Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.10.2000, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunbiaðið/Garðar Pálsson Gluggafoss í vexti GLUGGAFOSS í Fljótshlíð lætur alla jafna ekki á að líta. Þótt haustlitirnir séu almennt ráðandi nær mikið yfír sér en þegar ljósmyndari átti þar leið um vatnsaginn að viðhalda grasgrænkunni við þennan á dögunum var fossinn óvenju vatnsmikill og fagur fallega foss. Fastafulltrúi íslands á þingi SÞ V arar við hnatt- rænni stjórnun fiskveiða ÞORSTEINN Ingólfsson, fastafull- trúi Islands hjá Sameinuðu þjóðun- um, gerði í ræðu á allsherjarþingi SÞ í gær sérstaklega að umtalsefni um- fjöllun allsherjarþingsins um mál sem tengjast fiskveiðum. Lagði hann áherslu á að á þessum vettvangi bæri að fjalla um tiltekin málefni sem væru hnattræns eðlis en ekki mál sem féllu undir fullveldisrétt i-íkja. Þorsteinn sagði að þannig væri rétt að ræða á allsherjarþinginu um mengun hafsins, enda virti hún engin landamæri og glíma yrði við hana með hnattrænuin aðgerðum. Vernd- un og sjálfbær nýting lifandi auð- linda hafsins væri hins vegar dæmi um staðbundið eða svæðisbundið málefni. ísland gæti ekki fallist á hnattræna stjórnun fiskveiða þar sem fiskveiðistjórnun félli undir full- veldisrétt einstaki’a ríkja eða væri á ábyrgð svæðisbundinna fiskveiði- stjómunarstofnana. Island stæði ákveðið gegn öllum tilraunum á alls- herjarþinginu til að samþykkja ályktanir þess eðlis. Gagnrýndi ofveiði I þessu sambandi minnti fastafull- trúinn á að hafréttarsamningurinn myndaði hinn lagalega ramma sem umfjöllun um málefni hafsins yrði að byggjast á. Undirstrikaði hann mik- ilvægi hafréttarsamningsins og út- hafsveiðisamningsins. „Ríkisstjóm Islands tekur undir áhyggjur margra landa af ástandi hafsins og fiskistofna á tilteknum svæðum. Islenska ríkisstjórnin hef- ur einnig skilning á afstöðu ríkja sem þrýsta á að allsherjarþingið beiti sér meira á sviði sjávarútvegsmála. Flest þessi lönd eru iðnaðarþjóðir sem sumar hverjar hafa gengið á eða eytt fiskistofnum sínum með ofveiði. Offjárfesting í sjávarútvegi sumra þessara landa hefur neytt þau til að senda fiskiskipaflota sína á fjarlæg hafsvæði. Þessi lönd ættu hins vegar ekki að leita eftir áð flytja út vanda- mál sín eða draga almennar ályktan- ir af stöðu sjávarútvegs í ríkjunum íyrir allan heiminn. Sú staðreynd að þessi ríki haí'a átt við vanda að stríða þýðir ekki að sjálfbær nýting fiski- stofna geti ekki átt sér stað í öðrum hlutum heimsins," sagði Þorsteinn m.a. í ræðu sinni. ------H-*-------- Innbrot á fsafírði Stálu vodka og bjór BROTIST var inn í útibú Ölgerðar Egils Skallagrímssonar á ísafirði í fyrrakvöld og talsverðu magni af áfengi stolið. Þjófamir brutu rúðu og opnuðu dyr til að komast inn. Þeir spenntu auk þess upp hurð í húsinu. Lögreglan fékk tilkynningu um inn- brotið kl. 22.38. Bæjarbúi hafði þá heyrt brothljóð en veður var mjög stillt á ísafirði þetta kvöld og því hljóðbært. Þegar lögreglan kom á staðinn voru þjófamir á bak og burt. Talið er víst að þeir hafi komist undan í bif- reið. Þeir höfðu á brott með sér a.m.k. einn kassa af Eldur-ís-vodka og töluvert magn af bjór. Að sögn lögreglunnar á Isafirði er þó ekki að fullu Ijóst hve miklu var stolið í inn- brotinu. Banaslys á Keflavíkurflugvelli Lenti í skrúfublaði flugvélar ÍTALSKUR hermaður lést á Keflavíkurflugvelli í gær þeg- ar hann lenti í öðru skrúfu- blaði herflutningavélarinnar sem hann var með, sem stóð við gömlu flugstöðina á vellin- um. Verið var að gera flugvélina klára til brottfarar eftir stutta viðdvöl hér á landi þegar slys- ið átti sér stað. Hermaðurinn var 35 ára að aldri. Rannsókn slyssins er í höndum lög- reglunnar á Keflavíkurflug- velli. Ágreiningur um daggjaldagreiðslur fer fyrir dómstóla Islenska ríkið stefnir Grund HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hef- ur stefnt elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund vegna ágreinings um daggjaldagreiðslur. Málið fór fyrir gerðardóm, sem hefur úrskurðað að hann hafi lögsögu í málinu, og krefst ríkið nú ógildingar á þeim úrskurði. Sættir voru reyndar í málinu í gærkvöld en án árangurs. Stefán Geir Þórisson hrl., lög- maður Gmndar, sagði að gerðar- dómur þyrfti nú að taka ákvörðun um það hvort hann hygðist úr- skurða um daggjaldagreiðslurnar áður en stefna heilbrigðisráðherra verður tekin fyrir eða bíða eftir niðurstöðu í því máli. Stjómendur Grundar hafa viljað semja við heilbrigðisráðuneytið um hærri daggjaldagreiðslur en ráðu- neytið hefur ekki samþykkt það og þar sem aðilarnir komust ekki að samkomulagi skipaði Hæstiréttur í gerðardóm í málinu. Lögfræðingar heilbrigðisráðuneytisins töldu að gerðardómur væri ekki bær til þess að taka ákvörðun um daggjöld heldui- væri sú ákvörðun alfarið heilbrigðisráðherra. Gerðardómur- inn úrskurðaði hins vegar fyrir skömmu að hann hefði lögsögu í málinu og í kjölfarið stefndi heil- brigðisráðherra Grund fyrir hönd ríkisins. Málið gæti haft fordæmisgildi Dómskröfur eru þær að felldur verði úr gildi úrskurður gerðar- dóms skv. 1. málsgr. 39. gr. laga um almannatryggingar. Þá krefst stefnandi þess að viðurkennt verði að daggjöld stefnda skuli ákveðin af stefnanda. Að viðurkennt verði að ekki sé hægt að skjóta ágrein- ingi um fjárhæð daggjalda til gerð- ardómsmeðferðar og að stefndi verði dæmdur til að greiða máls- kostnað. Ef Grund vinnur málið gegn ríkinu og gerðardómur fellir úrskurð um sjálfar daggjalda- greiðslurnar má allt eins búast við því að ríkið láti reyna á gildi úr- skurðarins fyrir dómstólum. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Guðríði Þorsteinsdóttur, skrif- stofustjóra í heilbrigðisráðuneyt- inu, 24. maí sl. Þá sagði hún enn- fremur að ef málið þróaðist þannig yrði það að prófmáli fyrir aðrar daggjaldastofnanir og myndi því hafa fordæmisgildi sem slíkt. Stef- án Geir sagði að þegar gerðardóm- urinn hefði kveðið upp þann úr- skurð að hann hefði lögsögu í mál- inu hefðu fulltrúar heilbrigðisráðu- neytisins lýst því yfir að ráðuneytið myndi taka til efnisvarna íýrir gerðardómnum og því hefði það komið á óvart þegar heilbrigðisráð- herra stefndi Grund. Að sögn Stefáns Geirs virðist rík- inu vera illa við að fá efnisumfjöllun um málið fyrir gerðardómnuffi. Hann sagði að eðlilegt væri að þeg- ar gerðardómur hefði tekið ákvörð- un um að hann hefði lögsögu biðu málsaðilar lokaniðurstöðu hans og reyndu þá frekar að hnekkja þeirri niðurstöðu. Ekki náðist í talsmenn ráðuneytisins í gærkvöld. • •
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.