Morgunblaðið - 27.10.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.10.2000, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 27. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ > 23. landsmót Ungmennafélags Islands verður haldið á Egilsstöðum 12.-15, júlí 2001 Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ingimundur Ingimundarson, framkvæmdastjúri landsmóts 2001. Morgunblaðið/Steinunn Asmundsdóttir fþróttavöllurinn með tartanbrautum í fögru umhverfi. U ndirbiiningur í fullum gangi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Fullfrágengið íþróttahús og sundlaug á Egilsstöðum. Egilsstöðum - Helgina 12.-15. júlí á næsta ári verður 23. landsmót Ung- mennafélags íslands (UMFÍ) haldið á Egiisstöðum. Búist er við að um tólf til fimmtán þúsund manns sæki landsmótið og að þar af verði kepp- endur um tvö þúsund talsins. Þeir koma frá öllum aðildarfélögum UM- FÍ. Undirbúningur íyrir landsmót 2001 hefur nú staðið í rúm fjögur ár og gengur samkvæmt áætlun. Um þessar mundir brennur mest á fjár- málum og kynningarmálum en að Morgunblaðið/Ólafur B. Spænsku hásetarnir máttu varla vera að því að stilla sér upp til mynda- töku vegna anna við löndunina á Skagaströnd. Spænskur togari landar á Skagaströnd SPÆNSKIR togarar eru ekki al- gengir í höfninni á Skagaströnd. Einn slíkur landaði þó hér í vikunni 200 tonnum af rækju, sem Rækju- vinnslan kaupir. Togarinn, sem er 64 metra langur, heitir Puente Pereiras Cuatro og er gerður út frá Vigo á Atlantshafs- strönd Spánar. Rækjuna, sem land- að var á Skagaströnd, fékk togarinn í Barentshafinu en er nú, að sögn skipstjórans, á leið til veiða á Flæmska hattinum. Þar á skipið 21 dags veiðirétt á rækju. Var skip- stjórinn svartsýnn á aflabrögð þar en þegar þeim veiðum lýkur mun skipið halda til smokkfiskveiða við Falklandseyjar með viðkomu í heimahöfn. Var hann mun vonbetri um góð aflabrögð þar en á Flæmska hattinum. Sex mánaða útivist 26 manna áhöfn er um borð og þætti mörgum íslenskum togarasjó- manni útivistin nokkuð löng því túr- inn stendur í 6 mánuði. Þá fær áhöfn- in hvfld í einn mánuð áður en haldið er til veiða á ný. Ekki vildi skipstjór- inn upplýsa um kaup og kjör um borð í Puente Pereiras Cuatro en krossaði sig og leit til himins þegar honum var sagt frá launum togarasjómanna á íslenskum frystitogara í fremstu röð. störfum eru íþróttanefnd sem fer með yfirstjóm keppninnar, tjaldbúð- anefnd, umferðar- og gæslunefnd, út- gáfunefnd, fjárreiðunefnd, skrifstofu- nefnd og samkomunefnd auk alls konar undimefnda. Yfirmaður hverr- ar aðalnefndar situr í landsmótsnefnd en hana skipa framkvæmdastjóri landsmóts og fulltrúar frá UMFÍ, Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands (UIA) og sveitarstjórn Austur-Héraðs auk annarra. Talið er að kostnaður við mótshald- ið sjálft nemi ríflega 30 milljónum. Helstu styrktaraðilar mótsins eru Ingvar Helgason hf., Gagnvirk miðl- un, Tölvuþjónusta Austurlands, Kaupþing, Búnaðarbankinn og Kaupfélag Héraðsbúa. Aðildarfélög UMFÍ greiða tæpar 5.000 kr. með hverjum einstaklingi sem þau senda til keppni á mótinu. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á íþróttamannvirkjum á Eg- ilsstöðum, m.a. vegna landsmótsins. Nýverið var lokið við íþróttahúsið en sú framkvæmd jafngildir um helm- ingsstækkun og var jafnframt lagt nýtt gólfefni á íþróttasal. íþróttavöll- inn er alveg búið að endurnýja og m.a. leggja svokallað tartanefni á sex hlaupabrautir, þar af eru fjórar þeirra upphitaðar. Einnig voru áhorf- endapallar endurbyggðir. Vilja glíma við fleiri verkefni á landsvísu Verið er að byggja hús við völlinn sem mun hýsa stjómstöð, tímatöku- búnað og búningsaðstöðu fyrir kepp- endur. Að auki er á Egilsstöðum glæsileg 25 metra útisundlaug, keppnisaðstaða fyrir hestaíþróttir og skotfimi og siglingaaðstaða. Mjög góður 9 holu golfvöllur er í Fellabæ handan Lagarins. Aðstaða til íþrótta- iðkunar á svæðinu er því orðin sam- bærileg við það sem best gerist í land- inu og hefur UÍ A fullan hug á að fá á svæðið fleiri stórverkefni á landsvísu sem og alþjóðleg mót og er nú þegar verið að leggja drög að stórmóti í Happdrætti um Græna kortið í Bandaríkjunum Lærðu, starfaðu og njóttu lífsins í Bandaríkjunum 50.000 Græn kort í boði. Möguleiki á ríkisborgararétti. Frestur fyrir DV-2002 verður tilkynntur seinna... Ekki missa af því! ÓKEYPIS OPINBERAR upplýsingar - sendiö nafn, heiti fræöingarlands og fullt heimilsfang til: National Visa Registry Eða sækið um á: PMB 725, 16161 Ventura Blvd., www.nationalvisaregistry.com Encino, CA 91436 Netfang: info@nationalvisaregistry.com USA Sími. 001 818 784 4618 Kókdósin tekur sig vel út á golfvellinum í Borgarnesi. Morgunblaðið/Theodór Stærsta kókdósin Borgamesi - Þeir sem aka fram hjá golfvellinum á Hamri ofan við Borgames hafa eflaust tekið eftir stærðarinnar kókdós sem þar er risin á miðjum golfveliinum. Um er að ræða gamlan súrheystum í nýju hlutverki. Golfklúbbur Borgarness samdi um auglýsinguna við Vífilfell til 5 ára og klæddu iðnaðarmcnn því turninn í nýjan búning sem hæfðu hinu nýja hlutverki. Nýverið var kveikt á flúðlýsingu við dósina svo að nú sést hún frá þjúðveginum allan súlarhringinn. I frjálsum íþróttum. Stangarstökk kvenna verður í fyrsta skipti keppnis- grein á næsta landsmóti og verið er að undirbúa að alþjóðleg keppni fari fram jafnhliða. Keppnisstaðir verða auk Egils- staða, Iðavalla, Hallormsstaðar, Mýness og Þrándarstaða á Austur- Héraði, Fellabær, Brúarás á Norður- Héraði, Neskaupstaður, Reyðar- fjörður, Seyðisfjörður og Fáskrúðs- fjörður. Landsmót eru stærstu íþróttamót sem haldin eru hérlendis og fara þau fram þriðja hvert ár. Framkvæmda- stjóri Landsmóts 2001 er Ingimund- ur Ingimundarson en hann var for- maður landsmótsnefndar í Borgar- nesi 1997 og er því öllum hnútum kunnugur. Að sögn Ingimundar er áherslan lögð á að Austfii'ðingar standi einhuga að undirbúningnum svo mótið megi verða sem glæsilegast og best heppnað. Heimasíða lands- móts 2001 er í vinnslu og er slóðin landsfriot2001.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.