Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Uppgjör skáldsins við feril sinn I kvöld verður frumsýnt í Nemendaleik- húsi Listaháskólans Ofviðrið eftir William Shakespeare í þýðingu Helga Hálfdanar- sonar í leikstjórn Rúnars Guðbrandsson- ar. Hávar Sigurjónsson ræddi við Rúnar um verkið og sýninguna. Morgunblaðið/Ami Sæberg Töframaðurinn Prosperó heillar Antóníu, systur sína, ásamt fylgdarliði til eyjar sinnar. FYRSTI útskriftarárgangur ný- stofnaðrar leiklistardeildar Lista- háskóla Islands frumsýnir fyrstu leiksýningu sína á þessu leikári í kvöld. Þau sem eru í hópnum heita Björn Hlynur Haraldsson, Björg- vin Franz Gíslason, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Gísli Örn Garðars- son, Kristjana Skúladóttir, Lára Sveinsdóttir, Nína Dögg Filippus- dóttir og Víkingur Kristjánsson. Verkefnið sem þau hafa valið sér er ekki af léttara tagi, Ofviðrið eftir Shakespeare, dramatískur ævin- týraleikur með draumkenndu ívafi er ein aðferð til að lýsa þessu marg- brotna verki. Takmarkaleysi leikhússins Ofviðrið er eitt af siðustu verk- um skáldsins, samantekt h'fsreynds manns og stórfenglegs skálds sem þekkti takmarkaleysi leikhússsins út í ystu æsar. Hugmyndir manna um leikhús á tímum Shakespeares voru svo opnar og frjálsar að ekki vafðist fyrir áhorfendum að fylga persónununum yfir úthöf til fjar- lægra landa og aftur til baka í sjón- hendingu, fljúga um töfraheima með álfum og yfirnáttúrulegum verum og taka hamskiptum án stórkostlega úthugsaðra búninga- skipta. Það nægði að horfa í kring- um sig og segja sem svo; Svo þetta er Grikkland. Eða eyja Prosperós sem er sögusvið Ofviðrisins; dular- full og seiðmögnuð þar sem Prosp- eró hefur sest að og tekið öll völd eftir að hafa verið hrakinn frá völd- um af bróður sínum Antóníó. Hann er reyndar orðinn að systur, Ant- oníu, í sýningu Nemendaleikhúss- ins. Rúnar leikstjóri segir að þessi breyting hafi í upphafi stafað af kynjaskiptingu innan leikhópsins en eftir því sem á æfingatímann hafi liðið hafi sifellt komið betur í Kristjana Skúladóttir Elma Lísa Gunnarsdóttir Ijós hversu skemmtilega möguleika þessi breyting býður upp á. „í dag eru konur ráðherrar, forsetar og stjórnendur ríkja og fyrirtækja. Þetta tengir verkið betur við nú- tímann ef eitthvað er. Á tímum Shakespeares hefur þetta verið óhugsandi." Á eyjunni hefur frummaðurinn Kaliban verið einráður en Prosperó beygir hann undir sig og gerir að þjóni sínum og hefur það boðið upp á ýmsar túlkanir í gegnum tíðina. Nýlendustefna Breta, arðrán þriðja heimsins og árekstrar ólíkra menningarheima hafa legið hvað beinast við og eru auðlesin í verkið. Prosperö og Kaliban sami maður Rúnar segir að róttækasta túlk- unarleiðin sem þau fari í sýningu Víkingur Kristjánsson Lára Sveinsdóttir Gísli Örn Nína Dögg Garðarsson Filippusdóttir sinni sé einmitt fólgin í samskipt- um Kalibans og Prosperós. „Við höfum leikið okkur með þá hug- mynd að Kaliban sé í rauninni hluti af persónu Prósperós. Hann er frummaðurinn í honum, villimaður- inn sem hlýðir eðlishvötunum án þess að hugsa um siðferðilegar hliðar gjörða sinna. Þetta verður sérstaklega áleitið þar sem Prosp- eró grunar Kaliban um að hafa nauðgað Miröndu, 15 ára dóttur sinni. Ef Kaliban og Prosperó eru einn og sami maðurinn kemur nýr flötur upp í samskipum föður og dóttur sem búa ein á þessari af- skekktu eyju.“ Rúnar segir að þessar túlkunar- leiðir liggi í texta verksins. „Við höfum engu breytt í textanum til að koma þessum hugmyndum að. Með því að setja konur í sum karlhlut- verkin kemur upp skemmtilega kynferðisleg spenna á milli pers- ónanna sem gefur sýningunni kröftugri blæ. Það er ljóst af þessu verki að Shakespeare er að ljúka sínum höfundarferli. Hann dregur inn í verkið flest þau viðfangsefni sem hann hefur fengist við í fyrri verkum sínum. Hér sjáum við vangaveltur um valdið og hversu mikil tálsýn raunveruleikinn getur verið. Þá má einnig lesa út úr verk- inu eins konar uppgjör höfundarins við endurreisnartímann. Hin gamla heimsmynd er að hrynja og ný tek- ur við. Þetta er áleitið þema á okk- ar tímum við aldamótin 2000.“ í sýningu Nemendaleikhússins er tónlist stór þáttur og þegar Prósperó setur á svið leiksýningu fyrir sjálfan sig er boðið upp á tón- listarveislu, óperu, kabarett, rokk og pönk. „Þetta byrjar vel hjá karl- inum en endar í martröð. Leiksýn- ingin hans verður sífellt erótískari eftir því sem á líður og að lokum stöðvar hann sjóið, getur ekki hald- ið áfram. Kalibaninn í honum er að taka yfirhöndina og hann þorir ekki að hleypa honum alia leið. Við göngum eins langt og við getum í þessum leik,“ segir Rúnar Guð- brandsson leikstjóri. Nýtt leikhús Nemendaleikhúsið stendur á tvennum tímamótum á þessu hausti. Ekki aðeins er þetta fyrsta frumsýningin undir merkjum leik- listardeildar Listaháskólans heldur verður frumsýnt í kvöld í nýju leik- húsi sem innréttað hefur verið í kjallara húsnæðis leiklistardeildar Listaháskólans við Sölvhólsgötu. „Þetta er að flestu leyti mjög gott leikhús,“ segir Rúnar. Takmarkan- ir húsnæðisins eru þó næsta aug- ljósar, lofthæðin leyfir ekki að leik- ið sé nema á gólfinu og í salnum eru súlur sem þrengja nokkuð að möguleikum við notkun rýmisins. Nemendaleikhúsið hafði um árabil haft aðsetur í Lindarbæ og þar var komin löng hefð á leiksýningar sem náði allt aftur á sjöunda áratuginn. „Það er vafalaust eftirsjá að Lind- arbæ,“ segir Rúnar þótt hann bendi jafnframt á að Lindarbær hafi í upphafi ekki verið leikhús heldur samkomusalur. „Eg er hins vegar ekki óvanur því að búa til nýtt leikhús í kringum sýningar mínar. Ég hef ekki tölu á þeim rýmum og salarkynnum sem ég hef átt þátt í að innrétta fyrir leiksýn- ingar hér í borginni og víðar.“ Á heimleið eftir doktorsnám á Englandi Rúnar hefur undanfarin ár stundað nám til doktorprófs í leik- húsfræðum við De Montfort-há- skólann í Leicester á Englandi. „Rannsóknarverkefni mitt er fólgið í samanburði á kenningum pólska leikstjórans Grotowskys og Rúss- ans Stanislavskys, en kenningar þessara tveggja manna um þjálfun leikara og nálgun leikarans að hlut- verkum sínum hafa verið hvað áhrifamestar á 20. öldinni.“ Rúnar segist enn vera með ann- an fótinn í Englandi. „Ég fer aftur út eftir áramótin til að ljúka við verkefnið en líklega er ég á heim- leið með búslóð og fjölskyldu." Auk Rúnars standa að sýning- unni Sigurður Kaiser sem gerir leikmynd og búninga. Egill Ingi- bergsson hannar lýsingu og hljóð- mynd skapar Haraldur V. Svein- bjömsson. Frumsýning Nemendaleikhúss- ins á Ofviðrinu verður í kvöld klukkan 20. Einsaga o g póstmódernismi BÆKUR Sagnfræði MOLAR OG MYGLA Atviksbók. Höfundar: Carlo Ginz- burg, Davíð Ólafsson, Sigurður Gylfi Magnússon: Molar og mygla. Um einsögu og glataðan ti'ma. At- vik 5. Ritstjórar: Ólafur Rastrick og Valdimar Tr. Hafstein. Utgefandi: Bjartur - Reykjavíkur Akademían. Reykjavík 2000.148 bls. UNDANFARIN fjögur til fimm ár hafa hugtökin póstmódemismi og einsaga æ oftar borið á góma í fræði- legri umfjöllun um sagnfræði og söguritun hér á landi. Erlendis hefur þessi umræða staðið mun lengur og orðið ansi heit á köflum. Einkum virð- ast deilur um póstmódemismann og erindi hans við sagnfræðina hafa orð- ið snarpar og ekki er langt síðan und- irritaður las grein í breska blaðinu Times Literay Supplement, þar sem höfundurinn lýsti póstmódem- ismanum sem „grafreit heilbrigðrar skynsemi". Sýnir það orðaval glöggt, hve mjög mönnum getur hitnað í hamsi í fræðilegri orðræðu. Um gildi einsögunnar, sem svo hefur verið nefnd hér á landi, munu fleiri vera sammála, þótt víst greini menn á um hagnýta þýðingu hennar fyrir rann- sóknir og fræði. Ef marka má orð Sigurðar Gylfa Magnússonar í bókinni, sem hér er til umfjöllunar, fer því aukinheldur fjarri að sagnfræðingar, sem stunda einsögurannsóknir, séu að öllu leyti sammála um aðferðir, áherslur og markmið, að ekki sé talað um afstöðu til annars konar rannsókna. Þær kalla þeir stundum „hefðbundnar" og er ekki laust við að nokkurrar fyrirlitn- ingar' gæti í því orðavali. Fer og gjaman svo er menn hyggjast ryðja nýjar brautir, nema ný lönd, að taka verður hraustlega á og dugir þá engin tæpitunga. íslenska orðið einsaga er látið ná yfir það sem á ensku heitir „micro history" (eiginlega örsaga) og felur í sér að þeir, sem slík fræði stunda, leggja megináherslu á að rannsaka hið smáa og einstaka, fyrir- bæri sem erfitt er að meta og mæla eða bera saman við önnur. Er þá gjaman byggt á heimildum sem lítt hefur verið sinnt áður, ellegar að fræðimenn nálgast viðfangsefni sín frá nýju sjónarhomi og túlka áður kunnar heimildir á nýjan hátt. Italski sagniræðingurinn Carlo Ginzburg er almennt talinn „faðir ein- sögunnar" og er þá átti við þær að- ferðir, sem hann og lærisveinar hans beita við rannsóknir. Hugtakið „micro history" er miklu eldra og vitaskuld hafa fræðimenn um langan aldur kannað „hið smáa“, þótt öðrum rannsóknar- og túlkunaraðferðum hafi verið beitt. Ginzburg á fyrstu ritgerðina í þess- ari bók og fjallar þar um íræðasvið sitt, mótun þess og verðandi á lifandi og persónulegan hátt. Mikill fengur er að því að fá þessa ritgerð Ginzburg á íslensku, en margir leggja jafnan við hlustir er hann tekur til máls, sama hvort þeir eru honum sammála eða ekki. Höfúndar hinna ritgerð- anna, þeir Davíð Ólafsson og Sigurð- ur Gylfi Magnússon, hafa á undan- fömum ámm verið framarlega í hópi þeirra fræðimanna íslenskra, sem að- hyllast rannsóknaraðferð einsögunn- ar. Þeir gera í greinum sínum grein fyrir þeim umræðum, sem fram hafa farið um einsögu hér á landi og í ná- grannalöndum að undanfömu, lýsa viðhorfum sínum og meta stöðu þessa fræðasviðs; Davíð fjallar auk þess all- ítarlega um tengsl póstmódemisma og einsögu. Þessar ritgerðii' em báð- ar fróðlegar aflestrar og að minni hyggju dágóð kynning á þessu sviði sagnfræðinnar. Ekki get ég þó lýst mig sammála öllu, sem þeir félagar hafa að segja, og síst að rannsóknir á einsögu og stórsögu (eða fjölsögu) eigi ekki samleið. Ég get ekki séð annað en að allar greinar sagnfræð- innar hljóti að eiga samleið og mín skoðun (og reynsla) er sú, að þá verði mest gagn að iðju fræðimanna er þeir bera sig saman og ræða rannsóknar- efni og aðferðir. Þá getur hver notið starfa annars og þá er mest von til þess að lesendur fái í hendur góð verk og gagnleg. Ekkert er verra en ein- angmnin. Orðið einsaga virðist hafa unnið sér nokkum þegnrétt sem íslenskt heiti yfir „micro history". Þetta er að sönnu þjált orð, en ekki er ég fyllilega sáttur við það. Það er ógagnsætt, sí- fellt þarf að útskýra merkingu þess, og andheitin sem hér em notuð og lát- in ná yfir „macro history", fjölsaga og stórsaga, em enn verri. Hér er því verðugt verkefni fyrir snjalla orða- smiði, en fátt bendir til annars en að umræða um þetta svið sagnfræðinnar i: muni heldur aukast en minnka á kom- andi missemm. Texti bókarinnar allrar er lipur og vel læsilegur, en verður þó á stöku stað nánast ofhlaðinn lærðum orðum og orðasamböndum. Þau em sótt í fræðilega umræðu og vel skiljanleg öllum sem þar em vel heima, en ekki er víst að aðrir lesendur eigi létt með að skilja allt sem sagt er. Að öðm leyti er frágangur texta með ágætum, neð- anmálstilvitnanir em margar og þess I vandlega gætt að birta á frummálinu texta, sem teknir em beint upp og birtast þýddir á íslensku í meginmáli. Útkoma þessarar bókar hlýtur að velq'a nokkra athygli í íslenskum fræðaheimi, enda ekki oft sem út em gefin rit um söguspeki og aðferða- fræði, hvað þá að út komi á íslensku ritgerðir á borð við menn eins og Carlo Ginzburg. Eiga aðstandendur útgáfunnar hrós skilið fyrir framtakið. Jón Þ. Þór jé—_____________________________________________________________________________________ -&***___________________________________________________________________________________________________________________________________________________JÚL&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.