Morgunblaðið - 01.12.2000, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 01.12.2000, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 55 MINNINGAR antekningarlaust tóku þau þinn mál- stað ef með þurfti. Ég man þegar afi kom, settist í dyragættina fékk sinn kaffibolla með tveimur molum og málefni dagsins voru rædd. Lífið þarf ekki að vera flókið til að vera gott. I búrinu voru staflarnir af heima- bakstri og það þótti svo sjálfsagt, að tilbreyting var að fá keypt meðlæti úr bakaríinu. Og það var ekki fyrr en ég sjálfur eignast heimili að ég skildi þá vinnu og natni sem lá að baki. Kannski var það þess vegna sem ég á barnsaldri vildi verða bakari og fékk þannig að vera með þér og snúa upp á kleinurnar í eldhúsinu heima. Pað var á síðasta áii að ég fór með dúnkoddann minn í viðgerð og valdi til þess besta stað. Koddann minn sem þú útbjóst og mér þótt svo vænt um að ég tók hann með mér í úti- legur. Eftirvæntingarfullur sótti ég koddann minn á tilsettum tíma og fékk þau svör að hann væri ónýtur. Konan í afgreiðslunni þekkti ekki sögu koddans því fyrir mér var hann betri en nýr. Það getur ekki verið gott að taka við strák sem fékk svo dekrað upp- eldi eins og þú gafst. Og enn þann dag í dag þarf ég að bíta í vörina þeg- ar betri matur er útbúinn og ég minnist þess hvemig veisluborðið var hjá þér. Þannig minnist ég þ£n oft án þess að segja orð. Það sem einn kallar einfaldleika kallar annar hreinskilni og allt sem var óljóst afgreiddir þú með því að nálgast kjarna málsins strax. Með þeim hætti varð framhaldið auðveld- ara. Ást þín á þínum og var ósvikin, þannig tókstu einnig þínum tengda- börnum og bai’nabörnum eftir því sem fram liðu stundir. Þú varst tákn þess sem margan dreymir um, traust og staðfesta. Það gerðist ekkert óvænt í dag sem ekki var vitað í gær, við slíkar aðstæður var gott að vera til. Fyrii’ rúmum tuttugu árum byrj- aði glíma þín við MS-sjúkdóminn sem smám saman lamaði allt nema hugsun og hjarta. Við slíkt er ekki hægt að sættast og því reyndi pabbi hvað hann gat að taka þig heim með hjálp góðs aðstoð- arfólks og á vissan hátt snerust þín seinni ár um það að hlakka til næstu heimkomu. Ekki verður hjá því komist að minnast á hlut Bebbíar í því sam- bandi, konu sem kom eins og himna- sending fyrir ykkur pabba og hjúkr- aði þér betur en nokkur annar á heimilinu. Og hversu einkennilegt sem það er, þá unnust henni störfin heima meðvitað eða ómeðvitað með þeim hætti sem þú gerðir áður. Starfsfólk Sjúkrahúss Þingeyinga fær einnig bestu þakkir fyrir hlýja umönnun. Elsku mamma, þar sem þú ert er mikið af góðu fólki fyrir, þangað komum við öll. Hvfldu í friði. Kristján Þórarinsson. Elsku amma! Þú hefur fengið hvfldina eftir mikil veikindi. Ég veit ekki hvort ég á að vera þakklát al- mættinu eða ekki, fyrir að hafa tekið þig, þar sem þú varst svo veik. En svona eru hlutimir. Það var ekki mikill samgangur á milli okkar og í rauninni kynntist ég þér aldrei, en ég hugsaði daglega til þín, kveikti stundum á kerti fyrir þig þegar mér fannst þurfa og stillti upp ljósmyndum af þér, til að finna ein- hverja nærveru frá þér. Afi lánaði mér gamlar ljósmyndir af fólkinu okkar, og ég lá yfir mynd- unum og sköðaði hvernig lífið var, í gegnum ljósmyndirnar. Þar sá ég hvað þú varst gífurlega falleg kona, í rauninni upplifði ég þig aðeins í gegnum myndirnar og ýmsar frá- sagnir. En ég hefði viljað þekkja þig miklu betur þar sem mér hefur verið sagt að við séum líkar. Ég las heilmikið um móðurættina þína í bók eftir Hrólf Ásvaldsson um Litlu-Lauga fólkið, þar sem sagt er frá fólkinu eins og það var, og ekki dregin fjöður yfir neitt. Þar eru margir kynlegir kvistir sem ég á eft- ir að stæra mig af, að geta rakið ætt- ir mínar til. Ég er fullviss um að núna sértu hjá góðu fólki fyrir handan, foreldr- um þínum, ættingjum, tengdafor- eldrum, systur þinni og litlu stúlk- unni þinni. Guð blessi og varðveiti þig, elsku amma. Vertu yfir og allt um kring með eilifri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring. Sænginniyflrminni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Hvfl í friði. Ragnheiður Þórdís Jónsdóttir. Ávegamótum, þegar æskan endar, og æskudraumar hverfa bak við ský. Hve margar gamlar myndir eru brenndar, hve margt, sem aldrei vaknar upp á ný. Þeir heiðu morgnar hárra sólar daga, Þau hljóðu kvðld, er sáu nýjan dag. Þau blóm, hver geymist lítið (jóð og saga, þau lauf, sem féll á haust við sólarlag. (Helgi Konráðsson.) Það var fagur sunnudagur 26. júní Elsku afi Siggi. Nú er allt svo skrýtið, að þú kemur ekki aftur. Mig langar að segja nokkur orð um þig afi minn. Hvar á ég að byrja, því þú varst eini afi minn? Þú varst mikill veiðimaður og ég fékk stundum að aðstoða þig við undirbúning að veiði- ferð, t.d tína maðka á blettinum á Bjargi og svo biðum við systkinin eftir þér inni, því við vissum að þú áttir nammi með kaffinu handa okk- ur. Þú varst mjög handlaginn maður með vélar, málma og tré og ég var svo heppinn að fá að vinna með þér eitt sumar og þú sagðir við mig eina setningu sem ég mun aldrei gleyma sem er „það er aldrei spurt hve lengi var verið að vinna verkið, heldur hver vann verkið“. Svo núna verður skrýtið að sjá ekki bifreiðina E 33 á götum Akraness með brosandi mann undir stýri, því þú varst alltaf svo hress og kátur og áttir auðvelt með að gleðja aðra í kringum þig. Það verður mikill missir að þér, sérstaklega fyrstu jól án þín og ég er að hugsa núna hver ætli sitji i þínum stól þegar fjölskyldan hittist á Há- holtinu þessi jól, allt verður öðruvísi, hver á að segja fyrsta brandarann núna? því ef það var þögn þá komst þú oftast með eitthvað spaugilegt. Við Björg þökkum fyrir allar hlýju og skemmtilegu móttökumar sem þú og amma veittu okkur á Háholt- inu. Elsku amma mín, missir þinn er mestur og biðjum við Guð að styrkja þig á erfiðum stundum. Árni og Björg. Til afa Sigga. Mig langar að kveðja þig með nokkrum fátæklegum orðum, elsku afa minn, skemmtilega karlinn með hjartað úr gulli sem aldrei gat sagt nei við neinn. Ég var svo heppin sem barn og unglingur að vera mikið á Háholtinu og á ótal góðar minningar þaðan um notalegar stundir með ykkur ömmu, t.d. að taka tímann af hversu fljótur þú værir með kross- gátuna í Lesbókinni (eldsnöggur), horfa á þig teikna og skrifa, svíða svið og sviðalappir, sitja og spjalla með kaffi og kökur að horfa á frétt- imar o.m.fl. Þú varst mikill spaugari og alltaf að reyna að skemmta okkur og gleðja og tókst það vel með bröndur- um, gamanvísum og spaugilegum uppátækjum. Þú svaraðir oft síman- um með „kínverska þvottahúsið, góðan daginn" eða einhverju álíka, það er frægt þegar þú málaðir sjáv- arborðslínuna á bflinn hans pabba eftir volkið í sjónum um árið og hver man ekki eftir ,jólaseríunni,“ þegar þú smíðaðir geimskip með blikkandi ljósum sem „lenti“ svo í birkitrénu fyrir utan húsið. Þú varst listfengur og fyrir utan að teikna og skrifa listi- lega vel varstu sniðugur í höndunum og bjóst til feikimarga fallega hluti úr málmi og tré sem við sem eftir er- um getum glatt okkur yfir að eiga til minningar um þig. Eftir að Ole bættist við fjölskyld- una varst þú ófeiminn við að æfa þig á dönskunni við hann sem hann mat mikils og þið urðuð miklir mátar. Við Ole erum afskaplega þakklát fyrir að litlu strákarnir okkar fengu líka að kynnast þér þótt í stuttan tíma væri það. Þegar við nefnum þig við Stefán segir hann okkur að þú eigir alltaf nammi og að þú getir lyft tönnunum með tungunni. Þegar við sögðum Jó- hanni frá því að þú værir farinn frá okkur þá grét hann, eins og við öll, yfir því að fá aldrei að hitta þig aftur og að eiga nú bara einn afa eftir, en eftir nokkra stund sagði hann að það væri nú gott að „Farfar" væri ekki lengur aleinn hjá Guði og að þið gæt- uð orðið vinir núna. Ég sé ykkur tvo í anda og efast ekki um að það fer vel um þig í þeim félagsskap núna, afi minn. Við söknum þín öll sárlega og biðjum Guð að vera með ömmu á þessum erfiðu tímum. Takk fyrir allt. Eyrún, Ole, Jóhann Þór og Stefán Þór. Fregnin um andlát þeirra sem manni þykir vænt um kemur alltaf á óvart jafnvel þó að aðvörun um það hafi borist nokkru áður. Þannig er- um við sem betur fer og því breytir ekki vitneskja um eðli lífs og dauða. Siggi Guðjóns er látinn og verður lagður til hinstu hvílu í dag. Barátta Sigga Guðjóns við sjúkdóma var orð- in löng. Hann varð fyrir hjartaáfalli fyrst tæplega fertugur að aldri og aftur fyrir tíu árum mátti hann þola þann vágest sem hjartaáföll eru og lifa með honum allt til lokastundar. Minningin um Sigga Guðjóns er mér afar Ijúf. Heimili þeirra Sigga og Buggu/Guðbjargar Þórólfsdóttur var fyrir mér sem annað heimili allt frá því að við Ævar sonur þeirra bundumst vináttuböndum, þá á fermingaraldri, og til dagsins í dag. Má segja að við Ævar höfum verið eins og „gráir kettir“ heima hvor hjá öðrum síðan og jafnvel þó að nokkur fjai’lægð skildi okkur að um hríð. Eftir að ég eignaðist konu og börn gilti sama um þau og mig að heimili þeirra Sigga og Buggu var þeim ætíð opið sem þeirra eigið. Ég fann það snemma að Siggi var Ævari í senn faðir og félagi. Hann sagði okkur oft frá uppvaxtarárum sínum í Voga- tungu og ég held að hann hafi verið ærlegur í þeirri frásögn. Siggi gat verið nokkuð ákveðinn á stundum en alltaf sanngjam og fljótur að koma til móts við okkur þegar svo bar und- ir. Stutt var í strákinn í Sigga og oft mátti ekki sjá hvor var faðir og hvor var sonur þegar hann brá á leik með okkur strákunum. Við Ævar, ásamt jafnöldrum okkar, gerðum mikið af því að fljúgast á og höfðum mikla ánægju af. Lágum við gjarnan í gólf- inu og neyttum allra okkar krafta og lagni sem við bjuggum yfir til að hafa hinn undir. Afar sjaldan var stuggað við okkur enda kom það ósjaldan fyr- ir að Siggi tók þátt í leiknum og réð- umst við þá gjaman tveir eða fleiri á hann samtímis og reyndum að hafa hann undir. Gekk það sjaldan því Siggi var líkamlega stæltur maður og liðugur sem köttur. Einnig kenndi Siggi okkur ýmsa leiki og tók gjarn- an þátt í þeim með okkur. Siggi var skarpgreindur og víðlesinn og var óspar á að spyrja okkur út úr hinum ýmsu fræðum sem honum komu í huga í það og það skiptið. Siggi var flinkur teiknari og gerði mikið af því að teikna. Einnig var hann góður skrifari og stundaði skrautskrift í nokkram mæli hin síðari ár. Siggi var virkur félagi í Leikfélagi Akra- ness meðan það var og hét og lék mörg stór hlutverk á þess vegum í Bíóhöllinni og víðar. Þekktastur hygg ég að Siggi Guðjóns hafi verið fyrir sína sérstöku, gáskafullu og stundum meinlegu fyndni. Ósjaldan kom það fyrir að hann skellti upp úr í eins manns hljóði en þá hafði hann séð eða heyrt eitthvað spaugilegt sem hann vildi gjarnan deila með öðram. Hann hafði yndi af að segja frá og lék þá gjarnan þær persónur sem komu við sögu. Það var unun að heyra og sjá Sigga Guðjóns segja frá. Ég og mín fjölskylda þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Sigurði Guðjónssyni frá Vogatungu. Megi minning hans lifa um ókomin ár. Guð blessi eiginkonu hans og börn og fjölskyldur þeirra. Ingvar Ingvarsson. 1948 er Sigurveig og Þórarinn bróðir minn gengu í hjónaband. Brúðkaup- ið fór fram í blómagarðinum í Klambraseli og gleymi ég því aldrei hvað Veiga var falleg brúður. Kast- aníubrúnt hárið og svo tindrandi augu. Þau hófu búskap í gamla húsinu í Skörðum og þar fæddust fyrstu börnin. Þá hófust ár ótakmarkaðra vinnu, nótt var lögð við dag. Nýtt íbúðarhús var byggt og hlaut nýbýli þeirra nafnið Skarðaborg. Mákona mín tók þátt í verkum bæði úti og inni, en hún var fyrst og fremst framúrskarandi myndarleg húsmóð- ir. Allt lék í hennar höndum. Ef ein- hver tími var afgangs settist hún með handavinnu. Eftir hana liggja margar fallegar útsaumaðar myndir og aðrir fallegir munir. Veiga var foreldram mínum ein- stök tengdadóttir og þau mátu hana mikils. Síðustu ár foreldra minna í Skörðum leið aldrei sá dagur að hún heimsækti þau ekki eða leiddi móður mína upp í Skarðaborg, jafnvel í vondum veðram og ófærð. Það var yndislegt að sjá og vita hvað þær studdu við bakið hvor á annarri. Éyr- ir allt þetta og svo margt annað vil ég þakka henni. Fyrir um 15 áram veiktist mákona mín af þeim sjúkdómi sem hægt og bítandi dró hana til dauða. Hin síð- ustu ár var hún algjörlega lömuð, samt hélt hún sínu andlega atgervi fram til þess síðasta. Hún sýndi áv- allt áhuga á annarra hag og fylgdist vel með öllu þó sér í lagi fjölskyld- unni. Margir lögðu henni lið í þessum mjög svo erfiðum veikindum. Má þar nefna lækna og starfsfólk Sjúki-a- húss Húsavíkur, Elísabetu Áma- dóttur sem gerði mákonu minni kleift að dvelja heima um jól, stór- hátíðir og ætíð þegar tök voru á. Þessu fólki færi ég mínar innilegustu þakkir. Þórarinn bróðir minn var kletturinn hennar stóri sem aldrei brotnaði. Þúvarstsúhetja svo hlý og góð það hugljúfa vildir þú sýna. Ég tíni í huganum brosandi blóm og breiði á kistuna þína. (S.G.) Ég kveð mákonu mína með mikl- um söknuði og þakklæti og trúi að Guð hafi leyst hana úr þeim fjötrum sem á hana vora lagðir. Ragnheiður Jónsdóttir. Það var árla morguns, stjömur á himni og tunglskinsrönd þegar sím- inn hrindi á heimili mínu. Slíkt var ekki vani og því kom það mér fljótt í hug að nú væri Veiga, eins og ég kýs að kalla hana, öll enda var ég undir það búinn miðað við þær daglegu fregnir sem maður fékk af líðan hennar. Hafði Veiga átt við mikil og erfið veikindi að stríða til fjölda ára. Ég varð sár og bitur yfir því að manneskja sem ég hafði þekkt lengi og þótti vænt um skyldi nú á brott tekin. Hugurinn reikaði aftur og fram í minningunni og þar fann ég frið og ró. Veiga var afskaplega hreinskilin og í hennar anda linaðist sársaukinn og biturleikinn. Það var mál að linnti og hvfldar var þörf frá þessum miklu veikindum. Það voru miklar andstæður í lífi Veigu, þess- arar duglegu og hjálpfúsu konu að liggja nú ósjálfbjarga og ekkert gagn geta gert. Nú hefui’ meistari vor tekið hana inn í musterið sitt og hefur fengið þai’ góðan ábúanda. Veiga bar ekki tilfinningar sínar á torg. Hún stóð ekki heldur á sama torgi, með sjálfshól og stærilæti. Þess þurfti hún ekki við. Verkin hennar og glæsileiki töluðu sínu máli. Hún var afskaplega dugleg til allra verka sem að höndum bar og vinnan í dag var ekki verk morg- undagsins. Enginn sem hana sá og ekki þekkti gat ímyndað sér að þar færi kona sem allan sinn aldur hefði unnið við sveitabúskap langan og erfiðan vinnudag. Hafði hún byggt upp stórbýlið Skarðaborg ásamt sín- um trausta föranauti sem Doddi er. Veiga var glæsileg og yfir henni var tignarlegt fas. Það var gott fyrir strák eins og mig að hafa Veigu sem nágranna. Það var margur matarbitinn sem ég fékk hjá henni ef ég skrapp upp í Skarðaborg. Allar smákökurnar ogv sætabrauðið, snúðamir og hornin. Það vora líka margar ferðirnar á nágrannabæi eða annað, þar sem Veiga kom við í Skörðum og tók strákinn með. Hún bar hag minn, og síðan fjöslkyldu, ætíð í bijósti sér. Það vora ein þyngstu spor sem ég hef tekið þegar ég yfirgaf afa og ömmu og fluttist suður. Fannst mér eins og ég yfirgæfi þau, alein og ósjálfbjarga, á hjara veraldar. Þessi tilfinning mín reyndist vera ástæðu- laus. Eftirlit og umhyggja gagnvart öldruðum tengdaforeldrum var takmarkalaus hjá Veigu. Fyrir allt þetta og margt annað er ég Veigu að eilífu þakklátur. Nú stendur hún á stalli við hlið hins mikla Meistara og sér verk sín í nýju ljósi og öðra sjónarhorni. Hún sér frá Háás suður í Part, frá Hamrabrekkum niður að Kvísl. Hún sér hvernig fjölskylda hennar vex úr grasi og dafnar. Hinn mikli Meistari mun dæma hana af verkum hennar og lífshlaupi. Sá dómur getur aldrei farið á annan veg en að hann mun taka hana í fang sér til eilífrar hvfld- ar, og treysta henni fyrir veigamikl- um verkefnum á æðra tilverastigi. Elsku Doddi, börn og barnaböm. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur og hugga í sorginni. Ragnar Þór Amason frá Skörðum. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GISSUR GUÐMUNDSSON, Háaleitisbraut 155, andaðist á Landspítalanum Fossvogi miðviku- daginn 29. nóvember síðastliðinn. Erla Sigurðardóttir, Sigríður Gissurardóttir, Guðmundur Ragnarsson, Sigrún Gissurardóttir, Steinar S. Jónsson, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, JÓNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mið- vikudaginn 29. nóvember síðastliðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón Ingólfur Magnússon, Magnús S. Magnússon.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.