Morgunblaðið - 01.12.2000, Side 14

Morgunblaðið - 01.12.2000, Side 14
14 FÖSTUDAGUR1. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR A Málþing um framtíð Islands með EES-samningnum eingöngu Gæti þýtt lakari lífskj ör og minna sjálfstæði Framsögumenn á málþingi um EES-samn- inginn og valkosti Islendinga í Evrópumál- ✓ um voru ekki á eitt sáttir um hvort Islandi bæri að sækja um aðild að ESB eða ekki. ----------------------------- Fram kom einnig að áhrif Islands á laga- setningu vegna Evrópska efnahagssvæðis- ins væru takmörkuð. FJÓRIR framsögumenn ræddu um framtíð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og hversu lengi hann muni duga íslenskum hags- munum og valkosti í Evrópumálum á málþingi á miðvikudag á vegum Fé- lags stjórnmálafræðinga, Samtaka um vestræna samvinnu og stjórn- málafræðiskorar Háskóla Islands. Agúst Einarsson prófessor taldi hagsmunum íslands betur borgið með aðild að Evrópusambandinu en Ámi M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra taldi sjávarútvegsstefnu ESB útiloka aðild íslands og kvaðst ekki sjá að endurskoðun hennar breytti því. Auk tveggja áðumefndra fram- sögumanna töluðu þeir Baldur Þór- hallsson lektor og Auðunn Arnórs- son, formaður Félags stjórnmálafræðinga og í lok fundar- ins svöruðu framsögumenn fyrir- spumum. Auðunn Amórsson var fyrsti framsögumaður og fór hann yfir það sem framundan er varðandi stækk- un ESB. Hann sagði hafa verið ljóst allt frá falli járntjaldsins að ríki Austur-Evrópu myndu sækja um að- ild og stæðu nú yfir viðræður við 12 ríki. Samdar hefðu verið viðræðu- áætlanir vegna aðildammsókna og væri yfirleitt byrjað á ýmsum málum sem talin væm auðveld, til dæmis sjávarútvegsmálum, en landbúnað- armál, sem krefðust mikilla útgjalda og teldust erfið mál, væra aftarlega í röðinni. Þá sagði Auðunn breytingar á skipulagi vegna stækkunar ESB þungar í vöfum og væri m.a. rökrætt um hversu margir fulltrúar skuli sitja í framkvæmdastjórn ESB og hvemig atkvæðavægi ríkja skuli hagað. Auðunn sagði viðræðuáætl- anir gera ráð fyrir að umfjöllun um flest mál yrði lokið árið 2002 og að fyrstu ríkin gætu gengið í ESB árið 2003 en raunhæfara teldist þó að áætla að það yrði ekki fyrr en 2005. Framfarir á íslandi vegna EES-samningsins Ágúst Einarsson sagði að meta þyrfti kosti EES samningsins sem hann sagði ótvíræða og engin áform væm uppi um að segja honum upp. Hann sagði samninginn síbreytileg- Morgunblaðið/Þorkell Baldur Þórhallsson lektor (lengst til vinstri), Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Ágúst Einarsson prd- fessor ræddu um EES-samninginn og valkosti íslendinga í Evrdpumálum. Morgunblaðið/Þorkell Auðunn Arndrsson var meðal fjögurra framsögumanna fundarins. Við borðið sitja Jdn Hákon Magnússon fundarsljdri og Úlfar Hauksson, Ól- afur Stephensen og Anna Hjartardóttir sem beindu spurningum til framsögumanna að loknum erindum þeirra. an, hann hefði skilað íslendingum lengra fram á við en þeir hefðu ann- ars gert sjálfir og þar væri að finna meginorsök framfara og frelsis í hagkerfinu. „Nánast allar breyting- ar á viðskipta-, samkeppnis-, fjar- skipta-, persónuvemdar-, atvinnu- mála-, fjármagns- og umhverfislöggjöf em vegna EES- samningsins,“ sagði Ágúst. Prófess- orinn sagði samninginn breytast án áhrifa íslands, þjóðir sem gerðust aðilar að ESB verði jafnframt aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og 12 ný ríki myndu ganga í sambandið á þessum áratug. „Þetta em 100 millj- ónir manna sem fengju þar með aðild að EES og við hefðum ekkert með það að gera. Það er hægt að spyrja sig hvað þessi ríki sjá við aðild að Evrópusambandinu sem við sjáum ekki.“ Hann sagði Evrópuspuming- una snúa að Islendingum sem val tveggja kosta, annað hvort að halda EES-samningnum eða hefja undir- búning aðildar að ESB, engin leið væri þar á milli í samskiptum við þjóðir Evrópu. Ágúst sagði styrk- leika EES samningsins þann að hann væri skýr, hefði hentað ESB og EFTA vel og að smáþjóðir heðfu ávallt komið vel út úr samstarfi inn- an ESB. Veikleikar hans nú væra að íslendingar yrðu að taka upp í lög- gjöf sinni um 80% af löggjöf Evrópu- sambandsins, hefðu ekkert með út- færslu þeirra laga og reglugerða að gera og ekki væri mögulegt að neita því að taka upp lög og reglugerðir sem tengdust EES-samningnum. Engin þjóð hefði enn beitt neitunar- valdi. Ágúst taldi EES-samninginn geta dugað íslendingum áfram en því myndu fylgja lakari lífskjör og minna sjálfstæði. Það væri pólitískt hættulegt að halda sig eingöngu við EES-samninginn. Hann sagði skynsamlegt að leita samstöðu með- al þjóðarinnar um þau atriði sem menn vildu setja á oddinn í viðræð- um við ESB, ná yrði samstöðu um samningsmarkmið, sækja um aðild og bera samninginn undir þjóðar- atkvæði. Hann sagði sjávarútvegs- Endurbætur á Þjóðmenningarhúsi kostuðu 100 milljónum meira en áætlað var Ekkert virkt kostnaðar eftirlit með verkinu KOSTNAÐUR við endurbætur á Þjóðmenningarhúsinu við Hverfis- götu í Reykjavík nam samtals 397,9 milljónum krdna, en Alþingi veitti til verksins 297,9 milljdnir. Kostnaður fdr því 100 milljdnir fram úr áætlun. í skýrslu Rikisendurskoðunar um endurbætumar er sett fram hörð gagnrýni á hvemig staðið var að framkvæmdum og segir stofnunin að í raun hafi ekkert virkt kostnað- areftirlit verið til staðar. Hússtjdm Þjdðmenningarhúss kynnti forsætisráðuneytinu frum- kostnaðaráætlun ásamt greiðslu- áætlun vegna endurbóta á húsrnu með bréfi 2. maí 1997. Samkvæmt áætluninni átti heildarkostnaður að nema 316 milljdnum, þar af var reiknað með 46 milljdnum vegna viðgerða utanhúss. 27. ndvember sama ár lagði Framkvæmdasýsla ríkisins (FSR) fram aðra áætlun, en samkvæmt henni átti heildarkostn- aður að nema 305 milljdnum að meðtöldum framkvæmdum utan- húss. Gert var ráð fyrir að fram- kvæmdatíminn yrði 18 mánuðir. Framkvæmdir hdfust hins vegar 4,5 mánuðum síðar en áætlað var og átti það sinn þátt í að kostnaður varð meiri en áætlun gerði ráð fyrir. Aðeins kostnaður utanhúss stóðst áætlun Aðeins einn verkþáttur stdðst áætlun, en það var viðgerðir utan- húss. Kostnaður við þær var áætlað- ur 45,4 milljdnir en kostnaður nam 43,7 milljdnum. Áætlað var að kostnaður við ldða- framkvæmdir næmi 14 milljönum, en niðurstaðan varð hins vegar að þær kostuðu 44,2 milljdnir. Kostnaður við endurbætur innan- húss var áætlaður 245,7 milljdnir, en þær kostuðu hins vegar 310 milljón- ir. Fram kemur í skýrslu Ríkisendur- skoðunar að frá upphafi hafi verið dljdst hvernig ætti að fara með kostnað við lausan og fastan búnað í húsinu. Þessi kostnaður nam sam- tals 35 milljönir. I upphaflegri kostnaðaráætlun fyrir endur- bætumar var gert ráð fyrir kostn- aði við sýningarbúnað, en mennta- málaráðuneytið hafnaði því að þessi kostnaður yrði greiddur af Endur- bótasjóði menningarstofnana og niðurstaðan varð sú að dskað var eftir sérstakri aukafjárveitingu til að fá hann greiddan úr ríkissjdði. Fram kemur í skýrslu Rfldsendur- skoðunar að efnt var tíl forvals vor- ið 1997 vegna framkvæmda innan- húss. Aðeins tveir verktakar sýndu áhuga á að bjdða í verkið og við nán- ari athugun kom í ljós að aðeins ann- ar þeirra uppfyllti kröfur sem gerð- ar voru. Þetta hefði dregið úr líkum á hagstæðu tilboði. Tilboð verktak- ans var 35% yfir kostnaðaráætlun, en samningar tdkust að lokum um að hann tæki verkið að sér fyrir upphæð sem var 10% yfir kostnað- aráætlun. Allmargir verkþættir vom hins vegar undanþegnir í þess- um samningi. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þetta og segir að það hafi aukið á „flælqustig framkvæmdar“ að draga verkþætti út úr útboði og meðhöndla þá sérstaklega. Sama var uppi á teningnum varð- andi lóðaframkvæmdir. Upphaflega bauð enginn í verkið en á endanum var gerður samningur við verktaka sem var talsvert dýrari en kostnað- aráætlun. Ekki gerðir samningar um viðbótarverk Ríkisendurskoðun telur að margt hafi farið úrskeiðis í sambandi við eftirlit með framkvæmdum. „Eftirlitsaðili hafði ekki umboð til að samþykkja breytingar sem leiddu til kostnaðarauka. Þær hefði verkkaupi átt að samþykkja sér- staklega. Þetta hefði bæði arkitekt og verktaka átt að vera ljdst. I raun var ekkert virkt kostnaðareftirlit til staðar. Það er lýsandi fyrir ástandið sem ríkti að á sama tíma og fjár- munir verksins voru uppumir var m.a. verið að gera útlitsbreytingar sem höfðu í fór með sér kostnaðar- auka. Á þessum tíma virðist hafa verið lögð megináhersla á að ljúka verkinu fyrir opnunardag og virðist kostnaðareftirlit hafa algjörlega farið forgörðum. Þegar nálgast lok verksins bætti FSR við eigin starfs- manni til eftirlits á verkstað." í verklýsingu eftirlitsaðila kom fram að gera skyldi viðbdtarsamn- ing vegna allra breytinga á verkinu, en þær voru fjölmargar. Þetta var hins vegar ekki gert. „I viðtali við arkitekt verksins kom fram að hann taldi það hlutverk eftirlitsaðila að stöðva þær tillögur arkitekta sem ekki rúmuðust innan fjárheimilda verksins. Taldi hann eftirlitsaðila ávallt hafa fengið fullnægjandi upp- lýsingar um allar þær ákvarðanir sem teknar vom varðandi breyting- ar.“ Ríkiscndurskoðun segir að áætl- anagerð hafi ekki nýst til eftirlits vegnaþess að ekki hafi nægilega verið vandað til hennar. Hússljómin átti samkvæmt bréfi forsætisráðu- neytisins að gefa ráðuneytinu ár- lega skýrslu um stöðu verksins. Engin slík skýrsla var gerð, en ljóst hafi verið að gerð slíkrar skýrslu hefði kallað á vandað kostnaðar- “PPgjör og mat á greiðslustöðu. Ef þessar upplýsingar hefðu legið fyrir hefði verið tekið fyrr á fjárhags- vanda verksins. Tekið er fram að forsætisráðuneytið hafi ekki kallað eftir þessum upplýsingum. Þá segir Rfldsendurskoðun að upplýsingaflæði og sainráð við Framkvæmdasýslu ríkisins við eftir- j Iitsaðila hefði ekki nægt til að tryggja fullnægjandi eftirlit með verkinu. Margar ákvarðanir, sem voru teknar á verkstað, hefðu falið í sér breytingar á útboðsgögnum og til þess hefði þurft formlegt leyfi hússtjórnar. Rekstrarkostnaður áætlaður 45 milljónir í fjáraukalagafrumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi er gerð tilaga um að veittar verði 37 milljdnir til kaupa á „ýmsum húsbúnaði" í Þjdð- menningarhúsið. Ennfremur er gert ráð fyrir 63 milljdn krdna auka- fjárveitingu vegna „endurbdta" á húsinu. Þá er ennfremur gerð til- laga um 12 milljöna krdna auka- fjárveitingu vegna „umframgjalda“ í rekstri. í fjárlagafrumvarpinu er gerí; ráð fyrir að rekstur Þjdðmenningar- hússins kosti 45,3 milljónir á næsta ári, en áætlaður kostnaður á þessu ári er 21,4 milljdnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.