Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
N emendaskipti
Frakka og
Islendinga
HÓPUR franskra menntaskóla-
nema frá Nantes á Bretagne-skaga
hefur verið í heimsókn hjá nemend-
um Menntaskólans í Reykjavík
undanfarna tiu daga.
Frakklandsfélagið hefur veg og
vanda af þessari heimsókn krakk-
anna, sem eru 21 talsins, auk
tveggja kennara.
Þessi heimsókn markar fimmtán
ára sögfu nemendaskipta milli fs-
lands og Frakklands en samtals
hafa um tuttugu grunn- og mennta-
skólar í báðum löndum tekið þátt í
samstarfinu. Þeir eru enda fjöl-
margir nemendumir sem kynnst
hafa menningu og siðum vináttu-
þjóðarinnar í gegnum árin og segir
Fran?ois Scheefer forseti Frakk-
landsfélagsins (Association Fran?a-
ise Pour la Promotion Culturelle er
Pedagogique de l’Islande) að þeir
séu nú orðnir 2.800 unglingarnir
sem notið hafa góðs af starfinu.
I tilefni dagsins heimsótti sendi-
herra Frakka á Islandi, Louis
Bardollet, menntskælingjana á Sal
skólans og hélt stutta tölu. Nem-
endur þökkuðu heimsóknina með
fjöldasöng þar sem „Sá ég spóa“
var sungið hátt og snjallt. Frakk-
arnir virðast hafa náð ótrúlegum
Morgunblaðið/Ásdls
Franski sendiherrann á Sal Menntaskólans í Reykjavík.
tökum á íslensku í þessari stuttu
dvöl þar sem ekki mátti heyra mun
á framburði gesta eða gestkomandi
í söngnum. Sendiherrann skemmti
sér hið besta og brosti út að eyrum.
Þór Stefánsson frönskukennari
hefur ásamt Guðbjarti Kristófers-
syni náttúrufræðikennara séð að
miklu leyti um skipulagningu nem-
endaskiptanna í samvinnu við
Shceefer. Þór sagði mörg ólík
verkefni hafa verið unnin á þessum
stutta tíma og skemmtilegt væri
frá því að segja að söngurinn hafi
reynst einn aðalsamskiptamáti
þjóðanna þar sem hver aukatími
sem gafst hafi verið notaður til
söngiðkunar.
Frönsku nemarnir hafa einnig
nýtt tímann til að skoða ísland.
Mikil kátína ríkti í hópnum vegna
þriggja daga skoðunarferðar um
Austurland þar sem m.a. þjóðgarð-
urinn í Skaftafelli var skoðaður.
Einnig var farið að Gullfossi og
Geysi auk þess sem Guðbjartur fór
með hópinn í jarðfræðiferð um
Reykjanes.
Tuttugu nemendur úr 5. bekkj-
um Menntaskólans í Reykjavík
tóku þátt í verkefninu og hafa ver-
ið í hlutverki gestgjafa sl. daga.
Nemendurnir eru allir í frönsku-
námi sem á væntanlega eftir að
nýtast þeim vel í ferð þeirra til
Nantes sem farin verður á vordög-
um.
Úrskurður umhverfísráðherra vegna laxeldis í Mjdafírði ræddur á Alþingi
Nefnd landbúnaðarráðherra
kanni lagaramma fiskeldis
GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð-
herra hefur sett á fót nefnd sem hefur
það hlutverk að fara yfir þætti sem
snerta sambýli kvíaeldis og villtrar
náttúru, m.a. lagalega umgjörð fisk-
eldis og mögulega staðsetningu þess.
Þetta kom fram í utandagskrárum-
ræðu um laxeldi í Mjóafirði á Alþingi í
gær en málshefjandi var Jón Bjama-
son, þingmaður Vinstrihreyfingar-
innar - græns framboðs. Fullyrti Jón
að lagasetning um fiskeldi hefði setið
á hakanum og aðrir þingmenn
stjómarandstöðunnar lýstu eftir
heildstæðu mati á áhriium fiskeldis
við ísland.
Tilefni umræðunnar var staðfest-
ing Sivjar Friðleifsdóttur umhverfis-
ráðherra á úrskurði Skipulagsstofn-
unar um að fyrirhugað laxeldi á
norskum laxi í sjókvíum í Mjóafírði
þurfi ekki að sæta umhverfismati. í
máli Jóns kom fram að hann teldi
ófullnægjandi að erfðamengunar-
þættinum væri vísað til leyfishafa í
stað þess skýr lög taki á málunum.
Varpaði hann þeirri spumingu til um-
hveifisráðherra hvort hún myndi
endurskoða úrskurð sinn í Ijósi veikra
laga og hann innti landbúnaðarráð-
herra eftir því hvenær hann myndi
leggja fram frumvarp að heildstæðri
löggjöf um fiskeldi á Islandi
Umhverfisráðherra benti á að lax-
eldi væri ekki matsskylt heldur til-
kynningarskylt. Sagði hún að Skipu-
lagsstofnun hefði grundvaÚað
úrskurð sinn á umsögnum ýmissa að-
ila þar sem sumir mæltu með um-
hverfismati en aðrir ekki. Siv tók hins
vegar fram að niðurstaða Skipulags-
stofnunar og umhverfisráðuneytisins
að þessu sinni hefði ekki almennt for-
dæmisgildi gagnvart kvíaeldi. Skipu-
lagsstofnun myndi skoða hvert mál
íyrir sig eins og henni væri skylt sam-
kvæmt lögum.
Siv sagði ennfremur að það væri í
verkahring landbúnaðarráðuneytis
að gera úttekt á fiskeldi og upplýsti
að landbúnaðarráðherra væri búinn
að skipa nefnd um þessi mál.
ALÞINGI
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra sagði að vissulega væri mikil-
vægt að fara að öllu með gát hvað
varðaði fiskeldi við ísland. Hér væru
miklar auðlindir í húfi. „Nauðsynlegt
er að fara yfir lagaumhverfi og regl-
umar og setja þær af festu og ná
samstöðu um hvemig að þessum at-
vinnuvegi verður staðið,“ sagði hann.
Þingmenn Samfylkingar, Jóhann
Ársælsson og Einar Már Sigurðar-
son, tóku undir þau orð að fiskeldi
gæti reynst mikilvæg atvinnugrein á
íslandi. Jóhann sagði líklegt að verk-
efnið hefði fengið jákvæða niðurstöðu
hefði það farið í mat á umhverfisáhrif-
um en hann var hins vegar ekki viss
um að ákvörðun umhverfisráðherra
væri skynsamleg. Sagði hann að aðal-
reglan ætti að vera sú að svona fram-
kvæmdir fæm í umhverfismat.
Arnbjörg Sveinsdóttir, Sjálfstæð-
isflokki, lagði hins vegar áherslu á
mikilvægi þess að hægt væri að taka
skjótar ákvarðanir. Mátti ráða af máli
hennar og Jóns Kristjánssonar,
Framsóknarflokki, að þau teldu fisk-
eldi á Austurlandi geta reynst góða
búbót á svæðinu. Kristján Pálsson,
Sjálfstæðisflokki, taldi hins vegar að
hafa hefði átt nánara samráð við
hagsmunaaðila.
Kolbrún Halldórsdóttir og Stein-
grímur J. Sigfússon, þingmenn
Vinstri grænna, lögðu áherslu á að
hér væm miklir hagsmunir í húfi og
að horfa yrði á málið í víðara sam-
hengi. „Hér ríkir vafi og náttúran á að
fá að njóta vafans,“ sagði Kolbrún.
„Fyrstur
tilað
kyssa kú
Júdasar-
kossi“
SVERRIR Hermannsson,
þingmaður Frjálslynda
flokksins, gagnrýndi Guðna
Ágústsson landbúnaðarráð-
herra í utandagskrárumræð-
um um Laxeldi í Mjóafirði.
Hann ásakaði Guðna um að
vera að útrýma íslensku
kúnni og var þá að vísa til
þess að í fyrradag heimilaði
Guðni afmarkaða tilraun með
innflutning á fósturvísum úr
norskum kúastofni. Hann
sagði að Guðni hefði þar orðið
„fyrstur til að kyssa kú Júd-
asarkossi".
Landbúnaðarráðherra
svaraði Sverri og var harð-
orður. Hann sagði Sverri
Hermannsson búa við „aumt
hlutskipti“ ef hann þyrfti að
koma með útúrsnúninga sem
þessa.
„Svo ergist hver sem hann
eldist," sagði hann.
Afþlngí
Dagskrá
ALÞINGI kemur til fundar í dag
kl. 10.30. Dagskrá er sem hér seg-
ir:
1. Greiðsluþátttaka sjúklinga í
lyfjakostnaði, utandagskrár
umræða. Málshefjandi er Jó-
hanna Sigurðardóttir, Sam-
fylkingu, en til andsvara
verður Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra.
2. Námsmatsstofnun, 1. um-
ræða.
3. Blindrabókasafn íslands, 1.
umræða.
4. Leit, rannsóknir og vinnsla
kolvetnis, 1. umræða.
5. Fjarskipti, 1. umræða.
6. Póst- og Qarskiptastofnun, 1.
umræða.
7. Ríkisábyrgðir, 1. umræða.
8. Skipulags- og byggingarlög,
1. umræða.
9. Virðisaukaskattur, 1. um-
ræða.
10. Umboðsmaður aldraðra, fyrri
umræða.
11. Umferðarlög, 1. umræða.
12. Greiðslur hlunninda og bif-
reiðastyrkja í ríkiskerfinu,
fyrri umræða.
13. Ábyrgðarmenn, 1. umræða.
14. Umgengni um nytjastofna
sjávar, 1. umræða.
15. Tekjuskattur og eignar-
skattur, 1. umræða.
Vilja regfur um flutning eldfímra efna um Hvalfjarðargöng
Flutningum á olíu og gasi
líkt við rússneska rúllettu
GUÐJÓN Guðmundsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, mælti fyrir þings-
ályktunartillögu á Alþingi í gær sem
felur í sér að ríkisstjóminni verði fal-
ið að setja reglur um flutning á eld-
fimum efnum, þ.e. eldsneyti og próp-
angasi, um jarðgöng.
I reglunum yrði m.a. kveðið á um
hvort slíkir flutningar skuli leyfðir og
þá með hvaða skilyrðum, þ.e. flutn-
ingstækjum, ökuhraða, eftirliti og
hvort loka skuli göngum fyrir annarri
umferð meðan flutningurinn fer
fram. Fram kom í framsöguræðu
Guðjóns, sem er einn fjöguma flutn-
ingsmanna, að tillagan er einkum til-
komin vegna mikillar aukningar bíla-
umferðar um Hvalfjarðargöng.
Þingmaðurinn fagnaði reyndar til-
komu ganganna en taldi nauðsynlegt
að huga að þeim hættum sem gætu
leynst, t.d. með eldsvoðum í göngun-
um en alvarleg slys hefðu orðið er-
lendis á undanförnum árum í sam-
bærilegum göngum vegna eldsvoða.
Guðjón sagði það hafa komið fram í
fréttum að árlega væru flutt 180 tonn
af própangasi frá Straumsvík til
Grundartanga um Hvalfjarðargöng.
Faiið væri vikulega og talsmaður
gasfélagsins hefði sagt að farið væri á
morgnana. „Það hrukku margir við
sem heyrðu þessa frétt,“ sagði Guð-
jón. ,Á morgnana er mikil umferð um
göngin og fjöldi manns fer þar dag-
lega, m.a. til vinnu eða í skóla. Það er
að mínu mati fullkomlega fráleitt að
leyfa gas- og bensínflutninga um
göngin á þessum tíma sólarhrings og
reyndar finnst mér að það ætti ekki
að leyfa slíka flutninga samtímis ann-
ani umferð um göngin og helst ætti
að banna þá alveg.“
Guðjón sagði að þessir flutningar
væru eins og rússnesk rúlletta, eitt
óhapp gæti valdið óbætanlegum
skaða. Hann greindi frá því að Vinnu-
eftirlit ríkisins hefði í vor bent á þá
hættu sem stafar af flutningi hættu-
legra efna um Hvalfjarðargöng en
reglum um þá hefði enn ekki verið
breytt. Vakti hann ennfremur athygli
á því að ekki hlytist mikið ónæði þó að
reglur yrðu hertar, ágætur vegur
væri fyrir Hvalfjörð með lítilli umferð
og því upplagt að flytja gas og elds-
neyti landsveginn.
Tillaga Guðjóns hlaut góðar undir-
tektir meðal þingmanna í gær og lýsti
Kristján L. Möller, Samfylkingu,
þeim vilja sínum að hún fengi flýti-
meðferð enda væri nauðsynlegt að
draga strax úr hættu vegna flutninga
eldfimra efna um Hvalfjarðargöng.
Þjóðfáni verði sýnilegur í þingsalnum
GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt
fram á Álþingi tillögu til þings-
ályktunar um að í þingsal skuli vera
þjóðfáni Islendinga. í greinargerð
er tekið undir þau orð forseta ís-
lands frá setningu Alþingis f októ-
ber að þingið hafi einstæðan sess í
lýðræðissögu veraldarinnar. Því sé
undarlegt að innan veggja Alþingis,
þar sem rætt sé um eflingu, vegs-
emd og gildi þingsins, skuli þjóðfán-
inn ekki hafinn til vegs og virðingar.
í greinargerðinni er rifjað upp að
árið 1998 hafi heimildir til að nýta
þjóðfánann verið rýmkaðar. Var
það m.a. gert til að aflétta ofvernd-
un fslenska þjóðfánans og stuðla að
því að gera hann sýnilegri. Segir
ennfremur að sýnt sé frá fundum
Alþingis í sjónvarpi og ekki verði
annað sagt en að mikil blæbrigði
yrðu á sjónvarpsmjynd og ásýnd
önnur ef þjóðfáni Islendinga væri
sýnilegur við eða nærri forsetastóli.
Þessi háttur virðist aukinheldur
vera viðhafður í erlendum þjóðþing-
um. „Flutningsmaður telur það
mjög við hæfi að þjóðfáni íslendinga
skipi veglegan sess í þingsal AI-
þingis. Það yrði hinu háa Alþingi til
sóma, sem og þjóðfána vorum til
vegs og virðingar."