Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.12.2000, Blaðsíða 1
277. TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hæstiréttur í Washington tekur fyrir kröfur lögmaima Bush um bann við handtalningri Óþolinmæði fer vaxandi Washington. AP. SENDIBÍLL með um 450.000 at- kvæðaseðla í læstum málmkössum kom í gærkvöldi til Tallahassee, höf- uðborgar Flórída, eftir um 700 kíló- metra ferðalag er hófst í Palm Beach í gærmorgun. Dómari úrskurðaði að flytja skyldi alla atkvæðaseðla sem notaðir voru í forsetakosningunum í tveim sýslum, Palm Beach og Miami- Dade, til borgarinnar. Hann mun á laugardag ákveða hvort hann verður við þeirri kröfu lögmanna A1 Gores varaforseta að atkvæðin verði hand- talin. Hæstiréttur í Washington tekur í dag fyrir beiðni Bush um að hand- talning atkvæða í Flórída verði lýst ólögleg. Fjöldi lögreglubfla með vopnaða liðsmenn um borð ók á undan og eftir sendibílnum alla leiðina og í bflalest- inni voru auk þess fulltrúar flokk- anna og fjölmiðla. Sjónvarpsstöðvar sendu beint frá akstrinum. Annar bfll með atkvæðin frá Miami-Dade verð- ur sendur til borgarinnar í dag. Demókratar vöruðu í gær repúblikana eindregið við því að grípa til þess ráðs að láta þing Flór- ída, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, velja kjörmennina. Kann- anir sýna þverrandi stuðning við æ örvæntingarfyllri baráttu Gores við að knýja fram endurtalningu. I könn- un sem fréttastofa CBS-sjónvarps- stöðvarinnar birti í gær kom fram að rúmlega helmingur kjósenda er að missa þolinmæðina og vill að komist verði að niðurstöðu. 42% segja að Gore beri að viðurkenna ósigur. Bush átti í gær fund í Texas með Colin Powell, fyrrverandi forseta herráðsins, en hann er talinn lfldegur til að gegna embætti utanríkisráð- herra í stjóm Bush verði hann for- seti. ■ Gore segir/33 AP Ryder-sendibfll með um 450.000 atkvæðaseðla leggur af stað frá Palm Beach áleiðis til Tallahassee í gærmorg- un. Sjðnvarpsstöðvar sýndu beint frá ferðalaginu sem lauk í gærkvöldi. Framkvæmdastjóri NATO á fundi með leiðtogum Kosovo-Albana Skæruhernaðinum í Serbíu verður að linna Pristina. Reuters. ROBERTSON lávarður, framkvæmdastjóri Atl- antshafsbandalagsins (NATO), sagði á fundi með leiðtogum stjómmálaflokkanna í Kosovo í gær, að þeir yrðu að gera hvað þeir gætu til að halda aftur af alb- önskum skæruliðum, sem nú era með hernað í Suður-Serbíu. Hafa um 4.000 manns flúið yfir til Kosovo vegna átakanna en þau hafa orðið vatn á myllu andstæðinga Vojislavs Kostun- ica, forseta Júgóslavíu. „Stjómmálaleiðtogar í Kos- ovo verða að beita sér gegn þessum öfgamönnum, sem era ekki síst hættulegir hagsmunum Kosovo-Albana sjálfra. Þá verður að einangra og allir málsmet- andi menn í héraðinu verða að fordæma þá,“ sagði Robertson að loknum fundi með forystumönnum Kosovo-Albana og einnig nokkram fyrrverandi yf- irmönnum í Frelsisher Kosovo. Skæruliðar viya sameina Presevodal og Kosovo Albanskir skæraliðar hafa að undanförnu haldið uppi hernaði í Presevodal í Suður-Serbíu en hann er að mestu byggður fólki af albönskum ættum. Vilja þeir sameina dalinn Kosovo og lýsa síðan yfir sjálfstæði frá Serbíu. í Serbiu og meðfram landa- mæranum við Kosovo er fimm km breitt belti, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið að sér að gæta og samkvæmt samningum við NATO mega Serbar aðeins senda þangað léttvopnaða lögreglumenn. Albönsku skæraliðarnir hafa hins vegar komið sér upp bækistöðvum í skóglendinu á þessum slóðum og gera þaðan árásir á Serba. Er þetta mál mjög erfitt fyrir Vojislav Kostun- ica, hinn nýja forseta Júgóslavíu, og andstæðingar hans, einkum fyrrverandi ráðamenn, nota það mjög gegn honum. Hann hefur þó haldið ró sinni hingað til en serbneskir stjórnmálamenn segja, að verði ekkert lát á hernaði albönsku skæraliðanna í Presevodal, sé hætta á, að lýðræðisöflin í Serbíu muni gjalda þess í þingkosningunum 23. desember næstkomandi. Leiðtogar allra stjórnmálaflokka i Kosovo hafa fordæmt skærahernaðinn í Suður-Serbíu en Ijóst er samt, að skæruliðar fá mikinn stuðning þaðan. Carlo Cabigiosu hershöfðingi og yfirmaður NATO-herliðsins í Kosovo viðurkenndi í gær, að líklega kæmu flestir skæruliðarnir í S-Serbíu frá Kosovo en lagði áherslu á, að eftirlit á landamær- unum hefði verið hert og mikið af vopnum, sem smygla hefði átt inn í Serbíu, verið gert upptækt. Robertson lávarður Raddgreinir nemur syfju London. The Daily Telegraph. JAPANSKIR vfsindamenn hafa þróað raddgreini, sem getur komið í veg fýrir að syfjaðir flugmenn, skipstjórar, lestarstjórar og flug- umferðarstjórar sofni í vinnunni. Tækið nemur breytingar á tíðni- sviði raddarinnar og getur þannig greint hvort fólk sé orðið syfjað og þurfi að gæta sín. Er þá hægt að vara menn við. Að sögn vísinda- manna getur tækið greint sylju um 10 til 20 mínútum áður en viðkom- andi áttar sig sjálfur. Tillögum Baraks hafnað Jerúsalem. AP. EHUD Barak, forsætisráðherra ísraels, lagði í gær fram tillögur um lausn á deilunum við Palestínu- menn. Vill hann að viðkvæmustu þættirnir eins og framtíð Jerúsal- em verði látnir í biðstöðu í þrjú ár. Talsmenn Palestínumanna höfn- uðu þegar í gær hugmyndum Bar- aks. Sögðu þeir að um bráða- birgðalausn væri að ræða. „Hugmyndirnar sem Barak seg- ir að gætu orðið nýtt framkvæði era alls ekki nýjar,“ sagði Abed Rabbo, ráðherra upplýsingamála í stjórn Palestínuleiðtogans Yassers Arafats. „Helsta hagsmunamál hans var og er að bjarga sjálfum sér, ekki að bjarga friðarferlinu.“ Barak segist reiðubúinn að viður- kenna sjálfstætt ríki Palestínu- manna á Vesturbakkanum og Gaza og mælir með því að samið verði um endanlegan frið „í áföngum". Segja Palestínumenn að tími sé kominn til að Ijúka friðarferlinu sem hófst í Ósló fyrir sjö áram. Leysa þurfi deilurnar um yfirráð Jerúsalem og hlutskipti palest- ínskra flóttamanna. Tveir Palestínumenn féllu í átökum við ísraelska hermenn í gær og hafa átökin síðustu tvo mánuði nú kostað hátt í þrjú hundrað mannslíf. Stuðningur við Barak hefur hrapað í könnunum, stjórn hans hefur ekki lengur meirihluta á þingi og ákveðið hefur verið að þingkosningar verði í vor, sennilega í apríl eða maí. Lýst eftir 400 millj- ónum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA lögreglan stendur nú frammi fyrir hinu vandræðalegasta máh, að lýsa eftir rúmum 400 millj- ónum ísl. kr. Fénu var rænt á mánu- dag og degi síðar náðist ræninginn. Hann segist hins vegar hafa týnt því og lögreglan sér því ekki annað ráð en að lýsa eftir fjárhæðinni, sem var í tveimur íþróttatöskum síðast er fréttist. Lögreglan trúir ekki skýr- ingu ræningjans sem er í haldi en hún veit ekki hvar á að leita. Ræninginn, hinn 24 ára gamli Andrew Lawrence Johannisson, var annar ökumanna peningaflutninga- bflsins sem féð var í. Fullyrti hinn ökumaðurinn að Johannisson hefði ógnað sér með skammbyssu og að annar maður hefði verið í vitorði með honum en því neitar ræninginn, kveðst hafa verið einn að verki. Hann neitar því einnig að hafa verið með skammbyssu, segist hafa sýnt ökumanninum bakhlið farsíma sem hann hafi sagt vera byssu. Johannisson segist hafa hent tösk- unum með fénu í runna við Damhus- vatn skammt frá Kaupmannahöfn til að fela það en þegar hann hafi komið að síðar um daginn hafi töskurnar verið á bak og burt. Þær vega um 140 kg samanlagt og á lögregla erfitt með að trúa því að Johannisson, sem er lágvaxinn og grannur, hafi getað burðast með þær enda heldur hann því fram að það hafi verið erfitt verk. MORGUNBLAÐIÐ 1. DESEMBER 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.