Morgunblaðið - 01.12.2000, Síða 12

Morgunblaðið - 01.12.2000, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Fullveldisfagn- aður stúdenta Island í fremstu röð STÚDENTAR halda að venju upp á fullveldisdaginn með hátíðardagskrá í dag. Fjöl- breytt dagskrá verður dag- langt og hefst hún með hátíð- armessu kl. 11 í kapellu aðalbyggingar Háskóla ís- lands. í fréttatilkynningu frá stú- dentaráði kemur fram að minni Jóns Sigurðssonar verður flutt kl. 12.15, þegar stúdentar leggja blómsveig að leiði hans og kl. 13.00 hefst hátíðarsamkoma í hátíðarsal aðalbyggingar en hún er að þessu sinni haldin í samvinnu við Reykjavík - menningar- borg Evrópu árið 2000. Yfirskrift samkomunnar að þessu sinni er Island í fremstu röð. Dagskráin skipt- ist í tvo hluta, þar sem annars vegar verður fjallað um sam- keppnishæfni menntunar á íslandi og hins vegar menn- ingar. Flutt verða framsögu- erindi og frummælendur sitja að því loknu í pallborði. Þátttakendur í fyrri pall- borðsumræðum um sam- keppnishæfni menntunar á íslandi verða: Björn Bjarna- son menntamálaráðherra, Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, Eiríkur Jónsson, for- maður stúdentaráðs, og Guð- rún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags íslands. Þátttakendur í seinna pall- borðinu um samkeppnishæfni menningar á íslandi sem fer fram að loknu kaffihléi verða Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, for- maður Bandalags íslenskra listamanna, Eyþór Arnalds forstjóri Íslandssíma og Sölvi Björn Sigurðsson íslensku- nemi. Frumrit sambands- laganna 1918 til sýnis f TILEFNI fullveldisdagsins 1. desember verður frumrit sambandslaganna frá 1918 til sýnis í bóksal Þjóðmenning- arhússins. Frumritið er varð- veitt í Þjóðskjalasafni ís- lands. ísland varð, sem alkunna er, fullvalda ríki í konungs- sambandi við Danmörku 1. desember 1918. Samkomulag um það náðist sumarið 1918 í nefnd sem skipuð var fulltrú- um beggja landanna. Samdi nefndin frumvarp til dansk- íslenskra sambandslaga sem samþykkt var á Alþingi haustið 1918 og síðan í þjóð- aratkvæðagreiðslu hér á landi 19. október sama ár. Ríkis- þing Danmerkur samþykkti frumvarpið 29. nóvember. Auk frumrits sambandslag- anna eru tvö önnur skjöl er tengjast sjálfstæðisbaráttu íslendinga til sýnis í Þjóð- menningarhúsinu. Annars vegar er um að ræða frumrit stjórnarskrárinnar 1874, sem danska Ríkisskjalasafnið hef- ur lánað hingað til lands, og hins vegar gjörðabók Þjóð- fundarsins 1851, en sá fundur olli kaflaskilum í frelsisbar- áttu þjóðarinnar. Tvö ár liðin frá því að Byrgið fékk afnot af húsum á Miðnesheiði Rockville oft eina úrræði heimilislausra Morgunblaðið/Jim Smart Búið er að gera upp fimm svefnskála í Rockville, en þar dvelja nú að jafnaði 35-40 einstaklingar í endurhæfingu. BYRGIÐ, kristilegt líknarfélag, hefur nú í tvö ár unnið að upp- byggingu endurhæfingarsambýlis fyrir áfengis- og fíkniefnanotend- ur í Rockville, yfirgefínni ratsjár- stöð Bandaríkjahers á Miðnes- heiði, en þar dvelja nú að jafnaði 35-40 skjólstæðingar í langtíma- meðferðum. Stór hluti þeirra er heimilislausir einstaklingar sem búið hafa á götunni árum saman, og er endurhæfíngarsambýlið oft á tíðum þeirra eina úrræði, að sögn Guðmundar Jónssonar, for- stöðumanns Byrgisins. Bandariski herinn yfirgaf rat- sjárstöðina á Miðnesheiði fyrir fimm árum og lét þá eftir sig margvíslegar byggingar sem stóðu auðar í þrjú ár, þar til Byrgismenn hófust handa við endurbætur. Húsin voru skilin eftir eftirlitslaus án kyndingar og hafa því talsvert látið á sjá, auk þess að margvísleg skemmdar- verk hafa verið unnin inni í hús- unum. Guðmundur segir að upp- haflega hafi menn talið að ekki þyrfti að gera mikið fyrir húsin, en annað hafi komið í Ijós. „Hér var allt rafmagnskerfið ónýtt og allar pípulagnir ónýtar og nánast öll hús ofnalaus, því búið var að fara með þá alla í burtu. Þetta þurftum við allt að endurnýja. Núna í tvö ár höfum við því verið í stöðugri uppbyggingu og allt frá tíu upp í þrjátíu manns verið hér að störfum. Við höfum tekið það inn sem lið í meðferðinni að leyfa fólki að vinna við að gera húsin upp, og það vill gera það og vera með í að mála og annað.“ Kostnaður við endurbætur er kominn upp í 40-50 milljónir og reikna Byrgismenn með því að bæta þurfi við 100-150 milljónum til að koma öllum húsunum í not- hæft ástand. Búið er að gera upp skrifstofuhúsnæði, 5 svefnskála og verið er að ljúka við endur- gerð á fyrsta flokks mötuneyti með góðum samkomusal. Þá eru eftir um 14 hús á svæðinu. Þar af má m.a. nefna 8 svefnskála, verk- stæði og íþróttahús með körfu- boltavelli, fullkominni lyftingaað- stöðu, skvassvelli og gufubaði, en íþróttahúsið er nokkuð illa farið eftir skemmdarverk og frostavet- ur. Að sögn Guðmundar þolir húsið vart einn vetur í viðbót án kynd- ingar og segir það mikinn skaða ef ekki verður hægt að gera íþróttahúsið upp. Hann bendir jafnframt á að með endurgerð húsanna í Rockville sé verið að bjarga mikl- um verðmætum frá glötun, því verðmætið í byggingunum sé tals- vert meira en felst í þeirri upp- hæð sem lögð hefur verið í end- urbæturnar hingað til. Uppbyggingin hefur fyrst og fremst verið fjármögnuð með styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum og segir Guðmundur að Byrginu hafi borist fjöldi gjafa. Ríkið hefur ekki lagt fram styrk í endurbætur fram að þessu, en Guðmundur segir að í aukafjárlögum næsta árs sé gert ráð fyrir 9 milljónum í Rockville, auk þess sem Byrgið hafi fengið á þessu ári 5 milljónir í styrk til að vega upp tap af rekstri með- ferðarheimila Byrgisins. Fljótlega verður hægt að bæta við fleiri einstaklingum og er reiknað með að um 70 manns muni dvelja í Rockville á næsta ári, auk starfsfólks. Stefnt er að því að gera öll húsin nothæf, þannig að hægt verði að taka allt Guðmundur Jónsson, for- stöðumaður Byrgisins. að 150-160 einstaklinga í endur- hæfingu í Rockville. Langflestir heimilislausir þegar þeir koma í meðferð Starfsemin í Rockville sker sig úr starfsemi annarra meðferðar- stofnana að því leyti að um lang- tíma meðferðarúrræði er að ræða, þar sem skjólstæðingar greiða fyrir dvöl sína sjálfir af félagslegum bótum sinum og stunda meðferðardagskrá og fá starfsþjálfun í vernduðu um- hverfi. „Fólk sem hér er í meðferð er með 56-63 þúsund krónur á mán- uði frá hinu opinbera, sem eru annaðhvort örorkubætur eða fé- lagslegar bætur, og þeir greiða fyrir vistina hér 38.000 krónur á mánuði. Þá á fólkið eftir um 20.000 krónur og lifír af því með glans, slík er nægjusemin hérna hjá fólkinu," segir Guðmundur. Alls voru 86% heimilislaus af þeimsem komu í meðferð í Rockville á tímabilinu frá 1. októ- ber 1999 til 1. október 2000. Á þessu tímabili komu 92 einstakl- ingar í meðferð, þar af 84 í lang- tímaendurhæfingu, en 36% þeirra eiga við geðræn vandamál að stríða. Miðað við þann skjólstæð- ingahóp sem Byrgið sinnir verður meðferðarárangur að teljast nokkuð góður, en á fyrrgreindu tímabili voru 33% skjólstæðinga allsgáðir eftir meðferð og rúm- lega helmingur þeirra kominn í vinnu annars staðar. Auk reksturs endurhæfíngar- sambýlisins í Rockville sér Byrgið um rekstur á meðferðarheimili við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem er undir stjórn Ólafs Ólafs- sonar, fyrrverandi landlæknis. Þá starfrækir Byrgið 15-17 manna áfangaheimili við Vesturgötu í Hafnarfirði. Alþingismönnum afhent fyrstu ein- tökin af bæklingi Geðræktar Morgunblaðið/Kristinn Héðinn Unnsteinsson verkefnissljóri, alþingismennirnir Ásta Ragnheið- ur Jóhannesdóttir og Ásta Möller, Helga Sturlaugsdóttir, fræðslufull- trúi Geðræktar, og Sveinn Magnússon, framkvæmdasljóri Geðræktar. Ætlað öllum til ræktunar geðheilsu ALÞINGISMONNUM voru í gær afhent fyrstu eintökin af nýjum bæklingi Geðræktar sem ber nafnið; Jákvæð markmið, jákvæð lífssýn. Bæklingurinn er gefinn út í 50.000 eintökum og er stefnt að því að hann fari inn á öll heimili landsins. Héðinn Unnsteinsson, verkefnis- stjóri hjá Geðrækt, segir að bækling- ur þessi sé ætlaður öllum og að hann fjalli um geðheilsu almennt en ekki geðraskanir. „Vonandi verður þetta átak til að veita ákveðinn sinnisbata. Lengi má geðið rækta og lengi getur gott orðið betra og fólk þarf ekki endilega að vera veikt eða haldið geðröskun til að getað ræktað geðheilsuna," segir Héðinn. í Bæklingnum er meðal annars fjallað um streitu, kvíða, áhyggjur og hræðslu, mikilvægi þess að slaka á, rækta tengsl við fólk, hrósa öðrum, gefa af sér, tala um það sem bjátar á, stunda hreyfingu og leita sér hjálpar þegar það á við. Bæklingurinn er á stærð við kreditkort og segir Héðinn að hann hafi verið hafður af þeirri stærð til þess að hægt værí að geyma hann í veski. Sjálfboðaliðar munu á næstunni dreifa bæklingnum í miðbænum, Kringlunni og á fleiri stöðum þar sem fjölmennt er og segir Héðinn að ákveðið hafi verið að byrja á því að afhenda hann alþingismönnum og að vonandi gætu þeir orðið öðrum góð fyrirmynd. 400 störf í fyrsta áfanga Reyðaráls Um tíundi hluti verður ófaglærður RÍFLEGA 400 störf munu skapast í 1. áfanga álvers Reyðaráls, sam- kvæmt bráðabrigðaútreikningum sem nú er unnið eftir. Fimmtungur starfanna mun krefjast háskóla- og tæknimenntunar og rösklega 70% starfanna krefjast sérstakrar fag- menntunar, iðn- eða fjölbrauta- náms. Aðeins um tíundi hluti stai-fa í álverinu verða ætluð ófaglærðum. Þetta kemur fram í greinargerð með könnunum sem Félagsvísinda- stofnun Háskólans hefur lagt fyrir unga Austfirðinga annars vegar og brottflutta Austfirðinga hins vegar og er ætlað að kunna hug viðkom- andi til vinnu í hinu fyrirhugaða ál- veri. Auknir möguleikar á störfum fyrir konur Þessar menntunarkröfur skýrast af tækni- og tölvuvæðingu áliðnað- arins. Sú þróun eykur einnig mögu- leika kvenna á störfum í þessari hefðbundnu karlagrein, að því er fram kemur á kynningarsíðu Reyð- aráls. Bráðabirgðaútreikningar Reyðar- áls vegna starfa í 1. áfanga álvers- ins og rafskautaverksmiðjunni hljóða alls upp á 414 starfsmenn. Þar er gert ráð fyrir 14 starfs- mönnum með akademíska háskóla- menntun eða sambærilega mennt- un, 21 starfsmanni með tækni- menntun á háskólastigi eða sambærilega menntun og 55 starfs- mönnum með sértæka tæknimennt- un. Þá er talin vera þörf fyrir 298 starfsmenn með iðnnám eða sér- stakt fjölbrautanám til að vinna við álframleiðslu en aðeins er reiknað með að um 26 störf séu fyrir ófag- lært starfsfólk. AIIs um 750 ný störf Alls er gert ráð fyrir að um 750 ný störf verði til í tengslum við fyrri áfanga álvers og rafskauta- verksmiðju í Reyðarfirði, þar af tæplega 600 á Austurlandi. Af þess- um 600 störfum yrðu 414 í álverinu og rafskautaverksmiðjunni, eins og þegar hefur komið fram, en afgan- gurinn í þjónustugreinum. Er ætlað að um helmingur þjónustustarf- anna, eða um 150 störf, verði á Austurlandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.