Morgunblaðið - 01.12.2000, Side 26

Morgunblaðið - 01.12.2000, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ - Mannréttindanefnd SÞ í Genf Kæra Björns Kristj ánssonar til athugunar MANNRÉTTINDANEFND Sam- einuðu þjóðanna í Genf hefur tekið til athugunar kæru Björns Krist- jánssonar, áður skipstjóra á b/v Vatneyri, á hendur íslenska ríkinu. Björn telur í kæru sinni að ísland hafi brotið gegn Alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi þegar Hæstiréttur sak- felldi hann í svonefndu Vatneyrar- máli 6. apríl sl. íslenska ríkinu hef- ur verið veittur 6 mánaða frestur til að gera athugasemdir um efnis- atriði og meðferðarhæfi kærunnar. Björn Kristjánsson var skip- stjóri á Vatneyrinni þegar skipinu var haldið til veiða í febrúar 1999 án nægjanlegs kvóta. Hann var ásamt útgerðarmanni skipsins ákærður fyrir brot á lögum um fískveiðistjórn. Vörn hans byggðist á að þau lög stæðust ekki 65. og 75. gr. stjórnarskrárinnar, og væri því ekki unnt að sakfella hann á grund- velli þeirra. Héraðsdómur Vest- fjarða tók þau rök til greina, en meirihluti Hæstaréttar vísaði þeim á bug. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna starfar samkvæmt ofan- greindum alþjóðasamningi, sem gerður var 1966, og bókun við þann samning. Hefur ísland verið aðili að samningnum og bókuninni frá 1979, og þar með skuldbundið sig til að virða ákvæði samningsins og viðurkennt rétt nefndarinnar til að taka til meðferðar hvort brot hafi verið framið gegn honum. „Nefndin setur að aflokinni málsmeðferð, sem oft tekur nokkur ár, fram niðurstöður í formi „álits“, er í raun gegnir svipuðu hlutverki og dómsorð. Þar er kveðið upp úr um hvort ríki hafi virt ákvæði samningsins. Nefndin beinir einnig oft tilmælum til aðildarríkja um úr- bætur í ákveðnum atriðum, til dæmis um breytingar á löggjöf og ráðstafanir varðandi þá sem hafa orðið fyrir brotum gegn samningn- um. Mörg ríki, þar á meðal ríki í Vestur-Evrópu, eru aðilar að samningnum og bókuninni, sem heimilar þegnum aðildarríkja að leggja slíkar kærur fyrir nefndina og veitir henni vald til að úrskurða um þær. Nokkuð er mismunandi hversu vel aðildarríkin eru talin hafa fylgt samingnum. Einstaka ríki, einkum ríki er lotið hafa her- foringjastjórnum eða áþekku stjórnarfari, hafa verið talin veita nefndinni litla samvinnu og jafnvel hafa vikið sér undan að hlíta niður- stöðum hennar og tilmælum. Önn- ur ríki, þar á meðal þróunarríki, svo og Norðurlönd og fleiri Evrópuríki, hafa hins vegar verið nefnd sem ríki er veita nefndinni fulla samvinnu og virða niður- stöður hennar," segir í frétt um málið frá lögmanni Björns, Lúðvík Emil Kaaber. ÚRVERINU Ljósmynd/Porgrímur Kjartansson 100.000 tonn á land STARFSMENN loðnuverksmiðju Hraðfrystistöðvar Þórshafnar fögnuðu því á dögunum að þangað hafa borist alls um 100 þúsund tonn af loðnu á þessu ári. Slegið var í tertu af því tilefni og notuðu skipverjar á loðnuskipinu Júpiter ÞH tækifærið til að fagna 37.500 tonna afla á árinu. Á myndinni eru þeir Rafn Jónsson verksmiðjustjóri og Jón Axelsson skipstjóri um það bil að fara að gæða sér á kræsingunum. Varðskipið Óðinn aðeins á sjó á sumrin VARÐSKIPIÐ Óðinn verður ekki notað í vetur og í raun aðeins á sumrin út árið 2003. Hins vegar verða endurbætur gerðar á Tý og Ægi næsta sumar og þá verður Óð- inn á fullri ferð en auk þess stendur yfír undirbúningur vegna útboðs varðandi nýtt varðskip. Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir að að óbreyttu hefði þurft að láta fara fram talsverðar endurbætur á Óðni til að geta fengið að halda skipinu úti. Ef það yrði hins vegar aðeins notað frá vori til hausts hefði við- komandi flokkunarfélag samþykkt að framlengja notagildið út árið 2003. Vegna þessa og talsverðra endurbóta sem þurfa að fara fram á Tý og Ægi á næsta ári hefði verið ákveðið að breyta framkvæmd vai'ð- andi úthald skipanna út árið 2001 til að byrja með. „í stað þess að láta vandamálin hrannast upp ætlum við að vera forsjálir og taka strax á mál- unum, nota Tý og Ægi meira yfir vetrarmánuðina og setja þá svo í viðgerðir á sumrin en nota þá Óðin,“ segir Hafsteinn. Engar uppsagnir fylgja þessum breytingum en Hafsteinn segir að breytingarnar felist fyrst og fremst í rekstraifyifrkomulaginu eða út- haldinu. „Það var markmið okkar að halda okkar ágæta fólki," segir hann. Ákveðið hefur verið að Landhelg- isgæslan fái nýtt varðskip og segir Hafsteinn að verið sé að undirbúa útboð vegna skipsins en verið sé að vinna að þeim málum hjá Ríkiskaup- um. Nefnd hafí verið skipuð til að kanna þarfir stofnunarinnar, hvem- ig skipið þurfí að vera búið til að það uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíks skips og svo framvegis. Ver- ið sé að vinna að því að taka út aðal- þættina og útbúa útboðsgögnin svo þau verði fyrir hendi þegar stjóm- völd ákveða að stíga skrefið. Hann segir í því sambandi að smíði skipsins verði öll að fara fram á sama stað vegna ábyrgðarþáttar- ins. Með blaðinu á morgun fylgir 64 síðna jólablaðauki, Jólin 2000. JtorgtitiMíjMli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.