Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: HI31STJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII
FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Orkubú Vestfjarða er metið á 4,6 milljarða króna
Hlutur Isafjarðar
' 1,4 milljarða virði
FULLTRÚAR ríkisvaldsins og
sveitarfélaganna á Vestfjörðum hafa
rætt um að verðleggja Orkubú Vest-
fjarða á 4,6 milljarða kr. og er reikn-
að með því að ríkið geri hverju og
einu sveitarfélagi tilboð í sinn hlut að
loldnni breytipgu fyrirtækisins í
hlutafélag. Ef Isafjarðarbær ákvæði
að selja fengi bæjarsjóður 1.420
miiljónir kr. í kassann.
Fyrsta skrefið í því að gera hluti
einstakra sveitarfélaga í Orkubúi
Vestfjarða að söluvöru er að breyta
— féiaginu úr sameignarfélagi í hluta-
" reiag. Til þess að það nái fram að
ganga þurfa öll sveitarfélögin tólf að
samþykkja. Ekki liggur fyrir afstaða
fámennustu hreppanna en öll fjöl-
mennustu sveitaifélögin hafa ýmist
samþykkt breytinguna eða forsvars-
menn þeirra telja líkur á samþykki.
Ríkið leggur fram tilboð
Ríkið hefur lýst sig reiðubúið til að
kaupa hlutabréf sveitarfélaganna og
mun gera þeim tilboð ef formbreyt-
ingin nær fram að ganga. Aðilar hafa
komið sér saman um ákveðna upp-
hæð til að setja á verðmiðann en hún
hefur verið trúnaðarmál. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er verð-
matið 4,6 milljarðar kr. sem þýðir að
ríkið mun bjóða 2.760 milljónir kr. í
60% eignarhlut sveitarfélaganna.
Vesturbyggð mun selja sinn hlut,
um leið og mögulegt verður, en í hlut
þess munu koma rúmar 400 milljónir
kr., miðað við skiptingu eignaraðild-
ar um síðustu áramót. Fleiri sveitar-
félög eru skuldsett en ekki verður
tekin afstaða til sölu á þeirra hlut
fyrr en tilboð ríkisins kemur fram.
Veruleg andstaða er við sölu innan
sumra sveitarfélaganna, meðal ann-
ars vegna þess að raforkuverð mun
hækka í kjölfarið. Ef Isafjarðarbær
seldi sín bréf fengi hann 1.420 millj-
ónir kr. fyrir þau, samkvæmt þessu.
Ríkið mun gera það að skilyrði fyr-
ir kauptilboðum sínum að söluand-
virði hlutabréfa í Orkubúi Vestfjarða
verði ráðstafað til greiðslu skulda,
meðal annars til að gera upp vanskil
sveitarfélaga við Ibúðalánasjóð
vegna félagslega íbúðakerfisins.
■ Ríkið býðst/42
Læknanámið
verður stytt
UNDIRBÚNINGUR er hafinn að
grundvallarbreytingum á inntöku-
prófi í læknadeild Háskóla Islands,
sem gæti stytt læknanámið um allt
upp í hálft ár. Einnig eru fyrirhugað-
ar breytingar á námskrá læknadeild-
arinnar sem miða að því að svara bet-
ur kröfum samfélagsins. Talsverður
skortur er á menntuðum læknum á
heilsugæslustöðvum og einnig vant-
ar yngri lækna á sjúkrahúsum, sem
margir hverfa til útlanda til sérnáms.
Að sögn Reynis Tómasar Geirs-
sonar, deildarforseta læknadeildar,
felast breytingarnar einkum í því að
inntökupróf verður haldið að vori að
loknum stúdentsprófum og verða þá
strax valdir þeir sem hefja nám og
halda áfram til loka, í stað þess að
innrita stúdenta að vori sem verja
sumrinu og haustinu til lestrar og
undirbúnings fyrir inntökuprófið.
Markmiðið er að einfalda og stytta
ferlið. Reynir segir það þjóðhagslega
hagkvæmt að stytta námið um allt
upp í hálft ár, en fyrirhugað er að
breytingarnar verði komnar í kring
árið 2002.
Um 200 manns sækja um nám í
læknadeild á hverju ári. Þeim sem
halda áfram námi hefur fjölgað, t.d.
fjölgaði þeim í fyrra úr 36 í 40. Útlit
er fyrir enn meiri aukningu á næsta
ári.
Bjarna Þór Eyvindssyni, formanni
Félags læknanema, líst vel á þessar
breytingar.
„Inntökuprófin hafa reynt á þolrif
margra sem hafa undirbúið sig í þrjá
mánuði og sitja svo kannski eftir.
Þetta gefur þeim sem ekki komast
inn tækifæri til að hafa heilt ár til að
mennta sig í einhveiju öðru,“ segir
Bjami Þór.
■ Breytt inntökupróf/9
Ný rannsókn
Refsingar
draga ekki
úr afbrotum
RANNSÓKN sem gerð var á þeim
sem hlutu skilorðsbundinn dóm,
luku afplánun fangelsisvistar eða
samfélagsþjónustu á árunum 1994-
1998 sýnir fram á að þeir sem hljóta
þyngri refsingu eru líklegri til að
brjóta aftur af sér.
I niðurstöðum rannsóknarinnar-
kemur ennfremur fram að ítrekun-
artíðni afbrota hér á landi er svipuð
því sem tíðkast meðal annarra þjóða
þrátt fyrir að íslenskir dómstólar
beiti yfirleitt vægari refsingum. Þá
segir ennfremur að engar vísbend-
ingar hafi fundist um það að harðari
refsingar hafi dregið úr ítrekunar-
tíðni. Þvert á móti séu vísbendingar
um að harðari refsingar leiði frekar
til þess að sakamennirnir brjóti aftur
af sér.
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræð-
ingur og dósent við Háskóla íslands,
segir að niðurstöður rannsóknarinn-
ar sýni fram á gildi samfélagsþjón-
ustu sem refsingar.
■ Samfólagsþjónusta /10
Morgunblaðið/Golli
Mættu
ÞEIM brá í brún, ökumönnunum
f?m áttu leið um Kringluna í gær,
egar þeir mættu manni sem ferð-
aðist um með fataslá á hjólum á
götunni. Ferðalag mannsins átti sér
eðlilegar skýringar en hann var á
leið á milli húsa með fatnaðinn.
fataslá
Þessir flutningar fóru fram án
verulegra óhappa. Þess er þó tæp-
lega að vænta að flutningar af þess-
um toga færist í vöxt á næstunni,
jafnvel þó að nú sé sá árstími að
nálgast þegar aukið líf færist í
verslunina.
Flugleiðir með 87,3%
stundvísi í ágúst
FLUGLEIÐIR voru stundvís-
astar 17 flugfélaga sem fljúga yfir
Norður-Atlantshafið í ágúst. Voru
87,3% af ferðum félagsins á réttum
tíma en meðaltal félaganna 17 er
67,3%.
Evrópusamtök flugfélaga taka
þessar tölur saman reglulega.
Flugleiðir voru einnig stundvís-
asta flugfélagið á þessari leið í júlí
og sé litið á meðaltal mánaðanna
janúar til ágúst er félagið í öðru
sæti með 80,4% stundvísi. Meðaltal
félaganna 17 á þeim tíma er 69,1%.
Evrópusamtökin gefa viðkomandi
flugfélagi aðeins upp tölur þess og
síðan meðaltal allra félaganna en
láta ekki uppi stundvísi allra.
Guðjón Arngrímsson, upplýs-
ingafulltrúi Flugleiða, tjáði Morg-
unblaðinu, að Flugleiðir hefðu
einnig verið stundvísasta flugfélag-
ið á Norður-Atlantshafsleiðinni í
júlí. Hann segir stjórnendur fé-
lagsins hafa sett sér það markmið
að félagið yrði meðal hinna fimm
bestu í stundvísi og hefðu Flugleið-
ir náð þriðja sæti í ágúst meðal 30
flugfélaga.
„Það þarf aðhald og aga til að ná
þessum markmiðum og halda uppi
stundvísi," segir Guðjón. „Oft eru
það utanaðkomandi aðstæður á
þessum stóru flugvöllum sem geta
truflað en það þarf að halda vel á
spöðunum til að afgreiða vélamar á
þeim tíma sem gefinn er. Allir sem
sjá um afgreiðsluna þurfa að vera
meðvitaðir um nauðsyn stundvísi.
Hver ferð hefur ákveðinn brottfar-
artíma og ef vél er tilbúin og farin
frá hliði áður en 15 mínútur eru
liðnar frá brottfarartíma telst það
stundvísi. Þetta er eitt af því sem
flugfélög um allan heim glíma við
því öll keppa þau að því að sýna
fram á að sem hæst hlutfall flug-
ferðanna sé á réttum tíma.“