Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 39

Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR1. DESEMBER 2000 39 LISTIR Nýjar bækur Morgunblaðið/Þorkell í tilefni af útkomu bókarinnar afhenti Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra Haraldi Emi Ólafssyni viðurkenningu fyrir pólgönguna. • ÚT er komin bókin Einn á ísnum. Gangan á norðurpólinn eftir Harald Örn Ólafsson. í fréttatilkynningu segir: „í,byrj- un mars árið 2000 héldu tveir Islend- ingar vestur til Kanada og var ferð- inni heitið á norðurpólinn. Þeir Ingþór Bjamason og Haraldur Örn Ólafsson höfðu áður ferðast saman yílr Grænlandsjökul og á suðurpól- inn ásamt Ólafi Emi Haraldssyni og höfðu því mikla reynslu af ferðum á heimskautasvæðum veraldar. A norðurslóðum ríkti vetur þegar þeir héldu út á ísinn og eftir hálfan mánuð í ægilegum frosthörkum varð Ingþór að hætta ferðinni vegna alvarlegra kalsára, en Haraldur tók þá erfiðu ákvörðun að halda áfram og komst á leiðarenda eftir tveggja mánaða göngu. Daglega fylgdust þúsundir Islendinga spenntir með hetjulegri baráttu Haralds og glöddust innilega þegar hann náði takmarki sínu hinn 10. maí. Baráttan við fimbulkulda á mörk- um þess sem maðurinn þolir, glíman við hafísinn sem rís upp í ógurlega hryggi eða gliðnar og opnast þegar minnst varir svo kolsvart hafið blasir við, óttinn við kalsár og óvæntar heimsóknir ísbjama - öllu þessu lýs- ir Haraldur í hörkuspennandi frá- sögn sem fangar lesandann á ein- stæðan hátt. Ahrifamáttur ferðasögunnar er ekki síst fólginn í spumingunni sem fylgir pólfaranum dag hvem í þessari einstæðu þrek- raun: Hvað megnar mannlegur mátt- ur og hvar liggja takmörk hans?“ Utgefandi er Mál ogmenning. Bókina prýða um 200 Ijósmyndir. Gangan á norðurpólinn er 150 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð: 4.290 krónur. • ÚT er komin unglingabókin Vik- ingaguil eftir Elías Snæland Jóns- I Vfldngagulli segir frá Bjólfi, fimmtán ára strák sem er mikill grúskari og með óbilandi áhuga á tölvum. Hann býr í Stokkhólmi með móður sinni sem vinnurviðgömul handrit. Dag einn finnst brot af gömlu skinnhandriti sem virðist býsna merkilegt og Bjólfur fyllist brennandi áhuga. Við nánari skoðun sést að í handritinu eru vísbendingar um fjársjóð frá vfldngaöld sem falinn er á óþekktum stað á Islandi eða í Noregi. Þetta verður upphafið að spennandi atburðarás þar sem Bjólf- ur þarf að glíma við óvænta keppi- nauta. Þar koma ýmsar skemmtilegar persónur við sögu, svo sem tvíbura- systumai- Sonja og Sylvía. Önnur þeirra systra nær að rugla Bjólf í rím- inu og fá hjarta hans til að slá hraðar. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bók- in er 156 bls. Sigurður Ármannsson hannaði bókarkápu, Steindórs- prent-Gutenberg prentaði bókina. Leiðbeinandi verð er 1.990 krónur. Elías Snæland Jónsson • ÚT er komin bóldn Hlæjandi refur - Sagan um Ulfhildi og _ indíánastrákinn sem flúði til Is- lands, eftir Þor- grím Þráinsson. í kynningu út- gefanda segir: „Sumarið sem Úlfhildur er þrettán ára ger- ast óvæntir at- burðir í lífi hennar þegar hún kynnist indíánastráknum Mússí sem kemur til Islands sem laumufarþegi með skipi. Hann gef- ur engar skýringar á ferðum sínum og neitar að tala við nokkum mann. Ulfhildi tekst þó með ýmsum brögðum að vinna trúnað hans og smátt og smátt leysir Mússí frá skjóðunni og segir henni frá því hvers vegna hann flúði til íslands - og hvaða ógnir steðja að honum.“ Útgefandi er Iðunn. Bókin er 114 bls., prentuð íPrisma Prentbæ. Kápumynd gerði Brian Pilkington. Leiðbeinandi verð: 2.480 krónur. 0 ÚT er komin bókin Svei þér þokan gráa eftir Stefaníu Gísla- dóttur. I fréttatilkynningu segir m.a.: „Stærsti hluti bókarinnar er um ævi og ljóð austfirsku skáldkonunn- ar Guðrúnar Ólafsdóttur, sem fæddist árið 1866 að Karlsstöðum á Berufjarðarströnd. Guðrún var orð- in niðursetningur átta ára gömul og lendir á flæking eftir það, allt þar til hún eignast samastað á Skorrastað í Norðfirði á þriðja ára- tugi 20. aldar og deyr þar í elli árið 1949. Guðrún orti þegar andinn kom yfir hana og yfirleitt ekki undir háttum sem þá vom viðurkenndir. Hún fékk vini sína til þess að vél- rita kveðskapinn og seldi hann á bæjum. Þessi litlu rit nefndust „Ljóðaliljur“ og vom þær það eina sem skáldkonan fékk útgefið af skáldskap sínum í lifanda lífi. Þá gerði Guðrún „tónlög“ við sum af ljóðunum og tónaði fyrir fólk gegn gjaldi. Guðrún er þjóðsagnapersóna í Norðfirði og margir Norðfirðingar kunna af henni sögur. Eftirfarandi vísu orti Guðrún um sjálfa sig: Með bólgna öxl og handleggi gengur hún að vinnunni á þurrlendi og votlendi er hún alltaf skyldug til að raka fram í andlátið Útgefandi er Bókaútgáfan Gunna. Bókin kostar 2.500 krónur hjá útgefendum. Þeir sem vilja panta hana geta snúið sér til ínu Gísladóttur í síma 4771226 eða á netfanginu seldalur@centrum.is Eldfórnin gefin út í Þýska- landi BÓKAFORLAGIÐ Bertels- mann í Þýskalandi hefur gert samning við Mál og menningu um að gefa skáldsögu Vil- borgar Dav- íðsdóttur, Eldfórnina, út í þýskri þýð- ingu á næsta ári. Bertels- mann er stærsta bóka- forlag í heimi og er útgáfu- samningurinn gerður við dótt- urfyrirtæki þess, btb Gold- mann, sem hefur m.a. gefið út verk Einars Más Guðmunds- sonar og Einars Kárasonar. Eldfórnin kom út hér á landi árið 1997 og var fyrsta skáld- saga höfundar fyrir fullorðna. Þýðandi bókarinnar er Gudran M.H. Kloes. Þorgrímur Þráinsson Vilborg Davíðsdtíttir í u Vandaðar jjatabreytingar... ARTFIX ehf Hlíðasmári 9 200 Kópavogur SÍMI 564 0500 Netfang artfix@artfix.is VIÐ STYTTUM OG SÍKKUM, ÞRENGJUM OG VÍKKUM. KlÓLA, PILS OG BUXUR, JAKKA OG FRAKKA. ... fjyrir vönduð fjöt! fyrir huga og hendur VELAR& VERKFÆRI Skútuvogi 1C, Reykjavík • Sími 550 8500 Record vörurnar eru framleiddar samkvæmt gæöastöðlum (ISO 9002) sem tryggja gæði, þjónustu og endingu. Einnig hefur Record haft til hliðsjónar við framleiðsluna, kröfur rennismiðanna sjálfra sem á þátt í þeim vinsældum sem vörur Record hafa notið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.