Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 53

Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 53 V MINNINGAR listamanneskja í. Nokkru síðar tók Elísabet hálfsystir ömmu að sér að reka mötuneyti háskólastúdenta og fékk íbúð með þar sem tannlækna- deildin var síðar til húsa. Stofan hennar var gríðarstór miðað við litlu herbergin sem þær mæðgur höfðu áður leigt og annað var eftir því. Amma settist að hjá systur sinni og síðar kom langamma til þeirra líka. Pað fór ekki hjá því að háskóla- nemarnir, sem þá voru æði margir karlkyns, tækju eftir hinni ungu glæsimeyju sem sest var að hjá matráðskonu skólans. Pað var held- ur ekki nema von að þeim yrði starsýnt á hana því hún þótti löng- um með allra fegurstu og glæsileg- ustu konum sinnar kynslóðar. Hún var „striking beauty" eins og einn ágætur maður orðaði það. I háskólanum kynntist amma afa okkar, Guðlaugi Einarssyni, sem þar var þá nýlega tekin til við laga- nám. Með þeim tókust ástir og þau giftust í mars 1944, og fyrsta barn þeirra Guðrún, móðir okkar, fædd- ist í júlí sama ár. Fyrst um sinn bjuggu ungu hjónin á Freyjugötu 37 hjá langafa og langömmu, Guð- rúnu Guðlaugsdóttur og Einari Kristjánssyni. Pau áttu sjö börn svo mikið fjör var á því heimili um þetta leyti. Nokkru síðar fengu amma og afi á leigu húsnæði við Hverfisgötuna, við hliðina á flskbúð Hafliða og langamma Sigríður bjó þar hjá þeim, hún var eftir það á heimili þeirra meðan það stóð. Móðurbróð- ir okkar Einar var á fyrsta ári þeg- ar amma og afi fluttust upp á Akra- nes, þar sem afi varð bæjarstjóri, þá nýútskrifaður lögfræðingur. Þá kom sér vel að amma hafði verið á húsmæðraskólanum á Staðarfelli. Á þann skóla hafði Elísabet systir hennar kostað hana og langamma saumaði handa henni hvítar svunt- ur og græna sloppa, auk tveggja umganga af damasksængurfötum. „Ég var einna best úbúin af öllum í skólanum og vorum við þó um fjörutíu námsmeyjar þann vetur,“ sagði amma okkur einu sinni stolt. Hún minntist skólaveru sinnar með einlægri gleði og hún hafði líka mikið gagn af henni þegar hún kornung þurfti að halda stórar veislur sem bæjarstjórafrú og taka á móti ýmsu stórmenni. Meðal ann- ars hélt hún Vilhjálmi Stefánssyni landkönnuði og Evelyn konu hans fagra veislu er þau komu í heim- sókn á Akranes í bæjarstjóratíð afa. Á Akranesi fæddist yngsta barnið, Kristján. Hann var tveggja ára þegar fjölskyldan flutti til Reykjavíkur á ný og afí hóf störf sem lögmaður. Hann starfaði síðan ævilangt sem hæstaréttarlögmað- ur. Við komuna til Reykjavíkur fór amma að taka ríkan þátt í sönglífi eins og fyrr sagði. Það fór svo að afi og amma slitu samvistir eftir tíu ára hjónaband en milli þeirra var eigi að síður lengst af góð vinátta meðan þau lifðu bæði. Eftir skilnaðinn fór amma að starfa utan heimilis, fyrst í tísku- vöruverslununum Feldinum og Markaðinum. Um tíma starfaði hún í Bandaríkjunum sem eins konar einkahjúkrunarkona aldraðra hjóna. Síðar vann hún um árabil á skrifstofu Vita- og hafnarmála. Hún giftist Finnboga Kjartanssyni, pólskum konsúl og heildsala, en missti hann eftir nokkurra ára hjónaband. Slðar giftist hún Ragn- ari Frímannssyni verslunarmanni og þau bjuggu saman þegar við munum fyrst eftir okkur. Endurminningar okkar um ömmu eru ótalmargar og fjölskrúð- ugar. Hún var í okkar augum mjög óvenjuleg manneskja. Hún var glaðlynd ævintýrapersóna sem átti heimili fullt af gersemum. Og hún var óspör á að leyfa okkur að leika okkur að alls konar glæsifatnaði og skartgripum, við klæddum okkur allar systurnar og frænkurnar í glitrandi kjóla og háhælaða skó, sem hún hafði keypt á ferðum sín- um í útlöndum. Hengdum á okkur ótal festar, nælur og eyrnalokka og svo héldum við fyrir ömmu tísku- sýningar við tónlist sem hún valdi. Þetta var ekki gert heima hjá okk- ur og fáir sem nenntu að horfa á slíkar sýningar aðrir en hún. Hún var afar þolinmóð við okkur, leyfði okkur meira að segja að hoppa að vild okkar í fína rúminu sínu. Það var mikið hlegið og ekki skorti kræsingarnar er við hittumst hjá ömmu. Hún gaf okkur ís með ávöxt- um og súkkulaði, bakaði glæsilegar tertur og bauð upp á pylsupartí. Þetta gerðist allt meðan hún bjó í Asparfelli 8 og við vorum litlar stelpur. Stundum bauð hún okkur út að keyra með þeim Ragnari og hundinum Bóbó, það voru líka æv- intýraferðir, en dálítið erfiðar, því þau Ragnar reyktu bæði og stund- um gleymdu þau að opna gluggann. Samt vildum við alltaf endilega fara með þeim út að keyra, amma var svo skemmtileg. Hún var létt lund, ástríðufull manneskja, óspör á hrósyrði og það var aldrei nein und- iralda í kringum hana. Ömmu fannst hún rík að eiga svona afkom- endur eins og okkur og sagði okkur það aftur og aftur. Þetta hefur vafalaust orðið til þess að styrkja sjálfsmynd okkar. Músíkáhugi hennar hefur líka ábyggilega hvatt sum af okkur afkomendum hennar til þess að feta óhikað það einstigi sem listabrautin er. Ef tímar og að- stæður hefðu verið hagstæðari þeg- ar amma var ung hefði hún ábyggi- lega fetað þá braut með miklum glæsibrag. Hún hafði til að bera svo ríka hæfileika. Við, sem hér skrifum fyrir hönd systkina okkar Ragnheiðar, Krist- ins, Guðlaugs og Sigríðar Elísabet- ar, höfum báðar lagt fyrir okkur söng og amma fylgdist með öllu sem við gerðum í þeim efnum. Þeg- ar við ekki hittumst töluðum við saman í síma, amma var dugleg að tala í síma, hún kunna að notfæra sér tæknina. Hún vissi að mikil- vægt væri að eiga góð sviðsföt og hafði mikinn áhuga á kjólunum okkar og gaf okkur gjarnan gamla glæsikjóla og pelsa frá sínum yngri árum, sem kom sér vel. Hún lagði jafnan metnað sinn í að gefa barnabörnum og börnum sínum góðar gjafir á jólum og af- mælum. Þótt hún hefði ekki alltaf jafn mikil peningaráð þá gaf hún öllum sínum dóttur- og sonardætr- um glæsilega demantshringi í fermingargjöf - hringi sem við ber- um daglega og minna okkur alltaf á hana. Amma átti líka aðrar hliðar. Hún var góður bridgespilari og afar fé- lagslynd, hún átti margar skemmti- legar stundir við spilaborðið og var ólöt að spila við barnabörnin. Hún nennti að spila lengi, lengi, kunni að greiða barbídúkkum, vera í búðar- leik og spjalla um heima og geima. Gerði ýmislegt það sem fáir ful- lorðnir gefa sér nú tíma til að gleðja börn með. Amma átti alltaf sérstak- lega fallegt heimili, glæsileg frönsk og útskorin húsgögn, pólskan ikon sem henni þótti mjög vænt um, fal- legar myndir og skrautmuni, krist- al, postulín og silfur sem alltaf var gljáfægt. Alls staðar sýndi sig smekkvísi hennar og myndarskap- ur, það leyndi sér ekki að húsmóðir- in kunni til verka. Amma Nanna var litrík persóna og ógleymanleg öllum sem henni kynntust. Allir vinir okkar höfðu heyrt um ömmu Nönnu og vissu að hún var engin venjuleg amma. Hún var alla tíð stórglæsilega til fara, málaði sig með sterkrauðum varalit og kyssti alla fjölskyldumeðlimi rembingskossi. Eitt barnabarna- barn hennar gekk heilan sunnudag með eldrauðan hring um annað augað - vel þekkt merki um koss ömmu Nönnu. Móðir okkar var um áratuga- skeið einkahárgreiðslukona ömmu. Hún klippti hana, setti í hana perm- anent og stundum skol og litaði á henni augabrúnirnar. Fóru þessar aðgerðir ýmist fram heima hjá okk- ur eða henni og gengu venjulega tíðindalítið fyrir sig. Svo var það dag einn að mamma var að flýta sér mikið og klippti ömmu óvenjulega stutt. Aldrei þessu vant tók amma þessu ekki vel, heldur brást þvert á móti hin versta við og kvartaði við Ragnheiði systur okkar um að þessi háraðgerð myndi sennilega eyði- leggja líf hennar. Við vorum allar aldeilis undrandi en stuttu seinna kom í ljós hvað olli þessum hörðu viðbrögðum vegna klippingarinnar. Amma hafði sem sé kynnst Valdim- ar Karlssyni, fyrrum skipstjóra, og óttaðist nú að honum hætti að lítast á hana „nærri sköllótta", eins og hún orðaði það í gremju sinni. En hún þurfti ekki að kvíða ástleysi af hálfu Valda, hvorki þá né nokkurn tíma. Það er sjaldgæft að sjá full- orðið fólk eins ástfangið og þau voru árin sem þau áttu saman. Þau áttu heiðurssæti á öllum fjölskyldu- samkomum. Á sjómannadaginn síð- asta lagði hún á sig ferðalag til þess að geta verið með í fjölskylduhátíð í sumarhúsi á Eyrarbakka. Hún var órög og kvartaði aldrei þrátt fyrir þungbært heilsuleysi síðari árin. Hún sagði alltaf að henni væri að batna - þetta væri allt að koma. Sérstaklega vænt þykir okkur nú um að hafa látið verða af því í októ- ber sl. að fara óvenju margar sam- an í leikhús úr fjölskyldunni. Amma vildi alltaf sjá eitthvað létt og skemmtilegt þegar hún fór í leik- hús. í þetta sinn sáum við „Kysstu mig Kata“, og það var glöð og stolt amma sem sat fyrir miðjum bekíT með röð afkomenda á báðar hliðar. í þessari leikhúsferð sáum við okk- ur til sárrar sorgar hve heilsu hennar hafði hrakað þótt hún væri enn sem fyrr glæsileg og reyndi að láta á engu bera. Það bjóst þó engin okkar við að hún færi svona fljótt frá okkur. Þrátt fyrir heilsuleysið lifði hún enn í huga okkar sem sterk og ósigrandi kona. Það kom okkur því öllum mjög á óvart þegar hún lést úr bráðri hjartabilun á heimili sínu hinn 22. nóvember sl. Amma tók jafnan ríkan þátt í há- tíðum fjölskyldunnar og því er stórt skarð höggvið í okkar hóp við frá- fall hennar - ekki síst á Valdi um sárt að binda. Blessuð sé minning elsku ömmu Nönnu - hennar verð- ur sárt saknað um ókomin ár. Ásgerður og Móeiður Júníusdætur. Elsku amma okkar. Nú ertu sofnuð svefninum langa og vitum við að þú ert sátt. Þú varst svo sér- stök, enginn eins og þú, svo kraft- mikil og sterk. Þakka fyrir þær skemmtilegu minningar og stundir sem við áttum saman. Sem kona hún lifði í trú og tryggð; það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og ljós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. Að eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Amma okkar, nú kveðjumst við að sinni. Hvíl í friði. Þín barnabörn. Guðlaugur Maggi, Elísabet Iðunn, Ingunn Hrund, Auður Björk og Erna Bryndís. + Sigurður Har- aldsson fæddist 5. september 1925. Hann lést 23. nóvem- bcr síðastliðinn. Útfór Sigurðar fer fram frá Akureyrar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku faðir minn. Nú er þinni vegferð um þennan heim lokið og ég vil minnast þín í fá- einum fátæklegum orð- um og þakka þér fyrir lífið, sem þú gafst mér. Eitt það síðasta, sem þú sagðir við mig, var „alltaf*. Þá varstu orðinn fársjúkur og stutt í endalokin og þú gast ekki lengur sagt heilar setning- ar, þótt þú hugsaðir margt. Ég vissi að mikil meining lá að baki og ég mun alltaf minnast þín með hlýhug faðir minn. Ég var þér vissulega ekki alltaf góður sonur, en það er víst einkenni sona að ganga oft í berhögg við vilja feðra sinna. Um lífsleiðina hef ég brallað margt og mitt brall var þér ekki alltaf að skapi. En þú, eins og góðra manna er siður, mæltir fátt um mín brek, en gladdist alltaf með mér, ef mér tókst að gera eitthvað til betrunar. Ég ætla ekki í þessum kveðjuorð- um að rifja upp lífshlaup þitt faðir minn, en það var eins og gengur ekki alltaf rósadans, en þín gæfa í lífinu var eftirlifandi eiginkona þín, hún Sveina móðir mín, sem stóð alltaf við hlið þér í blíðu og stríðu. Góðir menn eiga skilið góðan lísförunaut. Þú misstir ungur heilsu til að starfa við smíðar, sem þú mennt- aðir þig til, og starfaðir því við ýmislegt, sem ekki flokkaðist alltaf undir hugtakið góð vinna. Og oft gekk starf þitt ansi nærri líkamlegri og andlegri heilsu þinni, en það veit ég að þú skilaðir þínu alltaf eins vel og þér var fært. Og hverju sem á gekk tókst þú með að- dáunarverðu æðruleysi, jafnvel sjúkdómnum, sem reyndist þinn síð- asti. Þér þótti ákaflega vænt um bæk- ur og það sem í þeim stóð. Mörgum stundum vorum við svo niðursokknir í að ræða það sem heillaði okkur í bókum, hvort sem var í veraldlegum eða andlegum skáldskap, að við tók- um ekki einu sinni eftir því að um- ræðuefnin í kringum okkur voru allt önnur. Ljóðlína, til dæmis í Davíðs- sálmum, sem voru þér mjög kærir, stóð þér nær en sögur af giftingum, barneignum og heilsufari ættingja. Það var þér því mikill harmur að geta ekki notið bókmenntanna síð- ustu æviárin, nema í minningunni, því sjónin og einbeitingin virtu ekki vilja þinn. Mörgum þótti því sem þú værir sérlundaður og stirfinn, er þú sendir ef til vill fram í umræðuna meinlegar athugasemdir um menn og málefni, en hugur þinn var ekki alltaf rór. En alltaf gladdist þú á góðri stund og þú sást spaugilegu hliðarnar á flestu og gast sett fram svo hárfínar og ísmeygilegar athugasemdir, að það tók suma stundum langan tíma að skilja þær. Og þú hafðir unum af góðri tónl- ist, klassískri, djassi og jafnvel rokk- inu mínu. Ef tónlistin var framreidd af einlægni og heilum huga, en ekki hofmóði, þótti þér hún þess virði að leggja við hlustir. Ég mun til dæmis alltaf geyma í hugskotinu, þegai' við frændur vorum eitt sinn á unglings- árum að hlusta á hljómsveitina Em- erson, Lake og Palmer, sem þú neit- aðir að kalla annað en Emilsson, Láka og Pálma, flytja umritanir sín- ar á verkum gömlu meistaranna. Og þú varst svo barnslega hrifinn af fingrafimi Emilssonar og því hug- rekki að ungir menn skyldu leggja til atlögu við tónverk, sem menning- arvitar voru búnir að ákveða að mættu aðeins hljóma á einn veg. Við hlustuðum oft á þessa tónlist og þú varst yngri en við í ákafa þínum. En faðir minn elskulegur, nú ert þú farinn úr jarðvistinni og ert ábyggilega í himnaríki, fyrirfinnist það, með hinum þessum hjarta- hreinu. Þú varst mér góður faðir og minn- ing þín verður með mér alltaf. Kristján Pétur Sigurðsson. Ég sat hjá pabba, íhugaði hvað tæki við. Hugsaði um lífið án hans. Égveltiuppmyndum af okkar lífsferðalagi. Sáttur, sáttur. Birgir Sigurðsson. SIGURÐUR HARALDSSON t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN KORT ÓLAFSSON, Haganesi, Fljótum, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði sunnudaginn 26. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 2. desember kl. 11.00. Jarðsett verður að Barði í Fljótum. Guðlaug Márusdóttir, Jónína Elísabet Jónsdóttir, Þórir Hermannsson, Stefanía Jónsdóttir, Kári Jónsson, Björk Jónsdóttir, Gyða Jónsdóttir, Erla Sjöfn Jónsdóttir, Elsa H. Jónsdóttir, Ari Már Þorkelsson, Ómar Ólafsson, Snorri Evertsson, Kristín Alfreðsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Pétur Stefánsson, Baldvin Einar Einarsson, Björn Einarsson, Ólöf Pálsdóttir, Rannveig Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR frá Hesteyri, Reynimel 43, lést á heimili sínu miðvikudaginn 29. nóvember. Jón Helgi Þorsteinsson, Gunnar Þorsteinsson, Arndls Eva Bjarnadóttir, Katrín Þorsteinsdóttir, Eyjólfur Vilbergsson, Elísabet J. Guðmundsdóttir, Jóhannes Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.