Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Skógrækt o g hrossabeit fara
vel saman ef varlega er farið
Gyða Bergþórsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson, bændur
í Efri-Hrepp í Borgarfírði, voru meðal þeirra sem hlutu Land-
græðsluverðlaunin á þessu ári. Það vakti athygli Ásdísar Haralds-
dóttur að til þess að minnka eldhættuna í skóginum beita
þau hrossum þar á haustin.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Þetta land var grætt upp eingöngu með vægri áburðargjöf þannig að
náttúrulegnr gróður náði sér upp. Einnig hefur trjám verið plantað.
Asýnd landsins var áður eins og landsins í bakgrunninum.
Morgunblaðið/Asdís Haraldsdóttir
Skógræktarlandið í Staliaskógi er orðið mun skemmtilegra yfirferðar
eftir að hrossin fóru að bíta þar á haustin.
AU GYÐA og Guðmundur
hafa verið ötul við upp-
græðslu lands og skóg-
rækt. Fyrir um það bil
hálM öld hófu þau ræktun túna á ógr-
ónum melum. Þá er Guðmundur einn
af brautryðjendum í að nota eingöngu
áburð í litlum skömmtum til að koma
af stað náttúrulegum móagróðri í ör-
foka landi.
En skógræktin hefur hka skipað
stóran sess í Efri-Hrepp. Miklum
fjölda trjáa hefur verið plantað. í
garðinum heima við bæ og í Stalla-
skógi við rætur Skarðsheiðar eru
stærstu trén og enn er plantað í
Stallaskógi og einnig í nýju landi sem
grætt hefur verið upp á melunum.
Gyða segir að þegar ákveðið hafí ver-
ið að planta trjám „undir Stölium"
íafi landið strax fengið nafngiftina,
afnvel áður en fyrsta trénu var plant-
að.
Komst ekkert áfram
fyrir mosa og sinu
Það var einmitt í Stallaskógi sem
vinafólk þeirra hjóna ákvað að tjalda
eitt sinn. Þau voru með h'tið bam með
sér og ætlaði fólkið að njóta þess að
dvelja í skóginum. Ánægjan varð þó
t ekki eins mikil og til stóð því litla
barnið komst ekkert áfram í skógar-
botninum fyrir mosa og sinu.
„Þetta varð til þess að ég ákvað að
gera eitthvað í málinu,“ segir Guð-
mundur. „Svona gat þetta ekki geng-
ið. Mér varð Ijóst að svona mikil sina
og mosi gæti skapað mikla eldhættu í
skóginum, en fyrir utan áfóh af völd-
um náttúrunnar svo sem vont veður
og snjó, er eldur mesti áhættuvaldur-
inn í skógrækt. Stór skógarsvæði
geta fuðrað upp á stuttum tíma þar
sem mikil sina er. Auk þess var svo
komið að skógurinn gat ekki orðið til
ánægju og útivistar eins og hann átti
að vera.“
„Guðmundi kom til hugar að beita
hrossunum í skóginn. En margt
þurfti að vega og meta. Honum var
Ijóst að hrossin gætu valdið skemmd-
um en honum þótti þó vænlegt að
gera athugun á því hvort svo yrði því
til mikils var að vinna. Einnig er tahð
að beit flýti íyrir niðurbroti gróðurs,
grasið breytist fyrr í jarðveg með því
að fara í gegnum meltingarveg..“
Hrossunum beitt á
haustin þegar plöntur
hafa fellt fræ
„Beitin hefur því ýmsa kosti, en
auðvitað verður að fara varlega því
fyrir utan skógarplöntumar vildi ég
hka vemda ýmsar blómplöntur sem
vom famar að vaxa í auknum mæh í
skóginum, svo sem blágresi.
Eg fór þá að velta fyrir mér á hvaða
tíma ársins best væri að beita hross-
unum og ég heid að ég hafí vahð rétt-
an tíma. Á haustin em allar plöntur
að búa sig undir veturinn. Blómplönt-
ur era búnar að fella fræ, trén em að
fella laufin og grasið byijað að visna.
Hrossabeitin hefur því ekki haft nein
hamlandi áhrif á útbreiðslu plantna í
skóginum, frekar öfugt. Ég set því yf-
irleitt hrossin í skóginn í byijun októ-
ber og hef þau þar þangað til fyrsti
snjór fellur og þá tek ég þau strax af
landinu. Ástæðan fyrir því er sú að
þama era plöntur af öllum stærðum,
allt frá því að vera nýplantaðar upp í
6-6 metra há tré.
Með þessari aðferð verða htlar sem
engar skemmdir, en ef hrossin fá að
vera í skóginum eftir að spjór fellur
fara þau að krafsa og skemma þá htlu
plöntumar sem ná ekki upp úr snjón-
um.“
Þegar Guðmundur ákvað að gera
þessa athugun leitaði hann til Bænda-
skólans á Hvanneyri og bað þá að
taka hana út Það var gert í nokkur ár
að vetri eða vori. í skýrslu frá árinu
1992 segir meðal annars að af 225
plöntum sem athugaðar vora í októ-
ber 1992 og reyndust heilar var 21
eitthvað skemmd í apríl 1993. í flest-
um tilfehum var hægt að rekja
skemmdir til snjóþyngsla, og einung-
is í 7 tílfehum var talið að um
skemmdir af völdum hrossabeitar
gæti verið að ræða Niðurstaðan varð
sú að athugunin benti til að hrossa-
beit og skógrækt gætu mjög vel farið
saman þar eð hrossin skemmdu htið
sem ekkert jafnvel minnstu trjá-
plöntur.
Guðmundur segist meta þetta svo
að þessar htlu skemmdir séu miklu
minni en sú áhætta sem fylgir því að
hafa sinuna og beita ekki í skóginum.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Gyða Bergþórsdóttir og Guö-
mundur Þorsteinsson í rjóðri í
Stallaskógi þar sem hestarnir
höfðu verið í hálfan mánuð.
Hálfur dagur getur
skipt sköpum
„En það er erfitt að ráðleggja og
það getur virkað eins og að fá óvita
eggvopn,“ segir hann. „Ég tel ákaf-
lega mikilvægt að þeir sem stunda
þetta hafí mikla og góða tilfinningu
fyrir því hvemig meta beri ástand
lands og gróðurs og hvenær er mál að
hætta beit. Jafnvel hálfur dagur get-
ur skipt sköpum. Hér gildir að fara
varlega. Ef farið er yfir mörkin
skemmir maður landið og gróðurinn
vegna álags og traðks sem getur orð-
ið verulegt. Til þess að koma í veg fyr-
ir skemmdir hef ég hrossin í skógin-
um í mjög skamman tíma á hveiju ári
þannig að landið hefur um og yfir tíu
mánuði til að jafna sig á milli. Á þeim
tima hverfa ummerki eftir traðk. En
það er matið sem skiptir sköpum og
því ekki hægt að segja hversu mörg
hross mega vera á hveijum hektara
því aðstæður era svo misjafnar og ár-
ferðið hefur sitt að segja.
Það er merkilegt hvað hestarnir
skemma lítið og það kom mér á óvart
að þeir skyldu ekki skemma htlu
trjáplöntumar. Þeir stíga ekki einu
sinni á þær. Ég ber á í kringum þær
og því verður grasið í kringum þær
mjög grænt. Hestamir bíta allt í
kringum plönturnar en láta þær al-
veg vera jafnvel þótt plantan sé mjög
smá. Það verður að hafa í huga að á
þessum árstíma virðast þeir engan
áhuga hafa á að bíta plöntumar og
eins hafa hestar mjög htla þörf fýrir
að klóra sér á þessum tíma. Á vorin
og sumrin klóra þeir sér meira og á
vetuma er oft mikið fikt í þeim og þá
naga hestar stundum allt tré sem
verður á vegi þeirra. Hugsanlega
stafar það af iðjuleysi. Haustin ein-
kennast af rólegheitum hjá hrossun-
um, ekki er mikið um hlaup og læti og
hestamir hægja á sér. Þeir njóta þess
að vera í skjólríkum skóginum þar
sem nóg er að bíta og brenna.“
Hrossin inni eftir
að þau hafa fylit sig
En Guðmundur hefur gert aðrar
tilraunir með hrossabeit sem ekki era
síður athyglisverðar og tíl eftir-
breytni.
„Til að fá fulla nýtingu á beitilandi
yfir sumartímann án þess að skemma
það hef ég prófað mig áfram með að
beita reiðhrossum í litlum hólfum og
setja þau inn í hús á milli. Oft fylgir
hrossabeit mikið traðk og á mikið
beittu landi má oft sjá moldarflög, til
dæmis meðfram girðingum eða við
hhð. Ég giska á að hrossin troði niður
og skemmi fjórum til fimm sinnum
meira gras en þau bíta,“ segir hann.
„Ég hef sjálfur notað snöggt land
fc_
%. v'
’J
2000
Heildarmynd
Stdðhestar
Gæðingar
Hryssur
HUanr
AOÉðBl
5777000
www.tolLis
eins og svo margir hestamenn gera til
að halda hrossunum í hæfilegum
holdum yfir sumarið. Ég hef mjög
slæma reynslu af þessu því mér
fannst ég vera að eyðileggja svo mik-
ið. Þá fór ég að velta fyrir mér hvern-
ig hægt væri að fara betur með landið
en halda hrossunum jafnframt í hæfí-
legum holdum. Niðurstaðan varð sú
að setja hrossin inn í hús en sleppa
þeim út í ákveðinn tíma á hveijum
degi. Að vísu hef ég góða aðstöðu til
að gera þetta. Ég set hrossin inn í
skemmu sem er með taðgólfi sem er
þurrt og gott á sumrin. Á steyptri
stétt fyrir utan hef ég rennandi vatn
og geta hrossin valið hvort þau era
inni í þessu lausagönguhúsi eða úti á
stéttinni. Ég hleypi þeim síðan í beit-
arhólf sem ég tel vera mátulega
sprottið. Ég leyfi þeim að vera á beit
þar til þau hafa náð að fylla sig, en
tíminn sem það tekur fer eftir að-
stæðum og set þau síðan inn aftur.
Þetta kostar auðvitað að maður verð-
ur að vera viðlátinn.
í inátulegum holdum
allt sumarið
En þetta gengur ótrúlega vel og
það sem meira er. Hrossin virðast
vera ánægð með þetta fyrirkomulag
og þegar þau koma út á grasið fara
þau strax að bíta. Þau fara því hægt
yfir og traðka mjög lítið. Þegar horft
er á þessi hólf núna að hausti sést
ekkert traðk eða aðrar skemmdir eft-
ir beitina.
Með þessu móti er hægt að halda
hrossunum í mátulegum holdum allt
sumarið. Þá gerir heldur ekkert til ef
aðstæður era þannig að þau era ekki
sett inn í einn eða tvo daga. Það hefur
ekkert að segja upp á holdafarið,
enda magamálið orðið minna og þau
geta ekki troðið sig út.
Guðmundur skiptir svæðinu sem
hann notar til beitar, um 1,5-2 hekt-
ara, upp í hólf sem era 'A til % hektari
hvert. Hrossin, sem oftast era 5-7
talsins, era látin í hólf og látin hreinsa
það nokkuð vel, þó eru þau ekki látin
þíta of nærri. Þá er það hólf hvílt og
hrossin látin í það næsta og svo koll af
kolli Á hvíldartímanum hefur grasið í
hólfunum náð að spretta mátulega.
Mikilvægt er að láta ekki naga niður í
rót því þá tekur það grasið mun lengri
tíma að spretta, llkt og á vorin þegar
tún era mikið beitt. Með þessu móti
er ormasmit einnig í lágmarki, enda
skíta hrossin mest þegar þau era inni.
Gyða og Guðmundur nota hrossin
líka til að „slá“ garðinn á sumrin og
snyrta í kringum heimreiðina. í garð-
inum er mikill tijágróður en hrossin
era látinn snyrta grasið mátulega.
Ekki þarf að klippa í kringum trén
því hrossin sjá um það lika. Guð-
mundur segir að þegar þau beita
hrossunum í garðinn sé það venjulega
gert fljótlega eftir að komið er úr út-
reiðartúr þegar þau hafa velt sér og
slappað af. Þá sinna þau aðeins átinu
en áður en þau hafa fyllt sig era þau
tekin úr garðinum svo þau fari ekki
að klóra sér á tijánum. Þegar ekið er
heim að bænum er eins og farið hafi
verið yfir allt með fínni sláttuvél því
allt er rennislétt og jafnbitið.
Hestamenn þurfa að taka
beitarmálin íostum tökum
„Það er dýrt að spilla landi með of
miklu álagi og tekur kannski áratug
eða meira að bæta slfkar skemmdir,"
segir Guðmundur. „Ég sé fyrir mér
að einhveijir muni í framtíðinni bjóða
upp á þjónustu samfara beit. Hesta-
eigandi gæti þá leigt beit af einhveij-
um sem sér alfarið um að nýta hana
sem best og halda hrossunum jan-
framt í hæfilegum holdum yfir suma-
rið. Hestaeigandinn gæti svo samið
um hvenær hann færi í útreiðartúr og
umsjónarmaðurinn hefði þá hestana
tilbúna.“
Guðmundur er sannfærður um að
hestamenn verði að fara taka beitar-
málin föstum tökum og hafa frum-
kvæði sjálfir í að ganga vel um land
sem þeir hafa til umráða og bæta
ástand þess. Því sé mikilvægt að finna
upp aðferðir til að nýta beitiland sem
best en fá jafnframt af því hámar-
ksuppskeru og gæta þess að valda
ekki skemmdum á því. Hann telur að
ekki sé langt í að bannað verði að fara
illa með land og almenningsálitið sé
farið að skipta verulegu máli hvað
þetta varðar nú þegar.