Morgunblaðið - 03.11.2000, Page 30

Morgunblaðið - 03.11.2000, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Úrslit heimsmeistaraeinvígisins í London réðust í fímmtándu skákinni í gær GARRÍ Kasparov hefur lengi haft mikla trú á keppinaut sínum, Vladí- mír Kramník, sem nú hefur lagt hinn fyrmefnda að velli. Nýi meistarinn er að mörgu leyti nemandi og skjól- stæðingur Kasparovs, var m.a. að- stoðarmaður heimsmeistarans í ein- víginu við Indverjann Viswanathan Anand 1995. „Það er alveg ljóst að Kramník hef- ur að þessu leyti staðið mjög vel að vígi og betur en Anand á sínum tíma,“ segir Friðrik Ólafsson, stór- meistari og fyrrverandi forseti Al- þjóðaskáksambandsins, FIDE. Rætt var við hann í gær er 15.K skákin í London stóð enn yfir. „Kasparov hef- ur ekki náð að sýna allt sem í honum býr og erfitt að segja hvað veldur, það gæti verið eitthvað persónulegt. Hann hefur ekki unnið eina ein- ustu skák í einvíginu til þessa. Það hefur ekki gerst í heimsmeistaraein- vígi síðan 1921, þegar Capablanca lagði Lasker, að heimsmeistari halaði ekki inn einn einasta vinning. En þótt menn séu ungir eins og Kasparov, hann er 37 ára, geta þeir líka verið í óstuði! Kramník var greinilega mjög vel búinn undir einvígið og hann veit hvemig á að tefla við Kasparov. Eftir að hafa verið aðstoðarmaður hans veit hann margt sem hjálpar honum núna. Hann veit hvemig Kasparov hugsar. Hann þekkir andstæðinginn og stíl hans til hlítar og fátt er mikil- vægara í undirbúningi fyrir einvígi." Kasparov hefur lengi átt í hörðum deilum við FIDE sem ekki viður- kennir hann sem heimsmeistara. „Þetta hefur auðvitað angrað hann undir niðri að vera ekki alls staðar viðurkenndur sem slíkur,“ segir Friðrik. „Það gekk ekkert of vel að koma þessu einvígi á, íyrst ætlaði Kasparov að tefla við Anand en það gekk ekki upp. Þessi mál gætu hafa Kramník svipti læri föðurinn krúnunni haft sín áhrif en ég veit satt að segja ekki hvað er að. Hann nær sér ekki á strik og Kramník hefur einnig tekist vel að stöðva hann, hindra hann í að ná upp stöðu sem hann kann vel við. Vömin sem Kramník teflir, „Berl- ínarmúrinn", miðar að því að draga strax spennuna úr stöðunni og það hefur gengið vel hjá Kramník.“ Spádómur Kasparovs 1992 Vladímír Kramník er fæddur 25. júní 1975 í bænum Tuapse við Svartahaf. Er faðir hans mynd- höggvari en móðir hans tónlistar- kennari. Aðeins fimm ára gamall var Kramník orðinn tíður gestur í skák- klúbbunum og er hann var 11 ára duldist engum lengur, að hann ætti eftir að ná langt. Skömmu síðar sett- ist hann í hinn fræga Botvinnik-skák- skóla í Moskvu og varð síðar heims- meistari í bama- og unglingaflokki. Kramník var fyrsti varamaður í liði Rússa, sem sigraði á Ólympíuskák- mótinu í Manila 1992 og var árangur hans betri en nokkurs annars eða 8,5 vinningar í níu skákum. Það var Kasparov sjálfur sem upp- götvaði hæfileika Kramníks og fékk því framgengt, að sautján ára gamall yrði hann tekinn í rússneska skák- landsliðið. Er Kramník var að keppa á þýðingarlitlu móti í Dusseldorf í Þýzkalandi þetta sama ár fylgdist Kasparov með og sagði þá við aðstoð- armann sinn: „Sjáðu þennan þama, Reuters Kasparov (t.v.) og Kramník að tafli í London í gær. Skákinni lyktaði með jafntefli og er Kramník því orðinn heimsmeistari. það er hann, Kramník. Hann getur orðið heimsmeistari.“ Eftir að Kramník hóf alþjóðlegan skákferil sinn settist hann í byrjun tíunda ára- tugarins að í Berlín og spilaði þar með skákklúbbnum Empor Berlin, og gerði - eftir því sem þýzka frétta- tímaritið Der Spiegel greinir frá - at- hyglisverðar tilraunir, eins og þá, hvort hann væri fær um að vinna skákmót eftir næturlanga vodka- drykkju. Honum tókst það. Eftir An- and, einum helzta keppinauti Kramn- fks, hefur verið haft: „Ef hann hættir hugmyndirjnnb|ástur honn HAMRABORG 1,200 KÓPAVOGI, SÍMI5544011. NETFANG: innval@innval.ls að drekka verður hann ósigrandi." Fyrir fimm ámm varð Kramník ljóst, að hann yrði að breyta um lífs- stfl, ætlaði hann sér að ná langt. Síð- an þá drekkur hann sjaldan og spilar jafnvel tennis. Á Ólympíuskákmótinu í Moskvu 1994 tefldi Kramník á öðru borði og fékk þá átta vinninga í 11 skákum. Tefldi hann líka á Olympíuskákmót- inu í Jerevan í Armeníu 1996 og þá var árangurinn 4,5 vinningar í níu skákum. 1995 var Kramník kominn í þriðja sæti á ELO-listanum yfir skákstig og í ársbyrjun 1996 var hann í fyrsta sæti. Hann var fyrir einvígið í öðru sæti á eftir Kasparov. Kramník er aðeins 25 ára en hann þykir hafa sýnt meiri þroska í skák- um sínum en aðrir menn jafn gamlir honum hingað til. Hann á líka það met, að fram í júlí á þessu ári hafði hann ekki tapað skák í 18 mánuði en á þeim tíma tefldi hann 80 skákir á stórmótum víða um heim. Garrí Kasparov er fæddur 1963 í Bakú, höfuðstað Aserbaídsjan sem þá var hluti Sovétríkjanna gömlu. Faðir hans var af gyðingaættum, hét Kim Weinstein en móðirin Kasparian og er skáksnillingurinn var 12 ára tók hann upp eftirnafn hennar í- rússneskri útgáfu, nefndi sig Kaspar- ov. Er hann var 14 ára gamall, árið 1977, varð hann unglingameistari Sovétríkjanna í Riga. Arangurinn var ótrúlegur, 8 og hálfur vinningur úr níu skákum. Arið eftir sigraði hann á tveim sterkum mótum og varð síðar á árinu yngsti maður sem feng- ið hafði að keppa á meistaramóti Sovétríkjanna. Þróunin var hröð. Hann birtist fyrst á lista FIDE yfir bestu skák- menn í júlí árið 1979, var þá með 2545 ELO-stig, í janúar 1980 voru stigin orðin 2595. Tveim mánuðum síðar varð hann stórmeistari og í ágúst sigraði hann á heimsmeistaramóti unglinga, skákmanna undir tvítugu, í Dortmund. Hann sigraði síðan keppi- nauta sína um réttinn til að skora á heimsmeistarann, Anatolí Karpov, hvern af öðrum árið 1984. Karpov var með 2700 stig en Kasparov tíu stigum hærri. Sló gamalt met Fischers Veturinn 1984-1985 fór síðan fram í Moskvu hið fyrsta af nokkrum ein- vígjum þeirra Kasparovs og Karpovs um titilinn. Jafnteflin hlóðust upp, ætlunin hafði verið að sá sem hlyti fyrr sex vinninga ynni en einvíginu lauk í reynd áður en úrslit réðust. Fullyrt var að ráðamenn í sovéska skákheiminum hefðu gripið inn þeg- ar þeir sáu að farið var að halla á Karpov sem með réttu og röngu hef- ur ávallt verið talinn fulltrúi gamla sovétkerfisins. Þeir settust aftur við skákborðið um haustið og nú sigraði Kasparov með 13 vinningum gegn 11. Hann var orðinn heimsmeistari, aðeins 22 ára gamall, yngsti maður sem náð hefur þeim titli. Og þegar Kasparov var 26 ára var loks slegið gamalt skákstiga- met Bandaríkjamannsins Bobby Fischers, 2785 stig. Þá reyndist Kasparov vera kominn með 2800 stig. Heimsmeistaraferill Kasparovs hefur verið stormasamur og 1993 stofnaði hann eigin heimssamtök til höfuðs FIDE vegna ósamkomulags um tilhögun keppninnar um titilinn. Ihaldsflokkurinn í Bretlandi Portillo segir skilið við „Aldrei að víkja“ London. The Daily TelegTaph. HÆGRI armur breska íhaldsflokksins varð fyrir áfalli á miðviku- dagskvöld, eftir að tveir af forystumönn- um hans sögðu skilið við félagsskapinn No Turning Point, eða „Aldrei að víkja“, sem settur var á fót til að standa vörð um póli- tíska arfleifð Margrét- ar Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra. Michael Portillo, talsmaður Ihalds- flokksins í ríkisfjár- málum, og Francis Maude, talsmaður flokksins í utan- rfldsmálum, tilkynntu á fundi ,AJdrei að víkja“ á miðvikudags- kvöld að þeir sæju sér ekki fært að sækja fleiri samkomur á vegum fé- lagsins, þar sem frásögnum af síð- asta kvöldverðarfundi þess hefði verið lekið til fjölmiðla. Portillo hafði á þeim fundi hlotið harða gagnrýni annarra félagsmanna fyrir að reyna að höfða til þeirra kjós- enda sem áður fylgdu Ihaldsflokkn- um að málum en kusu Verkamanna- Michael Portillo flokkmn í síðustu kosningum. Að sögn fjölmiðla átöldu félags- menn Portillo fyrir að verja of miklum tíma í að útlista þá stefnu flokksins að allir gætu fundið samastað innan vébanda hans, en of litlum tíma í að ráðast á efnahagsstefnu Verkamannaflokksins. Portillo og Maude voru báðir meðal stofnenda „Aldrei að víkja“ á níunda ára- tugnum, og búist er við að margir félags- menn muni fylgja þeim eftir. Um það bil tuttugu þingmenn Ihaldsflokksins hafa myndað innsta kjarna félagsskaparins, og breskir fjölmiðlar leiddu getum að því í gær að brotthvarf tvímenninganna hefði það í för með sér að dagar hans yrðu senn taldir. Málið hefur beint athyglinni að hinum djúpstæða ágreiningi sem ríkir milli frjáls- lyndra og íhaldssamra flokksmanna og kom berlega í ljós á flokksþing- inu í síðasta mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.