Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 16

Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Bjarki Bjarnason hjá Egilsdys í Mosfellsdal, en þar var trú manna að Egill Skallagi-ímsson hefði verið heygður. Myndin er tekin í Vfðirodda hjá Köldukvísl. f baksýn er Mosfellskirkja. Minjar í Mosfellsdal Mosfellsbær SAMTÖK íbúa í Mosfellsdal, Víghóll, hafa nýverið gefið út fræðslumyndband þar sem m.a. staðkunnugir dalbúar greina frá ýmsu um horfna tíð. Farið er á milli bæja og staldrað við hjá ýmsum menningarminjum. Bjarki Bjarnason, formaður menn- ingarmálanefndar bæjarins, skrifaði handrit að myndinni, en Hlynur Helgason sá um kvikmyndun og klippingu. Myndin er 135 mínútur að lengd. Verkið naut styrks frá lista- og menningarsjóði Mos- fellsbæjar. „Það kviknaði hjá mór sú hugmynd fyrir nokkrum ár- um að gera myndband af þessum toga,“ sagði Bjarki í samtali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður um aðdragandaþessa verks. „Ég hef búið í Mosfellsdal frá tveggja ára aldri, og var því kunnugt um allmikið af minj- um þar, sem áttu á hættu að týnast á næstu árum, og ég vissi um eldra fólk sem hafði umgengist þær nánast alla sína ævi og bjó þar af leið- andi yfír miklum fróðleik um þær. Mér fannst því alveg kjörið að tefla þessu saman, biðja eldri kynslóðina um að segja frá ýmsu því sem tengdist minjunum." Að sögn Bjarka er þarna fjallað um allt mögulegt, s.s. bæjarrústir, örnefni, gamlar þjóðleiðir, str/ðsminjar, mó- grafir, sel, fornmannaleiði, náttúruleg refagildra og ým- islegt fleira. „Nú á tímum liggur vegur- inn í gegnum miðjan dalinn, en áður fyrr var svo mýrlent þar að fólkið reisti bæina undir íjöllunum. f myndinni er farið af einum bæ til þess næsta, og tekinn þannig hringur í dalnum. Það er byijað á Hrísbrú og rætt við bóndann þar, Ólaf Ingi- mundarson, m.a. um Egils- dys, en sú var trú manna fyrrum að Egill Skallagríms- son hefði verið þar heygður. Þaðan er svo farið á Mosfell, siðan Minna-Mosfell, því næst Laxnes o.s.frv. Ég Ijalla ekki um hvern bæ, heldur minj- arnar sem þar er að fínna. Aðallega eru það eldri dal- búar sem rætt er við, en þó einnig nokkra íslenska og er- lenda fornleifafræðinga, sem hafa verið að stunda rann- sóknir þar í dalnum. Auður Laxness segir frá merkileg- um steini við Gljúfrastein, og dóttir hennar, Guðný, frá Hvílusteini, sem Halldór Lax- ness gekk oft að og hvíldi sig við á ferðum sínum þar, og hún segir líka frá þjóðbraut- inni, sem er skammt frá Gljúfrasteini og sem afí hennar, faðir Halldórs, lagði fyrir tæpum hundrað árum. Þegar komið er í enda dalsins, greinir Haukur Ní- elsson frá Helgafelli ítarlega frá stríðsminjum í landi Helgafells. Þarna er um að ræða skotbyrgi, vatnsgeynii, fyrstu endurvinnslustöð á Is- landi, þar sem bandarískir hermenn pressuðu tómar niðursuðudósir og sendu til Bandaríkjanna aftur.“ „Mér fannst mikilvægt að fá til liðs við mig fólk sem þekkti minjarnar af eigin raun,“ sagði Bjarki. „Einn heimildamanna var t.d. að stinga mó og í myndbandinu er það sýnt. Margt af þessu er að falla í gleymsku, hverf- ur með fólkinu. Sem dæmi má nefna, að kvikmyndin var öll tekin árið 1998, og á þeim tveim árum sem liðin eru hafa þrír látist. Ég tel að þessi kvikmynd eigi þvf eftir að hafa mikið gildi í framtíð- inni, ekki bara sem heimild- armynd um minjarnar, held- ur líka um þá sem koma fram henni,“ sagði Bjarki að lok- um. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Hafnarfjarðar Skatttekjur rúmir fjórir milljarðar Hafnarfjörður FJÁRHAGSÁÆTLUN bæj- arsjóðs Hafnarfjarðar fyrir árið 2001 var samþykkt í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar 29. nóvember. Á árinu 2001 verð- ur bæjarsjóður rekinn með lítils háttar tekjuafgangi í fyrsta sinn um langt skeið. Heildarskatttekjur bæjar- sjóðs eru áætlaðar 4.045 millj- ónir króna og aukast um 17,5% frá fjárhagsáætlun 2000. Álagningarhlutfall út- svars verður 12,7% á árinu 2001 og fasteignagjöld hækka um 14% milli ára. Rekstrargjöldin eru áætluð 3.269 milljónir króna og hækka um 14,3% frá fjárhags- áætlun 2000. Rekstrargjöld, sem hlutfall af skatttekjum, nema 80,8% samanborið við 83% í fjárhagsáætlun 2000. Samkvæmt samningum um einkaframkvæmd eins grunn- skóla og tveggja leikskóla er í fjárhagsáætlun 2001 gert ráð fyrir 36,4 milljónum króna vegna leigu þess húsnæðis. Að þeirri fjárhæð frátalinni og til samanburðar við rekstur ann- arra sveitarfélaga er hlutfall rekstrar bæjarsjóðs 79,9% af skatttekjum. Útgjöld til fjár- festinga nema 388 milljónum króna eða 9,6% af skatttekj- um samanborið við 23,6% í ár. Hækkun vaxta á alþjóða- markaði eykur vaxtagreiðslur bæjarsjóðs um 110 milljónir og er vaxtakostnaður, nettó, áætlaður 372 milljónir. Fjárhagsáætlunina er að finna á heimasíðu Hafnar- fjarðarbæjar, www.hafnar- fjordur.is. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Endainastur raflínunnar frá Geithálsi verður fært til að rýma fyrir byggingarlandi í Hádeg- ismóum. í baksýn glittir í Árbæjarhverfið. Nýtt atvinnusvæði Hádegismóar GERT er ráð fyrir að fram- kvæmdir á nýju bygginga- landi fyrir atvinnusvæði geti hafist við Hádegismóa, milli Suðurlandsvegar og Rauða- vatns á næstu misserum. Ver- ið er að gera svæðið bygg- ingahæft um þessar mundir að sögn Stefáns Hermanns- sonar borgarverkfræðings. í því skyni er nú unnið að því að færa endamastur línu Landsvirkjunar frá Geithálsi og hnika staðsetningu línunn- ar til um eina 800 metra. Stefán Hermannsson sagði að lengi hefði staðið til að skipuleggja hverfi fyrir nokkrar atvinnulóðir í Hádeg- ismóum, rétt austan nýju brúarinnar yfir Suðurlands- veg. Gert er ráð fyrir að þar verði fyrirtæki af ýmsum toga með starfsemi sína en lóðum hefur enn ekki verið úthlutað. Hinum megin brúarinnar á svonefndum Kletthálsi hefur einnig verið unnið að gatna- gerð en þar rís annað atvinnu- svæði á næsta ári. Að sögn borgarverkfræðings verða þar m.a. nokkrar bílasölur til húsa. Tillögur um 0,66% útsvarshækkanir Kópavogur - Mosfellsbær MEIRIHLUTI bæjarstjórn- ar Kópavogs lagði fyrir bæj- arstjómarfund til fyrri um- ræðu á þriðjudag tillögu um að útsvarsprósenta í bænum verði hækkuð í 12,70% á næsta ári. I ár hefur verið innheimt 12,04% útsvar en Sigurður Geirdal, bæjarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið 1 gær að gert væri ráð fyrir að nýta að fullu þá heimild til 0,66% útsvarshækkunar sem felst í nýgerðu samkomulagi sveitarfélaganna og ríkisins. Tillaga bæjarstjórnar- meirihlutans nær til gjald- stofna bæjarins í heild. Sam- kvæmt henni verður hlutfall fasteignaskatts af íbúðarhús- næði 0,375% af fasteignamati, eins og verið hefur. Vatns- skattur verður óbreyttur 0,19% af fasteignamati húss og lóðar. Holræsagjald verður einnig óbreytt, 0,13% af fasteigna- mati húss og lóðar. Lóðarleiga hækkar Lóðarleiga fyrir íbúðar- húsalóðir hækkar hins vegar úr 6,60 kr. á fermetra í 7,52 kr. samkvæmt tillögum meiri- hlutans. Þær gera ráð fyrir að gjald- dagar fasteignagjalda verði tíu talsins, sá fyrsti 15. janúar en sá síðasti 1. október. Inn- heimt eru 10% gjaldsins á hverjum gjalddaga. Gert er ráð fyrir að gjald- endur sem greiða fasteigna- gjöld að fullu fyrir 7. febrúar fái 5% staðgreiðsluafslátt. Mosfellsbær hækkar í 12,65% Líkt og flest önnur sveitar- félög vinnur bæjarstjóm Mosfellsbæjar einnig að af- greiðslu fjárhagsáætlunar og við fyrri umræðu var tekin til afgreiðslu tillaga bæjarráðs um að nýtt verði svigrúm til 0,66% útsvarshækkunar sam- kvæmt niðurstöðu tekju- stofnanefndar. Því verði út- svar næsta árs 12,65%, þ.e. 0,05% undir hinu leyfilega hámarki. Tillagan var samþykkt með fjómm atkvæðum meirihlut- ans gegn þremur atkvæðum minnihluta sjálfstæðismanna sem lögðu til að í stað þess að hækka útsvarsálögur á bæj- arbúa um 0,66% eða 50 millj.kr. verði útsvar hækkað um 0,33%, eða 25 millj.kr., og rekstrarútgjöld fjárhagsáætl- unar fyrir árið 2001 verði lækkuð um 25 millj.kr. Morgunblaðið/Árni Sæberg Grafa valt við rústir gamals húss Hverfisgata ÞAÐ óhapp varð þegar verið var að rífa gamalt hús við Hverfísgötu að grafa, sem vann verkið, valt þegar botn- plata hússins lét undan. Gröfustjórann sakaði ekki. Húsin á Hverfísgötu milli Vitastígs og Barónsstígs hafa verið rifin hvert af öðru und- anfarna mánuði og þarna er verið að fella það síðasta sem stóð milli Bjamarborgar við Vitasti'g og verslunar 10-11 við Barónsstíg. Að sögn Stefáns Her- mannssonar borgarverkfræð- ings er verið að vinna að deili- skipulagi fyrir þennan reit. og er sú vinna langt komin. Með- al annars er til umræðu að þar verði bflageymsla í kjall- ara nýrrar byggingar. Minjar um land- rekskenninguna endurgerðar Garðabær BÆJARSTJÓRI Garðabæjar, Ásdís Halla Bragadótth-, af- hjúpaði í gær endurgerðan steinstöpul sem þýski vísinda- maðurinn Alfred Wegener reisti árið 1930 á Amamesi. Wegener reisti stöpulinn, ásamt fleiri stöplum, til að sanna landrekskenninguna sem hann setti fram á áranum 1908-1912, en kenningin geng- ur út á það að jörðin sé samsett af flekum sem eru á stöðugri hreyfingu. Til að reyna að færa sönnur á kenningu sina reisti Wegener nokkra steinstöpla sem mælipunkta. Þar á meðal er stöpullinn á Arnamesi, enda er ísland á mörkum tveggja fleka, Evrópuflekans og Ameríkuflekans. Bæjarstjóm Garðabæjar ákvað í haust að varðveita stöpulinn og gera umhverfi hans meira aðlaðandi. Tvær koparplötur hafa verið festar á stöpulinn með upplýsingum um tOurð hans og landreks- kenninguna. Þá hefui- verið hellulagt í kringum hann, plantað gróðri og settur niður bekkur, en stöpullinn er á gatnamótum Amamesvegar og Hegranesvegar og blasir Morgunblaðið/Ásdís Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, við steinstöpuliun. við þegar Amamesbrúin er keyrð. Eitt af því sem varð til að kveikja hugmyndina að land- rekskenningu Wegeners var hversu vel strandlengjur meg- inlanda, einkum AfiTku og Suður-Ameríku, falla hver að annarri. Þá vöktu samskonar jarðmyndanir og steingerving- ar samskonar lífvera á aðskild- um meginlöndum athygli Wegeners.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.