Morgunblaðið - 01.12.2000, Side 44

Morgunblaðið - 01.12.2000, Side 44
44 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hraði og óþol Kyrralíf, olía á striga, 150x100 sm, okt.-nóv. 2000. MYIVDLIST Ustamiðstöðin S t r a u m i HÁR OG LIST HAFNARFIRÐI Opið laugardaga og sunnudaga frá 14-18 að Straumi. Á afgreiðslutíma rakarastofunnar í Hári og list. Til 10. desember. Aðgangur dkeypis. MÁLAÐ á Kvíabryggju er yfir- srkift tveggja málverkasýninga Pét- urs Þórs Gunnarssonar, fyrrum list- höndlara og Iisthúseiganda. Framtakið hefur komið ýmsum í opna skjöldu, eftir það sem á undan hefur gengið í lífí mannsins, hafði þó kvisast út, fátt sem hægt er að halda með öllu leyndu á útskerinu. Eins og margur veit afplánaði Pét- ur Þór á nefndum stað þriggja mán- aða dóm fyrir meintar málverkafals- anir, en fáum mun hafa dottið í hug að hann myndi nota tímann til jafn- umsvifamikilla athafna í málverkinu. Sækir þó höfuðmenntun sína í fagur- listir, stundaði nám við fjónsku lista- akademíuna í Óðinsvéum í heil fimm ár, og þótt takmarkaðar sögur fari af þeirri stofnun kann hún að vera meira en fullgild, jafnvel ekki mikið síðri þeirri við Kóngsins nýjatorg í Kaupmannahöfn. Málverkafalsanir almennt koma þeim sem um listsýningar fjalla minna við, þótt skylda þehra sé að vekja athygli á þeim fjær og nær eins og mörgu öðru til hliðar, sem og margoft hefur verið gert hér í blað- inu. Satt að segja yrði það fangelsi að vera stórt og mikið að umfangi sem rúma ætti alla málverkafalsara heimsins og dygðu vísast öll háhýsi Reykjavíkur engan veginn undir þá alla, jafnblómleg atvinnugrein og það er, einfeldningarnir sem blekkjast láta að sama skapi margir. Eru þó ekki upptaldir allir þeir sem falsa aðra listræna giipi, en þeir skipta vafalítið tugþúsundum, blekking ekki síður ábatasöm en þekking, vel að merkja. Listrýnirinn verður að meta og vega hverja sýningu fyrir sig eins og honum kemur hún fyrir sjónir og líta framhjá einkalífi og fortíð gerandans enda hermir listasagan okkur af lit- ríkri flóru prakkara og hrekkjalóma, mannvina sem óþokka, trúaðra sem trúlausra, löghlýðinna sem morð- ingja, og þó snillinga í hantéringu pentskúfsins. Það fara til að mynda engar sögur af því, að hæfni manna til að mála trúarleg viðfangsefni auk- ist í hlutfalli við vaxandi bænahald eða kirkjusókn, þvert á móti hafa ýmsir af snillingum kirkjulistar verið næsta áhugalitlii' um trúarbrögð, ef ekki hundheiðnir. Þannig skulu fortíð, stjómmála- skoðanir, tengsl og vinátta helst út- læg í orðræðunni þegar rýnt er í inni- hald listaverka. Ósköp er annars Sjö konur í nýrri lista- smiðju NÝ listasmiðja, Listagrip, verð- ur opnuð í Brautarholti 4 á morgun, laugardag, kl. 14. Þar starfa og selja verk sín sjö listakonur, Elín Rebekka Tryggvadóttir, málari, Gerður Gunnarsdóttir, myndhöggvari, Sigrún Gunnarsdóttir, leirlista- kona, og Guðný Andrésdóttir, málari, en þær störfuðu áður með Art-Hún-hópnum, Gyða L. Jónsdóttir, myndlistarkona, sem í mörg ár starfaði í Bret- landi, Jóhanna Hauksdóttir, leirlistakona, og Guðmunda Hergeirsdóttir, leirlistakona, en þær útskrifuðust síðastliðið vor frá Listaháskóla Islands. Opið alla virka daga auk laug- ardags kl. 12-18. Einnig verður opið nk. sunnudagkl. 14-18. mikill léttir samfara því að skoða verk eldri sem nýrri meistara án þess að hafa hugmynd um bakgrunn þeirra sjálfra, skoðanir og líf, sem oftar en ekki þróaðist í hrópandi and- stöðu við birtingarmyndina sem mað- ur stendur frammi fyrir. Einkum I ljósi örsamfélagsins og kunningja- þjóðfélagsins sem við lifum og hrær- umst nú einu sinni í. Hér ber því einvörðungu að rýna í verkin á þessum tveim sýningum Péturs Þórs, skiliríin dæmd eftir því hvernig þau koma fyrir sjónir, allt annað og yfirstandandi málaferli kústuð út úr myndinni, látin liggja á milli hluta. Eitt og annað kemur manni á óvart á sýningunni, og þó ekki meður því að um örlyndan og starfsaman mann er að ræða, handlingens mand, eins og danskurinn segir. Einkum undrast maður stórlega hin miklu afköst á ekki lengri tíma, sem hafa svip af bráðum flótta frá einhverju sem íþyngir, og þá fátt farsælla en að leita útrásar í skapandi athöfnum. Á sýningunum tveim eru samtals vel yfir hundrað málverk, mörg yfir meðalstærð, sem eru drjúg afköst á ekki meira en þrem mánuðum, og Norskar listakonur í Norræna húsinu SÝNING sem ber heitið Tákn verður opnuð í anddyri Norræna hússins í dag, föstudag, kl. 17. Hér er um að ræða sýningu á veggteppum og leir- munum eftir tvær norskar listakon- ur, Britu Been og Barbro Hemes. Þær verða báðar viðstaddar opnun- ina. Listakonumar hafa unnið verkin á sýninguna með tákn úr kristinni trú í huga og er sýning þeirra upp- haf að dagskrá í Norræna húsinu sem helguð er aðventunni. Sænsk vísnasöngkona, Agnethe Christen- sen, mun syngja jdlalög og leika á kantele við opnun sýningarinnar. Brita Been og Barbro Hemes hafa unnið saman og haldið sýningar víðs vegar í Noregi, Brita með litskrúðug teppi og Barbro með keramikverk unnin með ýmiss konar aðferðum. Brita Been stundaði nám við Stat- óneitanlega ber vinnuferlið svip af kappseminni. Gerandinn málar nefnilega ekki nema að hluta til í anda óformlega málverksins, art in- formel, sem inniber mikla möguleika til svipmikilla afkasta, því alltaf geng- ur hann út frá hinum hlutvakta veru- leik, þótt hér sé meira stuðst við minni og geymd en næsta nágrenni, hughrifin og lifanirnar. Þá hefur hann lítið sem ekkert stundað mál- verkið frá því námi lauk 1987, hins vegar var hann vel virkur meðan á námi stóð, hélt þannig sýningu í Hafnarborg 1983 og Mokka 1985, að auk átti hann myndir á samsýningu ungra, IBM-sýningunni svonefndu á Kjarvalstöðum 1987. Er þá allt upp talið þar til nú, er niðurbæld athafna- þörf virðist fá útrás eins og stífla hafi brostið. En það sem getur að líta á báðum stöðunum sýnist mun síður vera brennandi þörf til persónulegra athafna, þreifinga og rannsókna á möguleikum myndflatarins, en þekkjanleg form og tilfæringar á því sem Pétur hafði í næsta nágrenni í listhúsi sínu. Einkum koma strax tvö nöfn ungra, afkastamikilla og vin- sælla málara upp í hugann, sem þarf ekki einu sinni að nefna hér, svo auð- ens Lærerhoyskole i forming í Ósld árin 1976-79 og sem gestanemandi við Bergens Kunsthándverkskole í Bergen 1972-73. Brita Been hefur haldið margar einkasýningar m.a. í Skien, Ósld og Stavanger auk þess sem hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum og landshlutasýningum. Brita Been hefur fengið ferða- og sýningarstyrki frá norska ríkinu, sæ sem áhrifin eru hverjum og einum sem til þekkja. Enginn að lasta neina tegund áhrifa, að auk lifum við á tím- um postmódernismans, þar sem menn taka hugmyndir genginna listamanna traustataki eins og að drekka vatn, fjölfalda og árita með nafni sínu, þótt engu sýnilegu sé bætt við frá eigin brjósti nema kannski óupplifuðum og klasturslegum vinnu- brögðum. Myndhöggvarinn Auguste Rodin sagði eitt sinn að hann stæli úr öllum áttum, en að það væri barasta ekki sama frá hverjum og hvernig stolið væri (I), og Picasso byrjaði hvern dag á því að fletta bókum til að höndla hugmyndir að vinna úr. Báðir voru nýskaparar fram í fingurgóma, sem segir okkur að ný landnám í ríki listanna sé víxlverkun hugmynda, í raun kjai-ni skapandi kennda. En það er barasta ekki sama hvernig farið er að eins fram kom í framslætti Rodins hér að framan og á því brennir Pétur Þór sig, of lítið frá hans eigin kviku í þessum myndverk- um. Víma vinnugleði og ákafa virðist hafa blindað hann um stund, því höfð eru hausavíxl á rökrænu vinnuferli sem æsir upp eigin skapandi kenndir hvort sem hratt eða hægt er farið að markinu. Tvær stórar módelmyndir segja mér svo helst að einhverju hafi verið ábótavant um kennslu í þeini grein og myndbyggingu við akadem- íuna í Oðinsvéum forðum, líkt og mörgum fleiri listaskólum á seinni tímum. Það er einkum þá Pétur Þór gleymir sér í vinnugleðinni og víkur af braut blekkinga og hugljómunar að fram koma persónulegir taktar, og gerist helst í meðhöndlan litarins, svo sem kyrralífsmyndunum nr. 18 og 32 í Hári og list, og nr. 14 að Straumi, sem allar eru unnar í olíu á striga. Sömu töktum bregður fyrir í röð kyrralífsmynda í vatnslitum nr. 36- 42 í tengibyggingu á sama stað. For- min eru hér iðulega óljósari á grunn- fletinum, en litameðferðin safaríkari og upprunalegri. Þá vísar olíumál- verkið, Flotkví, nr. 66 til þess að Pét- ur Þór ætti að leita meira fanga í ná- vígi við myndefnin og um leið fara sér hægar, vinna af meiri yfirvegan, mætti hafa í heiðri spakmælið æva- forna, festina lente, flýttu þér hægt. Loks eru mjög samræmdir lit- og formrænii- taktar í síðustu myndinni sem Pétur Þór málaði og íylgir þess- ari rýni úr hlaði á mynd. Það má segja Pétri Þór til hróss að hann hefur vandað mjög til framn- ingsins, málað húsakynnin hátt og lágt, sem er til mikilla bóta í stóru gestavinnustofunni, sem var fullmik- ið fyrir augað og í of stóru hlutverki á sýningum. Þá er sýningarskráin mik- il og vegleg, prýdd fjölda litmynda. Að öllu samanlögðu bera sýning- arnar vott um vissa leikni í meðferð pentskúfsins, en hins vegar er Pétur Þór Gunnarsson enn sem komið er ílókin og óráðin gáta á vettvangi ís- lenzkrar myndlistar. sem og Barbro Hemes. Barbro Hemes stundaði nám við Statens Hándverks- og Kunstindustriskole í Ósló 1976-81. Hún hefur haldið nokkar einkasýningar, m.a. í Stav- anger, Ósló, Skien, Haugasundi, Kristiansand og víðar. Þá hefur hún tekið þátt í samsýningum og Iands- hlutasýningum. Sýningin stendur til 31. desember. Ein af vatnslitamyndum Maríu Loftsdóttur. Mynd- listarsýning- MARÍA Loftsdóttir sýnir vatnslita- myndir í Dofraborgum 8 um helgina, laugardag og sunnudag, kl. 11-7 báða dagana. ------------ Myndlistar- sýning á Stokkseyri SÝNING á verkum Stellu Sigur- geirsdóttur verður opnuð á Við fjöruborðið á morgun, laugardag. Stella hefur numið myndlist frá 1987, í Noregi og á íslandi, og lauk prófi frá Listaháskóla íslands vorið 2000. Stella hefur tekið þátt í sjö samsýn- ingum, þar á meðal á Stöðvarfirði 1999, San Francisco 1999, Listahátíð Seyðisfjarðar 2000 og í sýningarsal Islenskrar grafíkur 2000. Hún hefur haldið fjórar einkasýn- ingar, meðal annars i Galleríi Nema hvað 1999. Verk Stellu, sem eru fíg- úratívar konumyndir unnar með þurrnál, eru ný, öll unnin á liðnu hausti. Eitt af glerverkum Ragnheiðar Björnsdóttur. Glerverk í Café 17 LISTAMAÐUR mánaðarins í Café 17, Laugavegi 91, er Ragnheiður Björnsdóttir. Sýnir hún glermyndir unnar með blandaðri tækni. Þema verkanna er ávextir í skálum. Verkin eru öll unn- in á árinu 2000. Sýning Ragnheiðar stendur til áramóta. -------------- Sýning framlengd SÝNING á verkum Þórarins B. Þor- lákssonar í Listasafni íslands hefur verið framlengd og lýkur henni næstkomandi sunnudag, 3. desem- ber. kl. 17. Opið kl. 11-17. -------------- Sýningum lýkur Sýningu Þorbjargar Höskuldsdóttur í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akra- nesi lýkur næstkomandi sunnudag. Sýningunni Ljósasögur eða „Lys- fortællinger", í Listasafni ASÍ lýkur næstkomandi sunnudag. Hér er um að ræða samsýningu átta ungra hönnuða sem starfa í Danmörku. Bragi Ásgeirsson Morgunblaðið/Þorkell Verk á sýningu Britu Been og Barbro Hernes í Norræna húsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.