Morgunblaðið - 03.11.2000, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.11.2000, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið / Rax Friðrik Þór ávarpar gesti við upphaf kvikmyndahátíðarinnar í Bombay. Friðrik Pór boðið að gera kvikmynd á Indlandi Delhí. Morgnnblaðið. Forsvarsmenn Grundar funda með heimilisfólki Grund verður ekki lokað Morgunblaðið/Kristinn Hátíðarsalur Grundar var þéttsetinn á fundi um daggjaldamálið í gær. FRIÐRIK Þór Friðrikssyni var í gær boðið að gera kvikmynd í stærsta kvikmyndaveri heims, Film City við borgina Bombay á Indlandi, og kveðst hann reikna með að af því verði á næstu tveimur árum. Friðrik Þór fundaði með forráðamönnum Film City í gærmorgun og buðu þeir honum þá að gera mynd á staðnum, sem hann segir hafa komið skemmtilega á óvart, auk þess sem þeir lýstu því yfir að þeir vildu fjár- magna myndina. Jafnvel verða ein- göngu indverskir leikarar í henni. „Þeir vilja endilega að ég geri mynd þarna. Þeir horfðu á Böm náttúrunnar í gær og sögðust hafa verið mjög hrifnir af henni," sagði Friðrik Þór í samtali við Morgun- blaðið en hann er í fylgdarliði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Is- lands, í opinberri heimsókn hans til Indlands. Friðrik segist í mörg ár hafa verið mjög hrifinn af dans- og söngvamyndum, hann hefur lengi dreymt um að gera eina slíka - og segir að nú sé tækifærið komið. Það verði slík mynd sem hann geri í Bollywood, eins og kvikmyndaverið í Bombay hefur lengi verið kaliað, til samanburðar við Hollywood í Bandarikjunum. Nú mun kvik- myndaverið við indversku borgina reyndar vera kailað Mollywood eft- ir að heimamenn tóku upp á því að kalla hana Mumbai! Mikil hefð er á Indlandi fyrir dans- og söngvamyndum og eru LJÓSAHÁTÍÐIN Ljósin í norðri verður sett við gömlu Rafstöðina í Elliðaárdalnum í Reykjavík í dag kl. 17.30 og stendur fram á mánudags- kvöld. Þar virkja listamenn frá nor- rænu menningarborgunum þremur, Helsinki, Bergen og Reykjavík, sam- spil ljóss og myrkurs víðs vegar um borgina. Ljósin í norðri er fyrsta hátíð sinn- ar tegundar sem haldin hefur verið hér á landi en hún á rætur að rekja til Helsinki, þar sem um nokkurra ára skeið hefur verið efnt til mikillar þær í miklum meirililuta þeirra 850 kvikmynda sem framleiddar eru í landinu árlega. Þar af eru um 700 framleiddar í Film City. Heillaður af landinu Friðrik Þór segist vera með hug- mynd að dans- og söngvamynd en alveg eigi eftir að útfæra hana. Auk þess þurfi hann að gera eina kvik- mynd næsta sumar, jafnvel tvær, þannig að hann hafi ekki tíma strax tif að snúa sér að umræddri mynd sem hann muni gera á Indfandi. Hann segist mjög spenntur fyrir því að gera kvikmynd á Indlandi. „Eg er mjög heillaður af þessu landi. Ogþað var ævintýri líkast að koma inn í þetta kvikmyndaver; nánast eins og að ganga inn á bygg- ingasvæði pýramídanna í Egypta- landi. Þarna var verið að byggja svo rosalega stórai- leikmyndir. 550 manns voru að vinna við að byggja þær og annað eins við leikmuni. Friðrik Þór og Anna María Karls- dóttir, eiginkona hans, sögðu fítið hafa verið um að vera í Film City í gær miðað við það sem oft gerist. Ekki voru „nema“ 20 litlar kvik- myndir í vinnslu í gær en þar sé gjarnan unnið við 25 stórmyndir daglega þegar mest er um að vera. Nokkrar myndir Friðriks Þórs eru sýndar á íslenskri kvikmynda- hátíð sem haldin er bæði í Delhí og Bombay í tengslum við hcimsókn Ólafs Ragnars. ljósahátíðar í svartasta skammdeg- inu. Orkuveita Reykjavíkur, Nor- ræna húsið, Listaháskóli íslands og Leikfélag Reykjavíkur hafa tekið höndum saman um að gera hátíðina að veruleika en hún er einnig styrkt af Norræna menningarsjóðnum. Verkefnisstjóri er Hanna Styrmis- dóttir. Miðstöð hátíðarinnar verður Norræna húsið og miðbærinn en hún mun einnig teygja anga sína í Elliða- árdal, Grafarvog og víðar. ■ Ljósin í norðri/32 FJÖLMENNUR fundur heimilis- fólks Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, aðstandenda þess og starfsfólks samþykkti í gær álykt- un þar sem skorað var á heilbrigð- isráðuneytið að falla frá málsókn á hendur Grund. Eins og kunnugt er hefur ráðuneytið höfðað málið vegna ágreinings um daggjalda- greiðslur. Lýsti fundurinn jafn- framt yfir stuðningi við forsvars- menn Grundar í baráttu þeirra fyrir hærri daggjaldagreiðslum frá ríkinu. Um 150 manns voru á fundinum sem haldinn var í hátíðarsal Grundar í gær en að sögn Guð- mundar Óskars Ólafssonar, stjórn- arformanns Grundar, var tilgang- ur fundarins að upplýsa starfs- menn, heimilisfólk og aðstand- endur þeirra um málavexti daggjaldamálsins. Kom fram í máli hans sem og fleiri forsvarsmanna Grundar að ágreiningurinn við heilbrigðisyfii’völd þýddi þó ekki að til stæði að loka Grund eins og heimilisfólk og aðstandendur þeirra hefðu óttast undanfarnar vikur. Yrði niðurstaða málsins ÁKVÖRÐUN um að vísa til dóm- stóla deilu heilbrigðisráðuneytis og Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund- ar, um hvort gerðardómur geti hnekkt ákvörðun ráðherra um dag- gjöld, var tekin af ráðherra í samráði við embættismenn ráðuneytisins, að því er kemur fram í yfirlýsingu frá ráðuneytinu í gær. Þá segir í yfirlýsingunni, sem heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- ið gefur út af gefnu tilefni í leiðara Morgunblaðsins í gær um málefni Elli- og hjúkrunarheimilisins Grund- ar, að varðandi þá fullyrðingu sem fram komi í leiðaranum, að Hæsti- réttur hafí með tilnefningu sinni tek- ið þá afstöðu að gerðardómurinn væri bær til þess að taka ákvörðun um daggjöld, bendi ráðuneytið á að skrifstofustjóri Hæstaréttar hafi þvert á móti í tölvupósti til ráðuneyt- isins tekið eftirfarandi fram: „Rétt- urinn telur sig ekki með neinu móti vera að taka afstöðu til þess hvort gerðardómurinn eigi úrlausnarvald um ágreiningsefnið eða ekki með skipun í gerðardóminn.“ Fjárveitingavaldið til gerðardóms? Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri heilbrigðisráðuneytisins, segir í samtali við Morgunblaðið að ráð- herra taki ár hvert ákvörðun um daggjaldataxta sem taki mið af þeim fjárveitingum sem Alþingi ákveði við afgreiðslu fjárlaga. Því snúist fyrr- greint dómsmál um það hvort Al- Grund í óhag þýddi það lakara við- hald en ella, frestun ýmissa fram- kvæmda og rýrnun varasjóða. Það myndi hins vegar ekki koma niður á þjónustu við heimilismenn. I máli Júlíusar Rafnssonar, framkvæmdastjóra Grundar, kom m.a. fram að Grund þyrfti hærri daggjöld, m.a. til að geta búið heimilismönnum þá aðstöðu sem krafist væri í nútímasamfélagi. En þingi og ráðherra eða gerðardómur eigi að ákveða fjárveitingar daggjaldastofnana. Segir Davíð úti- lokað að gerðardómi verði fengið það fjárveitingavald sem Alþingi hafi í dag, það hlyti að leiða til þess að stofnanir færu gerðardómsleið ef þær myndu ekki una við fjárveiting- ar sínar. Þar með væri búið að flytja fjárveitingavaldið frá Alþingi til gerðardóms. Viðbótarfjárveitingar til að nájöfnuði Elliheimilið Grund og stofnunin Ás/Ásbyrgi í Hveragerði fá eins og allmargar aðrar stofnanir sérstaka fjárveitingu á þessu ári til að ná jafn- vægi í rekstrinum. Ákvörðun um þetta var tekin í lok síðasta árs þegar fjárlaganefnd fól Ríkisendurskoðun að fara ofan í rekstui- heilbrigðis- stofnana og meta hversu mikið fjár- magn vantaði í reksturinn til að jöfn- uði yrði náð. Samtals fá Grund og Ás/Ásbyrgi 51,8 milljónir króna. I framhaldi af þessu voru daggjöld Grundar hækkuð í byrjun þessa árs um 15% og eru þau nú 8.580 kr. en voru á síðasta ári 7.481 kr. Þau eru nú hin sömu og á Hrafnistu í Reykja- vík. Hjúkrunarheimili fá greidd dag- gjöld samkvæmt hjúkrunarþyngd sem reiknuð er út eftir svonefndum RAI-stuðli einu sinni til tvisvar á ári. Samkvæmt upplýsingum ráðu- neytisins fékk Grund um síðustu áramót einnig 28 milljónir króna til þess að svo gæti orðið þyrfti verulegt fé til endurbóta á bygg- ingum Grundar. Greindi hann enn- fremur frá því að Grund hefði löngum staðið í deilum við heil- brigðisyfirvöld um dag- gjaldagreiðslur og sagði að Grund fengi mun minna með hverjum heimilismanni en þær hjúkrunar- stofnanir sem væru á föstum fjár- lögum. vegna halla árið 1999 og á þessu ári hefur Grund fengið sérstaka leið- réttingu, 24 milljónir króna, vegna launabreytinga auk 15% hækkunar daggjalda sem áður er getið. Sam- tals eru því fjárveitingar til Gi-undar og Áss/Ásbyrgis, umfram daggjöld á árinu, 103,8 milljónir ki'óna. Nýr fram- kvæmda- stjóri Interpol ALLSHERJARÞING Interpol, sem haldið er á eynni Ródos, kaus í gær Ronald Noble sem nýjan íramkvæmdastjóra al- þjóðalögreglunnar. Hann tekur við starfinu í dag af Raymond Kendall sem hefur verið íram- kvæmdastjóri Interpol frá árinu 1985. Noble, sení er lögfræðingur, hefur gegnt mörgum trúnaðar- störfum fyiir bandarísku ríkis- stjómina. Hann var m.a. yfir- maður lögreglumála hjá fjármálaráðuneyti Bandaiikj- anna. Noble hefiir einnig starfað innan Interpol, m.a. í starfshópi sem berst gegn peningaþvætti. Ljósahátíð í fyrsta sinn á Islandi Heilbrigðisráðuneytið um deiluna við Grund Ákvörðun um málshöfð- un tekin af ráðherra Sérblöð í dag / / BIOBLAÐIÐ A FOSTUDOGUM Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.