Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Sárreiður sam-
I leit að
gönguráðherra
Á VEFSETRINU
„sturla.is" sem Jakob
Fjalar Garðarsson að-
stoðarmaður ritstýrir
birtist á mánudag
grein eftir Sturlu
Böðvarsson sem nú er
samgönguráðherra.
Greinin lýsir sárind-
•Kin Sturlu Böðvar-
ssonar vegna Kast-
ljóssþáttar í Sjón-
varpinu þar sem ég
rakti skilmerkilega að
ráðherrann hefur
undanfarið verið að
segja þingi og þjóð
ósatt um mikilsverðar
framkvæmdir í
Reykjavík.
Sturla Böðvarsson hélt því fram
í ræðustól alþingis og aftur í Sjón-
varpi að samgönguverkefni sem
átti að ráðast í á næsta ári, 2001,
væru ekki tilbúin af hálfu borgar-
yfirvalda. Sannleiksgildið í um-
mælum Sturlu Böðvarssonar jafn-
^st með góðum vilja á við nokkur
hálmstrá. Tilgangur Sturlu Böðv-
arssonar var að koma af sjálfum
sér pólitískri ábyrgð á því að
skerða vegafé höfuðborgarinnar
um nærfellt 430 milljónir á næsta
ári, og sverta í leiðinni meirihluta
Reykjavíkurlistans í borgarstjórn.
Þegar fingrum er sprottið að
þessu háttalagi bölsótast Sturla
Böðvarsson á vefsetri sínu, og brá-
ir vonandi af honum fyrr en síðar
- hitt er verra að þótt Sturla
Böðvarsson dragi nú í land í mik-
"‘'fteverðum atriðum heldur hann
enn uppi blekkingum um hlut
Reykjavíkurborgar við þessar
framkvæmdir. Þó vildi ekki einu
sinni Guðlaugur Þór Þórðarson
grípa til varna fyrir ráðherrann í
téðum sjónvarpsþætti. En Guð-
laugur Þór Þórðarson er nú borg-
arfulltrúi á vegum Sjálfstæðis-
flokks, áður varaþingmaður Sturlu
Böðvarssonar á vegum sama
flokks.
Það sem hann sagði
Sturla Böðvarsson sagði í ut-
andagskrárumræðu sem Bryndís
Hlöðversdóttir hóf í þinginu á
fimmtudaginn í síðustu viku að
^rfjú verkefni - færsla Hringbraut-
ar, framkvæmdir við Hallsveg,
mislæg gatnamót á Víkurvegi og
Vesturlandsvegi - stæðu þannig
hjá Reykjavíkurborg að skipulag
væri ekki klárt og kröfur uppi um
umhverfismat. Því
væri alveg ljóst að
þessar framkvæmdir
mundu frestast, vegna
þess að vinnu við
skipulag og umhverf-
ismat væri ekki lokið.
Þessi orð úr munni
Sturlu Böðvarssonar
merkja einfaldlega að
ríkið geti ekki ráðist í
framkvæmdirnar af
því borgin sé ekki til-
búin með sinn part.
Sturla Böðvarsson
beri því ekki ábyrgð á
frestuninni heldur
Reykvíkingar og for-
ystumenn þeirra.
Það sem er satt
Förum nákvæmlega yfír hið
meinta slugs borgarinnar.
í fyrsta lagi er færsla Hring-
brautar austast sem lengi hefur
beðið og er nú ein af forsendum
þess að barnaspítalinn nýi komist í
gagnið, fyrir utan þann létti sem
fylgdi breyttri aðkomu að Land-
spítalasvæðinu fyrir íbúa í gömlu
hverfunum norðan og vestan þess.
Gert var ráð fyrir 84 milljónum til
framkvæmdarinnar á næsta ári.
Hér fínnur Sturla Böðvarsson það
til að Landspítalinn hefur ekki
gengið frá deiliskipulagi á lóð
sinni. Vissulega er æskilegt að
þessi heilbrigðisstofnun, sem er í
eigu ríkisins og heyrir undir sam-
ráðherra Sturlu Böðvarssonar,
Ingibjörgu Pálmadóttur, gangi frá
sínu skipulagi áður en Hringbraut-
in er færð. Það er hins vegar eng-
an veginn skilyrði fyrir því að
koma Hringbrautinni á framtíðar-
stað sinn, og auðvitað hrein blekk-
ing að ráðast að borgaryfirvöldum
vegna tafa hjá Landspítalanum.
I öðru lagi er Hallsvegur, mikil-
væg umferðartenging í Grafar-
vogshverfunum milli Strandvegar
og Víkurvegar í stað þess þunga
umferðar í miðju íbúðarhverfi
einsog fólkið í Húsahverfínu þarf
nú að búa við. Þetta er fram-
kvæmd sem nemur um 34 milljón-
um á næsta ári. íbúar við nyrstu
húsaröðina hafa andæft Hallsveg-
inum af ástæðum sem hér verða
ekki raktar en fáir telja að kalli á
breytingar sem máli skipta. Þeir
hafa ekki haft erindi sem erfiði á
fyrri stigum máls en nú kært til
umhverfisráðherra. Sá er búinn
með allan frest sem lög veita og
Samgöngur
Ráðherrann virðist ekki
þora að horfa framan í
kjósendur í Reykjavík,
*
segir Mörður Arnason,
og færa fram rök fyrir
að fresta hér mikilvæg-
um vegaframkvæmdum.
verður að skera úr á næstu dög-
um. Það er þessvegna eintómt
bellibragð hjá Sturlu Böðvarssyni
að telja þetta mál í uppnámi fyrir
árið 2001.
í þriðja lagi er svo sú brýna
stórframkvæmd að gera gatnamót
Víkurvegar og Vesturlandsvegar
mislæg, gríðarleg samgöngubót
fyrir Grafarvogs- og Borgarholts-
búa og nánast skilyrði fyrir því að
nýja hverfíð á Grafarholti byggist
eðlilega. Framkvæmdin kostar
rúmar 300 milljónir og átti að klár-
ast. Reykjavíkurborg setti þessa
framkvæmd af sjálfsdáðum í um-
hverfísmat en það mat seinkar
ekki framkvæmdum - þótt það
kynni auðvitað að hafa í för með
sér einhverjar endurbætur. Þetta
er svo einfalt að sjálfur Sturla
Böðvarsson sér þann kost vænstan
að viðurkenna það í umræddri
grein sinni: „Þrátt fyrir seinkun
ætti verkið að geta hafist á árinu.“
Sturla Böðvarsson hefur því að
þessu leyti étið ofan í sig ósann-
indin frá því í þinginu á fimmtu-
dag.
Maður í vanda
Sturla Böðvarsson er ber að því
að hafa reynt að skjóta sér undan
ábyrgð á pólitískum ákvörðunum
með því að beita ósannindum. Ráð-
herrann virðist ekki þora að horfa
framan í kjósendur í Reykjavík og
höfuðborgarsvæðinu og færa fram
eigin rök fyrir því að fresta hér
þessum mikilvægu framkvæmdum.
Þegar svo er komið er mönnum
hollast að skammast sín.
Og þegar fólk dirfist að benda á
þetta á venjulegri íslensku bregst
Sturla Böðvarsson við með ofstopa
- sárreiður sannleikanum.
Höfundur er varaþingmaður Sam■
fylkingarinnar í Reykjavík.
Mörður
Árnason
Að vinna ókeypis
í GREIN minni fyrir
skömmu var það tón-
listarfólkið í Sinfón-
íuhljómsveit íslands
sem blés mér byr í
.djöóst. Eins og fram
hefur komið eru þeir
ekki einir um að halda
uppi öfiugu og aðdáun-
arverðu tónlistarlífi á
íslandi á lúsarlaunum.
Viðtekið viðhorf í sam-
félaginu er að tónlistar-
fólk á Islandi eigi jafn-
vel að vinna kauplaust.
Þeir hafa nefnilega svo
gaman af vinnu sinni.
Þetta viðhorf endur-
speglast í eftirfarandi
sögu:
“*'i I bæjarfélagi einu var nýlega opn-
uð menningarhátíð með hátíðardag-
skrá þar sem margt gott fólk lagði
hönd á plóginn, bænum til mikils
sóma. Tónlistarskólakennari var beð-
inn um að leika á píanó með atriði
barna á dagskránni, en þegar hann
spurði um greiðslu var svarið þetta:
„Nei, við ætlum bara að greiða lista-
rn@nnum.“
Hverjir eru lista-
menn? Eru tónlistar-
skólakennarar ekki
listamenn? Samkvæmt
launatölum er tónlistar-
fólk á íslandi ekki lista-
menn, jafnvel ekki þeir
sem starfa með Sinfón-
íuhljómsveit íslands,
því tónlistarfólk á ís-
landi lifir ekki af heild-
arlaunum sinum 126-
130.000 krónum á mán-
uði. Tónlistarfólk á
íslandi er að gefa vinnu
sína!
Tónlistarskólakenn-
arar eru listamenn.
Þeir koma iðulega fram
við ýmis tækifæri og miðla af list-
rænni kunnáttu sinni, innsæi og
reynslu. Þeir eru engu minni lista-
menn fyrir það eitt að halda uppi og
sinna tónlistarflutningi í heimabyggð,
þótt þeir stígi aldrei á sviðið í Salnum
eða spili með Sinfóníuhljómsveit Is-
lands. Allir eru þeir þátttakendur í að
skapa þann ótrúlega þrótt sem auð-
kennir íslenskt tónlistarlíf. Það helst í
hendur að því meira skapandi og
Tónlistarkennarar
Það er sorglegt að verða
vitni að því, segir Sig-
ríður Jónsdóttir, hve
aðstæður tónlistar-
skólakennara á Islandi
eru langt á eftir.
virkir tónlistarmenn sem þeir eru,
þeim mun auðugri kennarar eru þeir
og betri fyrirmyndir.I Bandaríkjun-
um þar sem ég lærði er kappkostað
að þær aðstæður séu íyrir hendi að
kennarar tónlistarskólanna geti hald-
ið áfram á þeirri þroskabraut sem
ferill tónlistaimanns krefst. Gert er
ráð fyrir því að þeir séu virkir í
kennslufræðilegri umræðu og að þeir
séu starfandi tónlistarmenn utan
skóla og innan. Oft á tíðum eiga því
nemendur þessara skóla aðgang að
fólki sem hefur af stórbrotinni list-
rænni reynslu að miðla. Því er ekki
Sigríður
Jónsdóttir
hugarró
ALÞJÓÐLEGI geð-
heilbrigðisdagurinn var
10. október. I fjölmiðla-
umræðunni þann dag
kom skýrt fram að
mörgum hér á landi líð-
ur illa, um það vitnar út-
breitt þunglyndi, fíkni-
efnaneysla og tíð sjálfs-
víg. Heilbrigðisyfirvöld
ætla að gera átak til að
draga úr þessari þróun.
Ég óska þeim velgengni
í þeirri vinnu. En þetta
snertir líka þig og mig.
Hvað um okkar eigin
andlegu líðan og geð-
heilsu? Mig langar til
þess að koma með smá-
innlegg í hina stöðugu og sígildu um-
ræðu um hvemig við getum öðlast og
viðhaldið hugarró og innri friði í um-
róti og áhyggjum daglegs lífs. Við les-
um hér á síðum Morgunblaðsins
margvíslegar greinar og auglýsingar
um þessi mál svo að þetta er auðsjá-
anlega mörgum ofarlega í huga.
Vegna starfs míns sem prestur kynn-
ist ég mörgu fólki sem er undir miklu
álagi og fær sinn skammt af áhyggj-
um og vandamálum og sjálfur er ég
vitaskuld líka í þeim hópi. Til að halda
hugarró og viðvarandi starfsþreki hef
ég því orðið að leita leiða til að takast
á við álagið. Leiðin sem ég hef farið
hefur reynst mér vel og orðið mér
stöðug uppspretta innri friðar og
kraftar. Hvaða leið er það? spyrð þú
kannski, en áður en ég svara langar
mig að útskýra með örfáum orðum
hugmyndafræðina þar að baki.
Andleg og huglæg orkulind
Hvað sem menn segja um trú á
Guð og kenningar trúarbragðanna
held ég að þeirri skoðun vaxi fylgi
meðal allra hugsandi manna, ekki síst
vísindamanna nútímans sem eru að
ljúka upp fyrir okkur leyndardómum
erfðaefnis mannsins, að á bak við
þessa ótrúlega flóknu og fullkomnu
tilveru hljóti að vera virkur hugur og
skapandi máttur. Við getum kallað
þennan mátt Guð. Sumir fomgrískir
spekingar tengdu hann hugtakinu
„logos“ sem þýðir orð. Þar er „orðið“
hin orkufyllta rökhugsun að baki til-
verunni. Gyðingar áttu hugtakið
„davar“ um hið máttuga skapandi
„orð“ eða orkuflæði út frá Guði. En
hvað sem því líður hefur verið til og
hlýtur enn að vera til þessi orka sem
kom öllu þessu af stað og viðheldur
því. Það ætti því að vera eftirsóknar-
vert að tengjast þessari orku. Og
gleymt að tónlist er lifandi listform.
Það er sorglegt að verða vitni að
því hve aðstæður tónlistarskólakenn-
ara á íslandi eru langt á eftir. Vinnu-
skylda þeirra og vondur vinnutími
gerir þeim erfitt um vik að halda
sjálfum sér í þjálfun. Þó er því tekið
sem sjálfgefnum hlut að þeir séu
flytjendur tónlistar, sérstaklega á
pólitískum menningarárum, en það
er langt frá því að tónlistarflutningur
þeirra sé réttlátlega verðlagður, hvað
þá að reynsla þeirra af tónlistarflutn-
ingi sé metin til launa þegar að
kennslu kemur, eða að þeir séu hvatt-
ir til að halda sér í þjálfun og koma
fram. Það gera þeir ókeypis! Og fyrir
langan og krefjandi vinnudag fá þeir
greiddar 130.000 krónur á mánuði að
meðaltali í heildarlaun.
Tónlistarskólakennarar eiga að
halda því á lofti að þeir eru listamenn,
menntun þeirra er á háskólastigi, hún
er sérþekking, og starf þeirra samfé-
lagslega jákvætt, einstaklingsupp-
byggjandi og því þjóðfélagslega hag-
kvæmt. Tónlist er þeirra sérstaða og
hún gerir þá að öðru og meira en
attaníossum almennrar kennara-
stéttar. Tónlistarskólakennarar -
upp með sjálfsvirðinguna!
Höfundur er tónlistarskólakennari
og situr f stjóm Féiags tónlistar-
skólakennara.
góðu fréttimar eru að
það er hægt!
Að tengjast
orkulindinni
Meistarinn Jesús
Kristur frá Nasaret
birtist okkur sem tær
uppspretta vísdóms,
kærleika, friðar og
krafts. Því miður hefur
kirkjan - mennirnir -
sem átti að miðla speki
hans áfram til mann-
kynsins ekki gert það
sem skyldi en þess í stað
oft og tíðum gert fólk
fráhverft meistaranum
og kenningu hans. Þetta
er mjög miður, en góðu fréttimar era
þær að enn er hægt að tengjast þeirri
skapandi orkulind sem Kristur opn-
aði. Ég hef leitað í þessa lind með góð-
um árangri. Við mennimir emm
takmai-kaðir og ef við leitum sífellt
inn á við, í okkur sjálfa, eftir friði,
styrk, gleði og hamingju, finnum við
Bæn
Enn er hægt, segir
Friðrik Ó. Schram, að
tengjast þeirri skapandi
orkulind sem Kristur
opnaði.
fljótt að sú uppspretta vill þoma eins
og vatnsból í þurrkatíð. Til að finna
lausn á þessu hef ég notað bænina.
Bæn er ævafomt tæki til að tengjast
Guði og orku hans. Margir hafa þá
hugmynd að bæn sé fyrst og fremst
það að „að gera allar sínar óskir kunn-
ar Guði“ eins og segir í heilagri ritn-
ingu. Það er vissulega satt en það er
þó aðeins ein hlið bænarinnar. Bæn er
fyrst og fremst það að opna huga sinn
fyrir Guði, hinni ótæmandi upp-
sprettu, og meðtaka kraft til að halda
áfram að lifa og njóta hamingju.
Að opna og meðtaka
Flest viljum við fá skýr svör um
það hvemig hlutimir verka og gagn-
ast okkur sjálfum hér og nú. Nútím-
inn hefur ekki tíma til að bíða. Ég skal
því í lok þessa greinarkoms tala skýrt
og segja þér hvemig ég fer sjálfur að,
ef það gæti hugsanlega einnig orðið
þér til góðs. Þetta geri ég: Eg loka
augunum og beini huganum út frá
sjálfum mér og upp. Eg hugsa mér
Guð sem ótæmandi „orkustöð" þar
sem andlegan styrk, frið og gleði er
að fá. Ég hugsa mér Guð sem nálæg-
an kraft sem er allt í kring um mig.
Ég fer hina fomu og ömggu leið bæn-
arinnar. Bæn er einfaldlega það að
opna og taka á móti. Sá sem er lokað-
ur meðtekur ekkert. Við opnum lóf-
ann og tökum við gjöf. Á sama hátt
opnum við hugann og tökum við friði
Guðs. Þannig opna ég huga minn og
anda og leyfi friði og ró að koma hægt
og hljótt inn í mig. Það streymir frá
uppsprettunni til mín. Eftir dálitla
stund hefur hugur minn orðið kyrr og
rór og ég skynja nærvem Hans. Það
veitir ólýsanlega andlega fullnæg-
ingu. Kristur sýndi okkur hvernig
ætti að gera þetta. Því er lýst í heil-
agri ritningu. Hann vék frá skarkala
og álagi hversdagslífsins og var einn á
bæn til Guðs. Og eftir slíkar stundir
var hann fylltur krafti og mætti sem
læknaði sjúka, vísaði ráðvilltum veg-
inn og gaf vonlausum nýja von. Þessa
leið geta allir farið. Leyfðu Kristi,
meistaranum mikla frá Nasaret, að
leiða þig inn í nærvera Guðs. Þar er
að finna hugarró, styrk og gleði til að
takast á við álagið sem fylgir því að
vera manneskja, styrk til að mæta
þjáningu og sorg, styrk til að lifa og
ná árangri.
Höfundur er prestur íslensku
Kristskirkjunnar.