Morgunblaðið - 01.12.2000, Side 20

Morgunblaðið - 01.12.2000, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Áform á Akureyri og Athygli í Reykja- vík sameinast Almanna- tengsla- og kynningar- ojónusta efld nyrðra FYRIRTÆKIN Áform ehf. - almannateng'sl á Akureyri og kynningar- og almanna- tengslafyrirtækið Athygli ehf. í Reykjavík hafa verið sam- cinuð undir nafni Athygli. í kjölfar sameiningarinnar verður starfsstöðin á Akur- eyri stækkuð frá því sem áður var hjá Áformum ehf. og verða þrír starfsmenn hjá At- hygli á Akureyri. Eftir sam- eininguna munu starfsmenn Athygli verða 12 talsins og hefur fyrirtækið m.a. innan- borðs nokkra af reyndustu blaða- og fréttamönnum landsins. Athygli og Áform hafa unn- ið náið saman á undanförnum árum, m.a. að viðamikilli út- gáfu fyrir Fiskifélag íslands, og búa þannig yfir víðtækri reynslu í flutningi verkefna til Akureyrar sem áður voru unnin á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með sameining- unni er að bjóða viðskiptavin- um enn öflugri þjónustu en áður á sviði alhliða Ijölmiðla-, útgáfu- og vefþjónustu. I frétt um sameiningu fyrir- tækjanna kemur fram að þjónustan verði efld á Akur- eyri, bæði gagnvart við- skiptamönnum á svæðinu sem og öðrum viðskiptamönnum Athygli á landinu. Starfsem- inni séu engin markaðsleg landamæri. Störfum verður í kjölfar sameiningarinnar fjölgað á Akureyri og þar verða nú þrír menn að störf- um. Eigandi og framkvæmda- stjóri Áforma ehf., Jóhann Ól- afur Ilalldórsson, verður einn þriggja starfsmanna á Akur- eyri og hluthafi í Athygli. Eig- endur Athygli verða eftir sameiningu: Valþór Hlöðvers- son, Atli Rúnar Halldórsson, Kristinn Gylfi Jónsson, Árni Þórður Jónsson og Jóhann Ól- afur Halldórsson. Starfsemi Athygli á Akur- eyri er til húsa í Hafnarstræti 82. Yfírtaka Slökkviliðs Akureyrar á Slökkviliði Akureyrarflugvallar I athugun að byggja nýja slökkvistöð við flugvöllinn Morgunblaðið/Kristj án Slökkvilið Akureyrar er til húsa við Árstíg en í athugun er að byggja nýja slökkvistöð við Akureyrarflugvöll, þar sem slökkvilið bæjarins og flugvallarins yrðu til húsa. SLÖKKVILIÐ Akureyrar tekur yfir rekstur Slökkviliðs Akureyrarflug- vallar um næstu áramót af Flugmála- stjóm og í framhaldinu er til athug- unar að byggja nýja slökkvistöð undii’ alla starfsemina við Akureyr- arflugvöll. Umhverfisráð Akureyrar- bæjar samþykkti á fundi sínum ný- lega að leggja til að könnuð verði til fullnustu hagkvæmni byggingar nýrrar slökkvistöðvar, að því gefnu að núverandi húsnæði Slökkvistöðv- ar Akureyrar seljist á viðunandi verði. Jafnframt að leitað verði samninga við Flugmálastjóm um hennar hlut- deild í fi-amkvæmdinni og rekstri nýrrar stöðvar. Á fundi umhverfis- ráðs kom fram að samkvæmt skýrslu Útrásar er talin nokkur hagkvæmni í því að byggja nýja slökkvistöð bæjar- ins og Flugmálastjómar við Akur- eyrarflugvöll. Tómas Búi Böðvars- son, slökkviliðsstjóri á Akureyri, sagði að varðandi staðsetningu nýrr- ar slökkvistöðvar væra tvö svæði sérstaklega til skoðunar. Annars vegar á uppfyllingu austan Drottn- ingarbrautar, á móts við gatnamót Þórannarstrætis og Drottningar- brautar og hins vegar á uppfyllingu norðan við flugstöðina á Ákureyrar- flugvelli. Ellefu umsóknir um stöður slökkviliðsmanna Tómas Búi sagði að rætt væri um 2.000 fermetra byggingu en að ekki væri farið að ræða neinar tímasetn- ingar komi til þessara framkvæmda. „Þetta ferh tekur ákveðin tíma, þar sem m.a. þarf að breyta aðalskipulagi og fyrst er að kanna hagkvæmni þess að byggja og reka starfsemina sam- an.“ Með yfirstöku Slökkviliðs Akur- eyrar á slökkviliði Akureyrarflug- vallar, verður starfsemin á flugvellin- um aukin og stöðugildum fjölgað. Nýlega vora stöður slökkviliðsmanna auglýstar lausar til umsóknar og er umsóknarfrestur liðinn. Alls bárast 11 umsóknfr en að sögn slökkviliðs- stjóra er stefnt að því að ráða í það minnsta fjóra nýja slökkviliðsmenn. Þá hefur Birgir Finnsson, aðstoð- arslökkviliðsstjóri á Akureyri, sagt upp starfi sínu en hann hefur verið ráðinn til Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins. Tómas Búi sagði að Bfrgir léti af störfum í byrjun næsta árs og að staða aðstoðarslökkviliðsstjóra yrði auglýst innan tíðar. Tillögum um hækkun á heimaþjónustu vísað til bæjarstjdrnar Veruleg hækkun á kostnaði við akstur á heimsendum mat BÆJARRÁÐ samþykkti í gær að vísa tillögum félagsmálaráðs að gjaldskrárbreytingum varðandi heimaþjónustu til afgreiðslu í bæj- arstjórn. Þá samþykkti bæjarráð einnig að vísa tillögum íþrótta- og tómstundaráðs til afgreiðslu bæjar- stjórnar, þ.e. öðram en þeim sem varða eldri borgara. Ráðið lagði í byrjun þessa mán- aðar til að ellilífeyrisþegar, 67 ára og eldri, greiddu barnagjald fyrir aðgang að sundlaugum og skíða- mannvirkjum bæjarins, en eldri borgarar hafa síðustu ár ekki þurft að greiða fyrir aðgang að þessum íþróttamannvirkjum. Félag eldri borgara og Félag hjartasjúklinga hafa mótmælt því að gjald verði tekið upp og á fundi bæjarráðs í gær vora lögð fram mótmæli frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræð- inga, Norðurlandsdeild og læknar- áði Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Snarpar umræður urðu um málið á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku, en gera má ráð fyrir að bæjar- ráð fjalli um tillögurnar á næsta fundi sínum. Tillögur félagsmála- ráðs um gjaldskrárbreytingar varð- andi heimaþjónustu vora einnig til umfjöllunar í bæjarráði í gær. Heimaþjónustutími kostar nú 200 krónur, en tillögurnar gera ráð fyr- ir 30 króna hækkun á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að akstur sem nú kostar 100 krónur hækki í 125 krónur eftir áramót og heimsendur matur sem nú kostar 390 krónur fari í 430 krónur. Alls er gert ráð fyrir að tekjuaukinn nemi tæplega 1,2 milljónum króna. Heimaþjónustutímar hækkuðu síðast hjá Akureyrarbæ í byrjun árs 1998. Fram kemur í upplýsinga- blaði frá Heimaþjónustunni sem lagt var fram á fundi bæjarráðs í gær, að kostnaður við akstur heim- sends matar hafi hækkað verulega síðustu tvö ár. Akureyrarbær nið- urgreiðir nú hvern matarbakka um 160 krónur, en niðurgreiðslan verð- ur 120 krónur á bakka hækki verðið í 430 krónur. Hækkunin sem nú er lögð til mætir því einungis þeirri hækkun sem orðið hefur á kostnaði við aksturinn. Engin greiðsla fyrir félags- starf og leikfimi á Akureyri Á fundi bæjarráðs voru lögð fram gögn um kostnað við ýmsa þjónustu sem eldri borgurum stendur til boða á Akureyri, Reykjavík, Kópa- vogi, Hafnarfirði og Keflavík. Þar kemur m.a. fram að heimsendur matur er ódýrastur á Akureyri, 390 krónur en dýrastur í Kópavogi, 560 krónur. Á Akureyri greiða eldri borgarar 100 krónur fyrir akstur í félagsstarf og 150 krónur í Reykja- vík, en ekki er boðið upp á slíka þjónustu í hinum sveitarfélögunum. Ekkert gjald er tekið vegna þátt- töku eldri borgara í félagsstarfi á Akureyri, en greiða þarf nokkur hundruð krónur í hinum sveitarfé- lögunum á mánuði fyrir slíka þátt- töku. Þá er heldur ekki tekið gjald á Akureyri vegna þátttöku í leikfimi en það er gert í hinum sveitarfélög- unum fjórum, nokkur hundruð krónur á mánuði. Slökun! 20% kynningarafsláttur af nuddolíunum fra ~/:Xiril\'C/C'ibs . \7< /.‘ vvív.v\ 'W/Aí/VG'íVtfi' ■XJWrtiiHWbM' Slökunarolta, vödvaolia, unaðsolía og ástareldur. 1®! Kynning í LYFJU Kópavogi föstud. t. des. kL 14-17 og taugard. 2. des. kL 11-13. Kynning í LYFJU Hafnarfirði föstud. t.des. kí. 14-17 og laugard. 2. des. kt. 13-16. KEA o g mjólkurframleiðendur í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu Sameiginlegt félag*, Norður- mjdlk, stofnað SAMRUNAÁÆTLUN, sem felur í sér samrana MSKEA ehf. og MSKÞ ehf. og Grana, en það er hlutafélag í eigu Auðhumlu sem aftur er sam- vinnufélag í eigu mjólkurframleið- enda í Eyjafjarðar- og Þingeyjar- sýslum ehf. hefur verið undirritað. Unnið hefur verið að stofnun sam- eiginlegs félags KEA og mjólkur- framleiðenda sem annast á mjólkur- vinnslu á Húsavík og Akureyri á undanförnum mánuðum og nú hefur áætlun um samranann verið undir- rituð. Áætlunin felur í sér samruna fé- laganna frá og með 1. september síð- astliðnum og heitir nýja félagið Norðurmjólk ehf. Hluthafar verða tveir, Kaupfélag Eyfirðinga og Auð- humla og geta mjólkurframleiðend- ur eignast allt að 34% í hinu nýja fé- lagi. I stjórn Norðurmjólkur voru kjörnir þeir Eiríkur S. Jóhannsson, Erlingur Teitsson, Haukur Hall- dórsson, Stefán Magnússon og Tryggvi Þór Haraldsson en í vara- stjórn eru Ásvaldur Ævar Þormóðs- son og Oddur Gunnarsson. Eiríkur S. Jóhannsson kaupfé- lagsstjóri mun gegna störfum fram- kvæmdastjóra Norðurmjólkur þar til gengið verður frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.