Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 76
76 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Súkkulaði og pylsur RAPPROKKARARNIR ógurlegu frá Kaliforníu, Halta kexið (Limp Bizkit). hafa náð að bruna beina leið á topp tónlistans með þriðju breið- skífuna sína sem heitir því því þjála nafni Chocolate Starfish & The Hotdog Flavored Wat- er. Þessi árangur ætti svo sem að korna lítið á óvart þar sem síðasta breiðskífa þeirra, Signi- ficant Other, sem út kom i fyrra, hefur notið mikilla vinsælda hjá unglingafjöld landsins sem og öðrum á undanförnum misserum. Má gera því sköna að þáttur Freds Durst og félaga í síðustu Mission Imposs- iJlljmBk ible-mynd h.afi einnig hjálp- , að hér upp á en þar léku [Sr þeir eigin útgáfu af hinu sí- s'giida upphafsstefi / myndaflokksins. Þess / / má geta að platan hef- ~<0 ■ J ur selst hraðar en ■ jg nokkur önnur rokkplata % 'Wffl í sögu Bandaríkjanna. _—sló þarmeð metVs., /jjw -w sem er önnur skífa ' gruggarannaí , -vÆaC: PearlJam. Nuddar ýsu! HLJÓMPLÖTUR með töluöu og spiluðu gríni var að því er virtist deyjandi menningarform fyrir nokkrum árum síðan. Fyrir réttum tveimur ár- um síðan gáfu svo þeirfélagar í útvarpsþættinum Tvíhöfða, ■ þeir Sigurjón Kjartansson og 1 Jón Gnarr, út geislaplötuna Til I ^ . '~-r hamingju og blésu þar með nýju lífi í formið. Hafði annað ESí eins ekki heyrst síðan Útvarp Int Matthildur og Halli og Laddi voru upp á sitt besta. Þriðja platan er nýkomin í búðir, upp- ' I íull af háði, spotti, spéi, skopi. ; Jj glensi og gríni. Heitir hún hinu geðþekka nafni Sleikirhamst- urog fer beint í þriðja sæti Tónlistans. BM B mt- Nr.; var jvikuri ’ i Diskur i Flytjandi i Útgefandi ; Nr. •1.: - ; 1 i N i Cfiocolale Starfish & The Hot Dog :Limp Bizkit iöniversal i 1. 2. i 2. i 2 i : Annor móni iSólin hans Jónsmíns iSpor ! 2. «3. i • i 1 i 1 Sleikir homstur iTvíhöfði iDennis i 3- 4. : 1. : 3 : : Kid A i Radiohead ;emi : 4. 5. ; 4. : 5 : i Pottþétt 21 JÝmsir i Pottþétt Í.5. *• ] V-í 72 i Ö i Ágætis byrjun ÍSigur Rós iSmekkleysoi 6. 7- i 7. i 11 ! i Parachutes i Coldplay ÍEMI i 7. 8. i 3. i 2 i i Black Morket Music ÍPIocebo :EMI i 8. 9. i 6. i 4 ! i Ó Borg mín Borg : Haukur Morthens iísl. fónar : 9. 10. i 9. i 5 : i Music iMadonna iWarner Music! 10. 11.: 11.: 30: iSögur 1980-1990 IBubbi :ísl. tónar : 11. 12. i 16.: 11 : ! Tourist ! St Germain ;emi :i2. 13.: 13.: 3 : i Best iTodmobile iísl. tónar ;i3. 14. ■ 8.; 22; i Morsholl Mathers LP ÍEminem iöniversal i 14. 15- i 10. i 7 i i Morc Anthony ÍMarcAnthony iSony i 15. 16. i 20. i 8 i i Born To Do It iCraig David ÍEdel i 16. 17.! 12. i 28 i i Play :Moby :Mute i 17. 18.; 14 i 4 i 1 Soiling To Philadelphia :Mork Knopfler iUniversal i 18. 19. i 15.! 23 i : Oops 1 Did If Agoin : Britney Spears ;emi ! 19. 20.! 61.! 2 1 H: Lucy Pearl jLucy Peorl ;emi ! 20.« 21.: 2).; 3 ; i Infest iPapa Roach iöniversal ! 21. 22.; 24.; 14; i Fuglinn er floginn i Utangarðsmenn Jísl. tónar i 22. 23.; 17.; 2 ; i Warning ÍGreen Day iWarner i 23. 24.; 18.; 3; i Primitive Digi iSoulfly ;Roadrunner : 24. 25.Í 47.! 5; i Yesterdoy Wos Dramotic Todoy Is OKiMúm iThule :25.« 26.; 5. r~6 í : Selmosongs (Doncer In The Dork): Björk :Smekkleysa: 26. 27.: - i 1 ; ! In The Mode :Roni Size iUniversal :27. 28. i 22.: 3 : : Stúlkan meú lævirkjaröddinn \ Erlo Þorsteinsdóttii ■ ;ísl. tónor : 28. 29.: 36.; 39; i Best Of i Cesaria Evora ;bmg 129. 30.; 44,| 7 ! i Nútíminn i Þursaflokkurinn iísl. tónar J30, Á Tónlistanum eru plötur yngri en tveggja óro 05 eru í verðflokknunrt .fui veiðt Tónlistinn er unninn of PricewaterhouseCoopers fyrir Sombond hljómplötuframloiðonda og Morgunbloðið í somvinnu við eftirloldar verslonir: Bókvol Akureyri, Bónus, Hogkoup, jopís Broutorholfi, Jopís Kringfímni, Jopis Lougovegi, Músik og Myndir Austurstræti, Músík og Myndir Mjódd, SomtónBst Kringlunni, Skffon liringiunni, Skifon Lougovegi 26. Sálarperlur! HLJÓMSVEITIN Lucy Pearl er í dag það alira heitasta í geira R’n'B-tónlistarinnar. Samsuða þeirra af R'n’B, hip-hoppi, sál- artónlist ogallra 'handásválhéitúm: ”: þykirsvinvirka á grill- iö, ógépakirtfhéhh::: segja að hér sé sann- arlega á feröinni R’n'B-tónlist sem búi yfir heil- miklu kjöti á beinum. Sveitin er skipuð þremur valinkunnum sálarlistamönnum eins og söng- konunni íðilfögru Dawn Robinson, fyrrum En Vogue dívu. Raphael Saadiq. sem var heilinn á bak viö sveitina Tony! Torii! Toné! og Ali Shah- eed Muhammad, sem fyllti eitt sinn raöir hinn- ar virtu rappsveitar A Tribe Calied Quest. Frum- buróur sveitarinnar er hástökkvari Tónlistans þessa vikuna, fer úr 61. sæti í þaö 20. Dramatísk endurkoma TÓNLISTINN segirjátakk! í þessari viku ogvel- ur íslenskt. Tvíhöfði fer beint í þríðja sæti list- ans, nýja piatan með Sálinni hans Jóns míns heldur öðru sætinu og öldungur listans, Ágæt- is byrjun Sigur Rósar, hækkar sig um heil 20 sæti og er nú 16. sæti, búin að vera heilar 72 vikur á listanum! Athygli vekur að krakkarnir yndislegu í tilraunapoppsveitinni múm gera sér lítiö fyriroghlamma sérf 25. sætið með plötu sfna Yesterday Was Dramatic, Today Is OK sem út kom fyrirtæpu ári. Fjöldi tónlistarhátíða hefur hlaöist á bök landsmanna að undanfömu og virðast afleióingarnar hinar jákvæðustu fyrir íslenskttónlistarlíf. Áfram ísland! Ljósmynd/Frank Ockenfels Everclear í popparastellingunni. melódíur, spilaðar af natni og fag- mennsku, ásamt fínum textum sem frábær söngvari túlkar með ágæt- um. Poppið er reyndar á köflum full- íburðarmikið fyrir minn smekk, enda heill her aðstoðarmanna feng- inn til þess að blása í lúðra, plokka strengi og berja bumbur, sem í einu tilfelli verður til þess að umbúðirnar bera innihaldið ofurliði. Þar vísa ég til lagsins „Now That It’s Óver“ þar sem allskyns krúsindúllur og kruð- erí nánast skemma ágæta lagasmíð. Lögin „Wonderful11, sem hefur tröllriðið vinsældalistum undan- farnar vikur, og „AM Radio“, sem er nú þegar farið að hljóma í útvarpi, eru mjög dæmigerð fyrir gripinn í heild. Sá sem hefur heyrt þau upp- götvar engan stóran sannleik þegar hlustað er á restina af plötunni. Lögin eru 12, velflest mjög fín. Plat- an hefst á stuttu lagi þar sem einfalt og gott gítarstef er í forgrunni. Lag- ið er ekki nema 1:39 á lengd og hefði að ósekju mátt vera lengra, enda ein burðugasta smíðin á plötunni. Síðan fylgja lögin „Here We Go Again“ og „AM Radio“, glettilega lík og gríp- andi, reyndar svo grípandi að maður sönglar ósjálfrátt með við fyrstu hlustun. Þetta eru lög sem þú vakn- ar með í heilabúinu á morgnana og verða því vafalítið fljótt þreytt, en þangað til raular þú með, hvort sem þér líkar betur eða verr. Gamla Van Morrison lagið „Brown Eyed Girl“ kemur næst. Ég var reyndar sleg- inn óhug og kýlum þegar ég las á plötuumslaginu að þetta lag væri þarna, áður en ég hleypti í mig kjarki og hlustaði. Og það lá reynd- ar við að ég þyrfti að drekka í mig kjark til að hlusta á lagið, því þessi lumma er orðin svo skelfilega þreytt, hafi hún einhvern tímann verið svöl. En Everclear-drengirnir breyta laginu talsvert og útgáfa þeirra vinnur pínulítið á við hverja hlustun, þótt manni finnist það ekki beint bera vott um frjóa hugsun eða listrænan kjark að atast í þessu öm- urlega lagi, sem fyiir lifandi löngu ætti að vera komið á hæli fyrir út- brunnin listaverk ásamt skapara sínum. Næst kemur „Learning How to Smile“ og ekki kæmi á óvart ef því yrði einn góðan veðurdag flagg- að sem smáskífu. Frábært popp í hæsta gæðaflokki sem ber af ásamt lögunum „Wonderful", „The Hon- eymoon Song“ og „Song for an Am- erican Movie pt. 1“. Það er aðeins eitt lag sem fer verulega í taugarnar á mér á þessari plötu, það er lagið „Annabella’s Song“. I því syngur Art Alexakis til lítillar dóttur sinn- ar, sem hann er fjarri löngum stund- um vegna spilamennsku um allan heim. Útkoman er svo hryllilega væmin og vemmileg að átakanlegt er á að hlýða. Hafi hann sungið blessað barnið í svefn með þessum ósköpum er deginum Ijósara að óm- álga krakkinn hefur sofnað fljótt og mjög fast af einskærum leiðindum, og má heita furðulegt að hann hafí yfirhöfuð haft fyrir því að vakna aft- ur. Slík eru leiðindin. En platan er býsna góð, þótt fjölmargir gamlir aðdáendur sveit- arinnar snúi vafalítið baki við band- inu vegna skorts á groddalegum og hráum hávaða. Everclear hafa reyndar látið hafa eftir sér að platan Songs From an Amerícan Movie, Vol. 2: Good Time for a Bad Atti- tude komi út bráðlega og verði sú þyngsta og kröftugasta sem þeir hafa gert. Þangað til hlustum við á popp- plötuna þein-a. Poppplötu sem á ekki eftir að breyta eða bylta tón- listarheiminum en auðgai- hann pínulítið. ERLENDAH ★★★★☆ Sigmar Guðmundsson veltir fyrir sér plötunni Songs from an Amerícan Movie, Vol. One: Learning How 10 Smile með rokksveitinni Everclear. Poppplata rokksveitar NÝJASTA plata Portland-sveitar- innar Everclear heitir löngu og vondu nafni: Songs from an Amer- ican Movie, Volume One: Learning How to Smile. Ég reyndar man ekki eftir verra nafni á hljómplötu í svip- inn, nema ef til vill plötu Bítlanna, fp,. Pepper’s LoneiyHearts Club and. Songs from an Amerícan Movie... er fjórða plata Everclear. Sú fyrsta hét Woríd ofNoise og kom út árið 1993. Skífan sú vakti nokkra athygli og duldist fáum sem heyrðu að þarna var á ferðinni hljómsveit sem var allrar athygli verð. Hrátt, kröftugt og á köflum melódískt rokkið hljómaði vel á þeim frjósama akri sem Nirvana og Pearl Jam höfðu þá nýverið plægt og var bandarískum ungmennum svo gjöfull. Stóru útgáfufyrirtækin sperrtu eyrun og 1995 kom út platan Vparkle and Fade undir merkjum Capitol. Tæplega tvær milljónir Bandaríkjamanna sáu ástæðu til að kaupa gripinn, enda urðu lögin „Heroin Girl“ og „Santa Monica" sérlega vinsæl, sérstaklega það síð- amefnda sem nauðgað var hressi- lega á MTV. Textar söngvarans og gítarleikarans Art Alexakis féllu rHdgmennum vel í geð enda orti hann af mikilli innlifun og reynslu um fíkniefni, sjálfsmorðstilraunir, fá- tækt, barsmíðar og aðra eymd, sem hefur næstum því selt ungmennum fleiri hljómplötur í gegnum tíðina en sjálf ástin. Og rám og sjarmerandi rödd hans í kröftugu og melódísku gítarflóðinu þótti töff. Lagið „Local God“ jók svo enn á hróður sveitar- innar, en það hljómaði í bíómyndinni Romeo and Juliet. Gagnrýnendur og almenningur tóku næstu plötu Everclear einnig vel, So Much for the Afterglow, sem kom út árið 1997. Með henni festi Everclear sig í sessi sem ein besta rokksveit sam- tímans, þótt allra mesta hungrið væri horfið og áferð tónlistarinnar orðin nokkuð mildari. Og það verður að segjast alveg eins og er að þegar maður hlustar á nýju plötuna, þá sem hér er til umfjöllunar, er erfítt áð ímynda sér að Everclear hafí eitt sinn verið flaggberi kröftugrar og hrárrar tónlistar. Þetta er popp- plata rokksveitar, og sem slík bara skratti góð. Rokkskórnir fara reyndar Everclear best, en popp- gallinn hangir síður en svo utan á þeim eins og illa sniðin tuska. Þvert á móti er aðal sveitarinnar áfram til staðar; góðar og grípandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.