Skírnir - 01.01.1845, Page 150
leikar er á slíku hafa verib, því gjaldan hcfur
tilraunina brostið. ÖrÖugleikar þessir hafa eink-
um veriS í því fólgnir: aS óstýrilæti og reiðu-
leysi var orfeifc svo rótgróið hjá mörgum af þjóö-
inni, og fyrir þá sök erfiðt að útrýma því: að
það var svo mýmargt er legfæringa þurfti: að
mjög skorti fe það er til þessa þiirfti á að halda,
enda þótt margir hafi i þvi skyni létt undir bagga
með ríkinu og voldugu þjóðirnar hafi lánað þvi
inikio fé, er að visu hefur komife að góðu haldi,
en þó, einsog hvört annað lán er leigu ber, dregið
dilk eptir sig, svo ríkið hefur tífeuin átt i inestu
herkjum rnefe afe greiða leiguna: að ríkife fyrir
svo stuttum tima er risið úr ómenskunni, þvi það
er eð annað ýngsta, eða, að Belgiu frátekiuni, eð
ýngsta ríki í Norðurálfunni. Atburðir þeir, er
gérst hafa í fyrra og í ár, bera þess Ijósann vott
að Grikkir þegar eru komnir i tölu enna mentuðu
þjófeanna. I seplembermánuði í fyrra (sjá Skirnir
1844 bls. 83-84) gérðu þeir nokknrskonar upp-
reist i Athenuborg; og þótt mörgum uppreistum
8e svo varife afe þær eigi séu þjóðum þeira, er géra
þær til gildis teljandi, var þó sú, er nú var nefnd,
Grikkjum til mikiilrar sæmdar, bæði sökum til-
gángs hennar, fyrikomulags og árángurs. Sökum
þess að þeir voru vel koranir i skilning um hvað
frelsi er, vildu þeir takmarka konúngsvaldið og
koma á frjálsari stjórnarskipun. Fjrir þá sök
þraungvuðu þeir i fyrra konúngi til að géfa sér
stjórnarbót, svo konúngsvaldið mínkafei, en þjóðin
tæki mestann þátt i rikisstjóruinni. Fórst upp-
reist þessi þeim svo vel úr hendi að enginn varð