Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 66

Morgunblaðið - 01.12.2000, Page 66
66 FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Unga fólkið aftur inn í framhaldsskólana! ÞEGAR þetta er skrifað í lok þriðju viku verkfalls fi-amhalds- skólakennara bólar enn ekki á lausn. Sem móðir drengs á fyrsta ári í framhaldsskóla verð ég að lýsa furðu minni á þvi ástandi sem rfldr og því ábyrgðarleysi sem stjómvöld hafa sýnt í þessari deilu. Það veld- ur óhjákvæmilega kvíða bæði hjá nemend- um og foreldrum og vekur upp spumingar varðandi framhald skólaársins. Mér er nú enn betur ljóst en áður hversu lánsöm dóttir mín, sem út- skrifaðist úr Kvennaskólanum sl. sumar, er að eiga minningar um fjög- ur áfallalaus og gleðirík ár í skólanum - án verkfalla. Eldri bræður hennar tveir sluppu hins vegar ekki við verk- föll á sínum tíma. Fyrstu dagar verkfalls geta í besta falli orðið kærkomið aukafrí fyrir nemendur en breytist mjög fljótt í astand óvissu og aðgerðaleysis. Unga fólkið fer auk þess mikils á mis hvað varðar daglegt samband við félaga og jafnaldra og getur það valdið hugar- víli og leiðindum. Verkföll skapa mjög einkennilega tilfinningu hjá fólki - það er auðvitað allt annað en „frí“ - það er mjög erfitt er að skipu- leggja eitt eða neitt. Það er sennilega ekki ósvipað því að vera staddur á eyðieyju og hafa ekki hugmynd um hvort eða hvenær björgun berst. Einna skást settir em sennilega ^eir nemendur sem fara í hlutavinnu og halda sér þannig gangandi með einhverjum heimalærdómi til viðbót- ar. Unglingar sem standa höllum fæti bæði hvað varðar nám og í félagslegu tilliti geta orðið afar illa úti. Sumir þeirra einangrast inni á heimilum sín- um þar sem enginn er heima að degi Bókerbamagaman Bókatíðindi 2000 komin út Félag íslenskra bókaútgefenda til og verða daprir og óvirkir. Foreldrar þurfa að veita allan þann stuðning og hvatningu sem hugsast getur. Þá er ábyrgð skólanna mikil þegar frá þeim berast skila- boð um hverjir mögu- leikar nemenda á að Ijúka önninni era. Auk móðurhlut- verksins er ég líka framhaldsskólakennari í verkfalli! Lengi vel trúði ég ekki að til verk- falls kæmi. Ég taldi ráðamenn hafa haft nægan tíma og svigrúm til þess að átta sig á að í óefni stefndi með mönnun skóla á þessum kjöram. Ég menntaði mig uppranalega til annarra starfa en kennslu og er oft spurð að því hvers vegna ég starfi ekki við það sem gefur betri tekjur. Svarið við því er nokkuð einfalt. Mér líkar einstaklega vel að starfa með ungu fólki, það er í alla staði mjög gefandi en jafnframt krefjandi starf. Auk þess á vel við mig að geta unnið nokkuð sjálfstætt og hafa hluta af vinnutímanum sveigjanlegan. Þetta er tíunda starfsár mitt sem fram- haldsskólakennari en áður hafði ég reynslu af margvíslegum störfum, á rannsóknarstofu, skrifstofu, í lyfja- framleiðslu, við garðyrkju, sfldarsölt- un, kennslu í grannskóla, ég hef verið flugfreyja og ýmislegt fleira mætti tína til. Kennslan er það starf sem reynst hefur einna fjölbreyttast og mest gefandi ef ég undanskil þau ár sem ég var heimavinnandi húsmóðir með lítil börn. Á hálfsárs fresti þarf kennari í annaskiptum skóla að taka við nýjum nemendum. Að læra nöfn meira en 100 nýrra nemenda á hverri önn er reyndar smáatriði í samanburði við það að fá mótaða mynd af hveijum hópi fyrir sig, átta sig á getu hvers einstaklings og leiðum til að koma námsefninu sem best til skila út frá einkennum hvers hóps. Það era ótal mörg atriði sem hafa þarf í huga í samskiptum við unga fólkið. Mark- mið hvers kennara er auðvitað að ná sem mestum og bestum árangri hjá hveijum nemanda og veitir ekki af a.m.k. einni önn með hveijum hópi. Mér þótti því ákaflega sárt að ganga út í lok síðustu kennslustundar 6. nóvember sl. og skilja nemendur eftir með þrúgandi óvissu um framhaldið, hvort hægt yrði að bjarga önninni, skólaárinu eða útskrifa um jólin. Það er undarlegt og niðurlægjandi að þurfa að upplifa sífellda endur- tekningu á umræðu um vinnutíma kennara í hvert sinn sem farið er út í kjaraumræðu. Kennari í fullu starfi vinnur meira en fullan vinnudag og Kennarar Það hlýtur að teljast mjög stór þáttur í efl- ingu menntunar í land- inu, segir María Louisa Einarsdóttir, að vinnu- friður ríki í framhalds- skólum landsins. fær þá yfirvinnu síðan greidda sem dagvinnu að sumri til. í blaðagreinum undanfarinna daga hafa ýmsir bent á stéttir þar sem vinnutíminn er ekki alltaf jafn sýnilegur og mættu alþing- ismenn taka þá umræðu alvarlega til sín. Þegar þeir skammta sér launa- hækkanir - era þeir þá spurðir að því hvað þeir gefi í staðinn í formi auk- innar viðveru í þingsölum? Framhaldsskólakennari getur hækkað laun sín töluvert með yfir- vinnu og neyðast margir til þess. En sá sem kennir langt umfram kennslu- skyldu getur aðeins gert það með því að leggja á sig óhóflega viðbót við þá kvöld- og helgarvinnu sem fyrir er. Slíkt álag gengur einfaldlega ekki til lengdar því kennari er alltaf í sviðs- Ijósinu, hann þarf að vera vel undir- búinn og vera góður verkstjómandi. Kennari sem sýnir nemendum sínum áhuga áorkar án efa meira í náms- framvindu þeiira og hafa margir kennarar orðið fólki minnisstæðir um aldur og ævi og átt sinn þátt í mótun einstaklingsins. Ekki nokkur ástæða er til að ætla að kennarar svfldst um að vinna vinnuna sína, kennari sem það gerði gæti einfaldlega ekki sinnt starfi sínu, ekki fremur en píanóleik- ari sem hunsar æfingar getur haldið velheppnaða tónleika. Það hlýtur að teljast mjög stór þáttur í eflingu menntunar í landinu að vinnufriður ríki í framhaldsskólum landsins og ætti að vera kappsmál stjómvalda að stuðla að úrlausn í þeim málum. En því miður andar mjög köldu í garð kennara frá þeim. Samninganefnd framhaldsskólakennara stendur í eldlínunni en hún á öll ótvíræðan stuðning minn og traust. Von mín er sú að ráðamenn taki á launamálum kennara af alvöra og finni raunhæfa lausn á því dapurlega og óviðunandi ástandi sem nú ríkir. Þannig verður vonandi hægt að bjarga nemendum frá því að flosna upp frá námi og að efla með þeim trú á gildi menntunar þeim sjálfum og samfélaginu til hags- bóta. Höfundur er raungreiimkennari við Menntaskólann íKópavogi. María Louisa Einarsdóttir Þessar eru frábærar!!! - gjafavöruverslun bllaáhugafólks Vagnhöföa 23 & Kringlunni • Sími 587 O 587 • www.benni.is hígmm JólaLtíð -edci/f/'és ás* Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn eðaltré, í hcesta gæðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili ► lOáraábyrgð ► ► 12 stærðir, 90 - 500 cm ► ► Stálfóturjylgir ► Ekkert barr að ryksuga ► ► Ttuflar ekki stofublómin ► Eldtraust Þarfekki að vökva /slenskar leiðbeiningar Traustur söluaðili Skynsamlegjjárfesting MÖGNUÐ BÍLAMYNDBÖND Myndbandsspólur sem allir bílaáhugamenn verða að eignast. Verðkr. 1.990,- til 2.490,- Peningar í paradís NÝLEGA var hald- inn hér í Reykjavík fundur stjórnmála- manna og aðila vinnu- markaðar á EES- svæðinu. Á meðal fyr- irlesara var íri nokk- ur sem dásamaði upp- gang í efnahagslífinu í heimalandi sínu. Vel- gengnina rakti hann til lágskattastefnu og sagði að þá fyrst hefði efnahagurinn blómstrað á írlandi þegar skattar hafi verið lækkaðir. Upp stóð þá maður og beindi þeirri fyrir- spurn til fyrirlesarans hvort hann teldi að Évrópusambandið hefði verið aflögufært um þá milljarða á milljarða ofan sem dælt hefði verið úr sjóðum sambandsins til írlands í formi styrkja ef skattar hefðu al- mennt verið mjög lágir í Evrópu. Hann spurði ennfremur hvort menn hefðu ekki af því nokkrar áhyggjur að ríki væru farin að undirbjóða hvert annað í skatta- legu tilliti, laða til sín fyrirtæki með gylliboðum um lága skatta. Fyrirspyrjandinn var fulltrúi hægri manna á norska Stórþing- inu. Almenningur borgar brúsann Þetta er til marks um áhyggjur sem nú verður víða vart vegna til- hneigingar til undirboðs í sköttum og að það gæti orðið til þess að afa undan velferðarsamfélaginu. vegum OECD er unnið að því að finna leiðir til að hamla gegn þess- ari þróun og hefur stofnunin nú þegar sett fram samræmdar reglur um slíka starfsemi. Sex slík svæði hafa orðið við tilmælum OECD um að fara að þeim reglum en tugir skattleysissvæða hafa hafnað tilmælunum. Skattaparadísir hafa gert það að verkum að tekjur af atvinnustarf- semi hafa í vaxandi mæli færst frá þeim löndum þar sem framleiðslan fer fram. Skattstofn þess ríkis, þar sem hin raunverulega starfsemi er og virðisaukinn myndast, skerðist að sama skapi. Afleiðingin er sú að sívaxandi hluta skattbyi'ðanna er velt yfir á almenning í framleiðslu- ríkjunum - hinn almenni borgari axlar ábyrgðina sem auðmennirnir víkja sér undan. Viðskiptaráðuneytið og Verslunarráð Til eru fleiri afbrigði af skatta- paradísum. Hér á landi er nú unnið að því að búa til sérstakt skatta- umhverfi fyrir svokölluð alþjóðleg viðskiptafélög. Tekjuskattar sem slíkum félögum er ætlað að bera samkvæmt áformum stjórnvalda nema 5% í stað 30% hjá öðrum fyr- irtækjum en að auki eru þau und- anþegin eignaskatti og stimpil- gjöldum. Á undanförnum tveimur árum hefur hið opinbera varið 30 milljónum króna í kynningu á þessu sameiginlega þróunarverk- efni viðskiptaráðuneytisins og Verslunarráðs. Ráðgert er að setja 15 milljónir til viðbótar í kynning- arvinnu á næstu tveimur árum. Auk þessara 45 milljóna hafa verið greidd laun til sérstakrar starfs- leyfisnefndar sem á veita slík leyfi og hafa eftirlit með starfsemi leyf- ishafa þó ekki sé kunnugt um að neinn hafi sótt um það hingað til. Ríkisbankarnir og skattaparadísir í Morgunblaðinu 6. janúar sl. birtist mjög athyglisvert viðtal við bankastjóra Landsbankans. Þar kom fram að Landsbankinn hefði síðla árs 1998 sett á laggirnar dótt- urfélag á Guernsey til að veita við- skiptavinum sínum svokallaða af- landsþjónustu. Bankastjórinn var ákaflega stoltur af því að Landsbankinn hefði fengið starfsleyfi á Guernsey vegna þess að fjármálaeftir- litið á eynni væri strangt og þar fengju aðeins virtustu bankar heimsins að starfa. Þegar viðtalið birtist námu eignir í sjóðum landsbankans á Gu- ernsey um þremur milljörðum króna. Þess má geta að Gu- ernsey er eitt þeirra skattleysissvæða sem er á svörtum lista hjá OECD fyrir að neita að uppfylla áðurnefndar lágmarks- viðmiðunarreglur. ,,[V]ið vildum breikka alþjóðlega þjónustu okkar Skattar Það er dapurlegt, segír Ögmundur Jónasson, að ríkisstjórnin skuli ekki hafa metnað til að taka þátt í alþjóðlegri viðleitni til að verja tekjustofna velferðar- samfélagsins. og gefa kost á lögsögu, eins og Guernsey, sem sérhæfir sig í að veita hagstæð skattaleg skilyrði til rekstrar,“ sagði bankastjórinn í viðtalinu. Einnig sagði hann bankaleyndina mikilvæga enda þekktu Landsbankamenn það frá Islandi „að margir einstaklingar vilja ekki að aðrir viti eitt eða neitt um þeirra stærri mál, af eðlilegum ástæðum". Þetta er aðeins tekið hér sem dæmi; fjöldi annarra fjármálafyrir- tækja veitir þessa sömu þjónustu. Menn minnast þeirrar viðhafnar sem höfð var þegar þegar Kaup- þing opnaði útibú sitt í Luxem- bourg á sínum tíma. Luxembourg er annað tveggja OECD-ríkja sem gátu ekki einu sinni hugsað sér að undiri’ita samkomulag um lág- marksreglur um skattaparadísir, reglur sem mörgum þóttu ganga alltof skammt. í Lúxemborg býður Kaupþing upp á svokallaða einka- bankaþjónustu, m.a. ráðgjöf um það hvernig stofna eigi eignar- haldsfélög til að geta frestað greiðslu skatta af söluhagnaði hlutabréfa. Velþóknun eða vanþekking? Og allt er þetta blessað í bak og fyrir af hálfu yfirvalda. Þegar við- skiptaráðherra svaraði fyrirspurn um hin alþjóðlegu viðskiptafélög á Alþingi, sagði hún að þau væru á gráu svæði að mati nefndar á veg- um OECD um skaðlega skattasam- keppni. Ekki virtist ráðherrann hafa neinar sérstakar áhyggjur af því þótt ísland væri undir smásjá nefndarinnar vegna þessa ævintýr- is. Landsbankinn er, sem kunnugt er, enn í meirihlutaeigu íslenska ríkisins og þar með á ábyrgð við- skiptaráðherra fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. Það er dapurlegt til þess að vita að ríkisstjórnin skuli ekki hafa metnað til að taka þátt í alþjóðlegri viðleitni til að verja tekjustofna velferðarsamfélagsins með því að setja skorður við til- færslum á fjármagni. Þvert á móti virðist það stefna hennar að láta á það reyna hvað hægt sé að komast upp með á hinum gráu svæðum fjármagnsmarkaðarins. Höfundur er þingmaður. Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.