Skírnir - 01.01.1845, Side 50
52
þareb Irlands stærð er sög6 1,471 Q mílur, telst
svo til að á hvörri ferhyrndri milu lifa (>06U manns.
Af öllum mannfjöldanum er fimti hlutinn próte-
stantar. Nýrri tölu á fólksfjöldanum á Irlandi
hefi eg eigi gfetað fengið. Sú, er getið var í fyrra
árs Skírni, er án efa nokkuð eldri. Sökum þess
að slikur mannfjöldi er á Irlandi, og óánægja þjóð-
arinnar er þess eðlis sem sagt var, og þjóðin er
bæði all-þrekmikil og ber eð mesta traust til Kon-
áls, mun það ekki raikið skrum vera, er hann svo
tíbt hefur sagt, bæði til þess ab storka Bretum
og stæla upp lra: að enginn einvaldur hefði haft
ne hefði meira eba betra iib enn hann liefði, og
skipti það raiklu, að hvör og einn af sinum mönn-
um væri fús til að leggja lífib í sölurnar fyrir
frelsi sitt og fósturjarðar sinnar. — Ekki hafði
sektardómur þeirra Konáls þær afleibíngar er þeir
ráðgjafar höfbu til ætlast, og fyrr er getið, því
sú varð raun á að margir af Bretu'm, þeir er áður
höfbn horn í siðu Ira, skiptu skapi og snerust til
málefna þeirra; bar einkum tvent til þess, bæbi
það ab þeir dáðust mjög ab atorkusemi og vits-
munum Konáls, og þab að þeiin vyrðtist honum
hafa verið gbrt mjög rángt til í málinu; voru
allmargir þeirra málsmetandi og lieldri menn. Til
þess að votta honum vyrðíngu sina, gerðu þeir
honum fjölment boð i Lundúnaborg; sagði þá Kon-
áll, meðal annars, að það gleddi sig mjög að svo
margir af Bretum, og fleiri enn hann nokkurn-
tíma hefði gfert ser í hugarlund, letu í Ijósi vina-
þel til Ira, og ættu þeir fyrir þab miklar þakkir
skilið, og mættu Bretar ætla á það, að Irar ekki