Morgunblaðið - 01.12.2000, Síða 56

Morgunblaðið - 01.12.2000, Síða 56
56 FÖSTUDAGUR i. DESEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Vesturhúsum, Vestmannaeyjum, síðast til heimilis á Borgarvegi 20A, Ytri-Njarðvík, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhannes Pétur Sigmarsson, Helga Jóhannesdóttir, Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, Sigurður Óskar Waage, Sigmar Jóhannesson, Lára Dóra Oddsdóttir, barnabörn og langömmubörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA ÓLAFSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 28. nóvember. Útförin auglýst síðar. Bergþóra G. Bergsteinsdóttir, Héðinn Skarphéðinsson, Áslaug Bergsteinsdóttir, Gyifi Valtýsson, Ásta M. Bergsteinsdóttir, Jón Vestmann, Örn Bergsteinsson, Þorgerður Aradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, SVEINBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR, Melavegi 7, lést aðfaranótt þriðjudagsins 28. nóvember á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Jarðarförin auglýst síðar. Böm hinnar látnu. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, SESSELJA VALDEMARSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 4. desember kl. 13.00. Valdemar Gunnarsson, Brit Mari Gunnarsson, Kristín Irene Valdimarsdóttir, Jón Marinó Sævarsson, Bryndís Elfa Valdimarsdóttir, Jón Halldór Arnfinnsson, Berglind Mari Valdimarsdóttir og barnabörn, Benedikt Valdimarsson. t Þökkum innilega auðsýnda vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför INGIGERÐAR EYJÓLFSDÓTTUR, Skúlagötu 40a, Reykjavík. Georg Jón Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Elfa Kristín Jónsdóttir og fjölskyldur þeirra. Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall elskulegs eiginmanns míns og föður okkar, NJÁLS BENEDIKTSSONAR, Bergþórshvoli í Garði. Guðs blessun fylgi ykkur öllum. Málfríður Baldvinsdóttir, Kari Njálsson, Þóra Sigríður Njálsdóttir. UNA HALLDÓRSDÓTTIR + Una Halldórs- dóttir fæddist á Ísafírði 12. ágúst 1931. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu, Háaleitisbraut 40, 5. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Kristín S. Guðfínnsdóttir frá Litlabæ í Skötufírði, f. 6.12. 1907, d. 16.5. 1982, og Halldór Jónsson frá Fossum í Engidal, f. 28.4. 1890, d. 5.11. 1981. Bræður Unu eru: Jón Páll, f. 2.10. 1929, kvæntur Huldu Pálmadóttur og eiga þau þrjú börn; Guðmundur, f. 21.1. 1933, kvæntur Dagbjörtu Torfadóttur og eiga þau sex börn; Ólafur Bjarai, f. 12.12.1936, d. 23.5.1939; Ólafur Bjarai, f. 12.10. 1944, kona hans er Salbjörg Jósepsdóttir og eiga þau eitt bara en Olafur á tvö böra frá fyrra hjónabandi. Una giftist 24.10. 1953 Þorgeiri Hjör- leifssyni frá Hnífsdal, f. 14.10. 1924. For- eldrar hans voru El- ísabet Þórarinsdóttir, f. 6.7. 1902, d. 8.10. 1953, og Hjörleifur Steindórsson, f. 29.3. 1895, d. 18.2. 1957. Systkini Þorgeirs eru: Steindór, f. 1926; Jens f. 1927; Þórarinn, f. 1930 og Elsa Hjördis f. 1937. Börn Unu og Þor- geirs era: 1) Elísabet, f. 12.1. 1955, ritstýra Veru. Sonur hennar og Finns M. Gunnlaugsson- ar er Amaldur Máni, f. 28.3. 1978. 2) Halldór, f. 25.7 1956, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, kvæntur Sjöfn Heiðu Steinsson, f. 14.3.1957, kennslustjóra fatlaðra í MH. Böm þeirra eru: Berglind, f. 8.7. 1980, og Hákon Atli, f. 16.10. 1981. Una byijaði ung að vinna á Sjúkrahúsinu á Isafirði og vann þar þangað til _ hún fór í Hús- mæðraskólann Ósk haustið 1952, fyrir utan ársdvöl í Reykjavfk en þá vann hún á Vöggustofu Thor- valdsensfélagsins. Eftir að Una giftist vann hún heima í mörg ár en réðst si'ðan til Vefstofu Guðrún- ar Vigfúsdóttur þar sem hún vann við handvefnað þangað til hún flutti til Reykjavíkur 1978. Þá hóf hún störf á saumastofunni Henson og vann þar í fjölmörg ár, síðan á saumastofunni Fasa þar til hún hætti störfum á síðasta ári. Una var trúnaðarmaður verkalýðsfé- lagsins á báðum þessum sauma- stofum. Hún sat f trúnaðarráði Iðju, félags verksmiðjufólks, þar til hún var kosin í sfjórn félagsins 1986 og sat þar til 1999. Una tók virkan þátt í félagsstörfum. Hún starfaði í kvenskátafélaginu Val- kyijunni á ísafirði og í St. Georgs gildinu, félagi eldri skáta, í Reykjavík. Hún sat í stjórn fsfirð- ingafélagsins í Reykjavik um skeið og var m.a. félagi í Ættfræðifélag- inu, Kvennakirkjunni og Rebekku- stúkunni Soffíu. Útför Unu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Una, elsku amma mín, er dáin og ég þakka fyrir árin sem við áttum saman. í mínu tilfelli er það gamall sannleikur og nýr að ömmur hafa meiri áhrif á líf og uppeldi barna- barna sinna en nútímaþjóðfélagið vill vera láta. Ahrifin virðast kannski stundum óljós en þau eru ótvíræð. Af þessari konu er hægt að læra margt það sem ég vona að verði mér eins hollt veganesti á lífsleiðinni og það var henni. Gildi sem aldrei úreldast. Amma hafði ríka réttlætiskennd. Hún var heiðarleg og auðmjúk kona, sterk persóna undir hógværu og lát- lausu yfirborði. Una var mikils metin hvar sem hún starfaði að félagsmálum, ekki af því hún hefði hátt og hreykti sér, heldur einmitt vegna vinnusemi sinnar og fómfýsi í þágu annarra, til dæmis inn- an verkalýðshreyfingarinnar og skát- anna. En hún lét örugglega engan ganga yfir sig, þótt mér finnist jafn undarlegt að ímynda mér að hún lífist við nokkum mann. Þó get ég vel séð ömmu fyrir mér í huganum og heyri hana segja nokkur vel valin orð og fussa aðeins, eins og hún gerði oft svo eftirminnilega fyrir framan sjónvarp- ið þegar einhver af tilgerðarlegum hrokagikkum nútímans reynir að skmmskæla sannleikann og dulbúa yfirganginn. I hennar heildstæða persónuleika var eitt af meginstefum tilverunnar virðing, ekki aðeins íyrir sjónarmið- um annarra heldur einnig virðing fyr- ir sjálfri sér, stöðu og uppruna. Ættfræði var eitt af hennar helstu áhugamálum, þó fór hún aldrei í manngreinarálit heldur leit á hverja persónu fyrir sig. Af henni hef ég von- andi numið þau fræði svo gagnist. Það voru ófáar stundimar með henni þar sem ég rýndi í og lagði nöfn forfeðra minna og mæðra á minnið. Og með því að kynnast fortíðinni, baklandi raunvemleikans, skaut ég rótum í minni eigin sögu og hennar, áttaði mig aðeins á samhenginu. Ommu þakka ég líka fyrir að ala upp í mér hina ágætu dyggð nýtnina. Eg læri þó seint að nota öll patentin í eldhúsinu og varla að mér verði ná- kvæm, praktísk fyrirhyggja hennar og alúð varðandi sauma og matargerð jafn eðlislæg. En vonandi erfist eðlið eitthvað, hvemig sem ég nýti það svo. Ég tel að amma hafi verið hraust kona þrátt fyrir margslunginn, líkam- legan mótbyr í lífmu. í líkamanum bjó sterk sál sem mótaðist af ýmsum raunum. Sérstaklega var óvæntur dauði Óla, litla bróður hennar, henni erfiður í æsku. „Ég á hann hjá Guði,“ sagði amma og ég samgleðst henni nú þegar hún hefur sameinast honum og veit að dauðinn er líkn í þjáningum lífsins og líkamans. Efnisgæðin vom eklri mikil í æsku og amma fór að vinna fulla vinnu strax eftir fermingu, flutti að heiman sextán en gekk síðan á húsmæðra- skóla eftir að hún trúlofaðist afa. Nokkru áður bjó hún í Reykjavík, 19 ára stolt ung kona. Einhverju sinni ætluðu frænkur hennar að passa upp á hana en tilsvar hennar finnst mér lýsa hennar andlega heimanmundi ágætlega. „Ég hef fullkomið traust foreldra minna og það nægir mér til að passa mig sjálf.“ Ég tel að ein af dyggðum heilbrigðs anda sé að bera ábyrgð á sjálfum sér. Þeirri lífsspeki hefur amma miðlað, ekki með predik- unum heldur með gjörðum sínum öll- ASMUNDUR STEINAR JÓHANNSSON + Ásmundur Stein- ar Jóhannsson fæddist á Hamra- endum í Breiðuvík- urhreppi á Snæfeils- nesi 15. mars 1934. Hann lést í Reykja- vik 23. nóvember si'ðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jóhann Sigmundsson og Ásta Ásmundsdóttir. Systir Ásmundar er Margrót, hjúkranar- fræðingur í Reykja- vík, f. 29.9.1938. Ásmundur kvænt- ist 26. ágúst 1961 Ólöfu Snorra- dóttur, hjúkrunarfræðingi, f. 9.9. 1937. Börn þeirra eru: 1) Snorri, f. 10.5. 1962, d. 5.1. 1965. 2) Ásta Margrét, f. 29.11. 1963, sonur hennar Edmondo Steinar, f. 1993. 3) Snorri, f. 13.11. 1966, maki Arndís Arnarsdóttir, dóttir þeirra er Helena Ólöf, f. 1998. 4) Jó- hann, f. 23.5. 1968, dóttir hans er Val- entína, f. 1997. 5) Ásmundur, f. 28.4. 1971. 6) Valur, f. 19.6. 1976. Ásmundur varð stúdent frá MR 1954, cand. juris frá Háskóla Islands 1961. Hann var full- trúi hjá Bæjarfóget- anum á Akureyri og Sýslumanninum í Eyjafjarðarsýslu frá febrúar 1961, aðalfulltrúi þar frá 1967 til 15. október 1972. Ás- mundur rak í yfir 20 ár eigin lög- fræðiskrifstofu ásamt fasteigna- sölu á Akureyri. títför Ásmundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Á miðri starfsævi varð Ásmundur fyrir áfalli, sem leiddi til þess að hann var eftir það sviptur starfsgetu. Hann rak þá lögmannsstofu og fast- eignasölu á Akureyri og hafði allmikil umsvif. Til Ásmundar leituðu gjam- an þeir er minna máttu sín og höllum fæti stóðu enda vitað að með þeim og málstað þeirra hafði lögmaðurinn Ás- mundur að eðli og upplagi ríkulega samúð og lagði sig fram um að gera hlut slíkra skjólstæðinga sinna sem bestan. Að loknu lagaprófi í janúar 1961 réðst Ásmundur sem fulltrúi til sýslumannsins í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógetans á Akureyri. Hann kom þar til samstarfs m.a. við þá heiðursmenn Friðjón Skarphéðins- son og Sigurð M. Helgason, sem hann mat báða mikils frá fyrstu tíð. Embættið á Akureyri var þá eins og nú einna umsvifamest allra sýslu- mannsembætta og Ásmundur reynd- ist bæði ötull og mikilvirkur starfs- maður. Hann fór fyrstu árin með rannsóknir og dómsmeðferð opin- berra mála og það var á þeim árum sem kynni okkar og samskipti hófust, sem leitt hafa til vináttu er varað hef- ur síðan. Með_ flutningnum til Akureyrar hlaut Ásmundur ekki aðeins starf og starfsvettvang við sitt hæfi heldur fann hann þar á fyrsta dvalarári konu sína, Ólöfu Snorradóttur hjúkrunar- fræðing, sem reynst hefur Ásmundi frábær eiginkona alla tíð og þá ekki síst eftir að hann missti heilsu og þurfti að njóta styrks og umhyggju. Ólöf tók breytingunum af æðruleysi og studdi mann sinn í hvívetna til hinstu stundar. Á þeim árum er Ásmundui- starfaði við sýslumannsembættið á Akureyri voru ekki margir starfandi lögmenn í bænum. Af því leiddi að Ásmundur tók til við, samhliða störfum sínum við embættið, að sinna lögmennsku, sem varð fljótt svo umfangsmikil að Ásmundur hætti hjá embættinu eftir liðlega ellefu ára starf. Hann rak eftir það lögmannsskrifstofu og jafnframt fasteignasölu á Akureyri og bjó um nokkurt árabil við mikla velgengni og varð um tíma einn af hæstu skatt- greiðendum Akureyrar. Á þeim árum er mér minnisstæð umsjón er mér var falin eitt vorið við fæðingu yngsta sonarins sem var sú að koma sængur- gjöfinni, nýjum frúarbíl, um borð í strandferðaskip til flutnings til Akur- eyrar. Þá voru góðir tímar og allt lék í lyndi. Síðustu árin, eftir hið mikla áfall, hljóta að hafa verið Ásmundi, og þá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.