erfitt væri að spá fyrir um hvemig gengisvísitalan þróaðist á næstunni. Hann sagði að lítfl viðskipti hefðu verið á gjaldeyr- ismarkaði síðustu daga og greinflegt að markaðsaðilar héldu að sér hönd- um. Oft þegar gengið lækkaði gengi lækkunin að einhverju leyti til baka innan dagsins, en það hefði ekki gerst við þær breytingar sem orðið hefðu á allra síðustu dögum. Svo virtist sem nú um stundir væru ekki margir aðilar sem væru tilbúnir til að ganga gegn þróuninni og taka sér stöðu með krónunni. Ami sagði að nokkur óvissa ríkti um hvaða lán ríkissjóður ætlaði að greiða upp á næstunni, en ákvarðan- ir stjómvalda um það gætu skipt máli varðandi stöðu krónunnar. Hætt væri við að það myndi veikja krónuna enn frekar ef ríkissjóður greiddi upp mikið af erlendum lán- um á næstimni en hún gæti styrkst ef ákvörðun væri tekin um að bíða með þær greiðslur. Ámi benti á að á sama tíma í fyrra hefði verið svipuð verðbólga og nú og viðskiptahallinn mikill en samt hefði gengið hækkað. Aftur á móti hefði borist mikið af neikvæðum fréttum úr efnahagslífinu að undanfömu og viðhorfið á markaðinum væri al- mennt neikvætt. Þetta endurspegl- aðist t.d. í gengi hlutabréfa. Hefur neikvæð áhrif á lántakendur Erlendar lántökur hafa aukist mikið á undanfomum misseram og sagði Ami að lántakendur töpuðu al- mennt á þessum gengisbreytingum. Hann sagði að í fyrra og fram í maí á þessu ári hefðu fjármagnshreyfingar verið mjög jákvæðar fyrir lántak- endur. Hagnaður þeirra hefði hins vegar gengið til baka á seinni hluta ársins. Þessa myndi væntanlega sjá stað í bókhaldslegu uppgjöri fyrirtækja um áramótin gangi þessi þróun ekki til baka. Ámi sagði mikilvægt að hafa í huga að lántakendur horfðu til langs tíma þegar þeir tækju ákvörð- un um að taka frekar lán í erlendri mynt en krónum. Ef horft væri til tíu ára mætti krónan veikjast nokkuð mikið til þess að það borgaði sig að taka innlent lán frekar en erlent vegna þess að vextir hér á landi væru almennt 4-5% hærri en í nágranna- löndum okkar. . v [ ' 'f 'l' ' I ■Ph—1 i ;* , y. ** "fy 'TjfLjry'"' ; >- . -*^t. ^ • mj \ ■. M&ir _ _ >r . f t \—■—. *v \ \ . I . .-1 <§ Oxfordsteinn BM-VAUÁ Breskur stíll í steinlögnum. Kynntu þér spennandi Söludeild í Fomalundi hugmyndir fyrir garðinn þinn Brriðhciföa 3 - Sími S8S SOSO á www.bmvalla.is WllA A A A/n • 1 g 1/• 11 [•WpJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.