Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 64

Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 64
>4 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Kerfínu haldið, þá ríku ríkari! KYNNT hafa verið áform um að draga úr tekjutengingu í bama- bótakerfinu. Þessar hugmyndir eru að mörgu leyti góðra gjalda verðar en þær ganga of skammt og betur má gera án þess aðþaðkostimeira. Annar helsti gallinn \<ið núverandi kerfi er að skerðingin hefst við mjög lágar tekjur, um 50.000 kr. mánaðartekj- ur hjá hvoru hjóna, langt undir skattleysis- mörkum sem eru tæp 64.000. í fréttatilkynn- ingu fór mikið fyrir frásögn af hækk- un þessa marks á næstu árum. Að nafninu til hækkar það um 8.750 á mánuði. Þegar tekið hefur verið tillit til hækkunar á skattvísitölu virðist hækkunin þó ekki vera nema um 4.000 kr. Enn um sinn mun því verða í gildi hið furðulega kerfi að bamafjöl- skyldur búi við mun lægri skattleysis- mörk en aðrir þjóðfélagsþegnar. Ein mikilvægasta nýjungin er að um fjórðungur bóta vegna barna undir 7 ára aldri skuli undanþeginn skerðing- arákvæðum. Þetta svigrúm er þó betra að nýta til að hækka skerðing- armöridn. Mér sýnist að það dugi til að hækka þau um sem nemur allt að 40.000 hjá hjónum samtals, þ.e. úr 50.000 í um 70.000 kr. á mánuði hjá hvora um sig og við bætist svo sú hækkun sem þegar er ráðgerð. Þá er komið um 10.000 kr. yfir skattleysis- mörk þótt það sé alltof skammt. Hinn megingallinn er hve skerð- ringarhlutfallið er hátt, það bítur hratt eins og mig minnir að Stefán Ólafsson hafi orðað það. Skerðingin verður öll á lág- og miðlungstekjusviðinu. Nú á að lækka hámark skerðingarinnar úr 11%, þó ekki nema í 9%, en vissulega er það mikil framför frá því fyrir 4-5 árum þegar það var 22%. Fljótt á litið geta 9% virst hófleg álagning en ekki má gleyma því að hún bætist við ýms- ar aðrar tekjutengdar álögur og skerðingarákvæði sem mjög oft era meira en 50% samtals. Þessi 9% fara að nálgast 20% þegar þau era reiknuð sem hlutfall af því sem eftir stendur þegar búið er að gera ráð fyrir al- mennum tekjuskatti, skerðingu á vaxta- eða húsaleigubótum, afborgun «).f námsláni, stéttarfélagsgjaldi og e.t.v. fleira sem launþeginn fær engu um ráðið. Nokkuð er breytilegt hve langt bætumar endast en hjá flestum verða þær uppumar áður en fjöl- skyldutekjur ná 400.000 kr. á mánuði. Á að skilja það svo að 200.000 kr. í mánaðarlaun teljisthátekjur? Nú í sumar uppgötvuðu menn að núgildandi ákvæði um eignatengingu bóta era alveg fráleit. Við því er bragðist með því að af- nema þau með öllu. Það líka fráleitt. Ef rétt þyk- ir að hátekjumenn njóti ekki bamabóta til jafns við lágtekjumenn er síst eðlilegra að stóreigna- menn njóti þeirra. Svo virðist sem sumir þegn- ar þjóðfélagsins séu svo efnaðir að þeir þurfi ekki annað sér til fram- færis en að ávaxta sinn auð. Þeir munu fá barnabætumar óskert- ar. Ef menn treysta sér Hólmgeir ekki til að búa til fram- Björnsson bærilegar reglur um eignatengingu barna- bóta er til önnur leið, mjög einföld. Hún er að tengja þær eignatekjum. Sanngjamt má telja t.d. að bamabæt- Bætur Hið furðulega kerfi verður í gildi, segir Hólmgeir Björnsson, að barnafjölskyldur búi við mun lægri skattleysis- mörk en aðrir. ur skerðist um sem nemur 10% af því sem eignatekjur fara yfir 50-100.000 á ári, óháð fjölda bama. Til samræmis við þau 9% sem eiga að gilda um tekjutenginguna væra þó 20-30% sanngjarnari álagning. Sennilega myndi þessi álagning ekki skila miklu en hún er óhjákvæmileg ef gæta á sanngimi. En sanngimi á líkiega ekki að ráða. Hagsmunir einstaklingsins skulu víkja fyrir hagsmunum eignar- innar. Sagt er að þær takmörkuðu endur- bætur á skerðingarkerfinu sem era áformaðar muni kosta tvo milljarða. Það gæti virst frekt að fara fram á meira. Ég held því samt fram statt og stöðugt að svigrúmið sé mjög mikið! Við þurfum bara að fara fimm ár aftur í tímann og forgangsraða að nýju. Afturkalla rangar ákvarðanir frá fyrri tíð. Þá var skatturinn um 41,8% og iðgjald til lífeyrissjóðs skattlagt að auki, samtals um 43,5%. Miðum við þetta, endurskoðum alla tekjuteng- ingu, líka örorkubætur, LÍN og e.t.v. fleira, sjáum hvað við komumst langt. Ef til vill verður líka svigrúm til að taka upp stighækkandi álagningu skatts. Þegar því er lokið, og ekki fyrr, gæti verið athugandi að lækka það hlutfall sem gengið er út frá. Höfundur er tölfræðingur, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins. Gullið tækifæri NYLEGA var lögð fram á Alþingi þings- ályktunartillaga um að því verði beint til ríkis- stjórnarinnar að vot- lendi norðaustan við Vatnajökul, Eyjabakk- ar, verði útnefnt Rams- ar-svæði. Undirrituð, sem er 14. þingmaður Reykvíkinga, er einn af þremur flutningsmönn- um tillögunnar. Ramsar-samþykktin er kennd við bæinn Ramsar, sem er í Iran nálægt Kaspíahafi, og tók hún gildi 2. febrúar 1971. Á Islandi tók hún gildi 2. apríl 1978 en þá var Eysteinn Jónsson, fyrram ráðherra Fram- sóknarflokksins, formaður náttúra- verndarráðs. Á þeim tíma var gengið frá megninu af þeim friðlýsingum sem átt hafa sér stað á votlendi á ís- landi í samræmi við samninginn. Vitað er að stór hluti mýrlendis á íslandi hefur verið þurrkaður upp á síðustu áratugum og jafnvel talið að um helmingur votlendis í byggð hafi verið skertur. Grafnir hafa verið um 33 þúsund km af skurðum á landinu enda var það keppikefli frumkvöðl- anna að ræsa fram mýrar og rækta landið. Árum saman fengu bændur greitt fyrir að grafa skurði, jafnvel þótt landið yrði ekki að túni, en óveralega hefur verið mokað ofan í skurði til mótvægis og til að endur- heimta votlendi í byggð. Gengið hef- ur verið út frá því að til þess að bæta fyrir uppþurrkun á óröskuðu votlendi í byggð þurfi landsvæði, líka í byggð, sem er 2-3 sinnum stærra að flatar- máli en það sem fómað var. Gróður- lendi hefur verið eytt á íslandi eins allir vita og talið er að skógur hafi áð- ur þakið 25% af landinu en þekur nú einungis 1%. Mikil vakning hefur verið hér á landi hvað skógrækt varð- ar og nú er komið að því að votlendi landsins fái að njóta sannmælis og gildi þeirra metið að verðleikum. Al- þingi Islendinga þarf að sýna að mark sé tekið á votlendisrannsókn- um hér á landi og annars staðar í heiminum. Rannsóknir sýna að í vot- lendi sé að finna gróðurleifar og þar með er það einnig mikilvæg upp- spretta af fræi sem nýtist við bættar aðstæður, til dæmis minni beit. Vot- lendi er því verðmætur arfur sem í náttúrunni býr. íslendingar hafa uppfyllt mjög lítinn hluta af Ramsar- samningnum. Hver er okkar votlend- ispólitík? Heildaryfirlit yfir votlendi á íslandi þarf samkvæmt samningnum að liggja fyrir innan tveggja ára en þá verður næsta Ramsar-ráðstefna haldin. Á fúndi aðildarríkjanna vorið 1999 var samþykkt rammaáætlun með það að markmiði að ríkin fjölgi Ramsar-svæðum úr 1.000 í 2.000 og að aðildarlönd þurfi að standa sig betur í stykkinu. Ferillinn er sá að það er umhverfisráð- herra sem felur stofnun á borð við Náttúra- vernd ríkisins að vinna að málinu. Síðan þarf fulltrúi samtakanna að skoða svæðið og utan- ríkisráðuneytið að stað: festa gjörninginn. í fyrra vora 25-30 slík svæði tilnefnd í Svíþjóð. Ljóst er af þessu að framkvæðið er um- hverfisráðherrans en utanríkisráðherra kem- ur einnig að málinu. AV/S UPPBOÐ til styrktar mæðrastyrksnefnd Uppboð á 30 bílum laugardaginn 2. og sunnudaginn 3. desember nk. milli kl. 12 og 16 að Dugguvogi 10 Sími: 533 1090 Fax: 533 1091 E-mail: avis@avis.is Dugguvogur10 Katrín Með samþykkt þessar- Fjeldsted ar þingsályktunartil- lögu myndi Alþingi sýna vilja sinn í verki. Ramsar-svæði vora talsvert til inn- ræðu í fyrra en fyrir tæpu ári lagði ég fram fyrirspum til hæstvirts um- hverfisráðherra á Alþingi, á þing- skjali 242, máli 208. Fyrirspurn mín var í þremur liðum og hljóðaði sem hér segir: 1. Hve mörg svæði hérlendis hafa verið útnefnd vemdarsvæði sam- kvæmt Ramsar-samþykktinni um vemd votlendis, sem samþykkt var á Alþingi 5. maí 1977, og hvenær vora þau útnefnd? Hafa borizt rökstuddar ábendingar um að fjölga þeim? 2. Hvaða áhrif hefur samþykktin haft á verndun votlendis hér á landi? 3. Hvemig er mikilvægi votlendis metið? 4. Hvaða áhrif mun það hafa á vernd- un votlendis á íslandi að síðastliðið vor (vorið 1999) var sett fram það markmið að árið 2005 verði Rams- ar-svæði orðin tvö þúsund en þau munu nú vera um eitt þúsund tals- ins? Umhverfisráðherra svai'aði fyrir- spuminni 8. desember 1999 og sagði þá meðal annars að þrjú svæði hefðu verið tilnefnd af hálfu íslendinga en það eru Mývatn og Laxársvæðið, Þjórsárver auk Grannafjarðar. Einn- ig væri í athugun að tilnefna hið frið- aða svæði á Breiðafirði en þegar hefði verið ákveðið að nýta Eyjabakkana í annað og hafi það verið gert fyrir tálsverðum tíma síðan. Áhrif sam- þykktarinnar hafi hins vegar einkum birzt í því að sett vora ákvæði í nátt- úruverndarlög um vemdun stöðu- vatna og tjama sem era þúsund fer- metrar að stærð eða stærri og mýra og flóa sem eru þrír hektarar eða stærri. Þá starfi nú orðið svokölluð votlendisnefnd að því að endur- heimta votlendi en á það er lögð áherzla í Ramsar-samþykktinni. Vot- lendi eru talin mikilvæg ef þau upp- fylla eftirtalin þrjú skilyrði: 1. Þau fóstri reglulega plöntu- eða dýrategundir á viðkvæmu stigi lífs- ferils eða veiti athvarf frá erfiðum skilyrðum. 2. Þau fóstri reglulega 20 þúsund vot- lendisfugla. 3. Þau fóstri reglulega 1% af einstakl- ingum stofns einnar tegundar eða deilitegundir. Ráðherra sagði réttilega að þegar hefði verið ákveðið að fóma votlend- inu á Eyjabökkum, það lægi fyrir. Þá var einnig rætt um vemdargildi Eyjabakka og aðild íslands að Rams- ar-samningnum á Alþingi í desember í fyrra þegar fjallað var um virkjanir og stóriðju á Austurlandi því að á þeim tíma blasti við að stjórnvöld Allir bílar í mjög góðu ástandi Komdu og gerðu bestu kaupin í bænum! www.avis.is AVIS Andvirði eins bíls rennur óskipt til Mæðra- styrksnefndar og 4% af öllum öðrum bílum! Votlendi Hægt er að nota hið gullna tækifæri, segir Katrín Fjeldsted, og taka ákvörðun um að mikilvægu votlendi verði ekki spillt. ætluðu sér að virkja Jökulsá á Fljóts- dal við Eyjabakka og sökkva þeim þar með undir uppistöðulón. Almenn- ingur á íslandi lét málið til sín taka með afgerandi hætti og krafðist þess að fram færi mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. Þar á meðal vora helmingur aðspurðra Sjálfstæðis- manna og Framsóknarmanna í Reykjavík í marktækri skoðanakönn- un. Þegar umhverfisnefnd þingsins fjallaði um umhverfisþætti Fljóts- dalsvirkjunar var verndargildi Eyja- bakka ofarlega á blaði og var vitnað til þess að Landsvirkjun hefði bent á aðrar virkjunarleiðir, m.a. að virkja neðar og þyrma þar með innstu 4 eða 5 km Eyjabakkavotlendisins. í ræðu minni um framhald framkvæmda við Fljótsdalsvirkjun 20. desember sl. vakti ég athygli á því verðmæta vot- lendi sem til stóð að fóma óaftur- kræft fyrir tímabundinn ímyndaðan ávinning í óþökk stórs hluta þjóðar- innar. Að auki vitnaði ég í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen, III. bindi á bls. 274 en þar segir: „Graslendið á eyrunum milli kvísl- anna er mjög víðlent og ákaflega loð- ið, eins og bezt í byggð, en galli er á gjöf Njarðar: bleyturnar á eyranum era svo miklar, að þar kemst víðast enginn yfir, nema fuglinn fljúgandi, alls staðar era ófær kviksyndi og menn hafa jafnvel séð hreindýr hverfa í ysjuna og eru þau þó allvel fær á blautum jarðvegi. Hestarnir okkar höfðu nóg að bíta á útjöðrunum við yztu kvíslamar en út á eyrarnar þorðu þeir ekki að fara enda svignaði jarðvegur fljótt undan þeim þótt þeir stæðu þar sem bezt var.“ Eins og allir vita skipaðist skjótt veður í lofti á fyrri hluta þessa árs hvað margumræddum virkjana- áformum viðvíkur. Nú er verið að meta umhverfisáhrif virkjunar við Kárahnjúka og í heimsókn umhverf- isnefndar Alþingis til Landsvirkjun- ar í haust kom fram að núverandi virkjunaráform fela ekki í sér spjöll á Eyjabökkum. Er það vel. Það er því einsýnt að hægt sé og skynsamlegt að nota hið gullna tækifæri sem gefizt hefur og taka um það ákvörðun að hinu mikilvæga votlendi verði ekki spillt um ókomna framtíð. Eyjabakk- ar uppfylla fullkomlega þau skilyrði sem fram koma í Ramsar-sáttmálan- um. Ofannefndri þingsályktunartillögu hefur verið vísað til meðferðar hjá umhverfisnefnd þingsins og vonast ég til að hún fái þar verðugan fram- gang og verði loks afgreidd sem ályktun Alþingis. Að auki þyrfti Al- þingi að afturkalla umdciltvirkjunar- leyfl formlega. Afstaða almennings skiptir enn sem fyrr miklu máli. Höfundur er alþingismnður. Spóahólar m. bílskúr rgtioSaaaa gllDBBBI 4 svefnherb. Falleg 100 fm íb. á 3. hæö (efstu) í litlu fjölb. auk 23 fm innb. bílsk. á barnvænum rólegum stað. 4 svefnherbergi, fallegt útsýni, gott skipulag. Áhv. 4,5 millj. V. 12,6 millj. Allar upplýsingar á Valhöll. Valhöll fasteignasala, Síðumúla 27, sími 588 4477

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.