Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 55
www.saa.is Fréttir SÁÁ - Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann - Ármúla 18-108 Reykjavík Sími 530 7600 - 7. tölublað, október 2000 auglýsing H Viðtal við Theódór S. Halldórsson framkvæmdastjóra SÁÁ: „SAA er líknarfélag sem íslenska þjóðin hefur gefið sjálfri sér" „SÁÁ cru almcnningssamtök sem telja nm íimmtán þúsund félags- menn. Það eru þessir fimmtán þús- und I slendingar alstaðar af landinu sem mynda Samtök áhugafólks um áfengia- og yímuefnavandann. Tekjur þær sem SÁA þarf til til sjúkrarekstar og meðferðarstarfa og uppbyggingar á starfseminni koma frá ríkinu að tveimur þriðju hlutum þannigað sjúklingar þurfa ekki að greiða fyrir meðferðina en rúmur þriðjungur af tekjum sam- takanna eru sjálfsaflafé félags- manna og stærati sfyrktarað ili okk- arerþjóðinsjálf. SÁAerlíknarfélag sem íslenska þjóðin hefur gefið sjálfri sér. Það er nú ekki flóknara en það". Þetta segir Theódór S. Halldórsson framkvæmda8tjóri SÁÁ sem svar við þeirri spumingu hvort SÁA sé grasrótar- félag hugsjónafólks eða hluti af ríkis- hákni. Hugsjónaneistinn sem var innblástur- inn að stofnun SÁÁ fyrir nær tuttugu og fimm árum kveikti eld sem logar glatt enn þann dag í dag og margir hafa omað sér við þann eld. Sjúklingar sem hafa notið meðferðar hjá SÁÁ gegnum tíðina em orðnir um 14 þúsund. Það er okkar sem nú eram félagsmenn í samtökunum að sjá til þess að viðhalda loganum. Við reynum að þróa þjónustu okkar og með - ferðarúrræði. Við verðum að laga okkur að breyttum aðstæðum. Vandinn sem við er að etja breytist og við verðum að bregðast við þörfum líðandi stundar og reyna að sjá fyrir í hvaða átt vandinn er að þróast. Framkvæmdaþróttur félagsmanna SÁÁ Þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt. Fyrir rúmum áratug var svo komið að yfir 95% af tekjum samtakanna komu frá ríkinu og aðeins tæp 5% annars staðar frá ogþá held ég að ekki hafi miklu munað að SÁA riðaði til falls eðayrði að deild innan Ríkisspítal- anna. En með því að efla fjáraflanir og með ýmsum öðram aðgerðum hefur teldst að varðveita sjálfstæði samtakanna ogvið- halda þeim framkvæmdaþrótti sem býr í félagsmönnum. Það er 36 manna stjórn sem tekur helstu ákvarðanir í samtökunum milli aðalfunda. Þar að auki höfum við fram- kvæmdastjórn sem fylgist stöðugt með rekstrinum og sérstakt framkvæmdaráð sem fundar tvisvar í viku. Ég held að sá hugsjónaeldur sem nokkrir áhugamenn um áfengis- og vímuefnavandann kveiktu þegar þörfin var hvað brýnust fyrir 25 áram logi ennþá glatt. Maður heyrir stundum að í nútímanum sé orðið erfitt að fá fólk tilaðleggjaásig stjórnar- störf í áhugafélögumýmiss konar en það er ekki reynsla okkarhjá SÁAnema síður sé. Á síðasta aðalfundi voru meira að segja rædd áform um að fjölga enn í stjórn samtakanna til að fá inn fleiri hugmyndir, fleiri viðhorf og ennþá fjöl- breyttari reynslu. Frá hálftíma upp í tvö ár Samtökin era orðin stór. Svo að maður nefni einbverjar tölur til glöggvunar má geta þess að á árinu 2000 kostar starf- semi SÁÁyfir hálfan milljarð króna. Á hverri nóttu sofa liðlega 180 manns undir okkar þaki. Starfsmenn era orðnir yfir 130 talsins. Viðtöl við lækna, sálfræðinga eða áfengisráðgjafa skipta þúsundum á ári. Við eram með starfsemi á 8 stöðum á landinu. Þjónustan sem við veitum þeim sem til okkar leita getur verið frá einu viðtali sem stendur kannski í hálfa klukkustund upp i meðferð og stuðning sem varir í tvö ár eða jafnvel lengur. Það er mikil uppbygging sem á sér stað hjá SÁÁ Stundum finnst manni hlutimir gerast nokkuð hratt en sá vandi sem við er að etja er mikill og maður þarf að vera stór í stykkjunum til að hafa undan. Það er að koma í ljós núna að það var hárétt ákvörðun hjá stjóm SÁA árið 1997 þegar menn vora að velta fyrir sér á hvaða mál- um þyrfti að taka varðandi framtíðar- uppbyggingu. Þá blöstu margvísleg verk- efni við en það var mikill þiýstingur á okkur að stækka Sjúkrahúsið Vog til að stytta eða útrýma löngum biðlistum. Sömuleiðis var mikill þrýstingur á okkur að reyna að komaupp sérstöku meðferð- arúrræði fyrir unglinga en ekkert slíkt úrræði var til í landinu. Þess vegna var ráðist í að byggja unglingadeild við Sjúkrahúsið Vog og endurnýja einnig gamla spítalann. í þetta var ráðist og öðram aðkailandiverkefnumvarfrestað. Ný Unglingadeild og nær engir biðlistar Nú sjáum við fyrir endann á þessum framkvæmdum. Nýja Unglingadeildin tók til starfa á nýársdag 3000 og hefur þegar sannað gildi sitt. Biðlistar era ekki lengur vandamál. Það er ánægjulegt að sjá svona árangur af starfinu. Hins vegar hafa önnur verkefni orðið að bíða. Við þurfum að hugsa fyrir öðrum þáttum starfseminnar, Göngudeild, Forvarna- deild og skrifstofa samtakanna þurfa líka á betri aðstæðum að halda þótt ungling- arnir hafi verið gerðir að forgangsmáli. Þannig er þetta, við reynum að bregðast fljótt við þeirri þörf sem er brýnust í samfélaginu hverju sinni. Það var mikill þiýstingur á okkur árið 1997 að bregðast við vímuefnavanda unglinganna. Við gerðum það og árang- urinn lætur ekki á sér standa. Við getum boðið unglingum upp á sértæka meðferð sem er sérsmíðuð til að falla að þörfum þeirra. Biðlista fyrir fullorðna fólkið hefur okkur tekist að stytta veralega, þeir era því miður ekki horfnir þvi að þörfin vex sífellt og það er vandi að hafa undan. Gegnum árin hefur SÁÁbyggt upp all- flest þau meðferðarúrræði sem nauð- synleg era til að geta tekist af alvöra á við útbreiddanáfengis- og vimuefnavanda. Þar greinir á milli SÁA og margra annarra sem era að fást við einhveija þætti með- ferðarmála að SÁÁ getur boðið upp á úrræði sem era sérhæfð til að bregðast við mismunandi þörfum. Við getum beint sjúklingum í eftirmeðferð, vík- ingameðferð, unglingameðferð eða almenna meðferð á Vík eða Staðarfelli. Eða kannski hentar sjúklingum best að vinna að sínum bata með stuðningi göngudeilda SÁÁ í Reykjavík eða á Akur- eyri í M-hóp eða stuðningshóp. Við get- um líka boðið spilafíklum upp á sérstaka þjónustu. Ef félagslegar aðstæður eru þannig að viðkomandi þurfi á dvöl á áfangaheimili að halda getum við boðið upp á slíka dvöl. Göngudeildin okkar í Reykjavik þjónar stórum hluta lands- manna sem búa héma á suðvesturhom- inu og svo þjónum við hinum stóru byggðarlögum norðanlands með Göngu- deild SÁÁ á Akureyri. Göngudeildarþjónusfa SÁÁ Upplýsingar um meðferðarúrræöi, fræðslu og ráðgjöf í síma 530 76 00 eða á Fræðslusetri SÁÁ á veraldarvefnum www.saa.is Mikil og víðtæk reynsla - SÁÁ, Hazelden og Betty Ford-stofnunin SÁÁ byggir orðið á mikilli og víðtækri reynslu. Það hafa margir leitað til okkar og við höfum borið gæfu til að koma ótrúlega mörgum að liði. Segja má að öO þjóðin þekki að einhveiju marki til starf- semi okkar og erlendis meðal þeirra sem þekkjatil meðferðarstofnana nýtur SÁÁ mikils álits og er oft nefnt í sömu and- ránni og virtar stofnanir eins og Hazel- den eða Betty Ford-stofnunin. Þetta er viðamikill rekstur. Hlutverk mitt sem framkvæmdastjóra er að sjá til þess að reksturinn gangi eðlilega fyrir sig og halda utan um f j ármálin. Ég sé um að fflgja eftirákvörðunum stjórnar SÁÁ reyni að gæta þess að fyrir hendi séu starfsmenn, húsnæði, aðstæður og tæki og tól og það sem tO þarf til að hægt sé að stunda kröftuga og góða meðferðar- starfsemi. Ég sé um starfsmannahald og framkvæmdir á vegum samtakanna og ekki má gleyma þvi heldur að það er í mínum verkahring að fylgjast með þvi að rekstur okkar sé i samræmi við gild- andi lög og reglur og standist kröfur um heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki. Auknar kröfur vegna vímuefnaneytenda: Rannsóknir, lyfjakostn- aður, sérfræðiþjónusta Það er líka hlutverk framkvæmdastjór- ans að sjá um að afla fjármuna sem þarf til að standa undir rekstrinum. Sjúkling- um hefur fjölgað og sjúklingahópurinn hefur breyst með hinum sívaxandi vímu- efnavanda. Það era gerðar kröfur á okkur um aukna læknisfræðilega meðferð sem hefur í för með sér stóraukinn rann- sóknakostnað og aukinn lyfjakostnað. Sjúklingar okkar þjást af ýmsum fylgi- kvillum vímuefnaneyslu svo sem lifrar- bólgu C sem kallar á að starfsmannahóp - ur okkar verði sífellt bi eiðari og búi yfir meiri sérfræðiþekkingu. Allt þetta hefur í för með sér aukinn kostnað sem við höfum ekki ennþá fundið lausn á hvemig skuli staðið undir. Sameiginleg barátta allrar pjóðarinnar við vímuefnavandann Það era margvisleg verkefni sem blasa við. Mig langar að leggja áherslu á þörf- ina fyrir að bæta bæði kjör og starfsrí-. aðstöðu starfsfólksins okkar þvi að án góðra starfsmanna getum við ekki veitt góða þjónustu. Verkefnin era óþijótandi og vandinn er sívaxandi og síbreytilegur í nútímaþjóðfélagi. Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að bregðast við þessum vanda og við eram þakklát bæði almenningi, fyrirtækjum ogstofn- unum og svo vitaskuld ríkinu sem stend- ur með okkur í þessari baráttu og veitir okkur stuðning. Það er engan bilbug á okkur að finna í þessari sameiginlegu baráttu allrar þjóðarinnar við áfengis- og vímuefnavandann. Einkunnarorð SÁÁ era enn í fullu gildi: Við byggjum upp starf sem byggir upp fólk. □ <■ | Líf og fjör í Hreyfilshúsinu við Grensásveg: Dúndurdagskrá í félags- lífi SÁÁ fram eftir vetri Vetrarstarfið í féiagslffi SÁÁ er nó komið i fullan gang og fer fram í HREYFILSHÚSINU á horni Fellsmúla og Grensásvegar á þriðju hæð. Þegar hefur verió ákveðið að árs- hátlð SÁÁ verði haldin með pompi og prakt 1. desember en þangað til verður ýmislegt við að vera: • Á miðvikudagskvöldum er ætlunin að vera með dansnámskeið og er þvf ekki seinna vænna að iáta skrá sig hjé Hilmari I sima 892 9831 og hjá SÁÁ i slma 530 7600. Danskennarar verða Þórey Þórisdóttir og Óli Geir sem eru meðal bestu danskennara landsins. • Ungt fólk ISÁÁ hefur samkomusalinn til umráða öll fimmtudagskvöld. Þann 26. október mun unga fólkið halda pizzu- veislu og kynna vetrarstarfið. • Föstudagskvöld er ætlunin aó dansa og munu hinir eldri og yngri SÁÁ-félagar væntanlega skipta með sér afnotum af húsnæðinu þannig að hvor aðili um sig hafi annaðhvort föstudagskvöld til að stunda (ótamennt. • Knattspyrnufélag SÁÁ verður með æfingar á föstudagskvöldum kl. 21.20 og eru allir félagar velkomnir að taka þátt í æfingunum. • Félagsvist verður spiluð öll laugardags- kvöld og hefst spilamennskan kl. 20.00; fyrsta spilakvöldið er 14 okt. Bridgekvöld verða á sunnudögum kl. 19.30 og skák verður einnig tefld á sama tíma. ■ Á sunnudagskvöldum kl. 19.30 eru bridgemót, einskvölds tvimenningur. Allir velkomnir, þátttaka kostar 500 kr. • I Hreyfilshúsinu verða ekki seldar veit- ingar í salnum nema þegar um er að ræða dansiböll og stærri viðburði. En boðið verð- ur upp á kaffi á bridge-og félagsvistar- kvöldum og fólk getur lagt nokkrar krónur (bauk í kaffisjóð. Einnig verður settur upp sjálfssali með gosi og sælgæti. Nánari upplýsingar um félagsstarfið er að fá hjá SÁÁ í síma 530 7600. □ S»W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.