Morgunblaðið - 01.12.2000, Síða 24

Morgunblaðið - 01.12.2000, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Fundur IMARK um auglýsingar og Netið Núverandi mælingar á notkun óáreiðanlegar Morgunblaðiö/Ásdís Helena Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Könnun.is, lýsti þeirri skoðun sinni á fundi ÍMARK, að best færi á því að menn sameinuðust um einn hlut- lausan aðila sem mældi notkun vefsíðna. ÍMARK, félag íslensks markaðs- fólks, hélt í gær fund um auglýsingar á Netinu þar sem leitað var svara við því hvort og hvernig hægt væri að mæla hversu mikil umferð er um heimasíður. Fjallað var um hvaða að- ferðum er beitt hér á landi nú og hvert stefnir í þessum efnum, en fram kom á fundinum að auglýsend- um þykir nokkuð til vinnandi að hafa áreiðanlegar upplýsingar um notkun síðna á Netinu. Svavar G. Svavarsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarþjónustufyr- irtækis í eigu Eimskips, Flugleiða og Tölvumynda og fyrrum fram- kvæmdastjóri Islandia Internet, fjallaði um muninn á mismunandi mælieiningum yfir heimsóknir á síð- ur á Netinu. Svavar sagði mikla þörf fyrir upplýsingar um notkun síðna, en í máli hans kom fram að notkun- ina megi mæla með ýmsum og ólík- um hætti. Hægt sé að mæla hversu lengi hver gestur staldrar við á síð- unni, frá hvaða landi hann kemur, hvernig tölvu og vaíra hann notar, hvenær hann heimsækir síðuna og hvaða leið hann kom, þ.e. hvort hann kom beint, í gegnum leitarvél, í gegnum aðra síðu eða í gegnum auglýsingaborða. Að sögn Svavars er gallinn hins vegar sá að mikið af þeirri tækni sem notuð er til að létta álagi af tölvu- kerfum, til dæmis að tölvuþjónn sæki síðu aðeins einu sinni fyrir marga notendur, geri mælingar óáreiðanlegar. Vegna þessa sé ekki hægt með hefðbundnum aðferðum að átta sig á raunverulegum fjölda heimsókna. Lausn á þessum vanda sagði Svav- ar felast í því sem hann kallaði virka tölfræði. Hana megi finna í gegnum síður á borð við Hitbox.com, Holist- ix.net, WebMeasure.com og nýja ís- lenska síðu sem heitir Teljari.is. Þessar síður eigi það flestar sameig- inlegt að þær mæli umferð og notkun heimasíðna með nokkuð áreiðanleg- um hætti. Svavar sagði heimasíðuvistun oft vera aukabúgrein tölvufyrirtækja og taldi ráðlegast að vista síður hjá þeim sem sérhæfi sig í þeirri þjón- ustu. Hann sagðist jafnframt vera þeirrar skoðunar að vistuninni ættu að fylgja fyrrgreindar upplýsingar um heimsóknir á vefsíðuna. Svavar var spurður að því hvaða tölur best væri að miða við og sagði hann það afar misjafnt eftir því um hvers konar vef væri að ræða. Hann nefndi þó sérstaklega að mikilvægt væri að vita hversu oft notendur komi aftur á síðuna. Verslunarráð og Teljari.is í samstarf um upplagseftirlit á Netinu Þá var Svavar spurður að því hverjir bjóði þessa þjónustu hér á landi og nefndi hann vefsíðuna Telj- ari.is. Einn af forsvarsmönnum fyr- irtækisins Modernus, sem rekur síð- una Teljari.is, var á fundinum og sagði frá því að nú þegar væru um 600 vefir tengdir við Teljara.is og að haldinn yrði fundur hjá Verslunar- ráði Islands í næstu viku með kerfis- stjórum og forráðamönnum vefsetra í því skyni að reyna að ná sam- ræmdri vefmælingu. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Verslunarráði hefur ráðið ákveðið að taka upp sam- starf við Modemus um mælingar á notkun íslenskra heimasíðna, en Verslunarráð hefur þegar með hönd- um upplagseftirlit fyrir dagblöð, tímarit og kynningarrit. Nokkrar umræður spunnust um það hvaða tölur auglýsendur og miðlar á Net- inu noti til að fylgjast með fjölda heimsókna og áreiðanleika þeirra talna. Samdóma álit þeirra sem tóku til máls var að tölurnar væru bæði ósambærilegar og óáreiðanlegar og því væri brýn þörf á því að taka upp áreiðanlega og samræmda mælingu. Helena Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri hjá Könnun.is, sem er dóttur- félag IMG og systurfyrirtæki Gall- up, tók í máli sínu undir það sem fram hafði komið um þörfina fyrir samræmingu og áreiðanleika mæl- inga. Gallup undirbýr mælingar á heimsóknum á vefsíður Helena sagði að fólk þyrfti alls ekki að vera vísvitandi að gefa rang- ar eða villandi upplýsingar þótt þær séu í raun ónákvæmar og ósambæri- legar við þær sem aðrir noti. Hverj- um þyki sín aðferð besta mælingin og þar að auki séu alltaf skekkjur í mælingunum. Hún sagði að mæling þyrfti, auk þess að vera samræmd og eins ná- kvæm og kostur væri á, að vera gegnsæ svo enginn vafi léki á um hvað sé verið að mæla eða hvernig það sé gert. Afar óljóst sé í dag hvernig mælt sé og nákvæmar upp- lýsingar fáist ekki um það hjá selj- endum auglýsinga á Netinu. Þar að auki sé verst við ástandið í dag að það séu seljendurnir sjálfir sem veiti upplýsingarnar. Nauðsynlegt sé að einhver, sem ekki eigi hagsmuna að gæta og njóti trausts, mæli notkun vefsíðna. Helena lýsti jafnframt þeirri skoðun sinni að best fari á því að menn sameinist um einn hlutlaus- an aðila. Tryggja þurfi að allir séu sáttir við þær reglur sem notast er við og að opinber birting á helstu töl- um sé algert skilyrði. Helena sagði fyrirtækið Gallup langt komið í undirbúningi á slíkum mælingum hér á landi og að það mundi uppfylla öll nauðsynleg skil- yrði. Ætlunin sé að nota búnað frá WebMeasure.com, en sá búnaður sé mikið notaður víða um heim, meðal annars á Norðurlöndunum. 7.000 sagt upp hjá Ericsson? Ósló. Morgunblaðið. STÆRSTA fyrirtækið á Norður- löndunum, Ericsson í Svíþjóð, mun tapa sem samsvarar 140 milljörðum íslenskra króna á farsímafram- leiðslu sinni í ár. Talið er að 7.000 starfsmönnum farsímadeildar fyrir- tækisins verði sagt upp, en starfs- menn deildarinnar eru alls 15 þús- und. Þetta kemur m.a. fram í Dagens Næringsliv. Kurt Hell- ström, forstjóri Ericsson, á erfitt verk fyrir höndum við að snúa við neikvæðri þróun hjá fyrirtækinu. Tveir yfirmenn Ericsson hafa tjáð sig á fundum um að 7.000 starfs- mönnum farsímadeildarinnar verði sagt upp en upplýsingadeild Erics- son vísar þessu frá. Hins vegar muni starfsmenn fyrirtækisins finna fyrir yfirstandandi breyting- um á fyrirtækinu, þar sem verk- smiðjur verða fluttar frá Svíþjóð og Bandaríkjunum og útgjöld minnk- uð. Ráðgjafarfyrirtækið Merrill Lynch telur að markaðshlutdeild Nokia aukist úr 30% í 40% fyrir ár- ið 2004 en hlutdeild Ericsson minnki úr 11% í 9%. Flótti lykilstarfsmanna Ericsson glímir einnig við flótta lykilstarfsmanna til annarra fyrir- tækja, en hann er talinn stafa af því óöryggi sem starfsmenn Ericsson búa við, auk þess þykir fyrirtækið ekki borga nógu vel. Ýmsir fyrrum starfsmenn Ericsson hafa notið vel- gengni hjá eigin netfyrirtækjum. Stjórn Ericsson undirbýr nú um- fangsmikið kaupréttarsamninga- kerfi til handa starfsmönnum sín- um. Lykilstarfsmenn skulu fá ókeypis valrétti á hlutabréf fyi-ir- tældsins eftir þörfum. Einnig fá starfsmenn þau kjör að fyrh-tækið borgar annað hlutabréf fyrir hvert eitt sem starfsmaður kauph. End- anleg ákvörðun stjórnarinnar um fyrirkomulag kerfisins mun verða tilkynnt fyrir jól og e.t.v. fá 103.000 starfsmenn Ericsson um allan heim góða jólagjöf. ----------------- Aukinn hagnaður hjá Air France Baugur.net kaupir hlut í Kauptorgi.is NETSJÓÐUR Baugs hf„ Baugur.net, hefur keypt 20% hlut í Kauptorgi.is, sem er upp- boðsvefur á Netinu, en Kaup- torg gerir fólki kleift að kaupa og selja nýjar og notaðar vörur á Netinu. Aðrir hluthafar í Kauptorgi eru Landssíminn, Talenta, og Magnús Bergsson, sem var stofnandi félagsins. Baugur.net er jafnframt með samninga um rekstur vefversl- ana fyrir Areadia og Deben- hams á Norðurlöndum. Snemma á síðasta ári keypti Baugur.net póstverslun Hag- kaups, sem hefur verið starf- rækt frá árinu 1959. ! www.microtouch.com SNERTISKJÁIR IBNAIARTÆKNI eM. Þverholti 1SA, simi 562 7127 Pólsk sendinefnd í heimsókn hér á landi Möguleikar á aukn- um viðskiptum stjómvöld og stjórnendur fyrirtækja þar í landi um. Waldemar Ziemak, gjaldkeri ráðsins, sagði að skipasmíðastöðvar í Szczecin væru góður kostur fyrir viðgerðir á stórum skipaflota íslend- inga svo og fyrir nýsmíði. Möguleik- amir á viðskiptum milli fyrirtækja á norðvestursvæði Póllands og á ís- landi væra hins vegar einnig fyrir hendi á ýmsum öðrum sviðum. Hann sagði að þessi fyrsta heimsókn full- trúa frá Verslunarráði norðvestur- hluta Póllands væri fyrst og fremst til að kynnast aðstæðum hér á landi svo og til að vekja athygli á því sem fyrirtæki í Póllandi hefðu fram að færa. Waldemar sagð að ráðið hafi verið sett á fót á árinu 1997 af um 60 fram- mámönnum úr viðskiptalífinu á svæðinu. Nú væru yfir 200 fyrirtæki aðilar að því auk þess sem það væri aðili að Verslunarráði Póllands í Var- sjá. Hann sagði ráðið stöðugt leit- andi að nýjum tækifæram fyrir pólsk fyrirtæki. NÝLEGA var stödd hér á landi tólf manna sendinefnd frá Verslun- arráði norð-vesturhluta Póllands. Með í för var Bogdan Golik, en hann er varaforseti Verslun- arráðs Póllands 1 Var- sjá, sem era samtök verslunarráða víðs veg- ar að úr landinu. Til- gangur heimsóknarinn- ar var að kynnast starfsemi fyrirtækja hér á landi, vekja at- hygli stjómenda ís- lenskra fyrirtækja á þeim tækifæram sem í boði era í norðvestur- hluta Póllands og stuðla að auknum viðskiptum milli þjóð- anna í framtíðinni. Bogdan sagði að möguleikar á auknum samskiptum milli norðvest- urhluta Póllands og íslands væra toluverðir. íslendingar væra aug- ljóslega framarlega í hátækniiðnaði á hinum ýmsu sviðum sem Pólverjar gætu notið góðs af. Hann sagði að breytingarnar í Póllandi hafi verið hraðar á síðastliðnum áratug og að hagvöxt- ur hafi verið mikill. Pólskt atvinnulíf væri stöðugt að leita nýrra leiða til að stuðla að enn frekari framförum og aukin samskipti við íslendinga komi þar vissulega til greina. Þá sagði hann að Pólverj- ar væra mjög framar- lega í skipasmíði og viðhaldi skipa. íslensk- ur sjávarútvegur gæti nýtt sér þá þekkingu í meira mæli en nú, þó viðskiptin á þessu sviði hafi verið töluverð hingað til. Bogdan sagðist fara heim til Póll- ands með mikið af hugmyndum um hugsanieg aukin viðskipti milli land- anna sem hann ætli að upplýsa Bogdan Golik, varaforseti Verslunar- ráðs Póllands. HAGNAÐUR flugfélagsins Air France jókst um 38% á fyrri hluta rekstrarárs þess, sem er frá 1. apríl til 30. september, miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn var 429 milljónir evra, en inni í þeirri tölu er 89 milljóna evra hagnaður af sölu 1,6% hlutar í bókunarkerfinu Ama- deus. Að sögn The Wall Street Joumal þakkar stjórnarformaður félagsins, Jean-Cyril Spinetta, ár- angurinn, sem var umfram vænting- ar, miklum hagvexti og of lítilli flutningsgetu flugfélaga. Hann sagði að félaginu hafi tekist að nýta þess- ar aðstæður til fulls og að það hafi skilað sér í sterkri efnahagslegri stöðu félagsins og meira en 35% hækkun á gengi bréfa þess. Spinetta hefur kynnt áætlanir um að lækka kostnað um 305 milljónir evra næstu þrjú rekstrarárin til að auka hagnað og veija flugfélagið gegn ytri áhrifum á borð við olíu- verðshækkun. Markmiðið er að hafa lækkað kostnað um 5% að þessum þremur áram loknum. Air France gerir ráð fyrir að þrátt fyrir mun hærra olíuverð muni verða svipuð afkoma á yfirstandandi rekstrarári og á því síðasta. í The Wall Street Journal kemur fram að undir stjórn Spinetta hafi hagur félagsins farið stöðugt batn- andi. Það hafi næstum verið orðið gjaldþrota í upphafi áratugarins eft- ir að hafa verið í mörg ár undir veikri yfirstjórn sem hafi verið und- ir miklum áhrifum sterkrá verka- lýðsfélaga.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.