Morgunblaðið - 03.11.2000, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Stöðugur straumur fólks í verslunarmiðstöðina Glerártorg fyrsta daginn
Stór dagur í
verslunarsögu
Akureyrar-
bæiar
FJÖLDI fólks lagði leið sína í
verslunarmiðstöðina Glerártorg í
gær og var straumurinn stöðugur
allt frá því hún var opnuð um
morguninn og fram á kvöld. Yfir
20 verslanir og þjónustufyrirtæki
eru á Glerártorgi, veitingastaður
og ísbúð.
Glerártorg er í eigu hlutafélags-
ins Smáratorgs sem rekur m.a.
Rúmfatalagerinn og sagði Jákup
Jakobsen framkvæmdastjóri hans
við athöfn þegar miðstöðin var
opnuð að hann hefði trú á Akur-
eyri og að bærinn myndi vaxa og
dafna á næstu árum. „Við raunum
gera allt sem í okkar valdi stendur
til að svo megi verða,“ sagði hann.
„Við getum selt ykkur ódýr rúm,
góðar sængur og kodda og líka
rómantísk kerti en afganginn
verðið þið að sjá um sjálf,“ sagði
Jákup sem vill helst sjá Akureyri
sem 20 þúsund manna bæjarfélag
innan fárra ára.
eyrar, sérstaklega hvað verslunar-
söguna varðar. Fjöldi fólks var
viðstaddur opnun miðstöðvarinnar
og sagði bæjarstjóri það órækan
vitnisburð um að bæjarbúar hefðu
fylgst vel með gangi mála. Krist-
ján Þór sagði að þeir fjárfestar
sem reistu Glerártorg hefðu
greinilega traust á svæðinu. Hann
sagði að þeir sem stæðu í verslun-
arrekstri væru ekki bara í sam-
keppni innan bæjarins heldur væri
samkeppni einnig hörð við versl-
anir á höfuðborgarsvæðinu sem og
í útlöndum. „Akureyringar taka
nú þátt í þessari samkeppni af full-
um þunga, samkeppni sem er óhjá-
kvæmileg því ef menn bíða með
hendur í skauti mun allt koðna
niður. Ég tel opnun þessarar versl-
unarmiðstöðvar mikið framfara-
spor og vona að hún verði svæðinu
til gæfu,“ sagði Kristján Þór.
Hafðist þótt byggingartíminn
væri skammur
Framfaraspor
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri á Akureyri sagði að um væri
að ræða stóran dag í sögu Akur-
Agnes Marteinsdóttir fram-
kvæmdastjóri Smáratorgs sagði að
sér litist einkar vel á Glerártorg.
„Þetta hafðist allt saman á endan-
Morgunblaðið/Kristján
Agncs Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Smáratorgs og Jákup Jakobsen eigandi Rúmfatalagersins fylgjast
með þegar Kristján Þór Júlfusson bæjarstjóri á Akureyri klippir á borðann og opna Glerártorg formlega.
um, ég var reyndar aldei í vafa
um að það tækist að opna á þess-
um tíma en vissulega er bygginga-
tíminn skammur eða einungis 6
mánuðir. Þetta er íslenska leiðin,"
sagði Agnes. „Við höfum mjög
góðar væntingar til þessa rekstrar
okkar á Akureyri og ég er sann-
færð um að tilkoma þessarar
verslunarmiðstöðvar mun efla
verslun á öllu svæðinu." Agnes
sagði að Smáratorg hefði nú á
skömmum tíma reist tvær stórar
verslunarmiðstöðvar, í Kópavogi
og á Akureyri, þannig að félagið
myndi sennilega ekki fara út í
stórar tjárfestingar á næstu tveim-
ur árum en eftir það væri allt op-
ið.
Stöðugur straumur fólks Iá í verslunarmiðstöðina allt frá því hún var
opnuð formlega og fram á kvöld, en gestum var boðið upp á kaffi og
kökur í tilefni dagsins.
Stór verslunar-
húsnæði losna
MEÐ flutningi Rúmfatalagersins og
Nettó í verslunarmiðstöðina Glerár-
torg losna tvö stór húsnæði, sem
bæði eru í eigu Kaupfélags Eyfirð-
inga. Nettó var í um 1.600 fermetra
húsnæði við Óseyri og Rúmfatalag-
erinn í um 800 fermetra húsnæði við
Norðurtanga.
Sigmundur Ófeigsson, fram-
kvæmdastjóri Matbæjar ehf., félags
um rekstur matvöruverslana KEA,
sagði að báðar eignirnar væru til
sölu en að einnig kæmi til greina að
leigja þær út. „Það ríkir mikil
bjartsýni í bænum um þessar mund-
ir og það hafa komið þó nokkrar fyr-
irspumir um þessar eignir," sagði
Sigmundur. Hann sagði bæði húsin
vel staðsett og hentuðu því vel fyrir
alls kyns rekstur. Þá væri auðvelt að
skipta húsnæði Nettó upp í smærri
einingar.
Unglist sett
í Kompaníinu
UNGLIST, listahátíð ungs fólks á
Akureyri, verður sett í Kompaníinu
við Hafnarstræti í kvöld, föstudag-
skvöldið 3. nóvember. Listahátíðin
stendur alla næstu viku eða fram á
laugardaginn 11. nóvember. Fjöl-
mörg atriði eru á dagskrá og tekur
mikill fjöldi ungs fólks þátt í hátíð-
inni.
Setningarhátíðin í Kompaníinu
hefst kl. 20, en meðal þess sem þar
verður í boði er að 14 tundurdufl slá
létt á strengi, ungir dansarar koma
fram, Lilja þeytir skífur og Cirkus
Atlantis leikur listir. Þá verða afhent
gögn vegna ljósmyndamaraþons og
hönnunarkeppni sem efnt verður til
á listahátíðinni og óvæntar uppá-
komur verða í bænum.
Um helgina verða einnig fjölmörg
atriði á dagskrá, m.a. verður starf-
rækt stompsmiðja í Kompaníinu í
umsjá Garðars Karlssonar frá kl. 14
til 18 og þá verður opnuð ljósmynda-
sýning í Nettó á Glerártorgi við ljúfa
tóna ungs fólks. Um kvöldið kl. 20
verður opnuð sýning ungs mynd-
listarfólks í Deiglunni.
Dagskrá verður svo í Deiglunni
frá kl. 14 til 18 á sunnudag með yfir-
skriftinni Tónaflóð, dans og ljóða-
flutningur og á sama stað verða óp-
íumtónleikar um kvöldið. Á
mánudagskvöld verður opnuð mynd-
listarsýning á Karólínu og djass
verður í Deiglunni þar sem 14 tund-
urdufl koma fram.
Listakvöld framhaldsskólanna
verður í Verkmenntaskólanum á Ak-
ureyri á þriðjudagskvöld.
-----------------
Hádegistón-
leikar í Akur-
eyrarkirkju
BJÖRN Steinar Sólbergsson organ-
isti heldur hádegistónleika í Akur-
eyrarkirkju á laugardag, 4. nóvem-
ber, kl. 12. Á efnisskrá tónleikanna
verða þrír þættir úr „Dýrð Krists“
eftir Jónas Tómasson og tveir þættir
úr orgelsinfóníu nr. 3 eftir Louis
Vieme. Lesari á tónleikunum er sr.
Svavar Alfreð Jónsson.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis og era allir velkomnir. Eftir
tónleikana verður léttur hádegis-
verður í Safnaðarheimilinu.